Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Nú á að taka á því
Ég veit ekki númer hvað þessi tilkynning er hjá mér. Varðandi átak. Örugglega sú þúsundasta í gegnum tíðina.
Fyrir ári síðan (á 39. afmælisdeginum mínum) sór ég þess eið að þegar sá dagur rynni upp að ég yrði fertug, yrði ég í mínu besta formi... ever. Því sjáið til, ég hef aldrei verið í góðu formi. Aldrei stundað neinar íþróttir. Aldrei passað upp á mataræðið (nema í hinum ýmsu átökum auðvitað).
Skyndilega eru ekki nema 3 mánuðir í fertugsafmælið mitt og ég hlussast um. Hef aldrei verið feitari né í lélegra formi. Ég myndi hlæja ef ég væri ekki að grenja.
Og þegar fertugsafmælið er í augsýn þá hættir þetta allt saman að snúast um fagrar línur, hástemmd brjóst og stinnan rass. Nei nú er markmiðið bara að halda líkamlegum kvillum í fjarlægð, eins og bak- og liðaverkjum og hjálpartækjum eins og súrefniskútum og göngugrindum.
Innan örfárra klukkutíma mun ég stíga á pall... og af honum aftur... upp niður upp niður upp niður og ég get ekkert annað en vonað að ég komist lifandi frá fyrsta tímanum í líkamsræktinni. Svo verður þetta bara auðveldara. Er það ekki annars?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Athugasemdir
Muhahahah.
Þú verður flottust. Reyndar ertu það nú þegar en maður getur alltaf á sig blómum bætt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 11:12
Jenný. Ég hef ákveðið að ég ætla að hætta að hlusta á hlutdrægt fólk
Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2008 kl. 11:16
Hvað er þetta kona - ég sá þig í gær og aldrei séð flottari konu!
Ekki að ég sé neitt að draga úr viðhaldi - öðru nær - en þú ert falleg!
Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:17
Svona svona, Jóna mín. Þetta á örugglega eftir að lagast og ég þori að veðja að þú verður flottasta fertuga konan í manna minnum.
Helga Magnúsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:24
Ég má bjóða vini í 2 vikur í WC (Laugar) Viltu ?
Mitt kort er í sumarfríi eins og er
M, 2.7.2008 kl. 11:30
Ég er svona, aldrei nein líkamsrækt, aldrei passað mataræðið og aldrei verið í neinu sérstöku formi þótt ég sé grönn. Ég ætti kannski að fara að endurskoða það :S
Ragga (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:35
Ó Jóna mín, ó Jóna.
Gangi þér vel með átakið þitt. Þetta er hægara sagt en gert. Ég er með samskonar loforð við sjálfa mig, bara ég ætla að vera í toppformi fimmtug! Ég hef tvö ár og það er þægileg fjarlægð!
Flott nýja myndin af þér. Alger gella!
Rúna Guðfinnsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:51
oooohhh, hvað ég kannast við þetta. Ætli flestar konur þekki þetta ekki?!!!! Lífið hefur kennt mér að það þýðir ekki að fara í átak...breyttur lífsstíll er það sem skilar mestum og bestum árangri...þó það geti verið bæði erfitt og leiðinlegt...vont en það venst...
Gangi þér vel, bjútíið mitt
SigrúnSveitó, 2.7.2008 kl. 12:27
Fyrsta vikan er erfiðust síðan fer allt að ganga eins og í sögu og þú verður flottust allra kvenna á afmælinu þínu.
Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2008 kl. 12:29
Þú ert flott kona Jóna mín, sæt og skemmtileg, en ég þekki því miður alltof vel þessa áskorun nokkrum sinnum á ári þegar maður stígur á vigtina alveg óvart,
"nú verð ég að fara að gera eitthvað"
Marta B Helgadóttir, 2.7.2008 kl. 13:06
Þú ert ekki ein í þessu frekar en öðru Jóna mín. Ég hef farið í þúsund átök en ég held að það síðasta ætli að halda. Þ.e.a.s. ég byrjaði í lok janúar 2008 og var laus við 8 kg fyrir rúmum mánuði síðan. Vigtin er enn ekki farin að stíga, því ég held þessu við með réttu mataræði, sem þýðir mínus sykur. Ég er að vísu farin að smakka ís um helgar við og við.
Það sem skiptir máli er auðvitað úthaldið - og svo er gaman að hafa markmið: Flott fyrir afmælið, flott fyrir sólarlandaferðina o.s.frv... en ekki ,,detta í það" eftir að markmiðinu er náð. Það er gaman að vera í formi dags daglega, bara svona útí Hagkaup eða heima í garði.
Hafa það að markmiði að vera sátt við líkama sinn á morgun.. Rífa síðan upp úr skúffunni stuttbuxurnar sem þú hélst ,,in your wildest fantasies" að þú myndir aldrei nota aftur!!!!.. Það er alveg 75% fullnæging.
.. vona að ég sé ekki of dónó..
Láttu okkur nú fylgjast með ....það er ákveðin pressa..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.7.2008 kl. 13:30
einmitt! þegar maður kemst á þennan skemmtilega aldur fer maður að hreyfa sig til að forða sér frá göngugrindum og viðhalda getunni til að komast upp stiga......mér hefur reyndar gengið best þegar ég tek af alla pressu og geri hlutina heilsunnar vegna þá verður þetta einhvern veginn skemmtilegra....gangi þér vel og þerraðu tárin
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.7.2008 kl. 13:44
Mannstu eftir auglýsingunni frá einhverjum bjór sem heldri konan er að leiðrétta Pétur, svo að hann segir í endanum á spurningunni ,, gamla belja ?"..

!
Það lýsir elli og þyngd, og hvorugt held ég sé nú á þér.
Þú ert flott elsku Jóna mín, ef þér líður vel á þetta að vera í lagi.
Og bara þrælmyndarleg miðað við aldur
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.7.2008 kl. 14:07
Ohh stelpur.. tíminn búinn og ég lifði af. Rúmlega það meira að segja. Fór svo í Kringluna til að kaupa afmælisgjöf og fannst ég langflottust þar inni. Eins og alltaf þegar ég hef komið mér af stað í ræktina, furða ég mig á afhverju ég drullaðist ekki af stað mikið fyrr. Maður er gjörsamlega ''high'' á eftir.
Edda mín. þú ert krútt. Yndislegt að rekast á þig í gær.
Helga. hehe ég ætla allavega að vera á þeirri skoðun sjálf þegar þar að kemur.
M. Þetta er fallega boðið af þér. Það vill samt svo skemmtilega til að ég varð mér úti um 2 vikur frítt í Baðhúsið.
Ragga. Þú ert heppin. Svo ertu svo aktív á öllum sviðum (tjúttinu, skólanum og hlaupandi á eftir guttunum) að ég held þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur.
Rúna. Ég mæli með því að þú byrjir núna. Hægt og bítandi. Og þú munt fimmtug slá mér út.
Sigrún. I know I know. Það er reyndar það sem ég meinti. Nýr og breyttur lífsstíll. Það er stefnan.
Ía. Já fyrstu skrefin eru erfiðust. En ég hef aldrei náð að halda dampi. Lengst hef ég verið 3 mánuði í ræktinni án hléa.
Marta. Þú hittir naglann á höfuðið. En nú var það: ''hingað og ekki lengra''
. En takk fyrir falleg orð í minn garð.
Jóhanna. Óhóhó alls ekki dónaleg. Ég veit nákvæmlega hvað þú meinar. Ef ég tek einhvern tíma fram stuttbuxur aftur þá er ég viss um að mun framkalla raðfullnægingar
Hrafnhildur. Hef nú þegar þerrað tárin. Og sennilega er þetta rétt hjá þér. Markmiðið að halda heilsu gerir þetta örugglega skemmtilegra en baráttan við að ná að forma stinnan kúlurass.
Róslín. hahaha veit hvaða auglýsingu þú ert að tala um. það er áfall þegar maður er í fyrsta skipti kallaður ''konan'', hvað þá ''kellingin''. Gamla belja er svo botninn
Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2008 kl. 14:45
bara flott. punktur.
Brjánn Guðjónsson, 2.7.2008 kl. 14:55
Snilldar færsla.Ég verð í betra formi núna þegar ér er að detta í 49 árin en daginn sem ég varð fertug
.Þú ert bara flott 
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 15:05
Ég byrja í megrun stundvíslega klukkan sjö á hverjum morgni og hef átak um leið og ég spenni ólina á hundinn og geng út í morgunlabbið. Þessu lýkur yfirleitt um það bil hálftíma síðar en ég stend mig vel meðan það varir.
Steingerður Steinarsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:05
Brjánn. Ég veit ég veit
Birna Dís. Svoleiðis á þetta náttúrlega að vera.
Steingerður. hahahaha snilld. Geri aðrir betur segi ég bara. Hálftíma átak á hverjum degi er nú meira en margur getur sagt.
Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2008 kl. 15:10
æ ekki segja thetta
styttist ódum i thennan áfanga hjá mér og mér er lifsins ómøgulegt ad fá mig i likamsrækt
tek svona tarnir i hundagøngu thegar vigtin fer ad "bila"
en læt thad duga svo....held thú thurfir´nú ekkert ad svitna, sýnist thú svo helviti flott bara
María Guðmundsdóttir, 2.7.2008 kl. 16:12
Ef ég kynni að skrifa eins og Jóna Á... Þú ert frábær, þótt þú sért bráðum fertug.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 17:37
Dugleg ertu flotta kona. Það er ótúleg vellíðunarvíma sem maður fær út úr þessu sprikli.

Keep it up girl
Elísabet Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 18:11
Nei þetta verður ekkert auðveldara. Verður bara að ávana og svo endar þetta með því að þú getur ekki sofið út um helgar því þér finnst algjört MÖST að komast í ræktina.
Hættir að reykja og borða nammi og drekka rauð- eða hvítvín með góðum mat.
Ekkert líf lengur, gengur allt út á hvað er hollt. (Hrollur)
Hugsa að þetta sé ekki gott fyrir kroppinn
Ég hef aldrei farið í átak. Oft langað en aldrei látið það eftir mér.
Svo er ég núna að fara til Belgíu, og verð sennilega á brókinni allan tíman, því að þetta er baðland, og þar sem ég vil ekki að aðrir sjái appelsínuhúðina á alltof stórum bossanum. Eða vömb mína sem er kennd við bjór, þá er ég að hugsa um að svelta mig og drekka bara vatn í þessa 12 daga þar til ég fer.
Hlýtur að vera auðveldara en að hamast eitthvað.
Gangi þér guðdómlega og leyfðu okkur að fylgjast með
Hulla Dan, 2.7.2008 kl. 18:53
Mér hefur nú fundist þú flott og falaleg frá því ég sá þig fyrst. En líkamsrækt er alltaf hressandi. Frábær greinin þín hér á undan, góð lesning. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 21:08
Konur á svona flottum aldri eiga að vera mjúkar, það er kvenlegt. Ef þú grennist meira þá fer skinnið að hanga og þú verður krumpuð það er ekki flott. Svo er ekkert mál að hreyfa sig temmilega, þú með þetta fallega umhverfi. Þú mátt ganga í dalnum mínum, þar sem mér finnst best að ganga.http://www.rosa.blog.is/blog/rosa/entry/570770/
Og svo áttu hund er það ekki, þú verður að fara með hann út, hann þarf að hreyfa sig.
Rósa Harðardóttir, 2.7.2008 kl. 21:34
YNDISLEG FÆRSLA! EINS OG ALLAR HINAR gangi þér vel ´heilsuátakinu og vonandi endist þú lengur en ég :-)
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 2.7.2008 kl. 21:48
Þú ferð létt með þetta, ekki nema þrír mánuðir sem gerir 12 mætingar og svo geturðu hætt aftur eins og alltaf.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.7.2008 kl. 23:14
Ég þeskki konu sem segir alltaf að þegar þessi hreyfiþörf grípi hana setjist hún bara niður, andi rólega nokkrum sinnum og þá líður þetta hjá.....
En...áfram Jóna...að vilja er að geta....
Bergljót Hreinsdóttir, 3.7.2008 kl. 00:01
ég veit ekki hvort þetta verði auðveldara, hef aldrei farið í líkamsrækt.. ég er hlynntari því að taka frekar stigann en lyftuna og labba frekar en keyra..
Í mínu tilviki eru þetta auðveld verkefni þar sem ég bý á 4 hæð í lyftulausu húsi og hef aldrei tekið bílpróf..
Maður verður að vera sáttur við sig,þá gengur manni best í öllu.. Strax og þú hefur komið einhverju í vana þá er eiginlega erfiðara að sleppa því heldur en ekki, það hlýtur að vera með líkamsrækt líka.. ekki satt?
Guðríður Pétursdóttir, 3.7.2008 kl. 00:56
Þú ert nú bara krakki ennþá í samanburði við okkur sem erum komin vel á sextugs aldurinn. Stórglæsilegur krakki. En með ranghugmyndir um sjálfa þig eins og krakka er siður.
Jens Guð, 3.7.2008 kl. 01:07
Mikið rosalega kannast maður nú við þetta!! Hrikalega flott myndin af þér, ég hugsaði þegar ég sá hana; vááááá, var hún á detox kúr eða hvað!! Gangi þér vel, það er hægt að gera ótrúlega margt og mikið á 3 mánuðum, segi ég sem er að spriinga þessa dagana...
alva (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 01:14
Gangi þér bara sem best í átakinu! ;) Þett'er ekkert mál!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 01:57
Góð ákvörðun og framkvæmd hjá þér Jóna mín.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.7.2008 kl. 07:59
Fyrsta skrefið er erfiðast ;) Trúðu mér - been there done that .. svo verður það eins og fíkn að komast í ræktina og púla svoldið
Ásta , 3.7.2008 kl. 09:33
hehehe, ég er 48 og er með svipuð markmið, þetta er sennilega nútímasjúkdómur !
knús í krús
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 12:32
Snillingur ertu
Ómar Ingi, 3.7.2008 kl. 15:44
veist hvar ég er
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 3.7.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.