Leita í fréttum mbl.is

Prjónað af hjartans lyst

 

Þau prjónastykki sem ég átti að skila af mér í handavinnu, hérna í denn, voru prjónuð af ömmu.  Amma prjónaði vettlinga, lopasokka og eitt stykki kött ef ég man rétt, eins og hún ætti lífið að leysa.

 Hennar afskipti hófust yfirleitt með því að ég felldi niður lykku(r) eða bætti í, sleit bandið eða tókst að flækja eitthvað á óútskýranlegan hátt. Með öllum 10 þumalputtunum. Þá greip amma inn í og bjargaði heiðri barnabarnsins.... og sínum eiginn í leiðinni.

Núna er Gelgjan að prjóna hliðartösku og ég er stolt móðir. En ekki get ég aðstoðað hana þegar hún fellir niður lykkur eða bætir í, sem hún hefur gert töluvert af. Og ég hef fengið ásökunaraugnaráð fyrir þær sakir. Hverskonar móðir ert þú eiginlega, segir þetta augnaráð.

En taskan sístækkandi fer klárlega batnandi og greinilegt að krakkanum fer fram í prjónaskapnum. Ólíkt móður hennar.

Í gærkvöldi sýndi hún bróður sínum, unglingnum, prjónaskapinn. Hreykin á svip, hóf hún verkið á loft.

Unglingurinn hnyklaði brúnir, hugsandi á svip. Hvað er þetta? Húfa?

Naujts... þetta er taska, sagði Gelgjan hneyksluð.

Skömmu síðar spurði ég hana hvort hún væri búin að sýna pabba það sem hún er að búa til fyrir ömmu (Litla rasistann).

Aftur hóf hún prjónaskapinn á loft.

Bretinn hnyklaði brúnir og sagði: Hvað er þetta? Húfa?

ÞETTA ER EKKI HÚFA, gólaði Gelgjan. AMMA ÞARF HELDUR EKKI HÚFU. ÞETTA ER TASKA.

Oh, sagði Bretinn, sem stundum (bara stundum) doesn't know when to shut up. But why are there holes in it sweetie?

Ég byrjaði að veifa honum, þar sem ég sat fyrir aftan Gelgjuna. Benda honum á að þetta væri eitthvað sem hann ætti ekki að kryfja að neinu gagni.

Hvað vita karlmenn líka um göt á prjónatöskum, tilkomin vegna þess að nokkrar lykkjur týndust hér og þar á leiðinni að settu marki? (Ekki fríka út, þið karlmenn, sem kunnið að prjóna og dundið ykkur við það í frítímum).

Seinna sat Gelgjan sátt fyrir framan sjónvarpið og mundaði prjónana af hjartans lyst. Ég horfði hugsandi á hana.

Nú finnst mér þú svo stór, sagði ég í vælutóni. Situr þarna og prjónar. Hvað varð um litlu stelpuna hennar mömmu?

Þá lagði Gelgjan frá sér prjónana, setti stút á munninn og sagði með barnaröddinni: Mamma, hún er hér ennþá.

Þá varð mér rórra. Ég sannfærðist um að maður þarf ekki að vera orðinn stór til að kunna að prjóna. Og maður þarf heldur ekki að kunna að prjóna þó að maður sé orðinn stór.. Bara svo það sé á hreinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mín verður þrítug núna í maí og er enn litla stelpan mín. Hún var góð að prjóna og ég líka. Þið eruð örugglega bestar í einhverju öðru. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Svo getur maður verið með ýmislegt annað á prjónunum.. Ekki satt?

Kveðja Heiða

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:36

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Múhaha....ekki hef ég þolinmæði í að prjóna...prjónaskapur gengur allt of hægt fyrir minn smekk...annað hvort prjóna ég peysu og fer í hana samdægurs...eða sleppi því bara (vel náttla seinni kostinn...he he...) En...ég lét mig hafa það að prjóna húfulufsu og trefil á frumburðinn þar sem einhverjum tókst að sannfæra mig um að það gerðu ALLAR nýbakaðar mæður.... ó mæ god...ég setti þennan óskapnað aldrei á blessað barnið....dóttir mín fékk þessi herlegheit hins vegar á dúkkuna sína löngu seinna....Börnin mín hafa vit á að leita til kennaranna sinna með þennan málaflokk...enda getur maður ekki verið bestur í ÖLLU....Eigðu góðan dag!

Bergljót Hreinsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:44

4 identicon

Sæl.

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 00:45

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég tók handavinnuna svoooo alvarlega að ef ég gerði vitleysu þá var allt rakið upp og byrjað á nýju...þetta skyldi sko vera fullkomið...held meira að segja að ég geymi þetta dót einhvers staðar...skólasystur mínar notuðu hins vegar þína aðferð...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

,,Og maður þarf heldur ekki að kunna að prjóna þó að maður sé orðinn stór.. Bara svo það sé á hreinu,,

Ég er bara svo sammála.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.5.2008 kl. 00:57

7 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ó æði mikið er stúlkan dugleg. Skilaðu til hennar frá mér að í veski með götum er tilvalið að taka garn með öðrum lit og sauma bara blóm yfir til að skreyta töskuna :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:58

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kunni að prjóna vettlinga þegar ég var 6 ára, ég var eins og lítil prjónavél alla mína æsku.  Núna prjóna ég ekki, nema ég kann að rekja upp og hjálpa mínum stelpum og syninum líka, þegar eitthvað fer úrskeiðis.  Sjálf hef ég ekki prjónað neitt af viti í yfir 25 ár. Fyrsta barnið mitt fékk allskonar ullarföt sem ég prjónaði á meðgöngunni, síðan ekki söguna meir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.5.2008 kl. 01:00

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Hjúket! Ég hélt að það allar! mömmu ættu að kunna að prjóna og ég því ekki starfinu hæf. Þetta er því mikill léttir fyrir mig

Sporðdrekinn, 6.5.2008 kl. 01:26

10 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

KNÚS Á ÞIG INN Í NÓTT OG NÆSTA DAG, MEGI HANN VERÐA FULLUR AF TÆKIFÆRUMÉG KANN EKKI EINU SINNI AÐ FITJA UPP.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.5.2008 kl. 02:11

11 identicon

Ég prjónaði mitt skólaprjón sjálf.Pabbi minn kenndi mér að prjóna þegar ég var 5 ára.Hann prjónaði á sig sokka þegar hann var drengur.Þá var það þannig hjá honum að annað hvort prjónaði hann sokkana sjálfur eða var berfættur.Gelgjan dugleg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 08:12

12 Smámynd: Helga skjol

Guð sé lof fyrir bloggið því hérna getur maður séð að ég er ekki eina mamman sem ekki kann að prjóna hehe, ég reyndi fyrir 23 árum að prjóna peysu á frumburðin ætlaði að vera ægilega dugleg og tók við af systurdóttir minni sem var rétt byrjuð á peysuni og viti menn ég prjónaði allt á rönguni en hún á réttuni síðan þá hef ég haft allsvakalega prjóna fælni, hvort þetta kom til af því að ég er örhent en hún rétthent skal ósagt látið.

Knús inní daginn

Helga skjol, 6.5.2008 kl. 08:17

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj dúllan - vonandi verður litli rasistinn ánægð með töskuna

Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 08:57

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey- og flott toppmyndin

Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 08:58

15 Smámynd: Heidi Strand

Hvatning og hrós er betra en að vinna verkefnin fyrir börnin.
Næst verður kannski húfa á prjónunum.

Heidi Strand, 6.5.2008 kl. 10:04

16 Smámynd: M

Gekk alltaf illa í handavinnu, með þumla á öllum. Fékk góða hjálp frá móður minni (erfði hæfileikana ekki)  Hef kviðið þeim degi þegar dóttir mín kemur með hannirðir heim úr skóla, en hefur ekkert verið um það. Ætli hún sé búin að segja kennaranum frá kunnáttuleysi móður sinnar

M, 6.5.2008 kl. 10:54

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Yndislegur pistill. Þekki þessar tilfinningar.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.5.2008 kl. 10:57

18 identicon

Gargandi snilld alveg......... eins og alltaf..

Senjórítan (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 10:57

19 identicon

Þú er yndi Jóna mín

Elísa (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:05

20 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Mamma mín beið alltaf spennt eftir einkunum úr handavinnunni.  Þær voru alltaf jafn háar og fínar - og nákvæmlega ekkert af þeim voru mín vinna.........  Frönsk tá og þýskur hæll eða hvað þetta hét allt saman - ég hef komist tiltölulega klakklaust í gengum lífið án þess að prjóna lopapeysu.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 6.5.2008 kl. 13:09

21 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Líst vel á gelgjuna þína og "lúkkið" á síðunni, hvernig væri að koma með uppskrift af því, því ekki fáum við prjónauppskrift frá þér Jóna mín

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.5.2008 kl. 13:09

22 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ég er alveg sármóðgaður, þó ég kunni ekki að prjóna.

Eiríkur Harðarson, 6.5.2008 kl. 13:15

23 identicon

Mikið rosalega gleður það mig að heyra að fleiri konur á ... aldri

kunna ekki að prjóna. ég er þá ekki ein í þessu. Ég þekki allar þessar lýsingar þína, nema hvað það var ræfillinn hún mamma sem gerði sitt besta til að bjarga mínum heiðri og sínum. Og ég hef komist ótrúlega vel í gegnum lífið án þess að kunna að prjóna, þar til börnin mín áttu að fara að læra það... Þá fór í verra og ég þekki líka þessi augnaráð, ekki bara frá börnunum heldur líka kennurunum þeirra!

Skelfing fannst mér ég ómerkileg þá.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:36

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó hvað ég er ánægð með þessa færslu.  Kann nefnilega ekki að prjóna en langar það rosalega.  Hélt að ég væri ein um að geta þetta ekki, því ég er virkilega búin að reyna.

Meil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 14:02

25 identicon

Það voru bæði mamma og frænka mín sem sátu og kláruðu stykkin mín þegar ég var í barnaskóla!!

Hins vegar tókst mér að taka upp þessa iðju komin framundir tvítugt - og því hefði Magga handó (handavinnukennarinn úr Flataskóla) aldrei trúað um mig!  Varð manísk á meðgöngu og prjónaði 9 peysur á prinsinn (sumum var reyndar hent þar sem þær voru skelfilegar)!!  Er núna orðin ansi lunkin við prjónaskapinn - finnst samt skemmtilegast að prjóna ungbarnasett, sem og sokka og vettlinga á litlu frænkurnar mínar!!  Hef nefnilega komist að því að ég nenni ekki að prjóna hluti sem tekur marga daga að prjóna - sokkapar yfir sjónvarpinu er dásamlegt :)

Þetta sýnir að það getur ræst úr þeim sem voru handavinnukennurum sínum þung byrði!!

Kv. Anna Lilja

Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:16

26 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég hef prjónað nokkrar peysur en verð svo alltaf að henda þeim í tengdó til að víkka hálsmálið,ef ég ætla ekki að slíta hausinn af þeim sem í peysurnar fer

Sem sagt ekki sérlega góð í prjónaskapnum

Anna Margrét Bragadóttir, 6.5.2008 kl. 18:53

27 Smámynd: Rebbý

ég öfunda þá sem geta prjónað .... ekki að ég kunni það ekki, ég bara verð svo taugaveikluð af því að hlusta á prjónana skella saman non stop

Rebbý, 6.5.2008 kl. 19:54

28 identicon

Ferlega er nú gaman að lesa þetta, í fyrsta lagi færsluna hjá þér Jóna, og svo hvað margar sem skrifa athugasemdir hafa látið ömmu, mömmu eða frænku klára stykkin fyrir sig. Þetta var nefnilega akkúrat sama sagan hjá mér í Barnaskólanum á Akranesi. Ég náði aldrei að klára stykkin, mamma gerði það fyrir mig, en ég man reyndar eftir því alla vega einu sinni að ég skilaði minnir mig vettlingum hálfprjónuðum! En seinna meir öðlaðist ég áhuga á prjónaskap og prjónaði mikið í mörg ár, en er reyndar búin að tapa niður prjóninu núna síðustu árin, en tek samt alltaf vænan kipp þegar ég sé prjónablöð og áhugaverðar uppskriftir, á örugglega eftir að fara að prjóna aftur.

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:52

29 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Það er aldrei of seint að byrja! Það er ótrúlega róandi að prjóna (þ.e. þegar maður er búin að ná tökum á því, en þangað til eru allir heimilismenn í hættu!!)

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 22:06

30 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Ég nennti aldrei að læra að prjóna og hef aldrei iðrast þess og langar nákvæmlega ekkert til að kunna að prjóna og finnst það ekki eftirsóknarvert. Eflaust byggi ég yfir prjónakunnáttu ef ég ætti ekki móður sem er hálfgildins prjónavél. Prjónaskapur er ekki sáluhjálparatriði svo mikið veit ég.

Sigríður Gunnarsdóttir, 6.5.2008 kl. 22:17

31 Smámynd: Gunna-Polly

ég er með þumalputta á öllum og örfhennt á báðum samt fékk ég alltaf 10 í handavinnu enda á ég góða mömmu

Gunna-Polly, 6.5.2008 kl. 22:43

32 Smámynd: Halla Rut

Til hamingju með að vera númer eitt á mbl blogginu.

Halla Rut , 6.5.2008 kl. 22:52

33 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Prjónaskapur er besta leið til íhugunar sem ég þekki - vinnur bug á stressi, veitir fingrunum útrás (maður nagar þá ekki neglurnar á meðan) OG ef vel tekst til .... hagnýt heimilisiðja. Það kemur nefnilega fyrir að úr þessu verði flík.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:12

34 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ég kann ekki að prjóna Jóna, en strákunum mínum hefur þó báðum tekist að prjóna sér húfur (veit ekki með töskur) ... he he ..  en þegar ég var í skóla þá bjargaði afi mér og prjónaði fyir mig hund utan um tóma brennivínsflösku sem var verkefnið þá :)

Hólmgeir Karlsson, 6.5.2008 kl. 23:43

35 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ohh ég veit það.. þetta gerist svo herfilega hratt...

Hörður minn er að fara að fá gula beltið í karate á fimmtudaginn, svo á föstudaginn fermist hann örugglega og svo sunnudaginn giftir hann sig..

... eða svona nokkurn veginn, þetta líður aaaallt of fljótt

Guðríður Pétursdóttir, 6.5.2008 kl. 23:46

36 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Öllum gengur illa að læra að prjóna, til að byrja með. 

 Það er með prjónaskap, eins og alla aðra fínvinnu, sem vinna þarf jafnt, með höndum og heila, að það er erfitt, meðan maður lærir fingrasetningarnar, á prjónunum, nótunum, skrúfjárninu, eða útskurðarhnífnum. 

 Þegar maður hefur lært hvernig maður á að bera sig að, er það bara, æfingin, sem skapar meistarann, eftir það. -

 Erfiðast held ég þó, að það sé, fyrir örvhenta, að fá tilsögn frá óþolinmóðum, rétthentum kennara.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.5.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband