Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Helvítis óstjórn á þessu landi
Ég hringdi í Berlínar-Brynju vinkonu mína í gærkvöldi. Það er skrítið hvað ég get endalaust blekkt sjálfa mig á sumum sviðum. Til dæmis varðandi símtöl við Berlínarbúann.
Jæja, hugsa ég stundum. Nú ætla ég að hringja eitt tíu mínútna símtal til Brynju. Ég skal, ég skal, ég skal hafa þetta stutt.
En án undantekninga vara símtöl okkar á milli í lágmark klukkustund. Enga manneskju get ég blaðrað eins lengi og ákaft við, og farið út um eins víðan völl í efnistökum. Það er allt tekið fyrir sem nöfnum tjáir að nefna. Heimurinn krufinn niður í litlar einingar. Eftir þessi samtöl er ég mest hissa á að enginn hafi uppgötvað okkur. Kosið okkur á þing.
Ég komst að því í gærkvöldi, á meðan ég lét móðann mása að ég er svekkt og pirruð yfir því hvernig þetta land er rekið. Hvernig því er stjórnað. Ef stjórn skyldi kalla. Miklu frekar óstjórn. Mér finnst ríkja hér stjórnleysi. Og sérstaklega finnst mér vera þörf á að kynna orðið ''forgangsröðun'' fyrir ráðamönnum þjóðarinnar.
Á meðan fleiri tugum milljóna er gjörsamlega mokað í varðveislu á steinsteypu, er horft í klinkið þegar kemur að þjónustu við börnin okkar. Sko fötluðu börnin okkar. Mér er orðið vel ljóst að þau eru talin 5. flokks þjóðfélagsþegnar og það er langur vegur frá því að þau hafi sömu réttindi og önnur börn. Og allt strandar þetta á peningum.
Nýlegt dæmi er hártoganir út af, að mér skilst, 20 milljónum sem vantaði upp á til að hægt væri að reka frístundaklúbba ÍTR næsta sumar fyrir eldri krakkana. Það átti bara að líðast að klúbbarnir myndu leggjast niður og hvað...? Hvað eiga krakkarnir að hafast við? Og hvað eiga foreldrarnir að gera? Taka sér frí frá vinnu yfir allt sumarið?
En nú skilst mér að búið sé að draga þetta til baka. Þetta hafi allt verið misskilningur og 20 milljónirnar verði veittar. Misskilningur my arse... Þeir reyndu án þess að skammast sín, en hafa svo sennilega séð að þeir kæmust ekki upp með þetta.
Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál. Þar sem Sá Einhverfi flokkast ekki enn undir þennan aldurshóp er málið mér ekki nógu skylt til að ég hafi farið ofan í kjölinn á því.
Svo er það þetta sumarbúðamál, sem ég hef minnst á áður. Sumarbúðir fyrir fötluð börn eru auðvitað mikið dýrari í rekstri en aðrar sumarbúðir, þar sem þarf mikið fleiri starfsmenn. Og vissulega styrkir ríkið þennan rekstur. En samt ekki betur en svo að foreldrafélagið þarf að fara í peningaleit á hverju ári, til að láta enda mætast. Við erum kannski að tala um 5 milljónir. Sem er vissulega ágætis upphæð og erfitt að afla með bréfaskrifum til hinna og þessara fyrirtækja. En ef það þarf 5 milljónir til að hægt sé að láta reksturinn ganga, þá er það mín skoðun að ríkið eigi að klára málið. Mér finnst það vera skylda ríkisins að sjá til þess að fötluðu börnin fái að njóta þess sama og þau heilbrigðu.
Í gærkvöldi villtist ég inn á stjórnarfund hjá Umsjónarfélagi Einhverfra. Hélt mig vera að mæta á aðalfund hjá félaginu, en hann er víst ekki fyrr en næsta miðvikudag. En ég átti góða stund með stjórninni og var minnt rækilega á það að það er fólk ''á bak við tjöldin'' sem er að berjast fyrir velferð sonar míns. Ég hálfskammast mín fyrir að vera ekki virkur þátttakandi í þessari baráttu, svo það er aldrei að vita nema að ég taki mig á í þeim efnum.
Á þessum fundi komst ég meðal annars að því að ég get ekki sjúkdómatryggt barnið mitt. Vegna þess að það er einhverft. How strange is that!
Jæja ég er hætt að röfla... í bili
-------
Þegar Sá Einhverfi kom heim úr skólanum í gær, valhoppaði hann eina bunu frá forstofu og inn í stofu, eins og hans er von og vísa. Svo stillti hann sér upp í borðstofunni, klæddi sig úr úlpunni og lét hana detta á gólfið.
Ian, hengdu úlpuna á snagann
Hann brást hinn versti við; Neeii ekki snagann, sagði hann, hálfillur.
Jú, jú, sagði ég ákveðin. Hengdu upp úlpuna
Mamma bílinn, sagði hann vongóður.
Þetta er greinilega það sem koma skal. Mér verður bara hent út ef ég reyni að standa mig í uppeldishlutverkinu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:35 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1640371
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Það virkar oft hjá þessum litlu að beina athygli foreldranna annað. Ég er sammála þér með þessa vitlausu forgangsröð stjórnmálamannanna. Þeir hugsa fyrst um sinn eiginn rass svo fáum við þessi almenni borgari, molana af borðum þeirra, ef það hentar þeim. Ef það eru molar afgangs
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2008 kl. 02:30
Það er sama hvar mann ber niður í málefnum af félagslegum toga. Þar er allt skorið við nögl.
Það er bara frábært ef þú getur farið í baráttuna Jónsí mín, það vantar alls staðar fólk.
Ástæða fyrir því að ég er vakandi á þessum tíma sólarhringsins? Jenný Una er hér og vaknaði 06,30. Ég er með bauga niður á kinnar.
Ian er frábær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 07:00
Jóna þetta er alveg eins með sykursjúku börnin
Það er ekki hægt að líf eða sjúkdómatryggja þau
'Eg hef setið í stjórn sykursjúkra síðastliðin 3 ár og á hverju vori byrjar söfnun fyrir þeirra sumarbúðir.
Það eru líka sumarbúðir sem þarf að hafa dýrt starfsfólk lækna,hjúkrunarfræðinga og annað sérmenntað fólk og þar af leiðandi verða búðirnar dýrar.
Það er ansi hvimleitt þegar foreldrar þurfa að vera að betla peninga af fyrirtækjum og einstaklingum svo börn þeirra fái að njóta þess sama og barnið í næsta húsi,að komast í sumarbúðir.
'Eg er ekki búin að sjá ársreikninganna í ár en ég held að ríkið hafi syrgt sykursjúk börn um hálfa til eina miljón á ári, og er það allt sem ríkið leggur til handa sykursjúkum börnum og unglingum,sem er fáránlega lítil upphæð.
Mér finnst líka að ríkið eigi að sjá bæði fötluðum börnum og svo náttúrlega þeim sykursjúku fyrir sumarbúðum á hverju sumri án þess að foreldrar og aðrir vandamenn þurfi að ganga milli fyrirtækja og sníkja peninga.
'I landi eins og okkar sem við öll tækifæri stærir sig af því að vera ríkt land eigum við ekki að geta lesið um svona lagað,að fötluðu og langveiku börnin okkar skuli ekki njóta þess sama og þau sem heilbirgð eru
Vona að þú eigir góðan dag
Anna Margrét Bragadóttir, 10.4.2008 kl. 07:18
Bý erlendis með fatlað barn, hvarflar ekki að mér að flytja heim fyrr en mál fatlaðra eru komin á annan veg. Fatlaðir eru alveg greinilega ekki í forgangi á Íslandi. Vonandi á það nú eftir að fara að lagast. kveðja frá Noregi.
Egga-la (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 07:38
Eins og þú kannski veist þá á ég heima í Svíþjóð
Sonur minn er einhverfur og mér dettur ekki til hugar að flytja heim þegar maður heyrir um ástandið á Íslandi.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 07:43
Já Jóna heyrirðu það,farðu bara í bílinn
Ég skil ekki, afhverju máttu ekki sjúkdómatryggja hann af því hann er einhverfur..?
Hver eru eiginlega rökin?
Guðríður Pétursdóttir, 10.4.2008 kl. 07:54
Gaman að fylgjast með pólitískri vakningu þinni á blogginu. Það er allt pólitískt. Það fer fram mikið starf í svona félögum eins og þú ert að lýsa. Það er líka nauðsynlegt að vekja athygli samfélagsins á hvernig aðstæður fólks eru og hvað þarf að breyta.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.4.2008 kl. 08:07
Engin á ég börnin eða fjölskylduna, bjó erlendis lengi og er að fara aftur út eftir 7 ára dvöl á Íslandi. Nenni ekki lengur að berjast við vindmyllur mannréttindaleysis. Það er með ólíkindum hvernig þetta land er rekið, og jaðrar við óhugnað. Hef ekki áhuga lengur.
Það er alveg sama hvar maður drepur niður fingri, allsstaðar sama sagan. Þó finnst mér ástandið verst þar sem hinir svokölluðu félagshyggjuflokkar hafa ráðið. Til að mynda R- listinn hér í Reykjavík. Þetta ber ekki að skilja að ég sé að syngja núverandi meirihluta lof og dýrð, þvert á móti, en sem kennari í tíð R-listans, niðurrif og skemmdarstarfssemi hinnar horngrýtis pútu Gerðar Óskarsdóttur, það mun taka langan tíma að vinna þann skaða og bæta og laga þar til að annað system komi í staðinn og skólarnir og kennararnir fari að blómstra upp á nýtt. Með beztu kveðju.
Bumba, 10.4.2008 kl. 08:12
Thetta er bara til háborinnar skammar
María Guðmundsdóttir, 10.4.2008 kl. 08:14
Gott að eiga góðar vinkonur útí heimi sem nenna að hlusta á mann öðru hvoru og alveg sama hvað það kostar það er sáluhjálpandi að ræða málin yfir hafið.
Hugsaðu þér hvað það myndi kosta að fara til sála og rausa þar í klukkutíma. Heheheh Bros inn í bjartan daginn.
Ía Jóhannsdóttir, 10.4.2008 kl. 08:30
þetta er nú bara fáránlegt að mega ekki sjúkdómatryggja einstakling bara vegna einhverfu eða sykursýki!!
svo segja "þeir" allir að fólki sé ekki mismunað!! nei láttu nú ekki svona......alltaf er talað um að gera eins fyrir alla og ALLTAF erum við að sjá fleiri og fleiri dæmi sem sýna þveröfugt...
ég verð bara alveg GRRRR þegar ég les svona
knús á ykkur
Ásta Björk Hermannsdóttir, 10.4.2008 kl. 08:36
Ha ekki tryggja barnið?Fáránleikinn er víða.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:02
Það er svo margt að sem snýr að þeim sem ætti helst að hafa í forgangi. Get sko tekið undir með þér. Maður verður reiður.
Ian er dásemd
Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 09:09
Þeir verða nú að spara peningana svo þeir geti farið á einkaþotunum út um allt - og auðvitað auðvelt að spara hjá fötluðum því margir þeirra hafa því miður ekki sterka talsmenn sér við hlið. Ohhhh gæti argað þegar ég hugsa út í þessi mál (og geri reyndar stundum). Það er alltaf tekið af þeim sem að minnst mega sín og sett í pottinn hjá þeim sem eiga nóg fyrir
Dísa Dóra, 10.4.2008 kl. 10:27
Þetta var sko enginn misskilningur ! Þeir höfnuðu fjárveitingunni í þetta en eru vonandi að sjá að sér. Ég er viss um að þetta var lúalegt bragt til að reyna að pína ríkið til að taka þátt í kostnaðinum.
En núna er ég að vera reið einu sinni enn út af þessu þannig að nú ætla ég að snúa mér að róandi öndunaræfingum ...... Anda rólega inn um nefið - og rólega út um munninn ..... endurtakist eftir þörfum
Sjáumst svo á aðalfundinum
Anna Gísladóttir, 10.4.2008 kl. 10:56
Tryggingafélögin já , lásuð þið ekki Love Star eftir Andra Snæ , holl lesning.
Ómar Ingi, 10.4.2008 kl. 11:25
sælir allir. Var að tala við ráðgjafa hjá kaupþingi og hann sagði mér að sjúkdóma og örorkutr, væri sami pakkinn...semsagt ég get ekki sjúkdómatryggt barnið mitt (sem er með þroskahömlun) þar sem örorkutr væri samtengd þessari tryggingu og barnið mitt væri nú þegar "öryrki". en ef ég er sjúkdómatryggð annarsstaðar þá væri barnið mitt líka inn í tryggingunni þar sjálfkrafa.
vona að ég hafi komið þessu skiljanlega frá mér...ég er ekki besti penni í heimi :)
sjöfn (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 11:33
Ég efast ekki um að einhverjir flokkar eiga eftir að reyna að fá þig á "lista" fyrir næstu alþingiskosningar Jóna mín. En ég mæli með því að þú látir til þín taka hjá ópólitískum félagasamtökum, eins og t.d. Þroskahjálp, því ég er nærri því viss um þar getur þú haft mikil "óbein" áhrif án þess að lenda í þeirri "sk...maskínu, sem flokkapólitík er.
M.a.s. held ég að þú, sem einn mest lesni bloggari landsins hafir þú áhrif.
Sigrún Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 11:56
þú ert að berjast alla daga fyrir barnið þitt og gerir jafn mikið gagn ef ekki meira en þeir sem berjast bak við tjöldin.
Hvert aldursskeið sem tekur við kallar á nýja baráttu fyrir réttindum barnanna okkar. Það virðist ekkert vera sjálfgefið í þeim efnum.
Nú er það grunnskólinn, tómstundaúrræði, liðveisla, stuðningsfjölskyldur.
Svo kemur framhaldskólinn.
Síðan er það búsetan og atvinnumálin.
Þá verður maður sjálfur orðin ellilífeyrisþegi og enn að berjast fyrir "börnin" sín.
Glæsileg framtíðarsýn!
Anna Kristinsdóttir, 10.4.2008 kl. 11:57
Góður pistill hjá þér að vanda, já mikið getur maður verið argur út í þetta samfélag okkar það er svo brenglað, aðeins hugsað um að þeir ríkustu verði enn nú ríkari, það er mín tilfinning .
Ég td fékk blóðtappa eftir keisaraskurð 25 ára og fæ því ekki sjúkdómatryggingu (pældu í aumingjans tryggingarfélögunum sem hafa tapað á mér segi ég bara því að ég hef ekki fengið neinn sjúkdóm sem að ég hefði getað leitað til þeirra út af tryggingunni,svo að þeir hafa tapað árgjaldi mínu) fari þeir bara í skít. þessu tryggingafélög eru líka ansi rotinn , því hef ég kynnst
Erna Friðriksdóttir, 10.4.2008 kl. 14:54
Ég samhryggist þér að standa í þessu Jóna. En ég hef oft velt fyrir mér reit á skattskýrslunni sem á að merkja við með X viljir þú heimilisslysatryggingu. Þessi reitur var vita gagnslaus hvað mig varðaði, þegar ég slasaðist, þó alltaf merktur með X. Ég var jú öryrki þegar slysið átti sér stað (hátekumanneskja), en það var ekki hægt að hjálpa mér. Meir hvað? trygging hvað, ekkert?
Það er gott ef mannskapur fæst til að vinna stöðugt í þessum heilbrigðismálum, svo allir njóti sinna mannréttinda. Gangi ykkur vel, kv.eva
Eva Benjamínsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:22
Þetta er vitanlega bara fáránlegt. Er einhverfum börnum og börnum með sykursýki hættara við að slasa sig frekar en öðrum? Ég fæ bara engan veginn botn í þetta. Við borgum að vísu hærri iðgjöld af líftryggingu vegna þess að við reykjum. En það er bara allt önnur Ella.
Helga Magnúsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:28
Góður pistill
AMEN.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:36
Kannast við þessi þjónusta er mjög léleg um land allt og ekki betri á landsbyggðinni hér á Akureyri við erum að tala um að ég bíð eftir greiningu og búið er að vita um frávik frá 4 ára aldri nú er barnið 7 ára.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 10.4.2008 kl. 17:02
Það væri óskandi að fyrirtæki og þeir sem eiga peninga færu í styrktarherferðir fyrir okkar eigin börn en ekki bara til barna í Afríku eins og nú er í tísku!
Nú er engin maður með mönnum nema vera búin að "eignast" barn í Afríku og styrkja það með peningagjöfum, ég veit það, að það eru ekki svo margir peningar sem geta gert mikið þar, alveg öfugt við okkur - en hvernig væri að koma svona styrktarkerfi upp við okkar börn og svo fengi maður að fylgjast með framgangi þess einstaklings sem ég eða þú styrkir?
ps. það geta verið margir um eitt barn.
Edda Agnarsdóttir, 10.4.2008 kl. 17:43
Ég er nú með bæði mín börn tryggð, en segi eins og aðrir sem hafa upplifað að búa erlendis, að það er ekki komandi heim aftur þegar maður hefur séð út fyrir sjóndeildarhringinn og farið frá skerinu. Mæli með fjöldaflótta frá landinu, það er hvort sem er bara eymd og volæði þar.
Sigrún Friðriksdóttir, 10.4.2008 kl. 18:13
Góður pistill hjá þér eins og vant er
Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 19:31
ekki spurning að þú hefur áhrif hérna sem bloggari og vekur athygli fólks eins og mér sem á ekki börn og hef ekki fylgst með baráttu þeirra sem eiga einstök börn eins og Ian (og önnur sem eru ekki skv fullkomnu formúlunni, hver sem hún er)
mæli með því að þú gangir þó lengra en þetta
Rebbý, 10.4.2008 kl. 19:54
þú ert æðisleg Jóna og sonur þinn ekki síðri
Ragnhildur Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:29
Góður pistill. Mér finnst þú ættir að drifa þig í þetta félag. þú gætir örugglega haft áhrif.
Svava frá Strandbergi , 10.4.2008 kl. 22:09
jú mikið rétt, þessari fjárveitingu var hafnað ... en mér skilst að þetta hafi reddast einhvernveginn. Á bara að vera sjálfsagður hlutur, ekki hlutur sem þarf að redda...
Þetta er tekið orðrétt uppúr grein DV: Borgarráð hefur hafnað fjárveitingu fyrir heilsársstarf fatlaðra á vegum ÍTR. Sumarstarf fatlaðra leggst af og dregið verður úr stuðning við fötluð börn á frístundaheimilum. Ástæðan fyrir þessu er sú að borgarráð hefur skorið niður kostnað fyrir fötluð börn. ..... Aha! og á sama fundi var samþykkt að greiða 230 milljónir til KSÍ í viðbótarkostnað við byggingu nýju stúkunnar ... ég veit ekki hvað skal segja
Birna Rebekka Björnsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:12
Ég skil ekki þessa nísku við einhverf og fötluð börn. Það er til nóg af peningum. Kerfið styrkir mjög vel sumar sumarbúðir. KFUM er eflaust með gott starf en heilar 50 milljónir frá Borginni í fyrra fannst mér frekar mikið, sérstaklega af því að þeir fá nokkrar millur á fjárlögum ár hvert og fá frá Pokasjóði árlega, Jóhannesi í Bónus og fleirum og fasteignagjöldin þeirra voru felld niður árum saman. Skilst að það sé maður í fullu starfi hjá þeim við að sækja um styrki og slíkt. Félagið ykkar ætti kannski að reyna að ráða einhvern sem kann til slíkra verka. Skátarnir fá líka væna styrki til uppbyggingar ... en veit ekki með aðra. Ekki fær Ævintýraland neitt af þessum peningum og er þó með frábæra starfsemi fyrir börn. Þetta með styrkina má allt finna á Netinu. Ég tók mig til einu sinni og gúgglaði það. Arggggg!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:13
helvítis borgarstjórnarmeirihluti.!
Júlía Margrét Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:43
I love you
Brynja Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:15
Æji Jóna mín, það er ótrúlega grátlegt hvað þarf að berjast harkalega fyrir þá sem minna meiga sín, þá sem þurfa mest á okkur sem heilbrigð teljumst, að halda. Fjárveitingar og styrkir ættu sannarlega að liggja tilbúnir og eyrnamerktir þessum hópi um áramót svo ekki þurfi annað en ákveða dagsetningar, stað og stund. Að sjálfsögðu á að vera búið að gera hluti eins og sumarbúðir fatlaðra að föstum lið eins og sumarbúðir annarra barna...það eiga allir að hafa jafnan rétt í lýðræðissamfélagi...nema hvað???!!!
Maður verður foxillurþegar maður spáir í þessa furðulegu forgangsröðun þegar verja á fé til ýmissra mála, hún er alveg fáránleg og oftar en ekki er fé varið í hluti sem síst vantar að eyða í...glamúr...einkaþotur...ferðalög...veislur...sendiráð í ótrúlegustu krummaskuðum...framapot og sýndarmennsku dauðans.....
Það er svo skrýtið að þegar kosningar eru í nánd, þá ætla allir að gera hlutina, leggja áherslu á mannlega þáttinn og finna leiðir til að allir hafi það sem best á þessum klaka.... en þegar valinu er lokið eru öll loforð grafin og gleymd...og flestir breytast í þessa stöðluðu sandkassamaura sem enginn þekkir lengur í sundur því X-eitthvað er ekki lengur til...
Og hveð gerum við???? Ekki rassgat...annað en tuða á kaffistofum og í heimahúsum...nöldra við vini og vandamenn og röfla í okkar eigin barm...
Svo er til einn og einn sem raunverulega vill berjast...eins og þú....og þá kemstu að því að það er breið fylking sem stendur á bak við þig....svo...Áfram Jóna...berjast!
Bergljót Hreinsdóttir, 10.4.2008 kl. 23:41
Jóna auðveldasta leiðin til þess að fá þessa peninga er að fá Ingibjörgu Sólrúnu ofan af því að ætla að tvöfalda þær nokkur þúsund milljónir sem fara mest í spillinguna í Mið- Afríku undir nafni þróunarsamvinnu. Aðeins smábrot af þeim ruglpeningum myndi skila sér hér í þessi mál barnanna hér með sóma.
Ívar Pálsson, 11.4.2008 kl. 00:48
Falleg & góð færsla hjá þér vina, eins & vant er. Þú veist núna líklega að ég er nú sjálfur meira á línunni hjá ´þögla karlminnihlutanum' á heimilinu en ykkur úthverfu 'bloggmæðgum', en ég tek nú alveg undir þetta kvart & kveinerí yfir úrræðaskortinum & nískunni í okkar fullkomna velferðakerfi í þessum málum & er alveg til í að hrópa mig hásann með þér í því stríði.
En þegar ég les sumar athugasemdirnar hérna, þá dettur mér eiginlega í hug eitthvað ljóð sem að einn fínn dúddi, fyrrum kallaður einhver róninn samdi & söng inn á plötu.
"Þeir segja það satt, þó að það þykji ekki sannað, að svo skuli bölið bæta, að benda á eitthvað annað..."
Ef að úrræðin snúast um að taka aura frá einum góðum málaflokk & flytja frekar í annann, erum við að verða óhamíngjusöm, fátæk þjóð.
Steingrímur Helgason, 11.4.2008 kl. 01:24
það eiga ekki að þurfa að vera neinar safnanir styrkir , peningabetl né neitt annað ,ríki og sveitafélög eig að sína sóma sinn í að allir fái þá þjónustu sem þeir þurfa fatlaðir eða ekki þetta kerfi hérna er rotnara en rotið epli sem hefur legið í kassa í heilt ár og fnykurinn eftir því mér var td sagt af einum skólastóra hér í borg að það væri nú gott að það væri búið að finna nafn yfir íslenska óþekkt (ofvirkni)
Gunna-Polly, 11.4.2008 kl. 19:21
Ég bara skil þetta ekki og verð alltaf meira og meira hissa. Er bara svo lömuð þessa dagana yfir þessu að ég er orkulaus.
Halla Rut , 11.4.2008 kl. 21:26
hummm hvað ef maður er með sjúkdómatryggingu fyrir börnin ÁÐUR en þau greinas? missa þau þá sjúkdómatrygginguna? GARGGG hvað ég er gáttuð núna!!!!
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 12.4.2008 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.