Leita í fréttum mbl.is

Hvernig Tæfan upplifði Villa Vill tónleikana

 

Ég get ekki sleppt því að segja ykkur frá  minningartónleikum Vilhjálms Vilhjálmssonar sem Bretinn og ég fórum á síðastliðinn föstudag í Salnum í Kópavogi.

Pálmi Gunnars, Guðrún Gunnars, Stebbi Hilmars og Friðrik Ómar fóru á kostum. Því get ég lofað ykkur. Sem og hljóðfæraleikarar, bakraddir og 4ra mann strengjasveit sem birtist á sviðinu eftir hlé.

Við sátum ansi framarlega, á þriðja bekk. Ég veit ekki hvort nálægðin við listamennina átti þátt í þeim sterku áhrifum sem ég upplifði þarna. Á milli laga spjölluðu söngvararnir um Villa, þeirra tengingu við hann og lögin hans. Og þetta var gert á afar lifandi og afslappaðan hátt.

Ég veit að fólk sem stendur á sviði með ljósin í andlitið sér ekki sér ekki mikið fram í salinn. En það breytti engu fyrir Pálma Gunnarsson. Sterkt augnaráðið og brosið sem lýsir upp andlitið gerir það að verkum að þér finnst það allt ætlað akkúrat þér. Og Pálmi er söngvari í sérflokki. Enginn er eins og hann. Enginn kemst nálægt því að hljóma eins og hann.

Varðandi Stebba Hilmars... ég veit ekki hvernig ég á að koma þessu frá mér án þess að það misskiljist.. Ég fíla Sálina. Hef alltaf gert. Finnst Stebbi skemmtilegur söngvari. En það var ekki fyrr en á föstudaginn sem ég uppgötvaði hversu góður söngvari hann er. Þvílíkt vald á röddinni sem þessi drengur hefur. Og tilfinningin sem hann leggur í þetta.

Guðrún Gunnars er ein af okkar bestu söngkonum. Á því er enginn vafi. Svo er hún svo skemmtileg. Kom öllum til að hlæja hvað eftir annað með líflegri framkomu sinni. Var eins og ferskur andblær þarna á sviðinu.

Ég átti erfitt með að sleppa því að mæna á andlitið á Friðriki Ómari á meðan hann söng. Að þessi rödd komi upp úr þessum smágerða dreng en eiginlega meira en ég næ utan um. Ég er einlægur aðdáandi hans eftir þetta kvöld.

Ég gleymdi að taka með mér snýtubréf og það slapp. En stundum þurfti ég að sjúga óþarflega hátt upp í nefið. Bretinn gaf mér auga í hæstu hviðunum.

Mér á hægri hönd sátu 3 konur og þær voru yndislegar. Þetta geta hafa verið mæðgur. Sú elsta sennilega eitthvað um sjötugt. Þær lifðu sig svo inn í sýninguna og töluðu upphátt við þann sem stóð á sviðinu og var að kynna næsta lag, eða tala um Vilhjálm.

Já, sögðu þær stundarhátt og kinkuðu kolli til samþykkis. Eins og þær hefðu verið viðstaddar hvern einasta atburð sem talað var um og ættu pínulítið í hverju einasta lagi sem var kynnt.

Á fremsta bekk sat fólk sem virkilega naut kvöldsins og þorði að sleppa fram af sér beislinu. Söng með, teygði hendur til lofts og dillaði sér í takt við tónlistina. Undurfagur hópur, sennilega af sambýli fyrir fatlaða.

Þegar tónleikunum lauk ætlaði þakið að rifna af húsinu. Liðið var klappað upp og tóku þá Lítill drengur. Þá var mín búin á því. Skeifa myndaðist og tárin trítluðu niður kinnarnar.

En ég var nú fljót að jafna mig. Bretinn vildi heilsa upp á gamla félaga svo við læddumst baksviðs og knúsuðum liðið aðeins. Allir voðalega glaðir og ánægðir.

Ef fleiri aukatónleikar verða settir upp, og þú ert ein(n) af þeim sem bara verður að hefja upp raust þína þegar þú heyrir lögin hans Villa, þá mæli ég eindregið með því að þú látir þig ekki vanta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta var gaman að heyra Jóna!  Pálmi er náttúrulega sjarmatröll, sem á fáa sína líka.  Og ég hef lengi verið gjörsamlega heilluð af honum Stefáni Hilmarssyni, hann hefur svo fallega útgeislun, svo blíða og varfærnislega, jafnvel viðkvæma útgeislun. En þvílíkur kraftur í orkunni sem hann sendir frá sér á sviðinu.  Maður situr alveg heillaður og tímir ekki að anda. Mér finnst Stefán vera einn besti tónlistamaðurinn sem við eigum, og frábær textahöfundur.  Guðrún er sannkallaður gleðigjafi.  Og Friðrik Ómar á eftir að syngja sig inn í hjörtu landsmanna, á því er enginn vafi. - Oh, hvað ég vildi að það verði aukatónleikar. Heldurðu að svo verði?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.4.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Hulla Dan

Ohh hvað ég hefði viljað vera á landinu akkúrat þarna. Fékk Villa í jólagjöf, og það hefur næstum ekkert annað verið spilað á heimilinu síðan.
Þegar ég var nýbúin að eignast barn númer4 og son númer 2 kveikti ljósan mín á útvarpinu til að dempa óhljóðin úr fæðingarstofunni við hliðina og þá var Lítill drengur fyrsta lagið sem var spilað. Ég get með engu móti hlustað á það án þess að slæka a.m.k smá.

Góðan dag á þig

Hulla Dan, 8.4.2008 kl. 06:54

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ohhh ég hefði viljað vera þarna...

Knús inn í daginn til þín Jóna mín.

Marta B Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 07:17

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Frábær lýsing á tónleikunum,ég fékk bara gæsahúd vid ad lesa  hvad thá ef madur hefdi verid tharna. Greinilega frábær upplifun

María Guðmundsdóttir, 8.4.2008 kl. 07:26

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það hefði verið gaman að vera þarna. Lögin hans Vilhjálms eru og verða alltaf sígild

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.4.2008 kl. 08:22

6 Smámynd: Rebbý

já þessir tónleikar fóru því miður alveg framhjá mér en held að ég hefði ekki getað haldið aftur af mér enda mörg lögin hans í miklu uppáhaldi hjá mér

Rebbý, 8.4.2008 kl. 09:07

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gaman að þú skemmtir þér honney.  Ég er sammála þér um Pálma.  Hann er einn af okkar bestu söngvurum og bassleikurum líka.  Ég hef vit á þessu með röddina, Einar fullyrðir þetta með bassann. 

Knús í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 09:42

8 identicon

Nákvæmlega svona upplifði ég þessa tónleika á sama tíma og þú  frábærir tónleikar í alla staði og þessir flytjendur.........verð bara orðlaus. Hann Pálmi hefur svo fallega nærveru sem náði til mín á fremsta bekk upp á svölum. Hún Guðrún er þannig að mann langar helst að labba til hennar og biðja hana að vera vinkona sín, svo skemmtileg og létt sem hún er með sína frábæru rödd. Alltaf haldið upp á Stefán og hann kom mér til að fella tár þegar hann söng "hún hring minn ber" þvílík rödd í drengnum.

Vala (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 10:16

9 Smámynd: M

Drullu sé eftir að hafa ekki farið Fýla lögin hans Villa í botn og alla þá söngvara sem þarna sungu

M, 8.4.2008 kl. 11:14

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vont að hafa misst af þessu, greinilega verið mjög gaman. Vilhjálmur var í miklu uppáhaldi hjá mér og sama má segja um Pálma og Stebba Hilmars.

Helga Magnúsdóttir, 8.4.2008 kl. 11:18

11 identicon

Ég fékk nú bara tár í augun við að lesa lýsinguna þína - yrði sennilega að taka með mér heilan kassa af klútum ef ég færi á svona tónleika...

Þú ert snillingur í að segja frá!

Anna Lilja (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 11:43

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég missti af þessu, hefði eflaust notið þess. Eina væmnin sem ég lenti í var núna áðan á Gore.ORG (Ólafur Ragnar Grímsson) fundinum, þar sem þeir félagar mærðu hvorn annan ljúflega.

Takk fyrir innlitið mín megin og hvatninguna til að skrifa. Því miður, ég nota afsökun númer eitt: Maður verður víst að sjá fyrir fjölskyldunni og tíminn fer í það. En auðvitað er þetta bara aumingjaskapur og takk í alvöru fyrir að minna mig á þetta. Ég vona að þú lumir á bók núna.

Ívar Pálsson, 8.4.2008 kl. 11:58

13 identicon

Sæl,

Fyrirsögnin færslunnar um tæfuna vakti athygli mína, ég hef lengi lesið bloggið þitt og aldrei séð slæmt orð um einn eða neinn. Ég las því færsluna og leitaði eftir þessari tæfu...eftir mikla umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að þú kallaðir þig þessu nafni.  Þvílíkt rangnefni á einni konu, mér finnst þú yndisleg í alla staði  og bíð alltaf spennt eftir fréttum af þér og þínum( þó ég þekki ykkur ekki neitt) Skvísan væri meira nafn fyrir þig.

Takk fyrir mig.

Sigríður

Sigríður (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 13:02

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær pistill sem ég naut þess að lesa.

Ég kemst því miður ekki á þessa tónleika, verð bara að láta löginn hans Vilhjálms hljóma hérna heima í steríó græjunum.
Björgvin, Pálmi, Vilhjálmur og Stebbi eru mikið spilaðir hér hjá okkur fjölskyldunni í Svíaríki. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.4.2008 kl. 13:22

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek undir þetta allt saman nema ég fíla ekki sálina, en síðan ég heyrði Jólahjól og Átján rauðar rósir þá hefur Stefán Hilmarsson verið í uppáhaldi hjá mér, en hin þarna það er á sama veg og á undan er ritað.

ENN frú mín góð, nú ætla ég að setja útá nafgift í þínum skrifum, ég get ekki sætt mig við nafngiftina Tæfan, en þitt er valið og ég skal reyna að virða það ef þú heldur þig við þetta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.4.2008 kl. 13:31

16 identicon

Ég er nú eiginlega sammála Stormskerinu í pistli hans á baksíðu 24ra stunda um daginn, en hann kallaði svona uppákomur líkrán og grafarspræn.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 16:42

17 Smámynd: Tófulöpp

Stutt í tárin hjá tæfunni... Það stemmir.

Tófulöpp, 8.4.2008 kl. 17:09

18 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Tæfa á tónleikum..........þú líkist frekar 

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.4.2008 kl. 17:19

19 Smámynd: Ómar Ingi

Villi er samt alltaf bestur á fóninum nú CD inum enda bara einn Villi til og hann fór alltof alltof snemma.

Það getur engin komist nálægt Villa Vill hann var og er The King.

Ómar Ingi, 8.4.2008 kl. 21:22

20 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Gamalt fólk er oft svo krúttlegt, talar við þulurnar og kveðja fréttamanninn í sjónvarpinu..

En já ég var aldrei aðdáandi Stebba Hilmars þegar ég var yngri, fannst hann ljótur og pirrandi með helíum rödd..

Núna finnst mér hann bara hörkusjarmerandi maður með yndislega rödd..

Hann eldist sem sagt frekar vel, finnst mér í það minnsta

Guðríður Pétursdóttir, 8.4.2008 kl. 23:28

21 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég fékk miða á þessa tónleika í afmælisgjöf um daginn..þetta voru algjörlega ómótstæðilega yndislegir tónleikar.

Brynja Hjaltadóttir, 10.4.2008 kl. 00:31

22 identicon

Þetta er svo falleg færsla að nú fer mín bara að skæla

Takk elsku Jóna

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 19:25

23 Smámynd: Helguráð

Ég fór á tónleikana á laugardagskvöldinu og þú lýsir þeim nákvæmlega eins og ég upplifði.  Þú ert frábær

Helga

Helguráð, 11.4.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband