Sunnudagur, 6. apríl 2008
Fordómar tæfunnar
Ég er uppfull af fordómum. Hef ég sagt ykkur frá því? Þoli afar illa þegar fólk beygir orð vitlaust. Samt geri ég það örugglega stundum sjálf. Vegna þessa er sjaldan lengi ládeyða á þessu heimili. Bretinn er nebblega breskur. Jahá.. þarna kom ég ykkur á óvart. Og breski Bretinn er ekki með íslenskuna 100% á tæru. Lái honum hver sem vill. Ég geri það. Muuhhaaaa.
Við gerum töluvert af því að misskilja hvort annað og svo þarf ég alltaf að kryfja það. Ég veit... óþolandi týpan.
Hann minntist eitthvað á læðuna okkar og spennur í sömu setningu í dag, og ég kveikti ekki á perunni. Horfði á hann með tómum svip. Spennur jú-nó, sagði Bretinn og skildi ekkert í þessu skilningsleysi. Það létti til í þokumistrinu í höfðinu á mér; maðurinn var að tala um spenana á dýrinu.
Eftir örlítinn misskilning við matarborðið í kvöld, varðandi muninn á ''á miðvikudegi'' og ''á miðvikudaginn'', fór eftirfarandi samtal fram á milli mín og míns heittelskaða:
Bretinn: Another confusing thing about Icelandic grammar
Ég: Láttu ekki svona. Annað með greini og hitt ekki greini. Þú hlýtur að þekkja muninn á því eftir 20 ár (meinfýsin tæfa, eins og Birna ''vinkona'' mín orðaði það svo skemmtilega í dag)
Bretinn (horfði einlæglega á mig og sagði hægt og mjööööög skýrt): I know the difference between a gun and a rifle.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Innlent
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
Athugasemdir
HAHAHAHAHHA
Góður Nic
Ómar Ingi, 6.4.2008 kl. 21:29
Hahahahahaha
Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 21:30
Refurinn sá við tæfunni;)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.4.2008 kl. 21:32
oh my god, þetta breytist aldrei................ er það?
Fríða Brussubína (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 21:33
Ommi. Nick á sín móment
Heimir. það má segja það
Fríða mín. I guess not. hehe
Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 21:34
Það er ágætt að geta hlegið af svona hlutum, haha!
Tæfan Jóna!!!!!
( hristist um af hlátri þegar ég skrifaði þetta)
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 21:35
ARG, þú ert meinfýsin tæfa. Sendu Bretann yfir. Við ætulum að hjúkra honum.
Skammastín
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 21:36
Það er óþolandi þegar manni er svarað svona
Linda litla, 6.4.2008 kl. 21:38
Skemmtilegt, var ég búinn að segja þér frá Bólivíumanninum sem var með mér í skóla 2004, við vorum í bókfærslu, hét nú ábyggilega einhverju fínna nafni enda háskóli, daginn eftir kom maðurinn ósofinn og sagði ,,þessi helvítas íslensku,, við vildum fá að vita hvað væri að jú hann hafði setið uppi alla nóttina til að reyna að finna út hvað eiginn vasa ; í eiginn vasa ,, lesist og segist,, eiginnvasa, hann vissi hvað eiginkona er, reyndar ekki enn búinn að átta sig á að það er munur á eiginkonu og Íslenskri eiginkonu þó að við reyndum að útskýra það fyrir honum en það kemur.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.4.2008 kl. 21:41
Já þessi helvítas íslensku
Guðríður Pétursdóttir, 6.4.2008 kl. 22:17
Heppinn ertu með breska manninn þinn, alltaf gaman í bland við annað. Eigðu góða vinnuviku elsku Jóna
Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 22:26
Róslín. Gaman að geta skemmt þér
Jenný. Þú mátt ættleiða hann... í smá tíma
Linda litla. Nebblega ekki. Dásamlegt. Kemur mér alltaf til að hlæja.
Högni. hahahaha. Dásamlegt. það er ekki langt síðan að ég kynnti fyrir Bretanum frasann: ''Ég kem af fjöllum''. Það gekk ekki að þýða það beint: I come from the mountains. hehe
Guðríður. Takk fyrir pottablómið um daginn
Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 22:30
sömuleiðis Ásdís mín.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 22:31
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 22:43
Eþþagggggi!
Mér finnst bara gaman af flestum skrifum þínum, sem eru fyndin
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 22:49
Hehe, snilld að venju! Takk fyrir mig...
Sigríður Hafsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 23:31
a eða an, greinilega ?
Steingrímur Helgason, 6.4.2008 kl. 23:31
Haahahahaha
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.4.2008 kl. 23:32
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 6.4.2008 kl. 23:38
úps!
Sigrún Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 23:45
Sporðdrekinn, 6.4.2008 kl. 23:49
þið klikkið ekki í þessari fjölskyldu
Takk fyrir þetta hláturskast
Guðrún Jóhannesdóttir, 7.4.2008 kl. 00:04
Bretinn á sína góðu punkta. Hehehe!
Jens Guð, 7.4.2008 kl. 00:15
Gaman að lesa bloggið þitt, vinkona mín er búin að tala um bloggið þitt í töluverðan tíma og er talsverður aðdáandi.
Ég kannast við margt sem þú skrifar um þar sem sonur minn er með svokallaða ódæmigerða einhverfu.
Hlín Íris Arnþórsdóttir, 7.4.2008 kl. 09:07
óborganlegt bara er búin ad gefast upp á ad reyna ad útskýra orðatiltæki íslenskunnar fyrir mínum manni bara gerir sig ekki...en getur komið smellið út þegar maður prufar
María Guðmundsdóttir, 7.4.2008 kl. 10:25
Hahahaha....
Melanie Rose (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 10:35
Jóna, hefurðu þýtt fyrir hann: "það liggur í augum uppi"?
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.4.2008 kl. 10:35
Hlín!!!!!!!! Ertu til í að segja mér hvað það þýðir ,,ódæmigerð einhverfa,,
Er það ekki mjöglangtíma verkefni, Ragnhildur ?
Hér kemur glögglega í ljós hve kjeddlingar eru mikil kvikindi
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.4.2008 kl. 11:34
Högni þú ert svo skemmtilega fróðleiksfús.
Þessi linkur skýrir þetta ansi vel:
http://www.gba.is/yn/verkefni/h97/einhverfa1/einhverfa.html
Jóna Á. Gísladóttir, 7.4.2008 kl. 12:43
Er þessu marki brennd, er sífellt að leiðrétta fólk, enda prófarkalesari. Fer óendanlega í taugarnar á syni mínum þegar ég segi honum að segja vista í stað þess að seifa. Hann segir að ég sé eina manneskjan á Íslandi sem segir vista.
Helga Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 13:05
Þessi saga minnir mig óneitanlega á það þegar fyrrverandi nágranni okkar lét sér nægja að glotta út í annað þegar frúin hans, sem er fædd og uppalin í Mið-Englandi, sagði við okkur nágranna sína að hún vildi endilega reyna að finna gott ráð til að losna við öll þessi fífl úr garðinum þeirra...
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.4.2008 kl. 13:36
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.4.2008 kl. 14:16
Helga. Ég er með kolsvarta samvisku hvað varðar enskuslettur. Mér er reyndar sagt að ég sé sérstaklega slæm.
Greta Björg. Nú hló ég. Og eiginmaður hennar hefur kunnað að halda kjafta.. ólíkt mér
Jóna Á. Gísladóttir, 7.4.2008 kl. 15:43
Bretinn er bara flottur og þú Jóna mín bara dásamleg
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.4.2008 kl. 16:02
Bretinn á bágt! Ég meina það svo innilega. Ég verð fyrir svona illkvittnislegri meðferð af mínum danska eiginmanni, hann er enn að spyrja mig "Har du nu igen ondt i din ONKEL, min skat !!!
ARGGGGG. Það eru 11½ ár síðan....
Jónína Christensen, 7.4.2008 kl. 16:54
Og ekki er mamma skárri, fannst ástæða til að orga úr hlátri þegar mig misminnti aðeins hvað íslensku jólasveinarnir hétu, eftir alltof mörg ár hér í DK. Aðeins of fljót á mér kallaði ég einn þeirra Skyrbjúg....
Jónína Christensen, 7.4.2008 kl. 17:03
Jónína. Nú hló ég aftur. Skyrbjúg.... hahahahahaha
Jóna Á. Gísladóttir, 7.4.2008 kl. 17:10
Hahahahahah....Bretinn alltaf góður...
Agnes Ólöf Thorarensen, 7.4.2008 kl. 20:10
Takk fyrir það Jóna ég lít á þetta.
Fyrir nokkrum árum vann ég með breta, hann var búinn að velta lengi fyrir sér hvað heilsudekk væri, það var og er mikið augýst heilsu þetta og heilsu hitt, svo spurði hann hvað heilsudekk væri og vitnaði í nokkra auglýsingar um heilsu eitthvað. Svar heilsársdekk.
Svo erum við auðvitað mikklu betir þegar við tölum útlensku
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.4.2008 kl. 21:22
Just wondering which one he, the Brit British, was going to use; the gun or the rifle !?
Hólmgeir Karlsson, 7.4.2008 kl. 21:26
Ókey æ sí ná.
Enn ég held að ég þurfi að fara í greiningu:
spurningaflóð, stöðugur malandi og þráhyggja eru algeng persónueinkenni einhverfra.
Virðast heyrnarlaus, en eru það ekki.
Þeim virðist um megn að horfast í augu við fólk.
Streitast á móti breytingum.
Ef það væri bara þetta með heyrnleysið þá mundi ég flokka það undir karlmennsku, en mér lít ekki á þetta.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.4.2008 kl. 21:34
..ég held ég sé einfeldningur en fékk allt aðra greiningu. Þunglyndur!
Fór til læknis sem skrifaði recept sem ég bað hann að éta sjálfur..receptið meina ég! Langaði ekki til að eitra fyrir honum..hann var nógu slæmur samt..
Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 22:31
Ég átti svona móment þegar ég var að böggla út úr mér frönsku um árið og ætlaði að segja að það rigndi en tókst að segja að skýin grætu. Ljóðrænt en því miður rangt! Minn ágæti kennari gat næstum haldið andlitinu.
Þórdís Guðmundsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:38
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.4.2008 kl. 22:48
Kjartan Pálmarsson, 7.4.2008 kl. 23:54
Ég bjó eitt ár úti í Japan og náði þar að verða sjálfri mér og fósturfjölskyldu til skammar óþarflega oft.
Það var samt ótrúlegt hvað þau náðu að halda andlitinu þegar ég tilkynnti í virðulegu matarboði að mér þætti verst að sitja í rassinum á flugvélum (ushiro=aftast/oshiro=rass) og sagði að margt væri pervertískt í Japan miðað við á Íslandi (hentai=pervertískt/hantai=öðru vísi)
Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.