Sunnudagur, 27. janúar 2008
Check-in
Ég er á lífi og vel það.
Hér erum við Bretinn ''before árshátíð''. Það verður engin ''after árshátíð'' mynd. Ekki endilega vegna bágborins ástands heldur einfaldega vegna þess að þetta er eina myndin sem var tekin af okkur.
En það voru allir svo fínir og fallegir og gaman að sjá hvað fólk var ákveðið í að eiga góða kvöldstund saman.
Þetta var vel heppnað kvöld og þrælskemmtilegt. Og ólíkt því sem sumir spá í athugasemdakerfinu hjá mér, þá mun vafningur verða notaður aftur.... og aftur og aftur. Og Bretinn varð ekkert hræddur þegar ég afklæddist. Enda ekkert að sjá sem hann hefur ekki séð milljón sinnum áður.
Ég vaknaði upp með andfælum í morgun. Hélt ég hefði sofið yfir mig því Gelgjan átti að mæta á innanfélagsmót í fimleikum. Greip símann á náttborðinu og rýndi syfjuð, og vissulega rykug í hausnum, á klukkuna. Komst að því að allt var í góðu, ég hafði vaknað 2 mínútum áður en klukkan átti að hringja kl. 9.
Við Gelgjan læddumst um á tánum því aldrei þessu vant virtist Sá Einhverfi sofa á sínu græna eyra svona ''seint'' að morgni. En það síðasta sem ég heyrði áður en við skelltum útidyrahurðinni á eftir okkur var morgun-herópið hans.
Það teygðist úr mótinu því rafmagnið fór af íþróttahöllinni og reyndar af öllu Seláshverfinu. Annars komst ég að því í dag að það er ekki fyrir taugastrekkta að horfa á ungar stúlkur á jafnvægisslá. Margoft hrópaði ég upp yfir mig eða greip fyrir augun. Algjörlega móðursjúk. Eftir daginn er ég afskaplega fegin að Gelgjan er ekki í áhaldafimleikum.
Hér er hún ánægð eftir skemmtilegt mót
Eftir langa setu í Fylkishöll, og barning í rokinu á bílastæðinu (ef ég væri í kjörþyngd hefði ég fokið) þráði ég bara sófann og teppi. En það var hvorki í spilunum né stjörnunum því Bretinn lá sem fastast í þeim sófa og meira að segja neitaði að láta mér teppið eftir. Ég hef því verið á skjálftavaktinni hér heima frá kl. 3 í dag. En eftir að Bretinn matreiddi ofan í mig hitaeiningar í kvöldmat er ég að ná upp í 37 gráðurnar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:15 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Æðisleg mynd af ykkur Og dóttir þín er ekkert smá sæt stelpa.
Bryndís R (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:18
Sæt mynd af ykkur
Marta B Helgadóttir, 27.1.2008 kl. 21:23
Þú og Bretinn eruð barasta alveg eins og ég vil hafa ykkur!! :)
Heiða B. Heiðars, 27.1.2008 kl. 21:23
Gelgjan svo sæt í fimó. Hjónin eru bara posh. OMG
Smjúts
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 21:35
Bryndís. Ég er sammála þér; Gelgjan mín er voðalega sæt
Marta.
Heiða. Elskan mín, gaman að heyra
Móðir góð. Ég held að eina breytingin frá í sumar felist í nokkrum margnefndum viðbótakílóum. Sastu einhvers staðar nálægt okkur? Leiðinlegt með hnéið en ég er forvitin og hlakka til að lesa bloggið þitt.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 21:38
Jenfo. Snúllan mín.
Beta. I know !!
Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 21:39
Jebb, bara myndarlegustu hjónakorn, og gelgja.
En vissirðu að það á að reyna við þig?
http://motta.blog.is/blog/motta/entry/425093/#comments
Þröstur Unnar, 27.1.2008 kl. 21:42
Mikið var gaman að hitta þig og Bretann í gærkvöldi á árshátíðinni. Þið eruð frábær. Kveðja Brynja og Þórhallur
Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:44
Rosalega ert krúttleg á myndinni en samt svo fyrirmannleg og þið bæði. Stelpan þín er náttla alveg eins og mig langaði að vera þegar ég var stelpa!
En ég skil alveg að þú hafir ekki fundið stelpuna mína eftir að hafa heyrt frá henni - þetta var víst eitthvað big big!
Edda Agnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 21:46
Þið eruð frekar mikið krúttleg á þessari mynd
Og gelgjan ekki síður. Og mikið skil ég þig val að grípa fyrir augun. Éég á eina sem æfði Taikwondo, bardagaíþrótt. Mér stóð ekki alveg á sama þegar ég var að horfa á próf hjá krökkunum og þau þurftu að brjóta múrsteina og stökkva yfir hindranir og fleira skemmtilegt - ég var hreint út sagt skíthrædd.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:58
Þröstur. Alltaf uppörvandi að láta reyna við sig. Gott fyrir egóið. Finnst þér það ekki?
Brynja og Þórhallur. Sömuleiðis. Frábært að hitta ykkur. Og ekki skemmdi fyrir að ég var send til að sækja þig.
Edda. Æi hvað þú ert sæt. Já, ég skreið um öll gólf en fann hvergi skóna
Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 22:00
Man´ða ekki Jóna.
Þröstur Unnar, 27.1.2008 kl. 22:05
Þú ert svo fín á myndinni að það liggur við að ég finni ilmvatnslyktina af þér og auðvitað er Bretinn fínn líka
Svo er fimleika stelpan flott.....skil samt þessa taugaveiklun, mínar æfðu fimleika og ég skil bara ekki hvernig krakkar þora í allar þessar fettur, brettur, flikkflakk og heljarstökk......ok veit ég er kjúklingur.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.1.2008 kl. 22:10
Flott hjón þarna á ferð (og vá hvað Ian er líkur pabba sínum og samt þér líka ). Gelgjan er flott í fimleikabolnum sínum.
Dísa Dóra, 27.1.2008 kl. 22:40
Þið eruð sætustJóna, þú hefur hreinlega ekkert breyst, allavega ekki í fimmtán ár Sterkur svipur með ykkur mæðgum. Skil þessa taugaveiklun, á tvær skottur sem eru oft búnar að hræða líftóruna úr móður sinni með alls konar tilburðum.
þórdís (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 22:49
Nick er flottur , gelgjan er flott, en Jóna þú ert alveg skruggu fín og flott
Er nú algerlega hættur að hlusta á vælið í þér varðandi eitt og annað sem viðkemur útliti isssss.
Hvað má ljóta feita fólkið segja
Ómar Ingi, 27.1.2008 kl. 23:04
flott hjón og flott stelpa
Gott að helgin var fín. Njótið svo vinnuvikunnar framundan
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.1.2008 kl. 23:28
Langflottust...ég gerði ákveðnar ráðstafanir í vinnunni minni í gær til að mannskapurinn kæmist heim aftur já og þar á meðal Brynja sem ferðaðist með kallinum mínum á staðinn hehe...ein að fylgjast með sínu fólki hoho
Ragnheiður , 27.1.2008 kl. 23:33
Flott mynd af ykkur Jóna. Þú ert eins og frægur rithöfundur á leið á verðlaunaafhendingu og gott ef Bretinn "lúkkar" ekki eins og leikstjóri ...
Bloggknús og góðar kveðjur ..
Hólmgeir Karlsson, 27.1.2008 kl. 23:38
Þið eruð flott og gelgjan líka
Svanhildur Karlsdóttir, 27.1.2008 kl. 23:47
þú ert alveg svakalega falleg þarna með Bretalingnum þínum og dóttir þín er voðalega lík þér finnst mér..
sem sagt líka rosa falleg
gott að það var gaman hjá þér....hjá ykkur meina ég
Hörður minn er nýbyrjaður í karate og ég hef ekki séð hann í neinu ennþá, en karate reynir líka heilmikið á jafnvægisskynið, en ekki á eins taugatrekkjandi hátt og fimleikar á slá...
Guðríður Pétursdóttir, 28.1.2008 kl. 00:06
Outstanding bæði tvö, takk fyrir að sýna okkur mynd
Systir mín var í fimleikum og ég man eftir að halda niður í mér andanum og krossa putta Falleg stelpan ykkar.
Sporðdrekinn, 28.1.2008 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.