Leita í fréttum mbl.is

Samfellu-pirringur

 

Og áfram heldur pirringurinn. Í þetta sinn vegna þess að ég get ekki fundið almennilega samfellu.

Og þá meina ég ekki samfellu fyrir augað.. svona dót eins og hægt er að kaupa í Adam & Evu eða Rómeó & Júlíu. Nei, ég er að meina svona virkilega kellinga-samfellu sem er eingöngu ætluð til að gera gagn. Samfellu sem ætlast er til að maður klæði sig í og hún haldist á kroppnum allt kvöldið.

Ekki  5 mínútna nærföt. Og á ég þá við undirföt sem leikfélagi þinn rífur af þér innan 5 mínútna.

Hafiði tekið eftir því að þær konur sem notaðar eru til að auglýsa svona vörur; allt svona aðhalds-eitthvað, shock up sokkabuxur og allan þann pakka, eru dömur sem hafa aldrei og munu aldrei á ævi sinni þurfa á slíkri vöru að halda.

Vill einhver segja mér hvar ég finn AÐHALDS-SAMFELLU. Þessar sem eru gerðar til að þjappa mjúku línunum saman undir árshátíðarkjólnum. Og nota bene, slétta. Ekki með einhverju blúndumynstri sem kemur í gegnum kjólinn og lætur líta út fyrir að maður sé með appelsínuhúð frá hálsi og niðrúr.

Anyone? Ha? ha?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

J C Penney's .com eda bara verslunin sjalf.

Ásta Björk Solis, 24.1.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ásta Björk. Takk fyrir það en er sú búð nokkuð til á Fróni?

Dúa. Já þetta með hálsmálið  er enn ekki vandamál hjá mér en verður það fljótlega. Husholdningfilm er bara mjög góð hugmynd. Nema kannski ef vera skyldi að maður svitni óheyrilega í plastinu

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hahah ahaaa þið eruð alveg frábærar ég er í kasti hérna.

Einu sinni var til Lífstykkjabúðin á Laugavegi, mamma fór alltaf þangað hún var af þessari lífstykkjakynslóð kvenna. Veit ekki hvar sú búð er niðurkomin, en Selena er með falleg nærföt og hefur auglýst ýmsar "lausnir" hmmm það er örugglega e-ð í þessum dúr get eg ímyndað mér.

Marta B Helgadóttir, 24.1.2008 kl. 18:36

4 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Þú ert óborganleg  er bara í kasti hérna eftir þennan lestur... og gangi þér leitin vel...þetta færst allavega ekki í kaufffélaginu hér, það er nú nokkuð ljóst

Bjarney Hallgrímsdóttir, 24.1.2008 kl. 19:25

5 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Ég myndi kíkja í HB búðina á Strandgötu í Hafnarfirði, öll möguleg nærföt og samfellur til þar

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 24.1.2008 kl. 19:36

6 identicon

Athugaðu í Misty. Gæti verið til þar.

Bryndís R (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:37

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Svanhvít BINGÓ BINGÓ BINGÓ Þetta er búðin sem ég var að leita að en mundi ekki nafnið á henni. Þú hefur unnið ferð fyrir 4 til Florida... æi nei, sorry það er ekki svo gott en voðalega er ég þakklát. Mikill er máttur bloggsins hehe

Takk fyrir komment krúslurnar mínar. Selena og Misty er líka eitthvað sem ég þarf að kíkja á.

Bjarney. Ég mun samt kikka í Kauffffffélagið þegar ég á leið um. Frétti að það fengist svooo margt þar

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 19:43

8 Smámynd: Ómar Ingi

Spurning um að spyrja Lísu , hún er með svona hluti á tæru 100%.

Svo er alltaf E Bay

Ómar Ingi, 24.1.2008 kl. 19:47

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ómar minn. Mig vantar þetta NÚNA. núna skiluru. Eða fyrir laugardaginn allavega. En ég ætla að veðja á HB búðina í Hafnarfirði.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 19:49

10 Smámynd: Hugarfluga

Ég næ því ekki enn að búðin skuli heita Lífstykkjabúðin. Álíka sjarmerandi og Líkþornamarkaðurinn.  Vona að þú finnir góðan vafning.

Hugarfluga, 24.1.2008 kl. 19:50

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hugarfluga. hahahahaha jesús hvað ég er sammála þér.

Heiða. Ég trúi því að ég finni eitthvað annað en kafarabúning . Eitthvað svo lipurt og létt og jafnfram svoooooo grennandi.... við sjáum til

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 19:55

12 identicon

Svona alvöru græju færðu í Mistý á Laugarveginum (gamla sjónvarpshúsið) og þar færðu líka alveg TOPPþjónustu Gangi þér vel

Sigrún (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:04

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jóna, endilega kíkja í HB búðina hún var flott þegar ég bjó þar.  En sniðug hugmynd að fá sér svona shape samfellu, ég er að fara á þorrablót næsta laugardag og vill auðvitað vera flottust, best að kíkja í efnalaugina hér í bæ, þeir selja æðisleg nærföt, náttföt og alles. Góða skemmtun stelpa

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 20:06

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sigrún takk fyrir þetta. Ég hringdi í Mistý í dag. Þær áttu einhverja samfellu sem átti við lýsinguna hjá mér en ekki í stærra en B-skálum

Ásdís. Takk fyrir orðið; shape samfella. Mikið flottara orð. Já ég kíki á HB búðina. Ekki spurning 

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 20:10

15 identicon

Vinkona mín var að gifta sig um daginn og ég fór með henni að versla svona "shape" samfellu til að halda öllu á sínum stað og gera hana flotta og án allra misfella. 

Búðin sem selur þetta er Lífstykkjabúðin og hún er efst á Laugaveginum á móti Pizza Company.

Jóhanna (óþekktur en aðdáandi bloggsins) (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:26

16 identicon

Debinhams var síðast þegar ég vissi með mjög góðar samfellur,

maður verður svona mega beib þegar í herlegheitin er komið

hægt að fá nokkrar úfærslur af þessu eftir því hvaða parta þarf að hífa upp og strekkja.

Erna (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:27

17 Smámynd: Þröstur Unnar

Það fást fínir gallar í Bykó, í öllum stærðum.

Þröstur Unnar, 24.1.2008 kl. 20:38

18 Smámynd: Gunna-Polly

The Bum, Tum and Thigh Reducer from Trinny&Susannah Original Magic Knickers

þessi ser snilld  fæst í debenhams

http://www.figleaves.com/uk/product.asp?product_id=TSMK-52518&cookied=24%2F01%2F2008+20%3A37%3A48 

Gunna-Polly, 24.1.2008 kl. 20:39

19 Smámynd: Gunna-Polly

ps ekki fara úr þeim fyrir framan bretann

Gunna-Polly, 24.1.2008 kl. 20:43

20 identicon

Olympia eða Misty.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 21:01

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var ekki Dúa einhvern tíma að tala um óléttubúð einhversstaðar sem seldi svona aðhaldsbúninga?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 21:03

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Myndin af fyrirbærinu hér fyrir ofan líkist ekki nærfatnaði, meira svona eldingavara.  Vantar þig eldingavara Jóna mín, á þá í hrönnum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 21:47

23 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Kannski ætli Björn Ingi geti mælt með einhverri búð..
- Nei bara svona að skjóta inní....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.1.2008 kl. 21:54

24 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Bíddu á að fara gifta sig  

Það getur verið erfitt að hemja súkkulaðirassa í shock up

Gangi þér vel og ég hlakka til að heyra hvernig laugardagskvöldið verður

Þessi snilld frá Debenhams minnir mig á Bridget Jones

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.1.2008 kl. 21:58

25 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Mæli með lestri á þessari færslu áður en lagt er í kaup á svona aðhaldsbúnaði

Sigrún Ósk Arnardóttir, 24.1.2008 kl. 22:45

26 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þið eruð öll snillingar. Takk fyrir ábendingarnar. Sérstaklega þér Þröstur

ég vissi í sannleika sagt ekkert hvert ég átti að leita. HB búðin var það sem mig vantaði að vita, held að nákvæmlega það sem ég er að leita að fáist þar. Nu, ef ekki þá hef ég nu vitneskju um nokkra aðra staði.

Jóhanna. Til hamingju með vinkonuna. hvað sagði brúðguminn þegar hún fór úr vafningnum hehe. Takk fyrir innlitið.

Gunna Polly. Ég hlífi Bretanum ekki neitt.

Jenfo. Ég fæ lánaðan eldingarvara seinna

Róslín. Ég hringdi í Björn Inga. hann skellti á mig

Hulda engin gifting framundan. bara árshátíð.

Móðir góð. Sjáumst á 1600 manna árshátíðinni á laugardag... hmmm kannski

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 22:50

27 Smámynd: Ómar Ingi

Ég skal tékka inní skáp , það eru alltaf einhverjar guggur sem skilja eftir alls konar dót hérna , fyrst þú þarft þetta STRAX.

Ómar Ingi, 24.1.2008 kl. 23:02

28 Smámynd: Linda litla

Ef að ég er ekki búin að hlæja mig máttlausa hérna, þá veit ég ekki hvað.... þurfti að fara á Gustavsberg svo að ég pissaði ekki á mig.

Gangi þér vel Jóna mín og vonandi finnur þú einhvern hentugan bumbustrekkjara

Linda litla, 24.1.2008 kl. 23:15

29 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég keypti mér svona mini spennitreyju í Debenhams einhvern tímann........þeir hljóta að eiga eitthvað ennþá

Góða skemmtun

Gerða Kristjáns, 24.1.2008 kl. 23:42

30 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Bíddu! Er það bara í Bónus sem maður þykist vera venjulegur ?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.1.2008 kl. 00:13

31 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Mikið er ég ánægð að sjá að það eru fleiri en ég sem þurfa svona strekkjara

Svanhildur Karlsdóttir, 25.1.2008 kl. 00:24

32 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Girl! just let it all hang out!

Laufey Ólafsdóttir, 25.1.2008 kl. 00:28

33 Smámynd: Ragnheiður

Ég er nokkuð örugg á því ef ég færi í svona þá yrði ég með feitustu ökkla ever og mörg lög af undirhökum ! Shit !

Held að ég hangi bara áfram frjáls og láti þyndaraflið ráða för

Ragnheiður , 25.1.2008 kl. 01:12

34 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

í HB búðinni eru allsskonar mótandi samfellur á mjög góðu verði og í mörgum skálastærðum, tvær dætur mínar keyptu þar í fyrra rosalega flottar samfellur á u.þ.b 5000 kall, önnur er í dd og hin c skálum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.1.2008 kl. 01:18

35 identicon

Svona aðhaldsbrækur eða aðhaldsátfitt fæst í Lífstykkjabúðinni, sem var hélt ég frekar neðarlega á Laugav....? Allavega í gamla daga.

Hægt að fá með haldara og án, ná niðrá hné og upp að brjóstum, þ.e. eða þar sem brjóstastæðið er, sumsé langt upp á bak! Vei vei, allir breytast í Marilyn Monroe í svoleiðis brókum. Slærð í gegn, lofa.

Skemmtu þér vel Bína mín ;-)

Katrín (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 01:20

36 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

BOB-sleðagalli, fæst í Eurosport. Þrengir allan kroppinn. Svo þröngur og aðhaldskröftugur að það þarf að setja barnapúður í hann áður en honum er rennt yfir kroppinn. Þarf helst tvo með sér til að djöfla rennilásnum saman. Hann er nefnilega á bakhliðinni.

Halldór Egill Guðnason, 25.1.2008 kl. 16:24

37 Smámynd: Linda

ahahah það er svo fyndið að lesa þessi skrif, ég og vinkona mín vorum að tala um samfellur um daginn og hún hélt að þetta væri bara úr móðins, ég hélt nú ekki, það lítur út fyrir að þær eru ekki eins auðfundar og ég hélt.. Hb verð að muna þá búð, lýfsykkjabúðinn er á sínum stað á Laugaveginum vinstra megin frekar ofarlega.

Linda, 25.1.2008 kl. 18:50

38 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vinstra megin, já

Er það ástæðan fyrir hópferðum kvenna á salerni veitingastaðanna, þær eru meira og minna í þriggja manna búnaði.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.1.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband