Mánudagur, 7. janúar 2008
Meira ruglið í þessum femínistum... eða hvað?
Ekki alls fyrir löngu las ég athugasemd í kommentakerfi við bloggfærslu. Færslan sem athugasemdin var gerð við, snerist að einhverju leyti um stöðu kvenna. Ég man í sannleika sagt ekki nákvæmlega um hvað málið snerist. En þessi athugasemd situr í mér.
Athugasemdin var eitthvað á þessa leið: Djöfulsins kjaftæði er þetta alltaf hreint í ykkur feministum. Þið eruð löngu komnar með jafnan rétt. Hættið þessu andskotans væli.
Öðru hverju hef ég sótt þessi ummæli í minniskubbinn í heilanum og velt merkingunni fyrir mér. Og í rauninni afleiðingunni af því, að í augum sumra er þetta staðreynd.
Í tölublaði Vikunnar frá 3. janúar sl. er fróðleg upptalning á margskonar tölulegum staðreyndum varðandi stöðu kvenna í heiminum. Þessi atriði sýna svo um munar, að þó að við séum löngu komnar út úr moldarkofanum, þá er mikið starf óunnið.
Fátt þykir mér sárara en að heyra konur lýsa því yfir með áherslu og jafnvel stolti að þær séu ekki feministar. Hvað í ósköpunum þýðir það? Hvernig er hægt að vera kona og vera ekki feministi? Maður hlýtur að spyrja sig hvort kona sem segist ekki vera feministi viti hvað orðið feli í sér.
Ef þú ert kona og telur þig ekki vera femínista, lestu þá vel og vandlega listann hér á eftir. Athugaðu hvort þér finnist það sem hér kemur fram barasta allt í lagi. Alveg ásættanlegar staðreyndir. Gott mál barasta.
Því ef þér finnst það ekki þá ertu femínisti.
Vissir þú...
...að konur vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en eiga aðeins 1% eigna í heiminum og fá aðeins 10% af heimstekjum í sinn hlut?
...að um 2 milljónir stúlkna eru umskornar á hverju ári?
...að konur og börn eru um 80% flóttamanna heims?
...að konur framleiða og selja 3/5 hluta af fæðu í heiminum?
...að þriðja hver kona í heiminum verður á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundins ofbeldis?
...að konur eru aðeins 17% þingmanna í heiminum?
...að fjölgun kvenna á þjóðþingum heims er um 0,5% á ári? Það þýðir að jafnrétti kynjanna á þjóðþingum verður náð árið 2068!
...að konur eru aðeins 9% allra borgar- og bæjarstjóra í heiminum og þær eru 21% bæjar- eða borgarfulltrúa heimsins?
...að 1,2 milljarður manna um heim allan lifir á einum Bandaríkjadollara eða minna á dag? Af þeim eru 70% konur
...að í öllum löndum heims þéna karlar að meðaltali meira en konur?
...að á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum dragi jafnmargar konur til dauða og krabbamein?
...að á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum sé algengari ástæða heilsubrests kvenna en umferðaslys og malaría til samans?
...að sumir sérfræðingar áætla að milli 50-100 milljónir stúlkubarna ættu að vera á lífi en var eytt á fósturstigi vegna þess að þau voru stúlkur?
...að árið 2000 dóu fimm konur á Indlandi dag hvern vegna ''slysabruna'' í eldhúsi sem eiginmenn eða tengdaforeldrar ollu?
Hvað finnst þér eftir þennan lestur? Eru þetta staðreyndir sem þú vilt breyta?
Ertu ekki bara femínisti eftir allt saman?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1640372
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Múslimar eru mestu feminismahatarar í heimi, en sem betur fer er ég ekki múslimi þannig að ég hef ekkert á móti feminisma né því sem þú skrifar. Hinsvegar skemma ýmsir öfgafeministar málstaðinn með öfgum sínum, má þar m.a nefna Kolbrúnu Halldórs. og Sóley Tómasd. Þær ættu að sjá að sér og reyna að halda sig á jörðinni með kynsystrum sínum.
Stefán (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 16:36
Afhverju ekki jafnréttindi bara, meina það er líka fullt/ólíkt samt óréttlæti sem karlmenn verða fyrir.
s.s.
-að fá ekki að kynnast börnum sínum eða umgangast þau. fyrir mér er það eitt það hræðilegast sem hægt væri að gera mér, taka barnið mitt og leyfa mér ekki að umgangast það
- ungir drengir eru eru sendir í stríð og látnir drepa(hræðilegt að leggja slíkt á einhvern)
- Sjálfsvíg og þunglyndi sem herjar á karlmenn
- kolavina og önnur námuvinna er yfirleitt í karlmannsvinna og slys í sambandi við það
- sjáðu bara kárahnúkavirkjun, hversu margir karlmenn deyja hér á landi í vinnuslysum.
Allt sem þú telur upp gerist líka fyrir menn/drengi- ekki eins oft en samt.
Allt sem ég taldi upp gerist líka fyrir stúlkur/konur- ekki eins oft samt.
Ég er ekki að segja að þetta sé betra eða verra, bara ójafnréttindi.
Mér finnst þessar tölur og hlutir sem þú telur upp hér hræðilegir og auðvita á að berjast móti þessu, mótmæla og alls ekki þegja. Ég er bara ekki sammála um að það eigi bara að berjast fyrir betrum bætum annars kynsins heldur bara jafn á móti öllu óréttlæti óháð, kyni, kynþætti, kynhneygð, uppruna, trúmálum eða annarri skilgreiningu. Það er ekkert jafnræði í því.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 16:41
Feminismi er hugmyndafræði. Miklu flóknari heldur en að snúast eingöngu um jafnrétti kynjanna. Ég held því samt fram að þú getur verið kona og barist fyrir jafnrétti kynjanna, og reyndar allra án þess að samsama sig feminismanum. Að sama skapi held ég að fatlað fólk og aðstandendur þeirra geti barist fyrir sínu jafnrétti án þess að samsama sig hugmyndafræði á borð við samfélag og skóla án aðgreiningar. Það er engin skömm að því að vera feministi. En það eru eflaust til fleiri nálganir í jafnréttisbaráttunni.
svarta, 7.1.2008 kl. 16:44
Æ, þetta er alveg eins og með trúna. Ef ég segist vera kristin, rís alltaf einhver hópur upp á afturfæturnar og heldur að ég vilji láta einhverja brenna í vítiseldi. Ef ég segist vera feministi heldur einhver hópur að ég hati karlmenn. Þvílíkur reginmisskilningur. Fyrir mér er kristindómurinn og feminisminn af sama meiði: Elska náungann eins og okkur sjálf !
Love all serve all! ... jafnrétti fyrir alla/r.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.1.2008 kl. 16:45
ja hérna
Ragnheiður , 7.1.2008 kl. 16:57
Ég gæti alveg eins copy peistað það sem Nanna Katrín segir... en ég nenni því ekki svo ég vísa í svar hennar bara, enda algjörlega sammála því sem hún segir þar.
En annars með þetta femínista vs erekkifemínisti tal, er komið út í svo mikið að það er ekkert skrítið þó að kvenfólk í umvörpum sverji það af sér að vera femínisti. Ég geri það svo sannarlega og mun gera það fram í rauðan dauðan á meðan að fólk eins og Anna Katrín, Sóley Tómasar og hennar systur og frænkur eru talsmenn femínista.
Umræða femínista, margra, á íslandi er á svo miklum villigötum að það hálfa væri hellingur. Þar sem að það er farið að skipta máli að það séu fáir kvennmenn sem mæta í einhvern politískan þátt, eða að það sé engin stelpujólasveinn til, eða hvort það sé sniðugt eða réttlætanlegt að klæða nýfædd börn í bleik eða blá föt á fæðingadeildinni, og segja að það sé nánast "misrétti". Það er þetta og svo margt fleira sem þær hafa fengið tremma yfir sem fer í taugarnar á fólki, því að þetta er ekkert sem skiptir einhverju máli eða hefur haft einhverjar afdrífaríkar afleiðingar fyrir konur yfir höfuð. Það er þess vegna sem viðkomandi, sem skriaði þetta ákveðna komment hefur sagt þessum, væntanlega femínsta að halda kjafti og finna sér eitthvað annað að gera.
Misrétti/ójafnrétti á sér líka svo sannarlega stað hjá körlum gagnvart konum líka... Það má bara ekki tala um það.
Signý, 7.1.2008 kl. 17:05
já ég var á fullu að skrifa nánast orðrétt það sama og Nanna...
en ég segi þá bara að ég er fullkomlega sammála henni...
ég vil bara að það sem er rangt verði rétt.. bara að það sé komið af réttlæti fram við alla, alveg sama af hvaða kyni, stétt eða litarhætti og svo framvegis
Það er bara skammarlegt þegar er svona hrikalega margt sem er að í heiminum að feministar bendi á eins og þetta sem Signý taldi upp:hvort það er réttlætanlegt að klæða nýfædd börn í bleik eða blá föt á fæðingadeildinni
og
að það sé engin stelpujólasveinn til....!?!?!?!
mér finnst að þessar manneskjur eigi að skammast sín hrikalega að láta svona útúr sér miðað við allt sem ætti að laga í kerfinu hér á landi...
Guðríður Pétursdóttir, 7.1.2008 kl. 17:26
Auðvitað vissi ég að einhverjir kæmu hér og töluðu um óréttlæti gegn karlmönnum og jafnrétti. Auðvitað er allt það sem Nanna Katrín telur upp ekkert frekar réttlátt en listinn sem ég setti upp. Auðvitað er ég jafnréttissinni. Þetta snýst ekki um það. það má heldur ekki láta þetta snúast um að fólk sé ósammála Sóleyju og sverji þá bara af sér feminisma. Það væru nú ekki margir stjórnmálamenn eftir í hverjum flokki ef þeir væru allir sammála um alla strauma og stefnur innan flokksins.
Auðvitað á sér stað misrétti gagnvart körlum og það er svo langt frá því að mér finnist það í lagi. En þurfa þeir ekki að stofna félög og standa fremstir í flokki með sína baráttu? Sjáið t.d. félag ábyrgra feðra. Mjög gott framtak og auðvitað styðja allar konur með viti það félag. Og því miður.. á meðan karlmenn stjórna í stríðshrjáðum löndum þá verða drengir sendir í fremstu víglínu.
Það eina sem ég er að segja hérna er að konur eru beittar misrétti og ofbeldi og mismunun á sér stað á svo mörgum sviðum ennþá. Engin okkar vill þetta og heldur engir karlmenn sem vilja sjá dætur sínar sitja við sama borð og karlmenn í framtíðinni.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 17:33
Já Guðríður ég er ekkert ósammála því. En hvað....? út af því að við erum ósammála einhverjum konum úti í bæ ætlum við þá ekkert að taka þátt í neinni kvennabaráttu? Bara sverja af okkur málstaðinn út af því að okkur er alveg sama um bleika og bláa litinn og hvort Guð er kona eða maður eða hvort það séu til kvenkyns jólasveinar.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 17:35
...ég ætlaði auðvitað að segja: Það væru ekki margir stjórnmálamenn eftir í hverjum flokki ef þeir létu sig hverfa um leið og þeir yrðu ósammála um strauma og stefnur síns flokks.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 17:45
Mér finnst að konur og karlar eigi að vera vinir ;-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 17:50
Ég í alvöru held að konur séu á móti þessum stimpli aðallega út af því að Sóley, Salvör og Anna katrín séu lang mest áberandi í þessari umræðu. Þær eru það sem margi kalla öfgafemínista og enginn vill vera settur í hóp með öfga fólki. Svo hafa aðgerðir þeirra á síðasta ári farið fyrir brjóstið á mörgum, núna síðast þetta heimskulega Valitor mál (hvernig fór það annars?) sem ég held að flestir hafi nú hlegið af þótt að "öryggis ráð" femínista hafi verið full alvara með þessu.
Það er nú bara þannig.
Ómar Örn Hauksson, 7.1.2008 kl. 17:50
Líka allir hinir :-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 17:51
Óskar. Ég á bara svo erfitt með að skilja afhverju femínismi er afgreiddur af fjöldanum út á örfá nöfn. Það er deginum ljósara að íslenskar konur eru ekki þær verst stöddu í heimi. Og hvað þýðir það? Þýðir það að við eigum að þakka fyrir það sem að okkur er rétt og það sem hefur áorkast en halda kjafti að öðru leyti því við höfum það svo mikið betra en konur á mörgum öðrum stöðum?
Við værum ansi mikið meira illa staddar ef ekki hefði komið til íslensk kvennabarátta. Það voru margir ljótir hlutir sem gerðust hér á árum áður sem mátti rekja beint til þess að konur voru óæðri karlmönnum. Enn eru ljótir hlutir að gerast en kannski í öðruvísi mynd.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 17:53
Heimir það finnst mér svo sannarlega líka
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 17:54
Ég mun aldrei vilja láta spyrða mig saman með Sóley og hennar skoðanasystrum, þess vegna á ég mjög erfitt með að kalla mig feminista, tek undir orð Signýjar. Allt sem þú telur upp er hinsvegar hörmung. Getur maður ekki verið húmanisti? gildir það ekki um betri kjör fyrir bæði kynin.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 18:00
Ehrrmm byrjun á því að kristnidómur og femínismi sé af sama sauðahúsi
Klárlega gengur það ekki upp því feðraveldið er mál málana í trúarbrögðum, ekki reyna að hafna þessu nema þú trúir ekki eigin biblíu.
Femínismi er tímaskekkja í dag og femínistar hafa klárlega sýnt okkur að þeirra barátta snýst um miklu meira en jafnrétti, femínisminn snýst meira og meira um persónulegar fóbíur meðlima klúbbsins sem er bara sorglegt því þetta er að setja rétt kvenna undir það að verða blandað inn í fóbíur og fordóma nokkurra tröllskessa.
Já við heyrum varla orð í þessum ofurfemínistum nema kannski í mikilvægum málum eins og litur fatnaðs ungbarna á fæðingardeildum eða að jólasveinar hlæi á mæðrafyrirlitningarlegan máta... yessiribob þetta er mikilvægt, mjög svo.
Við eigum öll að sameinast undir húmanisma, við erum öll saman í liði; feður og mæður vilja ekkert nema jafnan rétt dætra og sona; Það er það sem við öll viljum.
Þetta mun ekki nást á meðan ofurfemínistar með fóbíur vaða uppi all over the place, sad but true
DoctorE (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 18:00
"Já Nanna og Signý og Guðríður, þið getið allavega ekki þakkað þægum stelpum eins og ykkur kosningaréttinn"
Svona svör gera mig líka á móti ný-feministum. Ég er að tala um réttlæti, jafnrétti og auðvita er það ekki jafnréttindi ef annað kynið fær ekki að kjósa. Elísabet ég get alveg sagt þér það að ég þegi alls ekki og er á engan hátt þæg og góð þegar kemur að óréttlæti, það geta allir sem þekkja mig vitnað um. Ég ætla mér bara ekki að berjast fyrir réttlæti bara í eina átt. Finnst það fáranlegt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:00
Ég vil réttlæti og jafnrétti.Femínisti og femínisti virðist ekki vera það sama.Svona svipað og með að vera kristinn og kristinn.(kristinnar trúar).Það eru ávallt til einstaklingar sem missa sig í öfga og skemma heilmikið.Hvort ég er femínisti eða ekki veit ég ekki.Held það.Það fer eftir því hver metur það.ÉG VIL RÉTTLÆTI OG JAFNRÉTTI
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 18:21
Það eru nú alveg svívirðingar í báðar áttir. Það hefur engin t.d. verið eins dónalegir við mig hér á blogginu en ákveðnir feministar sem vilja að ég sé sammála þeim.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:24
Við viljum jöfn kjör fyrir bæði kynin. Að sjálfsögðu. En það er staðreynd að það hallar á kvenþjóðina. Verulega.
Elísabet ég skil hvað þú átt við.
Nanna Kristín. hvað er ný-femínisti? Ég viðkenni fúslega að ég er ekki sú alduglegasta að fylgjast með.
Doktor E. Sæt nýja myndin af þér
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 18:34
Ný-feministi eru feministar eins og við þekkjum þá í dag. Áður fyrr unnnu feministar mikilvægt og virkilega nauðsynlegt afrek, ný-feministar virðast vera kollvallta þeirri vinnu. Þróunin er komin út í vitleysu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:38
Mér sýnist oft á tíðum að femínistar vilji fá stjórnunarstöður og setu í stjórnum fyrirtækja sem þeirra forgangsmál. Femínistar virðast ekki vera að beita sér fyrir hreinum húmanisma og mannúð. Þetta er allt saman frekjugangur í þeim. Þær vilja fá allt strax.
Þegar minnst er á stöðu kvenna í t.d. Múslímasamfélögum, þegja þær eða segja að það komi þeim hreinlega ekki við, eða eru hreinlega með útúrsnúninga, svona eins og þegar þeim skortir málefnaleg rök.
Ragnar Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 18:39
Hver segir það að feminismi sé ekki körlum í hag ? Ef að ungur maður stendur sig ekki í að draga björg í bú eða sjá fyrir fjölskyldu er hann mun harðar dæmdur en kona í sömu sporum og dæmir sig oft sjálfur mun harðar.
Þjóðfélagið gerir enn í dag öðruvísi kröfur til karlmanna en kvenmanna og ungu mennirnir eru oft að sligast undan þessum kröfum. Sjálfsvíg ungra manna koma m.a. til af því að þeir telja sig ekki vera nógu sterkir til að takast á við það sem af þeim er vænst!
Feminismi stuðlar að því að ungir menn mega vera eins og þeir eru og eru ekki dæmdir. Feminismi er EKKI karlfjandsamlegur. Feminismi býður körlum að gráta - og fá útrás .... eins og konum. Feminismi stefnir að því að koma körlum út úr fangelsum en ekki að koma konum inn í fangelsi. (95% hlutfall karla á móti 5% kvenna í fangelsum á Íslandi).
Já og Doctor E: Jesús grét og grætur eflaust enn yfir óréttlæti heimsins.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.1.2008 kl. 18:47
Flottur pistsill hjá þér, Jóna, en kannski ekki eins flott viðbrögð.
Mikið ótrúlega er fólk fljótt að fara út í skítkast og uppnefni eins og öfgafemínistar, tröllskessur og ég veit ekki hvað. Alveg innilega þreytandi.
Það er gott og blessað að hafa áhyggjur af þróunarlöndum, en við Íslendingar getum ekki státað af miklu jafnrétti. Konur eru, hvað, um þriðjungur þingmanna og sveitarstjórnarmanna. Einhvers staðar sá ég þá tölu að konur væru fimmtungur framkvæmdastjóra, þriðjungur þeirra sem sitja í opinberum nefndum og fimmtungur forstöðumanna ríkisstofnana.
Skiptir þetta engu máli? Er það bara "frekja" að vilja að konur stjórni landinu til jafns við karla?
Svala Jónsdóttir, 7.1.2008 kl. 19:21
Það er til staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri
Frábær færsla, ég hálfpartinn stal henni, allir fordómar eru ógeðslegir og þá er ég að tala um fordóma í garð kvenna, karla, femínista, samkynhneigðra, hvers konar kynþátta og fólks sem aðhyllist ákveðin trúarbrögð.
Mér finnst gróft að kalla Islams-trúarfólk "femínistahatara", hvað ákveðnar konur sem eru áberandi í aðgerðum sínum í nafni femínisma þá langar mig að benda á að ef ekki væru til konur (og karlar) sem vörpuðu ljósi á ýmislegt grafið í þjóðfélagsvitundina sem á annað kynið, þá tækjum við aldrei svo mikið sem smáskref í átt að jafnrétti.
Veit ekki alveg hvort þetta skildist en ég er sammála þér Jóna, en ósammála fyrsta kommentinu.
Júlía Margrét Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 19:46
Er það það eina góða sem femíninstar gerðu hérna á árum áður Elísabet að hafa gefið okkur kosningarétt?? Er það, það eina markverða og stærsta sem þú getur bent á? Það er fullt annað en kosningaréttur sem skiptir máli, skiptir ekki máli hvers kyns þú ert. Og nei ég get ekki þakkað mér fyrir að ég sé með kosningarétt, ég nýt þeirra forréttinda að fá að kjósa og þakka ég fyrir það. Ég er ekki að gera lítið úr verkum Femíninsta sem hér á árum áður stóðu upp og börðust fyrir almennum mannréttindum.
Mér finnst það ekki vera femínistum til framdráttar að vera með endalaust nöldur yfir hlutum eins og ég nefndi hérna í fyrra svari mínu. Konur á Íslandi hafa það almennt gott. Afþví að við sem í landinu búum höfum frjálst val til að gera nákvæmlega það sem okkur langar, hvort sem við erum konur eða karlar (vá þetta rímaði þarna síðast )
Ég get farið í háskólan og lært Viðskiptafræði eða hjúkrunarfræði eða hvað sem mig langar að læra, það eru engar kröfur gerðar til mín aðrar en þær að ég sé hæf inn í skólan til að byrja með. Það er ekki spurt um kyn. Ég get farið og unnið á leikskóla eða banka algjörlega óháð því að ég sé kona. Ég get unnið mig upp í þjóðfélaginu alveg eins og allir aðrir. Þetta fer allt eftir því hvað hver og einn vill.
Mér finnst það jú frekja af femínistum að fara fram á það að konur eigi að vera helmingur ráðherra, að konur eigi að vera helmingur þingmanna, að konur eigi að vera 50% í öllum nefndum og ráðum, öllum stjórnum fyrirtækja. Að framkvæmda stjórar eigi að vera helmingur kvenna. Mér finnst ÖLL umræða um kynjakvóta og þessa svokölluðu "jákvæðu mismunun" vera mjög tæp.
hvernig og hvenær getur mismunun einhverskonar orðið "jákvæð"? Er þetta er bjögun á tungumálinu? verið að reyna gera lítið úr mismunun með því að gera hana allt í einu jákvæða? Ég er bara ekki sparpari en skólakrakki, ég bara hreinlega skil þetta ekki.
Í mínum huga þegar ég heyri þetta tal þá finnst mér verið að vera gera lítið úr konum sem manneskjum. Mér finnst vera verið að gera lítið úr mér sem konu. Mér finnst eins og það sé verið að reyna að segja það að ef maður er kona að þá er ég fötluð, sem hafi ekki séns á að ná sömu markmiðum og t.d bróðir minn. Að ég þurfi að fá headstart til að verða eitthvað. Ég get orðið hvað sem ég vil. Ég vil ekki að það séu einhver lög eða reglugerðir sem ákveða það. Ég vil vera ráðin til vinnu og annarra ábyrðgastaða í lífinu afþví að ég er hæfust með bestu menntunina til þess að vinna það starf sem ráðið er til. Hvað sem það er. En ekki afþví að ég er kona. Ég vil ekki, aldrei að kyn mitt verði Issue.
Ég er ekki, heimsk, dónaleg, ómálefnaleg, antifeministi eða femínistahatari, eins og nokkrir femínistar hér í bloggheimum vilja meina að ég sé, og nota sem rök við ÖLLUM þeim kommentum sem ég hef lagt inn hjá þeim. Ég er bara ekki sammála. Það hlítur að vera réttur minn?
Ég vil jafnrétti, ekki forréttindi.
Signý, 7.1.2008 kl. 20:05
Úff
Bjarndís Helena Mitchell, 7.1.2008 kl. 20:11
Hm... það liggur ekki nógu vel á mér til að ég fari út í þessar umræður héra.
Frábær grein hjá þér kæra vinkona, upp á 10 plús.
En ég á alltaf erfiðara með að umbera konur sem telja sig ekki geta verið feminisma út af þessari konunni eða hinni. Eins og þær séu vandamálið. Viljum við að allar konur sitji heima á rassinum og bíði eftir jöfnum rétti, á við karla, af himnum ofan bara.
OMG, hvað þetta er þreytandi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 20:12
Signý ég er sammála þér. Ég vil ekki kynjakvóta. Allavega finnst mér hann á gráu svæði. Svipað er að gerast hér á landi með ráðningu karl vs kona og í USA t.d. hvítur maður vs litaður maður. Þ.e. hætta á að valið fari ekki eftir hæfni heldur miðist við að losna við lögsókn.
Ég er samt ekki viss um að þú hafir hugsað þetta fyllilega til enda. Tökum dóma fyrir kynferðisafbrot. Heldur þú ekki Signý að ef konur hefðu meiri áhrif innan löggæslumála, í hæstarétti o.sfrv. að tekið væri harðar á nauðgurum. Eða barnaníðingum? Og svo langar mig að minna þig á að þegar þú lýkur náminu þínu þá eru 99% líkur á því að þú fáir lægri laun heldur en karlmaður með sömu reynslu og sömu menntun að baki og þú. Meira að segja þó að þú sért mun hæfari á ykkar sviði.
Ertu ekki sammála mér í því að það halli á konur í þessum málum? Varla er þetta jafnrétti eða réttlæti?
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 20:16
Júlía. Þú ert æðisleg. hehe ''Það er til staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri''
Jenný. I know I know. Stundum nennir maður ekki. Í dag ákvað ég að nenna
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 20:19
Óskar. Vegna þess að ég fylgist ekki nógu vel með (í alvöru sko. Þetta er ekki spurning á hæðnislegum nótum), nefndu mér þá einhver dæmi um það sem þú segir. Hvað er það sem konur eiga ekki að geta hjálparlaust? Og án hjálpar frá hverjum þá?
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 20:22
Veit það ekki en mér finnast femínistar alltaf vera svolítið fordómafullir. Eins og sést hérna í svörum Elísabetar um "þægar" stelpur. Það hefur Elísabet búið sér til staðalímynd um þægar stelpur og sett Nönnu og fleirri í þann ímyndaða flokk sinn. Reyndar hafa konur eins og Elísabet, Katrín og Sóley verið mjög fordómafullar í garð kvenna og karla sem eru ekki þeim fullkomnlega sammála. Eiga það til að kalla þetta fólk leiðinlegum nöfnum og gefið í skyn að það sé vitlaust eða heimskt. Get ekki sagt að þessar stelpur(Elísabet&co.) séu óþekkar eða róttækar, bara hrokkafullar og oft á tíðum mjög fordómafullar gagnvart samfélaginu sem þær búa í. Ég skil það vel að konur vilji ekki láta tengja sig við horka og fordóma eins og margir tengja femínistafélag íslands við.
Svo er það bara klór í bakkan hjá femínistum að segja að femínismi gangi út á jafnrétti. Femínismi gengur að mestu leyti á að benda á stöðu konunar, hvort sem það er inn á heimilinu eða í ráðandi orðræðu, ég á erfitt með að sjá jafnréttið í því. Það þarf samt að rétta stöðu kvenna á mörgum sviðum eins og það þarf að rétta stöðu karla á mörgum sviðum. Femínismi er ekki vel til fallin til þess, þótt margir talsmenn femínismans telji svo vera.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 20:30
"Getur gefið okkur rökstuðning á því hvernig þínir svokölluðu ný-femínistar kollvarpa starfi femínista sem á undan þeim komu."
Eins og þú sérð er ekki mjög jákvætt lengur að vera feministi, það er búið að skemma orðið. Mér finnst vera lítið gert úr konum þegar talað eru kynjakvóta, ég hef meiri trú á konum en það, mér finnst lítið gert úr konum að það sé sérstakt tölvunámskeið fyrir konur eða sérstakur sjóður fyrir stúlkubörn.
Mér finnst lélegt að ný-feministar treysti ekki öðrum konum til að taka ákvarðanir sjálfar. Sjáið t.d. svar SIgný;
"Ég er ekki, heimsk, dónaleg, ómálefnaleg, antifeministi eða femínistahatari, eins og nokkrir femínistar hér í bloggheimum vilja meina að ég sé, og nota sem rök við ÖLLUM þeim kommentum sem ég hef lagt inn hjá þeim. Ég er bara ekki sammála. Það hlítur að vera réttur minn? "
Hún þarf að afsaka sig afþví hún er ekki sammála, mér finnst það ákveðin kúgun. Ég kannast við allar þessar athugasemdir sem hún telur upp, vegna þess að ég vil jafnréttindi líka, ekki eingöngu kvennréttindi. Aldrei hef ég þurft að telja svona upp fyrir "karlrembu" til að sanna mig.
Já og Jenný var ein af þeim konum sem ákvað að sniðganga bloggið mitt, vegna þess að ég var með ólíkar skoðanir.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 20:31
Jú Jóna ég er sannarlega sammála því, En afhverju er ekki barist fyrir því þá?
Ég dreg það síðan í efa að það séu 99% líkur á því að launin mín verði lægri eftir að ég lík námi, hvaða nám sem það nú er. Ef maður semur um launin sín sjálfur þá hlítur það að vera mitt huglæga mat sem ræður ferðinni hvað mér finnst vera ásættanleg laun fyrir mína vinnu? Ef þau eru lægri en einhvers karlmanns sem er á næsta borði við mig, fyrir sömu vinnu. Þá er það mín mistök og mitt að leiðrétta það.
Ég held, og nú er ég að tala út frá mínum eigin útgangspunkti. Að konur og karlar hugsi bara ekki eins um peninga. Við vegum og metum hluti sem fylgja starfi okkar sem "kosti" og galla. Ég vinn t.d á leikskóla. Þar er mikil umræða þessa daganna um kjaramál,eðlilega. Það er vitað mál að laun leiðbeinanda á leikskólum eru skömm. Það eru allir sammála því. En hverra er það að leiðrétta það? Er það ekki okkar sjálfra? Með því að fara í viðeigandi aðgerðir. Síðustu samningu þá bauðst okkur nú aldeilis að taka á því. Þegar allt kom til als þá þorði því enginn. Samningar voru samþykktir, eftir hræðsluáróður þeirra sem sáu um að semja fyrir hönd okkar. Og eftir síðustu samninga voru skítalaunin sem maður fékk réttlætt með alskonar rugli eins og "tja.. við fáum nú frían heitan heimilsmat í hádeginu ha.. það er nú foréttindi.." Þoli ekki svona bull.
Ef leikskólastéttin væri karlavinnastaður,og aftur er ég að tala út frá eigin útgangspunkti. þá væru launin eins og þau ættu að vera. Vegna þess að karlar hugsa allt öðruvísi og eru miklu áræðnari í að sækajast eftir mannsæmandi launum. Þeim væri skítsama um heitan mat í hádeginu ef það þýddi 20-30þús kall meira í vasan eða eitthvað álíka...
Signý, 7.1.2008 kl. 20:34
Signý ég var að bulla með 99% . Hef ekkert fyrir mér í þessari tölu. En þetta er ekki rétt hjá þér með að það sé alfarið á okkar valdi að sækjast eftir ''réttri'' launaupphæð. Það er rétt hja´þér að konur meti sjálfar sig til lægri launa en karlmenn gera. Og það er auðvitað ástæða fyrir því. Róm var ekki byggð á einum degi. En hvað heldur þú að myndi gerast í eftirfarandi aðstæðum:
Auglýst er starf
umsækjendur eru tveir; ein kona og einn karl
Konan og maðurinn eru jafnhæf til starfsins.
Konan er með stór brjóst (nei djók)
konan hefur þó aðeins lengri starfsaldur.
Maðurinn fer fram á 500.000 þús. kr. á mánuði í laun
konan fer fram á 500.000 þús. kr á mánuði í laun.
Hvort þeirra heldurðu að sé meiri líkur á að verði ráðið?
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 20:46
Ég ætlaði að segja meira. Hvernig skýrir þú brottfall karlmanna úr kennarastéttinni ef þeir eru svona assgoti góðir í að berjast fyrir laununum sínum?
Þrýstingur á starfsfólk leikskóla og skóla í verkfalli er gífurlegur. Að ekki sé minnst á launatapið.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 20:52
En þetta er ekki alveg svona svart-hvítt. T.d. eru rafeinda-konur með allt að 25% hærri laun en Rafeinda-men en samt vinna þær hellming minna(þetta eru ekta tölur). Þetta er bara ekki rætt, því karlar ekki í minnihlutahóp.
Mér finnst þetta eiga bara alls ekkert að snúast kynd, bara fólk í sömu stöðu, með sömu menntun og reynslu eiga að vera jafn metin óháð kyni eða annari flokkun.
"Auglýst er starf
umsækjendur eru tveir; ein kona og einn karl
Konan og maðurinn eru jafnhæf til starfsins.
Konan er með stór brjóst (nei djók)
konan hefur þó aðeins lengri starfsaldur.
Maðurinn fer fram á 500.000 þús. kr. á mánuði í laun
konan fer fram á 500.000 þús. kr á mánuði í laun.
Hvort þeirra heldurðu að sé meiri líkur á að verði ráðið?"
Ég ólst bara upp hjá konum og mamma mín og systur mín er hetjurnar mínar í mínu lífi. Ég hefði giskað á að sá sem kemur betur fram í viðtalinu og viðmælandinn líkar betur við verði valinn. Afhverju ætti hann/hún að setja það sig að umsækjandi væri kona/karl.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 20:53
Akkúrat. Afhverju ætti launagreiðandinn að setja fyrir sig hvort kynið það er. En við vitum að það er gert.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 20:58
Það er bara svoleiðis meðan konur trúa því. Ég hef enga trú á öðru en að vinnuveitandinn ráði ekki manneskju sem hann telur hæfari eða koma betur fyrir vegna kyns. Ef kona vill geturu hún gengið í hvaða starf sem er og fengið hvaða laun sem er, hún þarf bara vinna fyrir því og fara fram á það.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 21:08
Sæl öll. Það vekur ávallt ótrúlega mikil viðbrögð þegar femínísk málefni eða réttindi kvenna eru rædd. Mér datt eitt í hug þegar ég las athugasemd hér að ofan um að vilja berjast fyrir réttindum í báðar áttir. Ég er alveg sammála því að það þarf sums staðar að bæta stöðu karla og ég er sammála því að þeir ættu ekki að vera skyldaðir í stríð. Það þarf að leiðrétta heiminn á ýmsa vegu. En þegar bátur hallar verulega á eina hliðina og þú ert út á ballarhafi, þá geturðu ekki annað en lagt þungann á hina hliðina ef þú ætlar þér að fljóta en ekki sökkva! Svoleiðis er það bara og þess vegna getur þurft að einbeita sér að því að leiðrétta stöðu kvenna því það hallar á þá hliðina í heiminum í dag.
Það á aldrei að láta aðrar manneskjur ákveða það hvort þú styður málefni eða hugmyndafræði eða ekki, þú einfaldlega setur þína eigin meiningu í það og fylgir þinni sannfæringu. Það sem fólk er samt stundum ákaft að benda ungum stelpum á er að stundum þarf að beita aðgerðum og hinni svokölluðu "jákvæðu mismunun" í raun er það ekki mismunun því með þessu er einungis átt við að þar sem hallar á annað kynið er talið rétt að ráða það inn í stéttina þegar það er jafnhæft og hitt. Það er semsagt átt við að séu bæði kynin jafnhæf til að gegna stöðunni, sem oft er, að þá sé konan ráðin (og þá er það ekki eingöngu vegna kyns, heldur líka vegna hæfni konunnar sem fær þá að njóta sín í stétt þar sem mun njóta góðs af því að hafa bæði kynin). Þarna liggur mikill misskilningur að mínu mati hjá mörgum þeim sem virðast algerlega ekki skilja hvað átt er við með "jákvæðri mismunun". Það má vera að það sé rangnefni að kalla þetta það, því þetta er engin mismunun gagnvart karlmönnum, það er einfaldlega verið að meta konuna fyrir hæfni hennar og leyfa henni að komast að inn í ýmsar stéttir þjóðfélagsins sem karlar virðast hafa einkarétt á.
Annað sem mér verður hugsað til þegar ég les skrif þessarar ungu konu sem talar um verðugt starf hinna fyrirrennandi feminista fyrri tíma sem börðust fyrir verðugum hlutum og sjálfsögðum mannréttindum. Ég get alveg sagt ykkur það að hún Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem var mikil baráttukona á þeim tíma sem um er rætt var sko alveg örugglega mjög umdeild á sínum tíma og þurfti að brjótast í gegnum ýmsar kreddur og hugarmúra hér á árum áður. Ef til hefði verið blogg á þeim tíma eða almenningur hefði tjáð sig í blöðum, þá hefðum við getað fundið einmitt svona skrif þar held ég. Það þótti nefnilega alls ekkert öllum það sjálfsögð réttindi kvenna að fá að mennta sig til jafns á við karla og ganga í sömu skólana, eða að fá réttinn til að vinna úti á vinnumarkaðinum og hvað þá að fá sömu laun og karlar - ertu frá þér kona! Kosningarétturinn þótti heldur ekki sjálfsagður... þetta þurfum við að muna, það þarf alltaf á hverjum tíma að eiga við alls kyns gamlar kreddur og það tekur langan tíma oft að síast inn í huga fólks að breytingar til hins betra, í átt að meira jafnrétti fyrir alla sé sjálfsagt mál.
Ég vil ekki eyða mínum tíma í að spá sérstaklega í bleikan og bláan lit, en ég tel samt að það þurfi að taka til á ýmsum stöðum eins og í skólakerfinu til að hér geti orðið jafnrétti í hugum barna. Þetta síast inn á fyrstu árum ævinnar hjá sumum.
Takk fyrir pistilinn Jóna
Andrea J. Ólafsdóttir, 7.1.2008 kl. 21:14
Langar að pota inn hér pínu í viðbót.
Með viðhorfum svona ungra manna verður aldrei jafnrétti í heiminum og það er margir svona.
http://ellikonn.blog.is/blog/ellikonn/entry/408637/
Minn aðalpunktur hér að ofan átti að vera mjög stuttur og laggóður... semsagt að þegar bátur hallar, þá bara neyðistu til að setja allan þinn þunga hinum megin til að leiðrétta stöðuna og báturinn sökkvi ekki... síðan geturðu þegar báturinn siglir í jafnvægi farið að beita þunga á báðar hliðar og róa eins báðum megin. Þannig virkar það líka í jafnréttisbaráttunni.
Andrea J. Ólafsdóttir, 7.1.2008 kl. 21:28
Æi Andrea takk fyrir. Ég er svo ómálefnaleg og þú kemur til skila akkúrat því sem vildi sagt hafa.
Hún amma gamla, fædd 1918 var ein af valkyrjum þessa lands. En hún var brotin á bak aftur af ástinni sinni í rauninni. Þegar hún ung að árum var kaupakona í Viðey og vann baki brotnu bæði innanhúss og utan átti hún (ásamt öðrum vinnukonum) að draga stígvélin af þreyttum vinnumönnunum þegar þeir komu heim í hús á kvöldin. Þar sem hún taldi það hróplegt óréttlæti að vinnukonurnar ættu að þjóna körlunum setti hún í gang mótmæli. Ég kann reyndar söguna ekki betur en svo að ég veit ekki hvað kom út úr því en sagan er samt sem áður gott dæmi um upphaf kvennabaráttunnar.
Amma vann líka úti þegar hún kynntist afa. Afi kærði sig ekkert um að konan hans ynni úti og væri að hitta of mikið af fólki. Hann mútaði henni til þess að hætta að vinna úti með því að bjóða henni í ferð með Gullfossi
Við erum á réttri leið stelpur. Við megum bara ekki vera upp á móti hver annarri.
Júlli. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og ég er svo sannarlega sammála þér að sums staðar er ekki hægt að meta til jafns vinnu kvenna og karla. Vegna þess að þegar upp er staðið erum við ólík að upplagi og eðlisfari.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 21:30
Beta. þetta er vel mælt. Mér dettur í hug öll umræðan sem er í gangi um að það þurfi að einstaklingsmiða nám barna. Í skólunum hallar sérstaklega á drengi. Þeir eru fæstir ''hannaðir'' með það í huga að sitja kyrrir og hlusta svo tímunum skiptir. Það kemur niður á getu þeirra til náms. Ég sé nú til dæmis ekki endilega karlmenn ganga hart fram í þessu til að jafna rétt framtíðar-karlmanna þessa lands til jafnra möguleika á námi í framhaldsskóla.
Já það er skrítið að konur sé upp á móti hver annarri í þessari umræðu.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 21:36
Andrea það eru fávitar út um allt. Fljótlega kemur kona og sannar að hann hafi meir en rangt fyrir sér, hún verður forseti og ekki bara forseti heldur sá besti sem usa hafa haft. Við erum bara bíða eftir þeirri réttu. Sem betur fer hugsa fæstir einstaklingar svona. Verð ég poti pínu til baka;
http://bene.blog.is/blog/bene/entry/406004/
Varðandi umgengisrétt. Þá finnst mér það eigi að vera réttur barnsins sem er haft í hávegi, ekki réttur föðurs eða móður.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 21:37
svei mér þá ég held ég sé feministi en set það samt í rassgatið hihihi;) kvitt kvitt flott síða hjá þér halltu áfram......;)
Halla Vilbergsdóttir, 7.1.2008 kl. 22:06
Ég tek undir með Betu að ég skil vel að sumt fólk nenni ekki að standa í baráttunni út af ofsafengnum viðbrögðum. Ég held þó að það sé ekkert minna frústrerandi að vera bara þæg og þegja... Síðan ég uppgötvaði femínismann hef ég verið stolt af því að kalla mig femínista.
Ég get hins vegar ekki skilið hvernig fólk afgreiðir málefni eins og baráttu fyrir launajafnrétti, jöfnum tækifæri, jafnri lýðræðislegri þátttöku, jafnri heimilisábyrgð og gegn kynferðisofbeldi, klámvæðingu og staðalmyndum sem léttvæg eða ómerkileg og haldi því fram að ekki sé þörf á að berjast áfram. Jafnrétti kynjanna er langan veg frá því að vera í höfn. Andstaðan við breytingar er hluti af ástæðunni fyrir því að okkur gengur svona hægt.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.1.2008 kl. 22:07
Elísabet. Ekki snúa útúr orðum mínum. Ég sagði aldrei að ástæðan væri vegna þess að mér fyndist konur ekki jafn hæfar. Snýst þetta ekki um val kvenna í stjórnmálum hvort þær bjóði sig fram eða ekki? Konur í stjórnmálum eru bara ekki jafn margar og karlar.
Ég get allt eins talað við vegginn heima hjá mér eins og að ætla mér að fá femínista til að sjá önnur sjónarmið. Ég er ekki fylgjandi klámi né kúgun í neinni mynd hvort sem það er frá hendi karla eða kvenna. beitt gegn konum eða körlum, skiptir ekki máli.
Mér finnst það hinsvegar ómerkilegt miðað við hvað er margt að í þjóðfélaginu eins og t.d lög gegn kynferðisbortum, að talsmenn mannréttinda skulu virkilega voga sér að eyða tíma sínum og skattpeningum mínum í fyrirspurnir einsog þær sem Kolbrún Halldórsdóttir lagði fram á alþingi fyrir jól í sambandi við klæðnað ungabarna. Þetta er hlutur, einn af mörgum, sem barátta femínista snýst um og er algjörlega tilgangslaus með öllu.
Ég nenni ekki að tjá mig meira, mín skoðun er skýr.
Ég vil jafnrétti, ekki forréttindi.
Signý, 7.1.2008 kl. 22:25
Nebb, ég er ekki femínisti.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.1.2008 kl. 22:40
Þið eruð öll krútt. Ef lesið er í gegnum öll þessi komment hér þá sýnist mér að þegar upp er staðið vilja allir það sama. Þið bara sjáið það ekki. Og fólk vill fara mismunandi leiðir að markinu.
Annars er ég bara góð. World peace. Munum bara að án baráttu í hverri mynd sem er munum við í besta falli standa í stað. Í versta falli taka skref afturábak.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 22:41
Högni ég vísa í setningu úr færslunni: ''ef þú ert kona og telur þig ekki vera femínista....''
En orðið er frjáls engu að síður, til bæði karla og kvenna.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 22:43
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.1.2008 kl. 22:52
Jóna; Heyr heyr og Amenía.. eins og talað úr mínu hjarta.. þetta nefnilega snýst ekkert um bleika og bláa litinn, jólasveinkur eða annað hversdaglegt ruglfóður.. .. þetta snýst um mannréttindi.. feminísk mannréttindi. Takk fyrir að nenna..
Björg F (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:07
Ég held að mennirnir gerist brátt feministar líka þegar þeir lesa þetta.. þetta er alveg agalegt!
Ef konum finnst þetta í lagi, þá er eitthvað að!!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:11
Katrín Anna! Nei, andstaða við breytingar er ekki hluti af því hve seint "ykkur" gengur að ná árangri, það er andstaðan við aðferðarfræðina, það er andstaðan við það að "ofurfemmur" skuli með öllum tiltækum ráðum nota öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri til að misskilja allt sem sagt er og skrifað á opinberum vetvangi sem tefur eins og þú sérð allstaðar þar sem umræða um feminisma fer fram "þið" viljið ekki sjá það og þið viljið ekki fleiri í baráttuna því að baráttan hjá "ykkur" snýst ekki um jafnrétti heldur um að að ná meira en jafnrétti og ekki síst að fá athyggli.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.1.2008 kl. 23:38
Eru feministar á Íslandi að berjast gegn umskurði telpna, brunaslysum í eldhúsum á Indlandi, fyrir réttindum flóttamanna eða yfirleitt því sem þarna er talið upp? Ég er viss um að þær eru sammála um að þetta er ófremdarástand eins og ég vil fullyrða að karlmenn almennt eru einnig sammála um sín á meðal. Hér eru þær að berjast fyriráuknum hlut fárra kvenna í hálaunuðum stjórnum fyrirtækja og bleikum og bláum barnafötum.
Nú vrðið þið máske alveg brjálaðar, en mér finnst það hrein hræsni að bera þetta upp sem rök í réttindabaráttu kvenna hér. Alger jöfnuður kvenna þyrfti að ganga yfir öll störf og þar með karllæg láglaunastörf í vegagerð, sorphirðu, sjómennsku etc. Það runnu tvær grímur á konur í noregi, þegar sett var fram krafa um jafnan hlut í herskyldu ef kynjakvóta yrði komið á. Því var barist gegn á hæl og hnakka og var það látið eftir þeim að sleppa því. Eru nokkur takmörk fyrir tvískinnungnum?
Þessi barátta snýst um 4-5000 hálaunastörf og ábyrgðarstöður og þessum jússum er nokk sama um kynsystur sínar af lægri stéttum. Bendið mér á eitthvað sem ekki er annað en orðin tóm í þessari svokölluðu baráttu. Hvað eru fulltrúar kvenna að knýja á um á þingi? Barnaföt? Sýnið mér frumvörpin, sem miða að þessum almenna launajöfnuði t.d.?
Þessar Femmur, sem hæst láta eru bullukollur og hafa gengisfellt þessa baráttu meir en nokkur annar, því enginn tekur mark á þeim lengur.
Afsakið svo þessa skoðun mína. Hún er breytingum há, eftir því sem betur miðar og raunverulegur árangur er sýndur. Samsæri karla gegn konum er hugarburður einn.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2008 kl. 23:39
Svona til að súmmera upp: Að nota ástand mannréttindamála í Kína til fulltyngis mannréttindabaráttu hér heima eða ástand á réttindamálum samkynhneigðra í Íran t.d. til fulltyngis réttindabaráttu homma hér væri ekkert annað en hræsni. Slíkur málflutningur bendir einna helst til málefnaþurrðar eða áhugaleysis fulltrúa feminista til að taka á hinum raunverulega vanda hér.
Svona rökleiðsla yrði til dæmis hlegin út á götu á alþingi, svo ekki sé talað um í réttarsölum.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2008 kl. 23:57
Strákar mínir I hear ya.. trúið mér.
Þessi upptalning í færslunni er tekin upp úr Vikunni. Óbreytt. Ég hélt því aldrei fram að atriðin á þessum lista væru á baráttulista íslenska femínista.
Fyrir mér er femínisti sá eða sú sem vill jafnrétti og réttlæti til handa konum. Í þessari færslu vísa ég líka í komment þar sem karlmaður segir að jafnrétti sé löngu náð. Ég er einfaldlega að benda á að jafnrétti (hvað þá réttlæti) er ekki náð. Hvorki hér né annars staðar.
Nafni minn. Þú vísar í femínista nákvæmlega eins og ég nefni einhvers staðar hér í kommentakerfinu: eins og einu femínistarnir séu þeir sem þið kallið svo áfjálglega öfgafemínista.
Ég skil ekki hvernig fólk getur hér inni afneitað t.d. launamisrétti og haldið því fram að það sé upp á konur að klaga í þeim efnum.
Ég tel ekki um neitt samsæri karla gegn konum að ræða. það er bara einfaldlega erfitt að kenna gömlum hundi að sitja (bæði konur og karlar í líki hunds hér )
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 23:58
Feministi þetta nafn er viðbjóðslegt hvaða konu eða manni datt þetta nafn í hug ?
Það skiptir kanski engu máli eða hvað !!!
Eru ekki allir Feminstar svona þegar menn eru að leita sér að fallegustu stelpunni á ballinu eða var það bara Geir !!.
Rugli Rugl
Ómar Ingi, 7.1.2008 kl. 23:58
Jóna !! - Þú hefur lög að mæla.
Go girl.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:07
Heyr, heyr Jóna!!
Margrét R. (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:47
Flott færsla og umræða Gleðilegt ár.
Hjó eftir þessu með að skólinn væri ekki hannaður með stráka í huga; svo ég fái lánað hjá þér Jóna: "Í skólunum hallar sérstaklega á drengi. Þeir eru fæstir ''hannaðir'' með það í huga að sitja kyrrir og hlusta svo tímunum skiptir. Það kemur niður á getu þeirra til náms."
Þetta er vinsælt umræðuefni nú um stundir. Skólinn hentar ekki drengjum.
Samt var menntastofnunum stjórnað og stýrt eingöngu af körlum og voru aðeins fyrir drengi og unga menn öldum og öldunum saman. Það kostaði blóð, svita og tár að fá það í gegn að konur fengju inngöngu í þessar stofnanir (helv.. rauðsokkurnar) - stelpunum fór að ganga vel og úpps! Það getur ekki verið önnur skýring á því en sú að skólarnir eru ekki sniðnir að þörfum pilta!
Hitt er umhugsunarefni að þótt stelpum gangi að jafnaði eilítið betur í grunnskóla en drengjum og að þótt skólinn sé fremur sniðinn að þörfum stúlkna (jeræt), þá virðast drengir koma út úr grunnskóla með sterkari sjálfsmynd og meira sjálfstraust en stúlkur.
Kolgrima, 8.1.2008 kl. 00:54
Vá, Jóna!
Málið er "heitt" en þú nenntir!! Takk fyrir!
Ég er feministi/jafnréttissinni. Ég tel þetta reyndar vera einn og sama hlutinn, en hugtökin eru eitthvað að vefjast fyrir mönnum/konum!
Þegar ég var um tvítugt var ég sko ekki "rauðsokka".....en svo óx ég úr grasi og fann á eigin skinni að ég þurfti að berjast við sömu mýtur og hún móðir mín góð. Hún var ung 5 barna móðir, með aldraða móðir og aldraðan tengdaföður á heimilinu, þegar faðir minn veiktist af berklum og þurfti að vera á "hælinu" í 3 löng ár. Mamma var "karl í krapinu" og fór að vinna "karlastarf" í frystihúsi staðarins. Þ.e. hún fór að flaka fisk, en það var skilgreint sem karlastarf! En þegar kom að útborgunardegi, fékk hún bara sín hefðbundnu "konulaun"! Mamma gerði sig "ómissandi" í starfinu, fór að flaka hraðar en karlarnir og nýtingin varð svo góð að um var rætt!! Fór á "kontórinn" og sagði: Ef ég fæ ekki sömu laun og karlarnir, fyrir þetta starf, þá er ég bara hætt!! (og karlarnir stóðu með henni!). Hún fékk "karlalaunin", og kannski var það að hluta til vegna aðstöðu hennar sem allir þorpsbúar þekktu. En þetta varð ekki leyndarmál milli hennar og atvinnurekandans, þannig að upp frá því fengu allar konur, sem lögðu fyrir sig þetta "karlastarf" sömu laun og karlarnir.....og þetta var löngu áður en verkalýðshreyfingin fór að berjast fyrir þessu! En svona er þetta enn þann dag í dag og launaleyndin var skelfilegasta áfall, sem jafnréttisbaráttan hefur orðið fyrir hin síðari ár, fyrir svo utan hinar "pólitísku mannaráðningar", sem þekkjast hvergi í hinum vestræna heimi nema Hér!
Ég þori líka að veðja aleigunni uppá að það eru ekki feministar, sem standa í vegi fyrir því að feður fái ekki jafnan umgengnisrétt með börnum sínum, því feministar eru yfirleitt mjög skynsamar skepnur!
Varð bara að leggja orð í belg......takk enn og aftur!
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:59
Sigrún takk kærlega fyrir þetta innlegg. Alltaf gott að fá svona sögur sem dæmi. Og gott dæmi var það.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 01:04
Gleðilegt ár sömuleiðis Kolgríma.
Er þetta rétt? að strákar komi út úr grunnskólunum með betri sjálfsmynd en stelpur? ég hélt það væri öfugt.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 01:10
Þetta er skemmtileg umræða og vonlaust að allir verði sammála. Mér finnst gleymast í þessari umræðu að megin þorri karlmanna fékk ekki kosningarétt fyrr en seint á 19. öld eða snemma á þeirri 20. Fram að því voru það eingöngu eignamenn sem höfðu kosningarétt. Svona var þetta um mest allan hinn vestræna heim. Misrétti í þjóðfélögum hefur að miklu leiti haldist í hendur við það hvenær viðkomandi þjóðfélagshópur fékk kosningarétt. Á þessu eru undantekningar, sbr. Sviss, en þær eru fáar. Ástæðan er einfaldlega sú, að þeir sem höfðu kosningarétt höfðu kjörgegni og gátu því sett lög sem viðhéldu sérréttindum þeirra. Við höfum borið gæfu til að afnema flest lög sem ýta undir misrétti gagnvart konum, en eigum ennþá eftir sum þau mikilvægustu sem ýta undir misrétti gagnvart körlum. Sérstaklega vil ég nefna þar sem kveðið er á um í lögum hvernig dæma skuli í forræðisdeilu hjóna og þau úrræði sem forræðislaus faðir (og þó hann hafi forræði að hluta) hefur til þess að fá að umgangast börnin sín. Vissulega virkar þetta í báðar áttir, en þar sem mæðrum er í yfirgnæfandi tilfella dæmt forræði þegar deilt er, þá bitnar þessi lagabókastafur á körlum.
En aftur að umræðunni hér. Mér finnst Signý vera virkilega sterk að henda sér út í þá ljónagryfju að andmæla viðteknum skoðunum kynsystra sinna. Ég hef áður átt skoðanaskipti við konur á svipuðum nótum, þ.e. að hver er sér næstur og beri ábyrgð á eigin frama, og fékk bágt fyrir. Ég hjó sérstaklega eftir einu sem Signý sagði og það var um launadeilu starfsmanna á leikskólum. Ég tel mig geta státað af því að hafa rutt veginn fyrir miklum kjarabótum allra kennara á árunum 1997 til 2003. Kjarabætur sem því miður eru að mestu orðnar að engu í dag. 1997 var ég í forsvari fyrir launanefnd aðstoðarstjórnenda í framhaldsskólum. Við höfðum í nokkrum undangengnum samningum verið afgangsstærð, enda virtist sem samninganefnd kennara væri fróun í því að semja illa fyrir aðstoðarstjórnendur. Við vorum þrjú sem fórum fyrir aðstoðarstjórnendum og áttum erfitt uppdráttar, þar til mér tókst að selja Elnu Katrínu Jónsdóttur einfalt plott. Ef þið hjálpið okkur að hækka launin okkar núna, þá munið þið fá meira svigrúm til launahækkana næst. Og ekki bara það. Grunnskólakennarar munu fylgja í kjölfarið í samningum sínum þar á eftir og svo leikskólakennarar (og náttúrulega ófaglært starfsfólk í kennslu). Mér fannst (og finnst enn) það fáránlegt, að það hafi þurft úthugsað plott til að knýja fram þetta réttlæti sem kjarabætur til kennara voru. Mér fannst það líka fáránlegt, að almennir kennarar voru til í að valta yfir okkur aðstoðarstjórnendur vegna þess að við höfðum það svo gott (sem var ofsögum sagt) og það væri engin þörf á að gera betur við okkur. Það sem þeim yfir sást, og sem er alveg það sama og mörgum yfirsést í jafnréttisbaráttunni, er að sé þakinu ekki svipt af, þannig að lífsskilyrði þeirra best settu batni (hvort sem um er að ræða laun eða annað), þá munu þeir sem undir eru ekki geta bætt sín skilyrði. Mottóið með þessu er, að til að bæta stöðu kvenna verður að bæta stöðu allra. Ef bætt staða kvenna á að verða á "kostnað" karla, þá munum við hjakka í sama farinu. Um leið og við bætum stöðu allra, þá jafnast staðan mun hraðar. Þessu má líkja við samanburði á óvinveittri yfirtöku og vinveittri. Það eru mun meiri líkur á árangri, ef yfirtakan er vinveitt.
(Raunar var það eitt í viðbót sem mér fannst fáránlegt: Það var það viðhorf að það átti sko ekki að láta mig (óreyndan strákinn) komast upp með að ná í gegn kröfum sem brýnið hún Elna Katrín gat ekki látið sig dreyma um að ná í gegn.)
Ég á tvær dætur og tvo syni. Ég vil að komið verði fram við þau á sama hátt óháð kynferði. Ég vil að þau fái sömu tækifæri til að láta ljós sitt skína, að njóta sín, að þau hafi sömu möguleika til menntunar í samræmi við óskir þeirra og áhugasvið. Ég tel að þau hafi þessa möguleika og tækifæri í dag. Ég viðurkenni samt að ég hef meiri áhyggjur af dætrum mínum og muni ósjálfrátt vernda þær meira en syni mína. En ég er líka meðvitaður um, að mesti skaðvaldur sem þau munu standa frammi fyrir í uppvextinum er ekki misrétti kynjanna, heldur alls konar óáran sem grasserar í þjóðfélaginu.
Marinó G. Njálsson, 8.1.2008 kl. 02:20
Gleðilegt árið gott fólk.
Það er með þessi nöfn og skilgreiningar.
Ég þekki engan sem vildi snúa til þess tíma þegar konurnar drógu stígvélin af körlunum. Ég veit ekki um einn einasta sem er ekki hlynntur jafnrétti.
Hvað er þá að?
Þarf eitthvað að ræða þetta frekar? eins og náunginn bensínstöðinni hefði sagt.
Jú, málið snýst um kynjakvótann!
Það er mikill ágreiningur um hann. Ég er til dæmis á móti honum og mér sýnist margar konur sem tjá sig hérna vera á móti honum líka.
Ef við tökum mið af hverju árgangi fyrir sig, er ljóst að helmingi fleiri stúlkur klára stúdentspróf en strákar og þeir eru i miklum minnihluta í Háskólum.
Viljið þið sem kennið ykkur við femínisma og hafið talað fyrir kynjakvótum, taka t.d. upp kynjakvóta í háskóla?
Kynjakvóti hlýtur að snúast um að rétta hlut þess sem stendur höllum fæti? En til hvers að taka upp kynjakvóta þegar það er vitað að konur verða miklu betur menntaðar í framtíðinni en karlar?
Kolgríma sagði að strákar hefðu meira sjálfstraust eftir grunnskóla. Það er ekki hátt á þeim typpið sem detta úr framhaldsskóla og enn síður fá menn góða stóðu í framtíðinni út á egóið eitt.
Það skiptir meira máli að vita hver er staða hvers árgangs fyrir sig en að miða við alla þegna þessa lands, einfaldlega vegna þess að margar eldri konur höfðu þann starfa að draga stígvélin af körlunum!
Það gefur nefnilega alranga mynd að jafnrétti kynjanna að taka meðaltal af allri þjóðinni vegna þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað í þessum töluðu orðum.
Í dag er miklu meir áhætta að eignast strák. það eru tuttugu sinnum meiri líkur að hann lendi í fangelsi, um fjórum sinnum meiri líkur að hann verði alkóhólisti, helming meiri líkur að hann klári ekki stúdentspróf. Svona mætti lengi telja.
Ef við bíðum í nokkur ár er ljóst að konur verða miklu betur menntaðar en karlar enda verða konurnar sem drógu stígvélin ekki lengur taldar með í hagtölunum.
Auk þess hefur engin yfirlýstur femínisti útskýrt hversu "neðarlega" eigi að fara í eftir starfsgreinum með kynjakvótann.
Benedikt Halldórsson, 8.1.2008 kl. 02:38
Dæmi um launajafnrétti. Tvær konur vinna sama starf hjá sömu bankastofnun. Önnur á Akureyri og hin í Reykjavík. Sú sem vinnur í Reykjavík fær 12 - 15% hærri laun en hin.
Kona og karl vinna sama starf hjá sama tryggingafélagi. Konan vinnur í Reykjavík og karlinn á Hornafirði. Konan er með 12 - 15% hærri laun en karlinn.
Veröldin er ekki svart hvít eins og femínistar (karlahatarar) vilja sjá hana.
Kynjakvótar. Fái ég starf, vil ég vera þess nokkuð viss, að ég hafi hlotið það á eigin verðleikum. Ekki bara til þess að fylla upp í einhvern kvóta. Er það svona eftirsónarvert að fá starf vegna útlits þvagfæra?
Hjalti Garðarsson, 8.1.2008 kl. 05:37
Eins og oft áður er ég nokkuð sammála Nönnu Katrínu. Orðið Femínisti er orðið stórskemmt af illri notkun. Kolrugluð Halldórsdóttir og hennar hyski er búið að stórskemma fyrir sönnum femínistum. Ég lít á mig sem femínista, en femínista af gamla skólanum. En bíðum aðeins við. Er það ekki svona sem trúarbrögð eru? Allir eru að rífast um skilgreiningar á sama hlutnum? Samkvæmt því má flokka menn í hófsama, ofsatrúar (giskið þrisvar hverjir það eru) og svo þá sem að eru komnir með upp í kok af þessu öllu saman.
Ég get fárra hluta óskað mér umfram sanns jafnréttis, en mikið lifandis skelfingar ósköp er ég orðinn leiður á þessum öfga-femínistum.
Talandi um kynjakvóta. Ég bý í Seattle og hef verið að reyna að útskýra þetta hugtak og þessa umræðu á Íslandi fyrir vinnufélögum mínum. Svipurinn á þeim er hreint óborganlegur, svo ekki sé meira sagt og ég get leyft mér að fullyrða það að þessi óskapnaður sem á sér stað í umræðunni heima er hreint ekki til að auka orðspor landsins út á við (og eru Íslendingar taldir dálítið bilaðir fyrir). Ein ágæt vinkona mín hérna lýsti því yfir að ef að hún hefði verið ráðin vegna kynjakvóta þá hefði það verið sitt fyrsta verk að segja upp. Hérna virðist umræðan nefnilega ekki vera um það hvort að einstaklingurinn sé kona eða karl, heldur hvort að hann ráði við vinnuna sína. Og er það ekki sannt jafnrétti? (Hún er með sambærileg laun). En það eina sem að kemst að hjá Íslenskum femínistum er kynjakvóti. Hvað með launakvóta?
Ég meina, útaf þessu bulli öllu saman er farið að líkja okkur við Frakka, for kræing át lád!
Heimir Tómasson, 8.1.2008 kl. 06:49
Svo er reyndar eitt sem kannski hefur oft verið bent á, ég hreinlega veit það ekki. Famínisti er karlkynsorð.
Veit Kolbrún af þessu?
Heimir Tómasson, 8.1.2008 kl. 08:17
Vissir þú að Íslenskir feministar gagngrýna ekki kvenhatrið í ISlam
Vissir þú að Kolbrún notaði slæðu í saudi arabíu og sleikti upp furstuna semstyðja að konur séu hýddar fyrir að vera naugað
Alexander Kristófer Gústafsson, 8.1.2008 kl. 12:28
Júlía Margrét Einarsdóttir
Þú veist að feministar eru flokkaðir undir hryðjuverkmenn í Íran og eru hýddar?
http://www.adnkronos.com/AKI/English/Politics/?id=1.0.1145429270
Alexander Kristófer Gústafsson, 8.1.2008 kl. 12:31
Það er vel hægt að vera kona (eða karl), án þess að vera feministp.
Feminismi þýðir ekker lagalegt jafnrétti kynjan. Það býr miklu meira á bakvið það orð (allaveg hér á norðurlöndunum).
Það eru margar og misjafnar aðferðir að jafnrétti og þið getið ekki sett það allt undir sama hatt og kallað það Feminisma.
Það er eins og að segja við Kommúnista og Kapítalista að þeir séu sammála þeir styðja báðir stjórnir. Þetta eru þeir v.s. anarkistar. En þetta er ekki það einfallt.
...að konur vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en eiga aðeins 1% eigna í heiminum og fá aðeins 10% af heimstekjum í sinn hlut?
Hvernig færðu þetta út, í hvaða landi.
Ttelur þú heimilisstörf til vinnustunda? Uppeldi á börnum er t.d. forréttindi ekki vinna.
...að um 2 milljónir stúlkna eru umskornar á hverju ári?
Þetta hlutfall er mun hærra hjá strákum, þó svo að umskurður stúlkna er mun meiri aðgerð.
...að konur og börn eru um 80% flóttamanna heims?
Snúum þessu við, 80% karlmann og drengja í fátækustu löndum heims eru þvingaðir út í stríð og morð.
...að konur framleiða og selja 3/5 hluta af fæðu í heiminum?
Er það ekki jákvætt?
Kemur mér reyndar á óvart miðað við það hlutfall heimsinns sem lifir undir fátæktarmörkum.
...að þriðja hver kona í heiminum verður á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundins ofbeldis?
Þetta eru mjög svo vafasamar tölur. Hvað er fórnalamb og hvert er hlutfallið á íslandi.
95% drengja verða fyrir andlegu ofbeldi á lífsleiðinni (Einelti, slagsmál osfr.).
...að konur eru aðeins 17% þingmanna í heiminum?
Er hiss að þetta hlutfall sé svona hátt þar sem stór % heimsinns er í löndum þar sem gömul gildi eru enn við höfð.
...að fjölgun kvenna á þjóðþingum heims er um 0,5% á ári? Það þýðir að jafnrétti kynjanna á þjóðþingum verður náð árið 2068!
2068 er ekki svona fjarlægt, ertu að berjast fyrir sjálfan þig eða börninn þín og barnabörn?
Góðir hlutir gerast hægt og ef hlutirnir gerast hægt, eru meiri líkur á að þeir haldist þannig.
...að konur eru aðeins 9% allra borgar- og bæjarstjóra í heiminum og þær eru 21% bæjar- eða borgarfulltrúa heimsins?
Þetta kemur mér líka skemmtilega á óvart, ánægulegt að konur séu að komast upp í 10%.
Þetta hlutfall er mun hærra á vesturlöndum.
...að 1,2 milljarður manna um heim allan lifir á einum Bandaríkjadollara eða minna á dag? Af þeim eru 70% konur
Er það ekki vegna þess að eiginmenn þeirra hafa látis í stríði eða við að reyna að framfleyta fjölskyldu sinni. Þetta vandamál kemur konum ekkert við. Fátækt er fátækt....
...að í öllum löndum heims þéna karlar að meðaltali meira en konur?
Á þeim vinnustöðum sem ég hef unnið á, hafa konur haft sömu tekjur og karlar.
Ég hef unnið á stöðum allt frá Nóatúni til Auglýsingastofa.
...að á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum dragi jafnmargar konur til dauða og krabbamein?
Það er ekki gott, ofbeldi er slæmur hlutur.
Ég er nokkuð viss um að þetta hlutfall sé hærra hjá körlum.
...að á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum sé algengari ástæða heilsubrests kvenna en umferðaslys og malaría til samans?
Ég er nokkuð viss um að þetta hlutfall sé hærra hjá körlum.
Þeir beita hvorn annan meira ofbeldi en gagnvart konum og minni máttar.
...að sumir sérfræðingar áætla að milli 50-100 milljónir stúlkubarna ættu að vera á lífi en var eytt á fósturstigi vegna þess að þau voru stúlkur?
Þetta er vandamál í löndum eins og Indlandi og Kína, þar sem fátækt er mikil og drengir geta þýtt hærri tekjuöflun fyrir heimilið.
Þarna eru viðskipa en ekki tilfinningar hagsmunir í gangi.
Sorglegt og væri gleðilegt ef það væri hægt að breyta þessu.
...að árið 2000 dóu fimm konur á Indlandi dag hvern vegna ''slysabruna'' í eldhúsi sem eiginmenn eða tengdaforeldrar ollu?
5 konur er ekki há prósenta í indlandi.
Hvernig ollu eiginmenn eða tengdaforeldrar þessu?
Er þetta ekki bara morð.
Finnst þessi listi grátbroslegur
Baldvin Mar Smárason, 8.1.2008 kl. 12:40
Frábær færsla hjá þér Jóna, misfrábær svör.
Já, ég er feministi. Ekki síst vegna þess að ég á tvo drengi og ég veit að aukinn jöfnuður kynjanna á eftir að færa þeim betri lífsgæði og hamingju.
Guðrún Jónsdóttir, 8.1.2008 kl. 13:45
But I love you girls, well most of you
DoctorE (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:38
Baldvin, get nú ekki tekið undir með þér að listinn sé grátbroslegur, finsnt þetta allt mjög alvarlegt. Hins vegar ætti hann ekki að vera miðaður við konur engöngu. Það er alltof oft sem svona kannanir taka bara mið af konum.
Óréttlæti bitnar oftast á "litla manninum" þeim sem eru í lægri stöðum(lægra settir). Ég get ekki séð að feministar í dag séu að berjast fyrir einhverju sem skiptir máli. Þeirra barátta virðist einkennast að ná fram hefndum á mönnum, þagga niður í konum sem eru ekki sammála þeim og véfengja val íslenskra kvenna, sem velja aðrar leiðir en þær.
Ég hef verið í Indlandi, heimsótti heimili fyrir munaðarlaus börn, bæði stúlku og drengjaheimili. Í indlandi er bara farið illa með fólk. Börn sérstaklega. Gat ekki séð að konur væru verr staddar en menn. Þar virtust bara ríkir ráða og ef einhver sem var low-class dó eða hvarf þá er nóg af fólki hvort eð er.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 14:59
Það er bullandi kynjakvóti í gangi, hann er bara körlum í vil. Hver sá sem heldur að karlar séu svona miklu hæfari en konur til betri starfa og hærri launa og að konum hæfi betur að vinna "gefandi störf" (lesist: gefa vinnu sína) er náttúrlega ekki í lagi.
Kynjakvóti er hugsaður einmitt til þess að meira tillit sé tekið til hæfni og menntunar en kyns. Þeir sem ekki skilja það, eru þeir sem trúa því raunverulega að karlar séu hæfari og betri vinnukraftur en konur. Sem væri fyndið ef það væri ekki konum jafndýrkeypt og raun ber vitni.
Kolgrima, 8.1.2008 kl. 15:18
Hvað meinaru með gefandi störf? Og hvar og hvernig virkar þessi kynjakvóti sem þú segir að sé bullandi hér.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 15:33
Ég veit um eitt fjármálafyrirtæki þar sem er kynjakvóti í gangi, þar eru karlmenn ráðnir frekar en konur, þrátt fyrir að hæfni þeirra sé minni en kvennana. Starfsmannastjórinn þar(sem er kona) segir það vera jákvæða mismunun þar sem er verið að reyna auka hlut karla í þessu fyritæki. Ég veit líka að í nokkrum stærstu fjármálfyrirtækjum landsins hafa verið ráðnar fleirri konur undanfarin ár en karlar og það hafa fleirri konur fengið stöðuhækkun undanfarin ár en karlar. Reyndar segja stjórnendur hjá þessum fyrktæjum að eftir 20-25 ár þá eigi konur eftir að vera jafn ráðandi og karlar ef ekki í meirihluta innan þessara fyrirtækja.
Ég veit líka að í nokkrum atvinnugreinum þá eru konur að jafnaði með hærri laun en karlar.
Svo finnst mér líka svoldið skrítið afhverju staðreyndir eins og 2 milljónir kvenna eru umskornar á ári hverju eru notaðar í sama samhengi og ahverju konur á íslandi eiga að fá betri laun. Svo er líka skrítið að þessar sömu konur vilja ekki jafnrétti á öllum sviðum. Ahverju er t.d. ekki verið að hvetja konur að vinna í atvinnugreinum eins og múraranum eða smiðnum ? Fullt af peningum þar og gott tækifæri fyrir konur að fá betri laun ef þær væru tibúnar að vinna við aðra hluti en að stjórna fyrirtækjum.
Og talandi um völd, í Noregi fengu konur gott tækifæri til að öðlast meiri völd þar sem það átti að rétta hlutt þeirra innan hersins. En femínistum fannst þess ekki þurfa.
Mér finnst að konur eig að fá jöfn laun og karlar um leið og þær eru tilbúnar að vinna við sömu hluti og karlmenn, sem þær eru ekki í dag.
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 15:55
Bjöggi. Þannig að kona sem ekki vill vinna sem múrari á bara ekkert skilið að vera með sömu laun og maðurinn sem vinnur við hlið hennar í bókhaldi á skrifstofu?? Nú skil ég bara alls ekki.
Og afhverju eru sumir svona ákveðnir í að snúa út úr hlutunum. Nokkur atriði á þessum lista hafa ekkert að gera með kynbundinn launamun á Íslandi. Afhverju í ósköpunum ertu að bera saman umskurð kvenna og launamun. Og afhverju í ósköpunum ertu að gefa í skyn að ég sé að því? Hvílíkur endemis útúrsnúningur. Þú ert sennilega einn af þeim sem sást orðið femínisti í fyrirsögn færslunnar, og varðst fyrirfram pirraður.
Það eina sem ég vildi koma á framfæri með þessari færslu var að óréttlæti og ofbeldi á konum viðgengst um heim allan og listinn sem slíkur sýnir að langt er í land með jafnrétti.
Einnig vildi ég koma á framfæri hvað orðið femínisti þýðir fyrir MIG. Hvernig ÉG túlka þetta orð. Ekki Kolbrún, Sóley eða nokkur annar. Heldur ÉG. Stundum má maður vera sjálfhverfur andskoti.
Ég er ekki í stakk búin til að rökræða hvað mest áberandi femínistar íslands eru að gera eða hafa gert. Ég einfaldlega fylgist ekki nógu vel með. Sumu er ég sammála, öðru ekki.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 16:23
Það sem mér finnst furðulegast við íslenska feminista er hvernig þær geta á sama tíma talað um kvennrétti en á sama tíma ráðast þær svoleiðis á aðrar konur sem fitta ekki inn í þeirra hugarheim.
Gott dæmi er hvernig þær gerði litlu stelpuna á Smáralindbæklinginum að "druslu" án þess að hugsa hvort orð þeirra og illar tungur út um allt myndu særa stúlkuna eða skemma hennar sjálfsímynd. Mér fannst það virkilega illa gert og jarða við einelti eða árás á aumingja stúlkuna.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 16:25
og til að fyrirbyggja allan misskilning: ég geri mér fyllilega grein fyrir því að drengir og karlmenn verða líka fyrir ofbeldi. En færslan snýst um stöðu kvenna. Það þýðir ekki að mér sé skítsama um drengi og karlmenn. Ég bý með einum karlmanni og á einn dreng og einn stjúpson. Auðvitað er mér annt um stöðu karla.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 16:25
Nanna Kristín. Var þetta ekki bara einhver ein kona sem kom upp með þetta bull?
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 16:26
Nei alls ekki. Það er stutt síðan síðan Katrín Anna fjallaði á svipaðan hátt um fólkið sem var í Kringlublaðinu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 16:50
Ég bendi á litla bók sem heitir "Það er sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri" sem er skrifuð af tveimur sænskum konum - önnur háttsettur embættismaður í jafnréttisríkinu Svíþjóð og hin glæpasagnarithöfundur. Þar fjalla þær um þessu litlu atriði í daglega lífinu sem hvert um sig skiptir ekki máli, en saman eru ekkert nema misrétti.
Til dæmis - ef þú ert fóstra og ert að koma liðinu út - hvort hjálparðu litla stráknum sem er annars að böggast í öllum - eða litlu stelpunni sem kann alveg að renna sjálf?
Þetta merka rit fann ég í 10-11 í hvað-heitir-hann-aftur-múlinn. Titillinn á bókinni er tilvitnun í Madeleine Albright - sem er auðvitað stórmerkileg kona.
Helga (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 17:00
Þetta var kannski ekki bara ætlað til þín Jóna, fleiri sem hafa skrifað athugasemdir hérna hjá þér og hluti þess sem ég sagði var ætlað þeim. Erfitt að vera mjög hnitmiðaður og koma öllu frá sér í stuttum kommentum(sem verða oft mjög löng).
Það er rétt hjá þér, þessi færsla hjá þér fjallar um stöðu kvenna og er það gott enda er mikið sem þarf að bæta þar. Enda er þessi færsla þín feminísk. Femínismi er ágætur til þess að benda á slæga stöðu kvenna en ekki til að ná fram algjöru jafnrétti. Ef slæg staða kvenna er löguð hefur aðeins hálfu jafnrétti verið náð. Það þarf að berjast á öllum vístöðum til að það sé hægt að kalla baráttuna jafnréttisbaráttu(eða það er skoðun mín). Ég hef samt ekkert á móti því að hópar berjist fyrir réttindum sínum, mér finnst að fólk eigi að vera duglegt að láta í sér heyra, þótt ég sé ekki samála öllu sem sagt er.
Svo þetta með að fólk vill ekki láta kalla sig femínista: Hef lesið soldið um þetta á netinu. Þetta er víst trend út um allan heim að jafnréttissinnar vilji ekki láta kenna sig við femínisma eða önnur jafn kynbundin orð, þetta er svona svipað og Með ráðherra málið sem kom upp núna í vetur. Orð eins og femínismi eru t.d. mjög gildishlaðinn og kyngerir þá baráttu sem femínistar standa í. Mér finnast t.d. þessi mál sem þú taldi upp í færslunni vera mannréttindamál sem hefur ekkert með kyn að gera þótt það séu konur sem lenda í þessu. Það að flokka málefni sem snúa að mannréttindum eftir kyni finnst mér ekki vera rétt. Mannréttindi eru fyrir alla,konur og karla.
Gæti næsta skref jafnréttisbaráttunnar verið það að jafnréttisbaráttan sé ekki kyngerð eða litgerð eins og hún hefur verið undanfarna áratugi. Ég sem hvítur karlmaður fæ þau skilaboð frá umheiminum að jafnréttisbarátta sé ekki eitthvað fyrir mig. Reyni að láta það lítið á mig fá og reyni að veita jafnréttisbaráttunni lið þegar ég get.
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 18:29
Hávísindaleg niðurstaða einfaldrar rannsóknar sem fram fór á bæ einum hér í Landsveit, mýs eða hamstrar voru í búri á heimilinu þegar fjölskyldan fór að heiman en þegar fjölskyldan kom heim voru sumsé engar mýs í búrinu og hófst nú leit og leitað var dyrum og dyngjum eins og sagði í sögunni og segir líka í þessari sögu, en þess ber að geta að mýsnar voru í eigu erfðarprinsinns á umræddum bæ þó svo að það komi niðurstöðunni svosem ekkert við, en sumsé enn er leitað að músum og þegar þær fundust hafði kerlingin falið sig undir ELDAVÉLINNI og karlinn undir SÓFANUM.
Niðurstaðan: þetta er eitthvað sem er í genunum og á ekki að eiga við.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.1.2008 kl. 18:29
Frábær pistill hjá þér Jóna mín og takk fyrir kjarkinn.
Ég sé að það eru en við lýði gömlu kreddurnar um af hverju konur flykkjast ekki í hefðbundin karlastörf. Mín upplifun er sú í nafni femínisma/jafnréttis er að hver og ein manneskja eigi að fá VELJA og HAFNA í lífinu.
Eitt annað sem stingur mig alltaf illa í umræðu um jafnréttismál, það er staðreyndarblinda! Staðreyndin er að karlmenn í heiminum hafa ekki bara forskot á öll völd í heimi hér heldur 90%.
Annað, það er mjálmið um stöðu karla og þeirra jafnrétti, þeir geta bæði unnið með femmum og líka barist sjálfir fyrir sínum þörfum, af hverju að gera þá að einhverjum fórnalömbum í jafnréttisbaráttunni?
Þeir hafa ekki risið sjálfstætt upp á afturlappirnar sér til handa í jafnréttisbaráttunni nema til að brjóta á bak aftur baráttu kvenna fyrir auknum réttindum til að geta náð þeim réttindum sem þeir hafa, meira segja hafa þeir sín réttindi og (menningarviðhorf) baráttulaust.
Talandi um tvískinung eða hræsni, sem mig minnir að hafi verið Jón sem kom með þá athugasemd, um listann sem Jóna birtir, þá er eitt jákvætt við þá hræsni að við sem lítil þjóð og sem betur fer vel menntuð upp til hópa og langt komin í þessari umræðu, ætlum núna að gera út á það, með því að bjóða öðrum þjóðum okkar vitneskju og fróðleik réttindabaráttu kvenna á Íslandi og stofna alþjóðasetur í kynjafræðum!
Edda Agnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 18:30
"Í tölublaði Vikunnar frá 3. janúar sl. er fróðleg upptalning á margskonar tölulegum staðreyndum varðandi stöðu kvenna í heiminum."
Ekki bera Ísland við heiminn. Íslenskur femínistar hafa nokkurn vegin náð toppnum.
Meiri hluti allra mannvera búa í þróunarlöndunum. Þegar við röflum yfir femínistum eru það auðvitað íslenskar öfgabeljur. Við erum ekki að hugsa um heiminn.
Mikill hluti þessa tala tengjast því að Íslamstrú segir skýrt og beint að konur séu óæðri og eigi séu eign karlanna. Reyna ekki einu sinni að fela það. Og miklir trúaöfgar eru í þessum löndum. Konur í Sádí Arabíu meiga ekki vera einar úti og vitnisburður þeirra er ekki marktækur í réttarsölum þar sem þær eru "heimskari en karlar." Heldurðu að breyti ekki tölunum smá?
Áhrif Íslamstrúar á jafnrétti hefur lítið að gera með jafnréttismál á Íslandi og því sem Íslendingar kvarta yfir með sina femínista.
Eina leiðin til að breyta stöðu íslenskra kvenna til betra en að ala börnin upp þannig að þau skiji að þau geti gert það sem þau vilja og þurfi ekki að sætta sig við laun sín. Konur eru oftar í láglaunastörfum og aldnar upp þannig að þær séu frekjur ef þær eru ekki hlédrægar. Þetta er ekkert frekar í verkahring femínista að laga það frekar en samfélagsins.
The Jackal, 8.1.2008 kl. 18:49
Bjöggi. Takk fyrir comeback. Það er svooo rétt að það er erfitt að rökræða hér á blogginu. Þess vegna nenni ég yfirleitt ekki að setja inn svona færslur sem krefjast rökræðna
Högni asninn þinn addna
Edda. Takk fyrir afar hnitmiðað og beint-að-efninu komment. að ég tali nú ekki um málefnalegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 18:52
Fyrirgefðu mister Jackal. Ég veit ekki betur en að biblían boði líka að konur séu óæðri karlmönnur. Þú breiddir líka út þína sæng hér með því að kalla þær konur sem ekki hafa skoðanir sem þér líka, beljur. Takk fyrir komment.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 18:54
Ég er femínískur jafnréttissinni.
Jóna svar við þér 7.1.2008 kl. 20:46
Maðurinn fær starfið því hann er líklegri til að bera ekki ábyrgð á heimilinu sínu, á persónulegan þjón (konan hans) og er líklegri til að vilja vinna yfirvinnu og líklegri til að gefa starfinu sínu sál sína.
Þess vegna er svo mikilvægt að femínistar beini spjótum sínum að heimilunum því þar er uppruni alls jafnréttis kynjanna.
Ég spyr ykkur konur og karlar: Er raunverulegt jafnræði heima hjá ykkur?
Halla Rut , 8.1.2008 kl. 19:21
Megnið af þessum lista er tómt kjaftæði og vitleys.
Eignir heimsins eru að lang mestu leiti í eigu ríkis eða sameign hjóna
Í flestum löndum heims vinna karlar miklu lengri vinnudag en konur. Konur í þróunarlöndunum eru víðast hvar orðnar spikaðar af ofáti og hreyfingarleysi eftir þrítugt á meða karlar á sama aldri eru tágrannir af mikilli vinnu.
"Fræðingarnir" sem fullyrða að 50-100 milljónum meyfóstra sé eytt vegna kynferðis fá þá tölu með því að bera saman fjölda fæddra stúlkna og drengja, án þess að taka tillit til þess að allstaðar í heiminum fæðast 4-6% fleiri drengir en stúlkur.
Margfalt fleiri drengir eru umskornir en stúlkur
80% fórnarlamba morðingja eru karlar
Tugir ef ekki hundruðir kvenna deyja árlega á Íslandi af völdum krabbameins, fullyrðing um að ofbeldi sé algengari orsök dauða kvenna er fáránlegri en orðum tekur.
99,99% karla hafa aldrei og munu aldrei sitja á þingi, í stjórn almenningshlutafélags eða í bæjar- eða borgarstjórn.
Yfir 90% þeirra sem sitja í fangelsi eða eru pyntaðir vegna skoðanna sinna og baráttu fyrir mannréttindum eru karlar.
Svona er endalaust hægt að telja upp.
bjarni (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:49
Halla Rut, Nei það er ekki raunverulegt jafnræði heima hjá mér, ég er t.d. sendur útí búð, með miða, en húsmóðirin fer þegar henni dettur það í hug, ég er sendur út með ruslið húsmóðirin fer bara þegar hún þarf að athuga í póstkassan eða ef að ég er ekki heima, það á eftir að ganga frá gólflistunum og það á eftir að setja upp einn ofn og það á eftir að ganga frá rafmagninu og ég er mynntur á það í tíma og ótíma sérstaklega þó þegar ég er að hvíla mig í sófanum sem þarf nú að borga sig niður og ég má ekki setja í þvottavélina og það er alltaf búið að setja í uppþvottavélina þegar ég ætla að gera það og það er nú varla hægt að segja að ég hafi fengið að mála í friði og ég er sendur upp á þak til að þrífa úr rennunum og til að athuga hvort ekki þurfi að fara að senda mig eftir málningu og svo upp að mála.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.1.2008 kl. 19:54
Það er nú bara einræði hjá mér sko, enda er ég sjálfstæð móðir og eina fullorðna manneskjan.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 19:55
Bjarni þú hefur nokkuð til þíns máls...en þegar þú segir Konur í þróunarlöndunum eru víðast hvar orðnar spikaðar af ofáti og hreyfingarleysi eftir þrítugt á meða karlar á sama aldri eru tágrannir af mikilli vinnu.
Þá held ég að þetta sé ekki rétt. Konur vinna bróðurpartinn af allri vinnu í þróunarlöndunum.
Halla Rut , 8.1.2008 kl. 20:00
Bleeeeessaður Bjarni. þetta er áhugaverð upptalning hjá þér. ég er búin að segja það og segi það aftur, ég veit fyllilega að karlmenn verða fyrir ofbeldi. Kynferðislegu, andlegu og líkamlegu. Ég veit líka að allt að 80% fatlaðra verða fyrir kynferðislegri misnotkun um ævina. Út af því að það er hærri tala er þá annað ofbeldi ekki þess vert að minnast á það?
Þú ert annar maðurinn hér sem berð saman umskurð drengja og umskurð kvenna. Hvað á það að þýða? Heldurðu að það sé eitthvað sambærilegt?
Mér finnst reyndar margt í þessari upptalningu þinni benda til fyrirlitningu í garð kvenna sem mér þykir afar leiðinlegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 20:05
Bjarni hvaðan færðu þessar tölur?
Högni ertu sendur hingað og þanngað? Afhverju lætur bjóða þér það? Berið þið ekki bara jafna ábyrgð á heimilinu? Þú hljómar pínu eins ogo unglingurinn minn.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 20:06
Það er einmitt þetta sem ég er að segja Högni. Það er konan þín sem ber ábyrgð á heimilinu. Það er eins og þú vinnir hjá henni og þarft í raun ekki að hafa hugann við það heldur bara reyna að gera þitt besta þegar þú færð skipanir. Mesta vinnan er að bera ábyrgðina en ekki að starfa eins og huglaus hundur.
Stattu upp og taktu ábyrgð því þar liggur valdið.
Að einhver skuli bera saman umskurð drengja og stúlkna er með ólíkindum, hvað er að ykkur. vona að þetta sé fáfræði.
Halla Rut , 8.1.2008 kl. 20:12
Já Nanna ég fæ engu ráðið jú jú hún ber alla sameiginlega ábyrgð á heimilinu og ég soldið líka, svo keypti hún ægilega góðann púða um daginn og ég ætlaði auðvitað að fara í snarhasti í það að láta hann borga sig niður og kom honum í það verkefni að stiðja undir þreyttann hálsinn á mér þegar ég lagði mig í sófann góða sem er nú ekki enn búinn að borga sig niður, enn nei nei þá þurfti að skutla stólum til dótturinnar eins og hún hafi ekki getað gert það sjálf, ég gat nú alveg passað að kötturinn færi ekki í deigið á meðan og hún gat alveg lækkað hitann á ofninum svo það brynni ekki við í honum, svo fer hún ekki eins vel í sófanum og ég
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.1.2008 kl. 20:17
Halla Rut ég stóð upp og sagði upphátt ,, ég er húsbóni á mínu heimili og er hér til að taka ábyrgð og því fylgir vald" er ég ekki góður?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.1.2008 kl. 20:19
Högni - konan þín er karlrembusvín.
Sorry, mátti til með að grínast í annars grafalvarlegri umræðu. En annars, eru ekki til konur sem eru karlrembusvín? Þær eru jú aldar upp við sama hugsunarhátt og blessaðir karlarnir og eiga það til að vera einræðis"herrar" heima hjá sér. Þetta er nefnilega ekki bara um karlmenn og hvernig þeir bregðast við, heldur er þetta er um hugarfar sem að er staðfast í báðum kynjum.
Elskum kallana okkar því flestir eru sama sinnis. Hinir eru bara með mömmukomplex.
Linda (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:20
Þú ert vonandi að djóka Högni?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 20:22
Linda þú ert frábær og ég er búinn að segja henni það líka, þ.e. að hún er karlrembusvín.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.1.2008 kl. 20:23
Nanna! með það að ég hafi sagt henni að ég sé húsb. og allt það? Nebb ég er ekki að djóka með það.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.1.2008 kl. 20:24
"Ég veit ekki betur en að biblían boði líka að konur séu óæðri karlmönnur."
Hún reynir allavega að fela það. Ekki skrifað svart á hvítu.
Hversu margir strangtrúaðir eru svo sem til á Íslandi nú til dags?
The Jackal, 8.1.2008 kl. 20:25
Nei með allt hitt, púðan og þú þurfir að borga sofan og.,... Er konan þín heimavinnandi?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 20:26
Það getur vel verið að konur vinni meira en karlar í heiminum. Til dæmis á eyjum í kyrrahafinu vinna konurnar á meðan karlarnir sitja og spila á meðan þeir drekka kawa og þeirra heitasta ósk er að prins Philipus komi með fleirri konur handa þeim t.d. til að tyggja plöntur út í kawa drykkinn þeirra og þræla um á ökrunum. Á mörgum stöðum í Afríku sjá konur um mest alla vinnuna á meðan karlar vernda þorpin fyrir ljónum og fílum. Margir karlarnir þar deyja við að vernda þorpin sín. Ef ég væri kona þá væri ég alveg til í að vinna meira ef ég þyrfti ekki að vera slást við ljón og fíla. Ég veit líka að í S-Ameríku vinna karlarnir í námum og í verksmiðjum á meðan konurnar ala upp börnin, á meðan deyja karlarnir vegna lélegra vinnuaðstæðna.
Þótt konur vinni kannski aðeins meira þá finnst mér hörmungum heimsins vera skipt nokkuð jafnt niður á kynin.
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:29
nei nei ég þarf ekki að borga sófann hún gerði það sko auðvitað, en ég er að láta hann borga sig niður, sum sé að nota hann.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.1.2008 kl. 20:30
Heimavinnandi nei nei en hún er heima allann sólarhringinn.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.1.2008 kl. 20:31
Er það ekki heimavinnandi?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 20:33
Ég er að fíflast.
Fyrirgefðu mér Jóna mín, ég skal hætta og skal reyna að gera þetta aldrey aftur.
Enn ég var ekki að fíflast með svarið til Katrínar Önnu.
Ég er jafnréttissinni.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.1.2008 kl. 20:34
Mikið er ég fegin Högni, aðallega þín vegna samt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 20:37
Ég held nefnilega að hann Högni sé ekkert að fíflast....
Halla Rut , 8.1.2008 kl. 20:37
ps. Varst farinn að hljóma pínu eins og líður Lottó-gæi.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 20:39
Jóna þú veist að það er staður í helvíti fyrir þá sem láta kynferði eða kynþátt ráða þegar það ákveður hverjum það vill hjálpa. Já, umskurður drengja er alveg sambærilegur við umskurð stúlkna. Hvað fær þig til að halda annað?
Halla, hefur þú einhvern tíman komið til þróunarlands? Þetta er áberandi hvert sem komið er í vanþróuðum ríkjum, karlar vinna miklu meira, það lýsir sér meðal annars í sláandi mun á holdafari kynjanna eftir ákveðinn aldur.
Nanna, þessar tölur eru m.a. komnar úr hinum og þessum skýrslum SÞ.
bjarni (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:40
Verð að halda aðeins áfram: Svo þetta með að konur fái aðeins 1% af greiddum launum þá getur það aðeins átt við að frátöldum vesturlöndum. 90% greiddra launa eru greidd út á vesturlöndum þar fá konur mikið meira en 1% af því sem karlar fá, hef ekki reiknað út meðallaun á vesturlöndum en miðað við það sem ég hef séð er ekki ólíklegt að konur fái 30-40% af greiddum launum og þar að leiðandi svipað hátt hlutfall af greiddum launum í heiminum. Svipaða sögu má segja um eignirnar 90% eigna heimsins er í höndum vesturlandabúa.
Annað, mér finnst t.d. eignamálið ekki koma verr niður á konum. Ok, í Braselíu er 90% landsvæðis í höndum 50 þús manns, en í Braselíu búa hátt í 200 milljónir. Lang stæðsti hluti landeigenda eru karlmenn. Þótt það séu eiginlega bara karlmenn sem eiga landið sé ég óréttlæti gagnvart öllum öðrum íbúum Braselíu ekki bara konum. Það sem ég er að reyna að benda á er það skiptir máli hvernig vandmálið er sett upp. Mér finnst óréttlæti eins og misskipting auðs ekki vera meira óréttlæti gagnvart konum en körlum, en feminíski hátturinn er að setja vandmálið upp sem óréttlæti gagnvart konum þegar það er óréttlæti gagnvart öllum.
Langaði bara að koma þessu að.
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:45
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.1.2008 kl. 20:46
Bjarni þó það vegi ekki meira en órétti gagnvart mönnum finnst mér óþarfi að gera lítið úr þessum vanda. Það vita allir að staða kvenna er ekki eins metin í sumum löndum. Betur fer er það ekki þannig hér á íslandi.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2008 kl. 20:55
Væri hægt að búa til svona lista yfir karla?
Guðmundur (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:29
Mjög gott framtak hjá þér Jóna, svona hlutir þurfa að birtast.
Bjarni:
Með fullri virðingu, veistu eitthvað um það sem þú ert að tala um? Ég nenni ekki að fara í gegnum alla vitleysuna sem þú talar um en ég ætla að taka sérstaklega fram einn hlut, umskurð kvenna.
Umskurður kvenna er ekkert líkur umskurði karla, þetta væri ekki ólíkt því að skera stóran hluta af kónginum. WHO (Heilbrigðisstofnun Sameinuðu Þjóðanna) er á móti hverskonar umskurðum kvenna og í mörgum löndum þar sem þetta tíðkaðist er þetta bannað núna. Það er líka ekkert skrifað í Kóraninn um umskurð kvenna til að hindra allan misskilning eins og sést á þessari tilvitnun:
"Islamic juridical logic cannot acknowledge the distinction between female and male circumcision, both being the mutilation of healthy organs which is damaging to the physical integrity of the child, whatever the underlying religious motivations. Furthermore, both practices violate the Koran: "Our Lord, You did not create all this in vain" (3:191), and "[He] perfected everything He created" (32:7)."
Meira um þetta efni má sjá hér
Ísleifur Egill Hjaltason, 8.1.2008 kl. 21:52
Ísleifur. Takk Mér líður hérna eins og litlu heimsku barni sem verið er að skamma fyrir að hafa rangar skoðanir og fyrir að vera ekki góð í að gúggla eins og m-f og fleiri.
Högni. Ekkert að fyrirgefa. Þú komst mér allavega til að brosa (og reyndar hlæja líka)
Stelpur og þið öll. Takk fyrir komment.
Og strákar. Við vitum öll að í góðra vina hópi kvartið þið yfir konunum ykkar og kallið þær kerlingarbeyglur og kellingarembur og eitthvað svoleiðis. Við konurnar gerum það sama; úthúðum körlunum okkar þegar við erum pirr pirr, í góðra vinkvenna hópi og köllum þá karlrembusvín, fífl og fávita. En við myndum seint birta það á prenti. Verum góð hvort við annað og berum virðingu fyrir hvert öðru. Það gerir heiminn að betri stað.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 22:03
Nanna, ég var ekkert að gera lítið úr vanda kvenna, ég var að benda á að hverslags rakalaus þvættingur sumt á þessum lista var, ásamt því að setja upp svipaðan lista fyrir karla, sem er þó miklu sannari en þessi þvættingur úr Vikunni.
Ísleifur, ég veit greinilega miklu meira um þessa hluti en þú. Ef þú ert ekki alveg að deyja úr leti þá hvet ég þig til að fara í gegnum alla "vitleysuna".
Umskurður kvenna er margskonar, að fjarlægja ynnri barma er ekkert verri aðgerð en að fjarlægja forhúð.
bjarni (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:06
Allt eru þetta góðar pælingar. Og eru dálítið eins og umræður á stjórnmálafundi þar sem hver og einn keppist við að halda sínu til streitu. Enda er jafnrétti kynjanna hápólitískt mál.
Talandi um femínisma, ef ekki væru Sóley og co, hverjir væru þá að berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Enginn, að ég best veit. Og viljum við ekki jafnrétti? Svari hver fyrir sig.
Móðursystir mín var ein af Rauðsokkunum upp úr '70 og þar sem hún gekk stundum gassalega fram og prédikaði stundum of hressilega yfir mér, þá varð ég smám saman bólusett fyrir femínisma. Ég vissi alveg að það var fallega meint en ég vildi bara fá að hugsa sjálf og taka eigin ákvarðanir. Ég held að þessi frænka mín hafi haft meiri áhrif á mig en ég hef gert mér grein fyrir því að viðbrögð mín við femínískri umræðu mótast ennþá af því hvað ég var pirruð á henni í denn og lét ekki hvarfla að mér að hlusta á hana
M.ö.o. Þegar ég sé hluti eins og femínísku jólakortin þá fæ ég sömu tilfinninguna og forðum og vil helst skella í lás. En er maður þá ekki kominn aftur í sandkassann? Þegar ég les það sem andstæðingar femínista láta frá sér, uppnefni eins og Kolrugluð og slíkt þá finnst mér eins og viðkomandi séu fastir í einhverskonar sandkassaleik. Og það er bara ekkert hægt að taka slaginn á þeim nótum, annað hvort eru menn fullorðnir eða ekki og fullorðið fólk á ekki að vera í sandkassaleik. Mitt lykilorð er virðing fyrir öðru fólki, líka því sem er ekki sammála mér, og um leið og fólk er farið að uppnefna hvert annað þá er málstaður þess tapaður.
Þess vegna langar mig svo mikið til að hefja þessa umræðu upp á hærra stig þar sem allir eru málefnalegir. Ég held að ég sé að verða algjör femínisti því að þeir sem sýna af sér mestan ruddaskap eru þeir sem eru mest á móti femínistum og gjaldfella þannig eigin málflutning. Mér finnst merkilegt hvers vegna svona margir eru svona harðir á móti femínisma. Það hefur margsinnis verið bent á að jafnrétti er allra hagur. Það að svo margir strákar fara illa út úr lífinu, standa sig ekki í lífsgæðakapphlaupinu, bendir til þess að of mikið sé lagt á þá. Þegar rætt er um hlutfall karla í fangelsum og slíku þá má að vísu ekki gleyma því að alkóhólismi er algengari meðal karlmanna og því eru afleiðingar hans það einnig. En það má ekki skrifa alla ógæfu karlmanna á alkóhólisma. Karlmennskuímyndin sem byggir á því að skaffa vel með öllu sem því fylgir, hafa hærri laun en konan við hliðina og annað í þeim dúr, verður mörgum manninum ofviða. Ef það þætti sjálfsagt mál að konan hefði sömu laun og maðurinn, væri hann ekki með þessa byrði. Þeir karlmenn sem berjast á móti jafnrétti halda að þeir missi spón úr aski sínum en gera sér ekki grein fyrir öllu því sem þeir fá á móti.
Og svo vil ég taka það fram að mér finnst karlmenn frábærir, konur líka. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta og náum best árangri ef við stöndum saman og tölum saman eins og fullorðið fólk.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:10
Ég verð að bæta aðeins við, ég sé að á meðan ég var að skrifa þetta var einhver að tjá sig um umskurð. Hvernig getur einhver réttlætt umskurð á stúlkubarni? Út í hvað er umræðan þá komin. Hafði einhver hugsað sér að taka upp umskurð, er hann ekki almennt fordæmdur?
Umskurður drengja og stúlkna er tvennt ólíkt. Gyðingadrengir eru umskornir skömmu eftir fæðingu og það felst í því að forhúðin er toguð fram yfir liminn og síðan skorin af. Það grær fljótt og vel. Umskurður stúlkna fer hinsvegar þannig fram að snípurinn er skorinn af ásamt hluta skapabarmanna. Í Eyðimerkurblóminu eftir Waris Dirie segir hún frá því hvernig það tíðkaðist heima hjá henni í Sómalíu þar sem aðgerðin á fimm ára systur hennar var gerð með glerbroti án deyfingar og systirin dó vegna sýkingar. Afleiðingarnar eru þær að konan á alla ævi í erfiðleikum við þvaglát, hvað þá fæðingu. Það er að segja ef hún lifir þetta af, dánartíðnin er há.
Ekki halda því fram að umskurður drengja og stúlkna sé sambærilegur.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:23
Bjarni. Þú ert ekki neinn sérstakur greindarfars-greifi, er það?
Það er stórkostlega fávíst af þér að leggja umskurð drengja að jöfnu við umskurð stúlkna. Vissulega er getur umskurður stúlkna verið mismunandi en aldrei er hægt að bera hann saman við fjarlægingu forhúðar.
Kveðja,
Andri
P.S.
Það hryggir mig hve margir eru reiðubúnir að hnýta í konur sem gefa sig alla í baráttuna fyrir jafnri stöðu kynjanna. Reyndar get ég stundum hlegið stuttlega yfir takmörkunum kynbræðra minna þegar þeir kalla feminista „karlahatara.“ En svo verð ég bara dapur aftur.
Andri (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 00:56
Andri; barátta feminista er mjög einhæf og oft á tíðum bitnar á öðrum konum, sem eru einfaldlega með aðrar skoðanir en þær. Ég nefndi hér áður að nokkrar konur ákváðu t.d. að sniðganga bloggið mitt vegna skoðana minna, einhvers staðar myndi slíkar tilkynningar vera kallaðar einelti og útskúfun(ofbeldi).
Bara þær "árásir" sem ég hef fengið frá feministum duga mér til að vera ekki hlynnt þeirra baráttu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.1.2008 kl. 08:45
Það er kannski beinlínis ekki rétt að bera saman umskurð kvenna og karla vega þess að kynfæri kynjanna eru mismunandi og aðgerðin þarf af leiðandi mismunandi líka. Ástæðan fyrir umskurði karla og kvenna er hins vegar sá sami og afleiðingarnar eru mjög svipaðar.
Mér finnst með ólikindum hvernig nokkrar konur og mögulega einhverjir karlar sem hafa kommentað hér að ofan, hreinlega úthúða "Bjarna" fyrir að bera þetta að saman því vissulega hefur hann meira til síns máls en "hneyksluðu" konurnar sem hafa greinilega enga hugmynd um hvað umskurður drengja er.
Því miður er þetta útbreidd fáfræði, enda hefur umskurður drengja á engan hátt fengið sömu umfjöllun og umskurður stúlkubarna. Það er samt þannig að með því að fjarlægja forhúð minnkar tilfinninganæmi tippinu verulega. Óumskornir menn hafa fjórfalt meiri tilfinnigu í tippinu en þeir sem eru umskornir. Það tifinninganæmi sem eyðileggst við umskurð drengja er það sama og tilfinniganæmið í öllum tíu figrunum (samkv. British Journal of Urology International 2007). Mundi einhver ykkar hneyksluðu kvenna vilja láta eyðileggja kynfæri sona ykkar á þann hátt?
Það er útbreiddur misskilningur að umskurður sé heppilegur til að hefta útbreiðslu HIV og það er útskýrt á vefsíðu lækna gegn umskurði, fyrir utan hvað misþyrming á kynfærum karla er óetísk aðgerð, rétt eins og misþyrming á kynfærum kvenna.
Auðvitað geta langflestir umskornir karlar iðkað kynlíf og eignast börn, rétt eins og langflestar umskornar konur. Hins vegar er búið að skera burtu tilfinninganæmustu svæðin í kynfærunum í báðum tilfellum og þar af leiðandi minnka ánægjuna við kynlíf. Þetta hefur, eins og svo margt annað slæmt, verið gert í nafni trúar og siða.
það er gjörsamlega óásættanlegt að kynfærum smábarna skuli misþyrmt, hvort sem um er að ræða stúlkubörn eða sveinbörn. Það er líka gjörsamlega óásættanlegt að fólk skuli tjá sig svona eins og nokkrir hafa gert hér að ofan, af algjörri vanþekkingu um umskurð drengja. Í raun kemst "Bjarni" næst sannleikanum en fær bágt fyrir.
Víðir Ragnarsson, 9.1.2008 kl. 10:00
Það tifinninganæmi sem eyðileggst við umskurð drengja er það sama og tilfinniganæmið í öllum tíu figrunum (samkv. British Journal of Urology International 2007). Mundi einhver ykkar hneyksluðu kvenna vilja láta eyðileggja kynfæri sona ykkar á þann hátt?
Er nokkuð viss um að öll tilfinninganæmni kvenna deyr við umskurð, sérstaklega ef það er skorið á snípin
Hér er texti frá Unifem;
"Umskurður er yfirleitt framkvæmdur á
ungum stúlkubörnum, allt frá 7 daga gömlum til
14 ára. Tilgangurinn er að bæla niður náttúrulega
kynhvöt þeirra, koma í veg fyrir lauslæti og tryggja
meydóm fyrir hjónaband. Meira en sex þúsund
stúlkur víðs vegar um heim þurfa að gangast
undir þessa aðgerð á degi hverjum."
og meira;
"Auk þess sem líkamlegir fylgikvillar
umskurðar fylgja stúlkunum ævilangt er einnig um töluvert
sálrænt áfall að ræða. Konur sem hafa erið umskornar í barnæsku hafa þurft að takast á við síðbúnar afleiðingar eins og sálrænt
áfall (post-traumatic stress), króníska geðvefræna
(psychosomatic) kvilla og lítið sjálfstraust."
Þetta svar kemur upp ef þú spyrð um umskurð á vísindavefnum og finnst mér það segja allt sem þarf að segja;
"Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus."
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.1.2008 kl. 10:18
Víðir. Eins og með svo margt annað í þessari umræðu þá er eins og ''þið'' haldið að ''við'' séum að mæla því bót á einhvern hátt þegar illa er farið með drengi/karlmenn. Ef þetta með umskurðinn hefur komið þannig út hjá mér þá biðst ég afsökunar á því. Auðvitað get ég ekki sagt að ég þekki þessi mál til hlítar, en það sem ég hef lesið um að þá er misþyrmingin á kynfærum kvenna töluvert meiri en á kynfærum karla, við umskurð. Svo hefur það áhrif að sjálfsögðu að sums staðar á vesturlöndum er það ''normið'' fyrir karlmenn að vera umskornir og slíkt er framkvæmt á löglegan og umfram allt öruggan hátt. Í mörgum tilfellum orsakar umskurður á stúlkum ígerð, sýkingu og dauða. Dæmi eru um að kynfæri þeirra séu saumuð saman að hluta.
Ég held að það sé engin spurning að ekki sé hægt með góðu móti að bera saman þessa tvo hluti. Nema auðvitað að slíkar aðgerðir á fólk að fá að ákveða sjálft. Og það gera auðvitað ekki börn. Mín skoðun er sú að umskurður ætti að vera bannaður með öllu, hvort sem um drengi eða stúlkur er að ræða.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.1.2008 kl. 10:20
Ástæðan fyrir umskurði karla og kvenna er hins vegar sá sami og afleiðingarnar eru mjög svipaðar.
Það eru að sjálfssögðu alskonar mýtur tengdar umskurði karla, en að halda því fram að umskurður kvenna og umskurður karla hafi svipaðar afleiðingar er fáfræði á háu stigi.
Linda (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 10:49
Nanna Katrín: Varðandi textann frá Unifem, þá má segja að hann sé nokkuð samhljóma því sem þú getur lesið um umskurð drengja. Það er að segja að ástæðurnar og afleiðingarnar eru þær sömu, þ.e. að bæla niður kynhvöt (sem er auðvitað fáviska því heilinn er stærsta kynfærið, ekki það sem er á milli fóta) og afleiðingarnar, skert tilfinnig í kynfærum eru þær sömu. Ég get hins vegar ómögulega lagt mat á hvort skerðir tilfinningar meira, enda er umskurður á stúlkubörnum misjafnlega hrottalegur en yfirleitt er um að ræða brottnám forhúðar hjá körlum. Í báðum tilfellum er um að ræða misþyrmingu á kynfærum barna með óafturkræfum afleiðingum og það er aldrei ásættanlegt.
Sálrænir kvillar fylgja líka umskurði á drengjum, enda er umskurður drengja áfall rétt eins og umskurður skúlkna, um það má m.a. lesa hér.
Jóna: Ég gef hvergi í skyn að það sé nokkurs staðar verið að mæla umskurði drengja bót. Það lyktar hins vegar óneitanlega þannig út þegar einhverjir/einhverjar eru að draga úr alvarleika umskurðar dregja, til dæmis með því að ráðast á "Bjarna" fyrir hans samaburð, sem er alls ekki fráleitur. Það er samt aldrei hægt að bera þetta nákvæmlega saman, eins og ég sagði strax í byrjun.
P.S.Vissulega er umskurður drengja á vesturlöndum framkvæmdur á nokkuð öruggan og hreinlegan hátt en afleiðingarnar eru þær sömu og svo er heimurinn er mun stærri en vesturlönd...
Víðir Ragnarsson, 9.1.2008 kl. 10:54
Linda: Það eru að sjálfssögðu alskonar mýtur tengdar umskurði karla, en að halda því fram að umskurður kvenna og umskurður karla hafi svipaðar afleiðingar er fáfræði á háu stigi.
Fræddu okkur Linda.
Víðir Ragnarsson, 9.1.2008 kl. 10:56
Ekki tala um allan heiminn... það er bara bannað. ómálefnalegt, þar sem við erum land sem var fyrst til að hafa kvennforseta td. "púki þekkir ekki orðið"
Þessi rök eru bara eins og við myndum byrja,
Karlar vinna fleiri vinnustundir en konur.
Karlar vinna erfiðari og hættulegri vinnu.
Karlar eru nærri allir þeir sem deyja í stríðum, löggæslu og brunavörnum.
Miklu fleiri karlar eru sviptir börnum sínum við skilnað.
Karlar eru í minnihluta í Háskóla Ísland.
Þetta er bara kjánalegt og barnalegt. Það er ekkert hægt að jafna allt svona voða mikið, kannski vill fólk það ekkert. Helmingur og helmingur í stjórnir og nefndir er ekki samgjarnt ef það eru fleiri kallar en konur í stéttinni, td. eru allir þessir stjórnarmenn með viðskiptafræðimenntun eða svipað og með 30ára reynslu af fyrirtækjastjórnun og yfir 50ára. Það eru ekki til svona konur, en það kemur með tímanum. En konur sækjast síður eftir svo mikilli vinnu og barneignir setja göt í starfsferillinn. Sama gildir ef karlmaður væri hjúkrunarfræðingur, hann ætti ekkert að vera sjálfkjörinn í stjórn hjúkrunarfélagsins td. þetta er bara kjánalegt allt saman. Við vorum einmitt að ná því að sá hæfasti væri ráðinn í starfið en þá fer svona vitleysa í gang. Hver vill vinna af því hann er að öðru kyni? Veit að konur vilja þetta ekki, miðað við reynslu mína á bekkjarsystrum.
En það þarf að berjast fyrir jafnrétti, jafnt orlof við barneignir og jafna skiptingu barna við skilnað. Þetta ætti að jafna launin líka, því ef einn hópur hefur meiri réttindi þá fær hann lægri laun. Persónuafslátt fyrir börn og ókeypis barnapössun ættu að vera vera mál fyrir femínista, sem ættu að gerast jafnaðarmenn "milli kynja" og passa sig á að ganga ekki of langt.
Flott grein annars tók báðar hliðar. En ekki rugla í því sem gerist í útlöndum, kemur okkur ekkert við.
Johnny Bravo, 9.1.2008 kl. 11:20
Ég gleymdi góðu málum fyrir jafnréttissinna "femínista", rannsóknir og refsingar við nauðgunum á að vera hálft á við morð og gera eitthvað rótækt í heimilisofbeldi.
Johnny Bravo, 9.1.2008 kl. 11:22
Ég þoli ekki Johnny Bravo á Cartoon en þú ert ágætur sýnist mér
Jóna Á. Gísladóttir, 9.1.2008 kl. 11:40
Ísleifur Egill Hjaltason,
Ég vissi alveg að það er ekki í kóraninum en þetta er fyrir því beintengt við mennguna sem tengist islam.
Alexander Kristófer Gústafsson, 9.1.2008 kl. 12:11
Verð að segja að ef við miðum okkur bara út frá hvernig kynin hafa það á íslandi, þá sýnist mér konur almennt spjara sig betur.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.1.2008 kl. 12:22
Langaði í kjölfarið á þessum löngu umræðum sem hafa skapast hér að benda á þessa frábæru konu hérna
http://www.ted.com/talks/view/id/204
látið ekki segja ykkur að orðið feministi sé á einhvern hátt neikvætt.
það er margt sem getur skemmt fyrir góðum hugmyndafræðum ef við leyfum því að gera það... en við þurfum feminíska orku til að breyta heiminum til hins betra... við þurfum að hafa bæði kynin með svipuð völd í heiminum svo eitthvað gerist.
ég nenni ekki í sandkassakast um hvort karlmenn hafi það stundum skítt líka, það er alveg rétt og það er á ýmsu að taka í þessum heimi ... en ekki vera svona hissa á því að feminísk barátta snúist m.a. um að konur komist til aukinna valda í bæði fyrirtækjum og stjórnum sveitarfélaga, landa og heimsins. með því getum við öll, bæði kynin, átt von á að einhverjar breytingar verði í heiminum.
Andrea J. Ólafsdóttir, 9.1.2008 kl. 13:44
Ég get ekki stillt mig um að koma með innlegg Jóna.
Ég hef verið talsmaður þess að það sé mér að kenna ef ég fæ ekki jafnhá laun fyrir sömu vinnu og karl. Þegar ég hætti eftir tæp 10 ár í vinnu hjá Dressmann. Þar sem ég hafði starfað sem verslunarstjóri/landsstjóri í tæp 10 ár skipti ég algjörlega um skoðun.
Samningurinn minn rann út 31/12 2006 allt árið 2007 gerði ég, fjármálastjórinn og endurskoðandinn athugasemdir við þetta. Ég vildi líka fá hærri laun. Þetta áhugaleysi var ásamt því að ég kláraði masters gráðu til þess að ég ákvað að segja upp í Júlí.
Til að gera langa sögu stutta var karlmaður ráðinn í starfið sem ég var í hann er með minni reynslu og minni menntun en fékk 90þús. kr. hærri grunnlaun á mánuði. Þ.e að starfið varð meira virði daginn eftir að ég hætti.
Ég sendi að sjálfsögðu erindi til starfsmannastjórans í höfuðstöðvunum og svarið sem ég fékk var óborganlegt;
"Þú getur ekki ályktað sem svo að þú eigir að fá leiðréttingu launa þó að sá sem tekur við starfinu þínu nái betri samning"
Hann fékk nota bene nákvæmlega sömu laun og voru ekki til umræðu fyrir mig nokkrum mánuðum fyrr.
Ég hafði aldrei trúað þessu fyrr en ég fékk að reyna þetta á eigin skinni.
takk fyrir pistilinn Jóna:-)
mums (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 16:49
Ok, við karlmennirnir erum ekki að benda á að við höfum það líka skítt. Feminískt sjónarhorn horfir á vandmálin út frá konunni, eins og miskipting auðs. Það finnst körlum óásættanlegt. Mér finnst það óásættanlegt. Þetta lýsir ákveðinni kvennapólitík en ekki jafnréttishugsun.
Femínistar hafa bent á mikið óréttlæti í heiminum og margir barist fyrir því. En málið er að þetta óréttlæti er allt séð út frá augum konunnar og í femenísku sjónarljósi, eins og þetta með miskiptingu auðs og það að umskera börn.
Þegar þú bendir á eitthvað óréttlæti sem dynur á báðum kynjunum en talar samt bara um annað kynið þá fær maður á tilfinninguna að það sé bara annað kynið sem skipti máli. Svona eins og er gert í upptalninguni hérna að ofan. Þetta eru allt vandamál sem snerta bæði kynin en samt eru þau sett upp þannig að það séu bara konur sem finnna fyrir þessu óréttlæti. Það kalla ég femínskt sjónarhorn á hlutina en ekki jafnréttisjónarhorn. Það vantar karllægt sjónarhorn á hlutina sem femínsitar eru að benda á svo það sé hægt að ná fram jafnréttti. Annars verður bara staða konunnar bætt en karlar sitja eftir. En það hefur verið að gerast undanfarna áratugi og bendi ég á skólakerfið máli mínu til stuðnings. Ótrúleg lika þessi vörn sem harðir femínstar fara í þegar karlar reyna að benda þeim á þessa hluti.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 16:55
Áróra, langlíklegasta skýringin á því að þú fékst ekki hærri laun er að þú hefur ekki staðið þig betur. Menntun og reynsla skiptir ekki alltaf máli, stundum þarf maður bara að vera skemmtilegur. Að ætla fá sitt fram með hörku virkar oft öfugt á atvinnurekendur. Það þýðir ekkert að standa upp og öskra, heldur þarf maður/kona að toga í rétta strengi, helst án þess að aðrir taki eftir.
Mín reynsla af vinnumarkaðnum er sú að konur eiga það til að standa upp og öskra, setja fótinn í gólfið. Þegar þú hefðir átt að láta atvinnurekandan þinn pæla í því hverstu ómissanleg þú ert.
Atvinnurekandanum þínum hefur fundist þú vera missanleg þar sem hann vildi greinlega frekar að þú hættir en að hækka launin þín. Starfsmenn sem standa sig í stykkinu missa ekki vinuna við að byðja um hærri laun, það eru bara starfsmenn sem standa sig ekki sem fá að hætta. Þetta á jafn um konur og karla og þekki nokkur dæmi eins og þú varst að lýsa nema þar fékk konan vinnuna og hærri launin. Þetta virkar nefninlega í báðar áttir
Þetta er farið að minna mig á BNA og svertingana. Þótt löggan kæmi að svertingja ræna búð í BNA þá sögðu þeir(svertingjarnir) að löggan hefði handtekið hann bara af því að hann væri svartur. Í dag fær kona ekki launahækkun bara af því að hún er kona.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:28
Ótrúlegt en satt, að ekkert af þessum atriðum sem þú taldir upp hafa neitt með jafnrétti að gera. Þú ert að rugla saman hugtökunum 'jafnrétti', sem þýðir jú 'jafn réttur' og hugtakið 'jöfn-staða' sem þýðir að 'staðan sé jöfn'.
Dæmi: Kosningaréttur, bæði kynin hafa rétt til að kjósa. Ef hinsvegar annað kynið kýs mun minna en hitt, þá er hægt að tala um að það ríki ekki 'jöfn staða'.
Svona til að fara í gegnum þetta með jafnréttisgleraugunum þá..
...að konur vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en eiga aðeins 1% eigna í heiminum og fá aðeins 10% af heimstekjum í sinn hlut?
hefur ekkert með jafnrétti að gera, í þeim löndum sem réttur til eigna og launa er jafn. Þú ert hér að tala um jafnstöðu. Vissulega hafa konur ekki jafnan rétt í sumum svokölluðum þriðja-heims ríkjum.
...að um 2 milljónir stúlkna eru umskornar á hverju ári?
Strákar eru líka umskornir. Svo eru það í flestum tilfellum konur sem framkvæma umskurðinn (amk. þar sem ég hef séð úr umfjöllun af afríku samfélögum).
...að konur og börn eru um 80% flóttamanna heims?
Aftur, ekkert með jafnrétti að gera. Það hafa allir jafnan rétt á því að vera, eða vera ekki flóttamenn. Ég gæti kanski spurt á móti: Hvort er betra, að flýja eða lenda í stríði ? Eru það ekki karlarnir sem eru neyddir til að taka þátt í stríði, meðan konurnar sleppa ?
...að konur framleiða og selja 3/5 hluta af fæðu í heiminum?
frábært framtak! En hvað hefur það með jafnrétti að gera ? Stendur einhverstaðar í lögum að konur eigi að vinna við matvælaframleiðsl fremur en karlar ?
...að þriðja hver kona í heiminum verður á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundins ofbeldis?
Hefur ekkert með jafnrétti að gera. Allir hafa sama rétt á að verða ekki fyrir ofbeldi. Ég gæti spurt á móti: Meirihluti þeirra sem fremja sjálfsvíg eru karla, eigum við að jafna það hlutfall líka ? Nei, það er bara geðveiki að hugsa svona!
...að konur eru aðeins 17% þingmanna í heiminum?
Hefur ekkert með jafnrétti að gera í flestum löndum, þarsem það hafa allir sama rétt til að bjóða sig fram til þingmennsku.
...að fjölgun kvenna á þjóðþingum heims er um 0,5% á ári? Það þýðir að jafnrétti kynjanna á þjóðþingum verður náð árið 2068!
Hefur ekkert með jafnrétti að gera.. sjá fyrra svar.
...að konur eru aðeins 9% allra borgar- og bæjarstjóra í heiminum og þær eru 21% bæjar- eða borgarfulltrúa heimsins?
Sjá fyrra svar.
...að 1,2 milljarður manna um heim allan lifir á einum Bandaríkjadollara eða minna á dag? Af þeim eru 70% konur
Allir hafa sama rétt á því að lifa við allsnægtir. Þó svo að ekki séu allir jafnir, hefur það ekkert með jafnrétti að gera. Að allir séu jafnir, er jöfn-staða. T.d. ef að bæði liðin í fótboltaleik skora jafn mörg mörk.
...að í öllum löndum heims þéna karlar að meðaltali meira en konur?
sjá fyrra svar.
...að á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum dragi jafnmargar konur til dauða og krabbamein?
Allir hafa sama rétt á að lifa samkvæmt lögum. Að einn hópur lifir síður en annar af einhverjum ástæðum hefur ekkert með jafnrétti að gera, því rétturinn er jafn.
...að á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum sé algengari ástæða heilsubrests kvenna en umferðaslys og malaría til samans?
sjá fyrra svar.
...að sumir sérfræðingar áætla að milli 50-100 milljónir stúlkubarna ættu að vera á lífi en var eytt á fósturstigi vegna þess að þau voru stúlkur?
Með fósturskimun er skipulega lagst gegn því að 'óæskileg börn´komi í heiminn, s.s. börn sem talið er líklegt að eigi eftir að búa við fötlun einhverskonar. Þetta er afar ósanngjarnt og óhugnaleg staðreynd. En aftur, þá hafa eru öll börn jöfn fyrir rétti. Þó svo að þeim sé mörgum gróflega mismunað.
...að árið 2000 dóu fimm konur á Indlandi dag hvern vegna ''slysabruna'' í eldhúsi sem eiginmenn eða tengdaforeldrar ollu?
sjá fyrra svar
Að lokum: feminismi er sérplægni! Bara orðið sjálft felur í sér mismunun. Feministar vilja láta unga menn gjalda fyrir syndir feðra sinna, með því að setja ósanngjörn lög sem eiga að 'jafna stöðu kynjanna'.
Hefur ekkert með jafnrétti að gera!
Viðar Freyr Guðmundsson, 9.1.2008 kl. 18:04
Afsakið, ég rakst á þetta hjá þér Jóna ,, Er þetta rétt? að strákar komi út úr grunnskólunum með betri sjálfsmynd en stelpur? ég hélt það væri öfugt."
Ég er sjálf í grunnskóla, og já, það er svosem meira en rétt að mínu mati allavega, strákar eru yfirleitt mikið sterkari inni í sér heldur en stelpur. Við þurfum að taka við ýmsum gagnrýnum frá vinum, fólki út í bæ og sumar fjölskyldu sinni! Á þessum aldri er hrikalegt að vera stelpa!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.1.2008 kl. 19:03
Víðir: Linda: Það eru að sjálfssögðu alskonar mýtur tengdar umskurði karla, en að halda því fram að umskurður kvenna og umskurður karla hafi svipaðar afleiðingar er fáfræði á háu stigi.
Fræddu okkur Linda.
Alveg sjálfssagt. En þar sem ég nenni ekki að skrifa þetta allt, þá bendi ég á eftirfarandi linka:
http://en.wikipedia.org/wiki/Circumcision
http://en.wikipedia.org/wiki/Female_genital_cutting
Um mýtur varðandi umskurð karla: http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=5280
Bjöggi: Feminískt sjónarhorn horfir á vandmálin út frá konunni, eins og miskipting auðs. Það finnst körlum óásættanlegt. Mér finnst það óásættanlegt. Þetta lýsir ákveðinni kvennapólitík en ekki jafnréttishugsun.
Það er vegna þess að staðlaðar hugmyndir um vandamálin sem þú lýsir eru séðar frá sjónarhorni feðraveldisins. Það finnst konum óásættanlegt, ergo feminism.
Linda (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:03
Ég vildi líka bæta við varðandi þetta orð: Umskurð.
Það er ekki hægt að lýsa þeirri aðgerð sem gerð er á konum sem umskurð. Þess vegna er orðið "mutilation" notað. Það er ekki verið að umskera, heldur afskera. Þannig verður þessi misskilningur til.
Ég vil líka taka fram að ég hef verið viðstödd umskurði á dreng og mér fannst það ógeðslegt og ég er ekki að gera lítið úr þeim sársauka. EN það er ekki hægt að líkja þessu tvennu saman.
Góðar stundir.
Linda (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:06
Já Júlíus, ég er viss um það að þér þykja spurningarnar hans Víðis geggjaðar og flottar. En, ég er líka nokkuð viss um að ef ég kæmi með prófessor úr Harvard til að útskýra þetta að þá væri sá einstaklingur ekki heldur nógu áreiðanlegur miðill. Ef þú nennir að leita sjálfur þá finnur þú þessar upplýsingar, mér fannst þetta fljótlegast, en það er nú svo að fólk finnur það sem það leitar að, og þú er auðsjáanlega ekki að leita að þessum upplýsingum, heldur þeim sem að réttlæta sjónarhorn þitt.
Linda (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:27
Linda þér finnst þá mikilvægara að bæta stöðu kvenna í hærri stéttum samfélagsins en ekki að jafna stöðu fólks út um allan heim. Þér finnst mikilvægara að landeigendurnir í Braselíu verði 100 þús í stað 50 þús og helmingurinn af þeim verði konur frekar en að landinu verði skipt á milli fólksins í landinu. Ef að það er að horfa út á hlutina frá feðraveldinu þá finnst mér það sjónarhorn réttara.
Semsagt þessi 90% af heiminum sem eiga eitt prósent eignum heimsins, helmingurinn af þessum 90% eru karlmenn, finnst þér rétt að horfa á þetta vandmál aðeins sem óréttlæti gagnvart konum. Finnst þér ekki að við ættum að einbeita okkur að því að bæta hag alls þessa fólks, ekki aðeins kvenna ?
Vandmál sem herja jafn illa á kynjunum eins og miskipting auðs á ekki aðeins að horfa á út frá femisískum sjónarhornum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:31
Bjöggi: Finnst þér ekki að við ættum að einbeita okkur að því að bæta hag alls þessa fólks, ekki aðeins kvenna ?
Jú, endilega. Það eru hópar sem að berjast fyrir rétti afríku-ameríkana, latinó, gæludýra, barna, heimilislausra og þannig gæti ég talið endalaust. Bara vegna þess að ég er feminísti þá er ég ekki takmörkuð við að vilja bara jafnrétti fyrir konur. En hér erum við að ræða um réttindi kvenna, sem að eru ekki jafnar körlum. Til þess varð feminísmi til (annars ættirðu að lesa um women´s sufferage, og þar kemur í ljós að þær börðust fyrir "undirhópum" eins og svörtum, líka).
Linda (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:49
Bjöggi. Nú tókst þér að ganga fram af mér. Hvernig getur þú setið (eða staðið) þar sem þú ert að tala við bláókunnuga manneskju á netinu (Áróru) og haldið fram einhverju bulli um hana sem starfskraft? Mér finnst þú ósvífinn og dónalegur.
Svo skil ég ekkert allt þetta tal um hvað karlmenn hafa það skítt. Þið hafið það örugglega andskoti skítt en í guðanna bænum heyið ykkar eigin orrustur. Ef ykkur finnst á ykkur halla stofnið þá ykkar eigin samtök og félög.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.1.2008 kl. 19:54
Ekkert mál Júlíus Það kemur bara smá pirringur í mann þegar maður er beðinn um upplýsingar og maður gefur þær á einfaldasta hátt (ég hef ekki endalausan tíma í þetta "mental masturbation" ) og maður getur, og einhver gerir lítið úr upplýsingunum með því að segja að miðillinn sé ekki áreiðanlegur. Upplýsingarnar eru allsstaðar, fólk þarf bara að leita að þeim. Það er tildæmis hægt að kíkja á rannsóknir hjá WHO. Það er hægt að segja það um flest alla miðla að þeir séu óáreiðanlegir og gerir í rauninni ekkert annað en að dreifa athygli fólks, frekar en að halda því við efnið.
En tilhamingju með að vera staðfastur á skoðunum þínum. Ég er það líka, þangað til ég læri eitthvað nýtt.
Og nú þarf ég að sinna karlinum mínum Overandout.
Linda (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:56
Vá, þvílík umræða!
Æ, Júlíus, mér fannst þú alveg missa það með þessu:
"Þú gleymir því að þó karlar séu margir í stjórn þá er yfirleitt góð kona á bakvið þá sem hjálpar þeim við eitt og annað án þess að konur og menn viti af"
(Það kom ekki alveg nógu skýrt fram hjá þér að þetta væri kaldhæðni. Sem það var? Er það ekki?)
Guðrún Jónsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:27
Linda: En hér erum við að ræða um réttindi kvenna, sem að eru ekki jafnar körlum.
Ok, semsagt ef karlar hafa það jafn skítt og konur þá er jafnrétti kynjana náð og getum við þá farið að einbeita okkur að öðrum hlutum. Misskipting auðs bitnar ekki verr á konum en körlum yfir heildina. Get ekki séð að það skipti máli að meðallaun karla eru nokkrum sentum hærri en meðallaun kvenna í þróunarlöndunum. Það að berjast fyrir réttindum annars en ekki hins þegar kemur að sama vandmáli skapar óþarfa spennu milli hópanna. Það er t.d. búið að tegja og toga tölurnar hérna að ofan þannig að þær láta ástandið líta verr út en það í raun er, það er gagnvart konum. Horfum á staðreyndina 3/5 matvæla eru framleidd og seld of konum. Semsagt 60%, mér finnst það ekki vera það slæmt hlutfall og bara eðlilegt þar sem það er erfitt að fá fullkomlega jöfn kynjahlutföll í allar starfsgreinar. Meira að segja er 60-40% ásættanlegt meðal margra feminista sem ég hef talað við.
Jóna ég hélt engu fram. Taldi þetta vera langlíklegustu skýringuna þar sem atvinnurekendur leitast við að halda í hæft fólk, konur og karla. Sé oft þegar fólk hættir þegar það er ekki að fá launahækkanir sem því finnst það fá skilið. Í nær öllum tilvikum þá var viðkomandi ekki að standa sig nógu vel til að það væri hægt að réttlæta launahækkun. En það þýðir ekki að það gætu verið aðrar skýringar, ólíklegt samt að ástæðan sé að hún sé kona.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:37
Júlíus: þú ert nú hálf hlægileg greyið mitt
Þessi var góður! Ég er alveg pottþétt ekkert grey. Hefurðu ekkert meira að segja og þessvegna er ég orðin, að þú heldur, "ein þeirra femínista sem villt ekki jafnræði. Þú villt miklu meira en það og þú villt að konur fái völdin." Þetta er nú bara ræfilsleg tilraun til að gera lítið úr manni. Segir meira um þig en mig.
Nú á fólk að lesa women´s sufferage og það er ekki eitthvað sem er þá ekki til að réttlæta þitt sjónarhorn
Women´s suffrage er ekki sjónarhorn, heldur hluti af sögunni. EF þú læsir aðra hluti en þá sem að styðja sjónarhorn þitt, þá vissir þú það. Ég hef lesið söguna, skrifaða af mönnum fyrir menn. En ég las líka um women´s suffrage. Bara viðbót. En þar sem þú hefur tekið það skýrt fram að sért ekki opin fyrir því að læra nýja hluti, þá er ég ekki að eyða meiri tíma í þetta.
Bjöggi: Ok, semsagt ef karlar hafa það jafn skítt og konur þá er jafnrétti kynjana náð og getum við þá farið að einbeita okkur að öðrum hlutum. Misskipting auðs bitnar ekki verr á konum en körlum yfir heildina.
Wow, ekkert smá stökk í rökhugsun hjá þér: Það eru önnur vandamál í heiminum ergo jafnrétti kynjana er náð? Neiii, við eigum langt í land með það. Þetta er bara svona bónus problem.
Linda (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:01
Júlíus.
Þetta seinna hjá þér (mikilvægi þess að fólk eigi góðan maka - ef það á annað borð á maka) get ég alveg tekið undir. Ekki allir sem eru svo heppnir og sumum hentar ekki einu sinni að vera í sambandi, myndu samt sem áður alveg geta talist vera góðir stjórnendur eða leiðtogar.
Ég get hins vegar ekki tekið undir að það sé ásættanlegt, hvað þá eftirsóknarvert að fólk þurfi að fela hæfileika sína og færni á bak við aðrar manneskjur, sérstaklega vegna þess að það er af "röngu" kynferði. Minnir á skáldkonur fyrri alda sem neyddust til að skrifa undir karlmanns dulnefni.
Og enginn á að þurfa að vera á "bak við" maka sinn. Hjón og sambýlisfólk á að standa jafnhliða og þroska hæfileika sína til jafns út á við.
Guðrún Jónsdóttir, 9.1.2008 kl. 21:04
Takk fyrir ábendinguna Bjöggi en þá hljóta þeir hjá Dressmann að vera skyggnir því þeir gátu ákveðið að einhver stæði sig betur í starfinu áður en hann tók við því..
Til gamans má geta að ég hætti hjá Dressmann um áramótin 1998-1999 og 2001 báðu þeir mig að koma aftur. Sjálfsagt eins og þú segir Bjöggi vegna þess að ég hafði sýnt það og sannað að ég væri ekki hæf í starfið(!)
En það fyndna er að þú hittir alveg naglann á höfuðið það er einmitt þessi skilaboð sem maður fær að maður hljóti að hafa staðið sig ömurlega fyrst hægt er að hækka launin daginn sem maður hættir!
Sætt af þér Jóna að verja mig:-) en satt best að segja eru skilaboðin sem Dressmann sendi mér í sama tón og frá Bjögga.
mums (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:54
Guðrún! Ég er alltaf að reyna að vera kurteys og meira segja fyndinn um leið og ég segi damerne först og svo kemur þú bara og segir að ég eigi bara ekkert að vera að þvælast á bak við hana.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.1.2008 kl. 21:57
Víst þú varst ráðin aftur hjóta þeir hjá Dressmann að hafa viðurkennt að þetta óréttlæti í þinn garð var bara vegna þess að þú ert kona ?
Ég tel samt líklegustu skýringuna að þú varst ráðin aftur vera þá miklu breytingu sem varð á atvinnumarkaðnum á þessum árum, breyting sem er enn í gangi. Eftirspurn eftir menntuðu fólki jókst mikið á þessum árum og hefur verið meiri en framboðið. Ætli kallinn sem var ráðin í staðinn fyrir þig hafi ekki fengið betri vinnu og hærri laun, laun sem Dressmann var ekki tilbúin að borga honum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:40
Komment númer 180! Vá, það er aldeilis hitinn í fólki. Tek undir með Jónu; ef karlmenn hafa það svona skítt, af hverju stofna þeir þá ekki sín eigin samtök og taka slaginn?
Það er sama hvort rætt er um femínisma eða trúmál, þessi 'trúlausa og jafnréttissinnaða þjóð' hefur bullandi skoðanir.
Mér finnst fólk vera í skotgrafahernaði hér. Ég held að þegar málin eru skoðuð af skynsemi séum við öll sammála um að eitthvað þarf að gera. Í þjóðfélaginu eru sterkar hefðir sem þarf að vinna gegn. Við þekkjum flest svona dressmann-dæmi eins og hjá Áróru en hvað gerum við? Við tökum því þegjandi og hljóðalaust af því að þetta sé bara svona og ekkert hægt að gera. Alveg eins og við látum verðhækkanir ganga yfir okkur þegjandi og hljóðalaust, við erum jafn léleg í að verja réttindi okkar á hvaða sviði sem er. Varðandi bága stöðu forsjárlausra feðra þá er hún stóralvarlegt mál sem verður að breyta, börn eiga jafnan rétt til beggja foreldra sinna en eru of oft svipt umgengni við feður sína vegna þess að hefðin segir að mæður séu betri uppalendur. En hvað gerum við? Veltum okkur endalaust upp úr hlutum eins og umskurði barna sem tíðkast ekki í okkar þjóðfélagi, það eru aðrir hlutir sem standa okkur nær.
Það er hefð fyrir því í mörgum Afríkuríkjum að stúlkur séu umskornar, sé það látið ógert eiga þær á hættu að giftast ekki og gætu lent út á guð og gaddinn þegar ættbálkurinn afneitar þeim. Þær konur sem framkvæma þetta hafa sjálfar verið umskornar sem börn og vita um hryllinginn en gera þetta samt. Af því að hefðin er svo sterk. Sama hugsun var á bakvið fótareyringu kínverskra stúlkna sem gerði að verkum að fóturinn aflagaðist og þær gátu tæplega gengið og höfðu ævilangar kvalir af. Óreyrðir fætur voru merki um lágstétt og stúlka gat stefnt framtíð sinni í voða ef fætur hennar voru ekki reyrðir, þá átti hún á hættu að giftast ekki. Semsagt, í báðum þessum þjóðfélögum hefur hefðin krafist þess að konur væru beittar þessu ofbeldi, annars eiga þær á hættu að glata þjóðfélagsstöðu sinni og giftast ekki. Fótareyringum var reyndar hætt í Kína eftir að kommúnistar náðu völdum en umskurður stúlkna er enn stundaður í Afríku.
Bara til að eiga kost á því að giftast, hugsið ykkur það! Í sumum þjóðfélögum eiga konur enga framtíðarmöguleika ef þær giftast ekki og verða því að fylgja hefðinni til að verða ekki útskúfað. Svona er þetta sem betur fer ekki á Íslandi. Áður fyrr var gifting eini möguleiki kvenna til að verða sjálfstæðar, annars bauðst ekkert nema vinnumennskan, alveg eins og í Afríku, en nútímavæðing þjóðfélagsins hefur gefið okkur fleiri tækifæri. Við konur erum betur menntaðar í dag og vinnum fjölbreyttari störf en það hefur ekki gefið okkur jafnrétti því að það þykir sjálfsagt að við höfum lægri laun, hefðbundin kvennastörf eru afar illa launuð vegna þess að það er hefð fyrir því, öldum saman unnu konur þessi störf ókeypis.
Höfum við ekki nóg af verkefnum? Hvernig væri nú að standa saman og leysa málin af skynsemi. Þjóðfélagið okkar er fullt af hefðum sem þarf að brjóta niður til að eitthvað breytist og bæði kynin þurfa að gefa ýmislegt eftir.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.1.2008 kl. 01:28
Högni, það er í góðu lagi að vera rómantískur og húmorískur. Ég er viss um að þín kona er alltaf við hliðina á þér þó auðvitað megið þið stundum æða svolítið fram úr hvoru öðru
Bjöggi, ertu ekki að gefa þér um of eitthvað sem þú veist ekki um? Finnst þér í alvöru ekki líklegra að hún viti meira um málið og hafi á því líklegri skýringar en þú?
Nema þú sért starfsmannstjóri Dressmann?
Og bara ein ofurlítil ábending, bara af því að þessi málvilla fer svo herfilega í taugarnar á mér að ég get ekki þagað yfir henni; maður segir ekki víst að, heldur fyrst að.
Guðrún Jónsdóttir, 10.1.2008 kl. 09:18
Það er sorglegt að sjá skrifin frá "Lindu" hér að ofan og reyndar fleirum sem hafa verið að draga úr alvarleika umskurðar sveinbarna. Það er líka greinilegt að jafnrétti er sums staðar langt í frá náð og það kemur best fram í því að þessi skrif varðandi umskurð drengja er á svipuðu róli og umræðan var um stúlkur og umskurð fyrir 30 árum.
Ýmis mannréttindasamtök, sem og hagsmunasamtök heilbrigðisstarfsfólk um allan heim, hefur í mörg ár barist gegn fáfræðinni sem m.a. skín í gegn hjá Lindu. Öll þessara samtaka leggja umskurð drengja og stúlkna að jöfnu, enda er í báðum tilfellum verið að misþyrma kynfærum smábarna með óafturkræfum afleiðingum. Um síðustu aldamót gaf meðal annars hin sænska RFSU (Upplýsingamiðstöð kynferðismála) sem er mjög virt stofnun á sínu sviði, afdráttarlausa yfirlýsingu í kjölfar umræðunnar um umskurð drengja, þar sem sama hugtak er notað um umskurð drengja og stúlkna, eða misþyrming á kynfærum. Þar má finna mjög greinagóða staðreyndalýsingu á umskurði og hinum ýmsum ástæðum sem liggja að baki. Það er örugglega betri heimild en vísindavefurinn, kjaftasögur eða wikipedia.
Linda: Þótt þú hafir verið viðstödd umskurð, þá segir það ekki neitt. Á vesturlöndum er þetta kannski snyrtilegri aðgerð framkvæmd á hreinu sjúkrahúsi á meðan jafnvel eru notuð glerbrot í skítugum moldarkofa annars staðar í heiminum. Hins vegar eru afleiðingarnar þær sömu, forhúðin er fjarlægð (mismunandi mikið af henni) og mikilvægir taugaendar í leiðinni. Þetta leiðir til um fjórfalt minni tilfinningar í tippinu auk fleiri vandamála sem ég hef áður linkað á hér að ofan. Finnst þér virkilega eðlilegt að þetta sé gert á ómálga smábörnum sem hafa sjálf ekkert um þetta að segja?
Víðir Ragnarsson, 10.1.2008 kl. 09:39
Ókey, þá er sá misskilningur úr sögunni Guðrún
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.1.2008 kl. 10:20
Strákar! Það er ekki með nokkrum hætti hægt að bera saman umskurð kvenna og karla.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.1.2008 kl. 10:25
Ég er ekkert að gefa mér um of... ekki frekar en þú að halda því fram að ástæðan fyrir því að þú fékkst ekki launahækkunina sé af því að þú ert kona. Eða fékkstu staðfestingu á því frá starfsmannastjóra Dressmann að ástæðan hafi verði sú að þú ert kona ? Ef ekki þá held ég að ágiskanir mínar séu ekkert verri en þínar.
Víst að, heldur fyrst að... Pylsa, pulsa. Víst að er ekki falleg íslenska en ekkert sem bannar manni að segja þetta svona. Ég myndi kannski ekki skrifa það í MS ritgerðina mína, en í kommenti á bloggi þykir þetta ekki vera alvarlegur glæpur. Svo er víst raunin.
Bjöggi (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:51
Strákar! Það er ekki með nokkrum hætti hægt að bera saman umskurð kvenna og karla.
Högni: Færðu rök fyrir þessu, því þetta stangast á við almenna skynsemi.
Víðir Ragnarsson, 10.1.2008 kl. 11:37
Víðir, segðu mér hvað er sameiginlegt með umskurði kvenna og karla.
Hugmyndafræðin á bak við þessar aðgerðir, þar sem það er gert, er þess eðlis að henni verður ekki hætt nema með hugafarsbreytingu þeirra stjórnvalda sem að þeim standa og til þess að sú hugarfarsbreyting eigi sér stað þarf að ræða þau mál við viðkomandi og hefur ekkert með jafnrétti hér uppá Íslandi að gera heldur alþjóðleg samskipti og það er ekki okkar vesturlanda að neyða þá breytingu uppá þær þjóðir heldur að reyna að nota opinber samskipti ss. sameinuðu þjóðirnar ofl. slíkar stofnanir, ég er sammála því að þeim verður að hætta.
Munurinn á umskurði kvenna og karla er gífurlegur, ég tel að það hafi aldrei einn einast karl dáið vegna umskurðar og eftir umskurð hefur engin lífræðileg breyting átt sér stað hjá karli, vitað er að ungir drengir hér á vesturlöndum hafa átt við andlega örðuleika að stríða ss. eins og að fara í sturtur eftir leikifimi og að fara í sund, en þar sem umskurður er hefð hefur hann eingin áhrif á drengina.
Umræðan hér er á villigötum, enn einu sinni þegar umræða er um femínisma.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.1.2008 kl. 12:11
Á sumum stöðum þar sem umskurður drengja tíðkast þá deyja drengir eða missa typpið. Sú er hættan alstaðar þar sem eru framkvæmdar skurðaðgerðir við slægar aðstæður og hætta á sýkingum er mikil. Málið er bara að umskurður drengja er algengur á vesturlöndum þar sem aðgerðin er framkvæmd við góðar aðstæður og miðast ímynd fólks af umskurði drengja mikið út frá því. Ef að konur væru umskornar við sömu aðstæður og í þeim aðgerðum þar sem snípurinn er ekki fjarlægður þá get ég ekki séð stóran mun á þessum aðgerðum. En þegar snípurinn er fjarlægður(sem er ekki gert í öllum tilvikum) þá er ekki hægt að bera þessa hluti saman, ekki nema að kóngurinn væri skorinn af hjá strákum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:30
Bjöggi takk fyrir að leiða mig í allan sannleikann ég skil ekkert í mér að hafa ekki fattað þetta fyrr!!
heldur þú að þetta eigi bara við í mínu tilfelli eða getur verið að þú sért með lausn á óútskýrðum launamun milli karla og kvenna?
Það eina sem við konur þurfum að gera er að vera bara duglegri!
koma svo, leggið meira á ykkur og þá fáið þið hærri laun:-)
mums (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:50
Högni: Ef við berum saman umskurð stúlkna og drengja kemur eftirfarandi í ljós.
1. Með umskurði er fjarlægður hluti kynfæra, mismunandi mikið af forhúð drengja og mismunandi mikið af börmum stúlkna. Sums staðar er gengið enn lengra í misþyrmingunni á kynfærum stúlkubarna þar sem kynfærin eru fjarlægð af mestu eða öllu leyti.
- Samanburðurinn er því réttur.
2. Ástæðan er í báðum tilfellum túarleg eða á sér djúpar rætur í siðum viðkomandi menningarheims í því skini að minnka ánægju við samfarir.
- Samanburðurinn er því réttur.
3. Afleiðingarnar eru skert tilfinning í kynfærum að meðaltali um fjórfalt minni tilfinning í umskornu tippi en mismunandi í stúlkum eftir umfangi umskurðar.
- Samanburðurinn er því réttur
Svo segir þú að engin líffræðileg breyting eigi sér stað! Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta...
Víðir Ragnarsson, 10.1.2008 kl. 13:00
Víðir: Það er sorglegt að sjá skrifin frá "Lindu" hér að ofan og reyndar fleirum sem hafa verið að draga úr alvarleika umskurðar sveinbarna . . . barist gegn fáfræðinni sem m.a. skín í gegn hjá Lindu
Það er aldeilis upp á þér tippið vinur. Í fyrsta lagi þá er ekkert verið að "draga úr" alvarleika umskurðar sveinbarna, allavega var ég ekkert að því og kæri mig ekkert um að vera ásökuð um það. Eins alvarlegt og það er, þá er slátrun kynfæra kvenbarna alvarLEGRI. Það getur velverið að þú sért ekki sammála en hefur þú séð umskurð kvenna vs drengja? Áður en þú sérð það þá ertu ekki hæfur um að dæma það.
Eina fáfræðin sem að skín í gegn hér er þín, og hrokinn eftir því.
Viðar: Ekkert mál. Það er hiti í öllum hér sýnist mér, og ekki síður mér. Þetta er allt í góðu.
Afhverju lendi ég í trjám?
Linda (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:14
Ef það væri skorið framan af tippinu, kóngurinn skorinn af og tilheyrandi, þá væri hægt að tala um að umskurður drengja væri eitthvað í líkingu við stúlkna. Því að þetta er það sem er gert þegar snípurinn er skorinn af. Geðslegt?
Hvernig ætli sé að stunda kynlíf eftir svona meðferð? Ég hafði ekki hugmynd um að hér á Íslandi væri nokkur maður sem gæti varið þetta framferði. Merkilegt.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.1.2008 kl. 14:24
Linda: Það eru að sjálfssögðu alskonar mýtur tengdar umskurði karla, en að halda því fram að umskurður kvenna og umskurður karla hafi svipaðar afleiðingar er fáfræði á háu stigi.Ég vil líka taka fram að ég hef verið viðstödd umskurði á dreng og mér fannst það ógeðslegt og ég er ekki að gera lítið úr þeim sársauka. EN það er ekki hægt að líkja þessu tvennu saman. Hvað ertu að gera annað þarna en að draga úr alvarleika á umskurði drengja? Vissulega viðurkennirðu að þetta sé ógeðslegt og sársaukafullt fyrir litla drengi en að öðru leyti sé ekki hægt að bera þetta og afleiðingarnar saman. Þú ættir að skoða betur hvað þú ert sjálf þegar búin að skrifa og anda svo í gegnum nefið.Margrét Birna: Það eru nokkrar mismunandi útgáfur til af umskurði. Það er misjafnlega mikið tekið af forhúð drengja og hjá stúlkum er svokallaður umskurður allt frá því að skera í forhúð snípsins, án þess að neitt sé fjarlægt, til þess að bæði snípur og barmar séu fjarlægðir.þetta er eðlilega aldrei 100% samanburðarhæft enda kynfærin ólík og mismunandi mikið tekið. Af sumum stúlkubörnum ekkert, öðrum allt, sumum drengjum lítil forhúð, öðrum mikil eða allt niður að reðurrót, þar sem í raun er búið að flá tippið (skinstripping). En eins og ég útskýri hér rétt ofar í svari til Högna eru ástæður, aðgerð og afleiðingar umskurðar svipaðar á báðum kynjum og því er umskurður stúlkna og drengja samanburðahæfur að langflestu leyti.Það er rangt hjá Lindu hér ofar að það sé einhver misskilningur á milli FGM (Female Genital Mutilation) og umskurðar drengja. Hjá velflestu upplýstu fólki, mannréttindastofnunum (m.a. Amnesty International) og hagsmunaðiljum er nefnilega umskurður drengja settur undir sama hatt og umskurður stúlkubarna og kallaður MGM (Male Genital Mutilation) á ensku, könstympning á sænsku, svo eitthvað sé nefnt, enda að flestu leyti samanburðarhæft.
Víðir Ragnarsson, 10.1.2008 kl. 17:19
Ég held að eins og svo oft gæti hér smávegis misskilnings og menn og konur séu að tala í víxl. Þeir sem hafa haldið því fram að umskurður drengja sé engan veginn sambærilegur við umskurð stúlkna eru væntanlega að tala um "hefðbundinn" umskurð á forhúð drengja, venjulega framkvæmdan á hátæknisjúkrahúsum með deyfingu. Ekki er verið að tala um þennan viðbjóð sem Víðir lýsir og er svo sannarlega svipuð andstyggð og hjá stúlkum, þ.e. þegar húð er flett af lim drengja í heild.
Munurinn á almennri umræðu um umskurð drengja/stúlkna er e.t.v. sá að það eru til tilvik þar sem forhúðaraðgerð / umskurður drengja er læknisfræðilega réttlætanlegt en það eru engin einustu tilvik þar sem slíkar aðgerðir á kynfærum stúlkna teljast réttlætanlegar. Það getur haft tilgang að fjarlægja hluta af forhúð drengja en aldrei tilgangur með að fjarlægja sníp eða barma kvenna.
Athyglisvert er þó það sem maður er farinn að heyra um - fegrunaraðgerðir á skapabörmum kvenna. Svo virðist sem fegurðarstaðall sé farinn að ná til kynfæra kvenna og konur séu farnar að láta minnka skapabarma sína svo þeir "lafi ekki".
E.t.v erum við bara hænufet frá því sem við fordæmum, þ.e. aðgerðir gerðar á stúlkubörnum í skjóli trúarlegra athafna. Trúarleg athöfn stýrir ekki aðgerðum okkar vestrænna gilda heldur almenningsálitið og tískustraumar - sumir segja klámvæðing - sem segja að konur "eigi" að fjarlægja kynfærahár og að skapabarmar eigi að vera með ákveðnum hætti.
Munurinn er einungis sá að við framkvæmum þetta ekki (enn) á ómálga eða ósjálfráða börnum.
Guðrún Jónsdóttir, 10.1.2008 kl. 19:17
Guðrún: Já það eru uppi alskonar mýtur um læknisfræðilegt gildi að fjarlægja forhúð drengja, eins og að það sé vörn gegn HIV og krabbameini í kynfærum karla. En rannsóknir hafa sýnt að þetta er bara bull. Þannig að það þjónar alveg jafn miklum tilgangi að umskera drengi og stúlkur.
Áróra:Er ég búin að leiða þig í sannleikan um hvað? Það eins sem ég er að benda á að það er ólíklegt að ástæðan fyrir því að þú fékst ekki launahækknunina sé sú að þú ert kona. Held að það komi bara niður á sjálfri þér að halda því til steitu, vont að trúa því að heimirunn sé svona slæmur. Það geta verið miljón ástæður fyrir því að þú fékkst ekki vinnuna, persónuleg einkenni geta spilað þar inní, stórfyrirtæki fara ekki leynt með það að þau ráða oft eftir persónueinkennum. Svo ertu að oftúlka það sem ég segji mjög mikið, kannski oftúlkaðir þú aðstæðurnar þegar þú baðst um launahækkun, kannski ertu svna reið þessvegna ?
Margrét: Hvaða framferði er verið að verja ? Ég get ekki séð að það sé verið að verja umskurð karla eða kvenna, ef þú heldur það. Það er frekar verið að rífast um hversu hræðilegur hlutur umskurður getur verið. Held meira að segja að flestir hérna séu á þeirri skoðun að umskurður kvenna sé í flestum tilvikum verri en karla.
Bjöggi (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 19:38
Bjöggi:
Það sem ég var með í huga var forhúðarþrengsli á drengjum sem stundum leiða til þess að framkvæma þarf minniháttar umskurð eða fjarlægingu á hluta af forhúðinni til að koma í veg fyrir eða lagfæra sársaukafulla samgróninga.
Veit ekki til þess að neitt slíkt geti komið upp hjá stúlkubörnum.
Guðrún Jónsdóttir, 10.1.2008 kl. 20:58
Víðir ! Ég sé núna hvað þú ert að fara, ég tek undir þetta með þér, enn það sem ég áður sagði um að þetta umræðuefni hefur ekkert að gera með femínisma hér uppá Íslandi og eða jafnréttisumræðu heldur mikklu frekar að stjórnmálamenn eigi að koma að því og þá líklega í gegnum sameinuðu þjóðirnar, við hér á vesturlöndum höfum ekkert með það að gera að neyða hvorki lýðræði eða annarskonar breytingar á aldagömmlum hefðum uppá fólk sem vill ekkert með það hafa.
Umræðan um femínsma, sem var jú byrjunin hér, ætti mikklu frekar að snúast um hvað þarf að gera og hvernig en ekki hvort einhver sé eða sé ekki umskorinn einhverstaðar úti í heimi eða hvort að karlinn er veiðidýrið en kerlan ummönnunar og uppeldisdýrið, heldur um núið og framtíðina.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.1.2008 kl. 22:22
Vó. Ég er feministi ;) og stolt af því ;)
Getur verið að það að konur gefi síður kost á sér í stjórnmál sé vegna mismunandi uppeldis eftir bleikum eða bláum lit ???
Það er til staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri,- e. Lottu og Lisu Marklund greinir einmitt frá mismunandi "dúlli" við nýfædd börn eftir því í hvernig litum fötum þau voru.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.1.2008 kl. 11:13
Það er alveg augljóst að konur hafa það verra. Karlar eru að eðlisfari nauðgarar, hvort sem það er kynferðislegt eða andlegt og við konur erum LANGoftast fórnarlömb þeirra, hvort sem það er á heimili eða í vinnu. Ég segi stundum við dóttur mína: "Ekki leika við strákana, nema þú sért að reyna að plata þá til að gera eitthvað fyrir þig". Þetta elur vonandi upp í henni viðhorf um að gefa ekkert eftir í foringjaleik karlmanna. Sem einstæð móðir þekki ég þessa baráttu.
Ég var svo mjög stolt af dóttur minni um daginn þegar hún sagði: "mamma ég vil ekki vera bleik, það er bara fyrir prinsessur". Hún ætlar sér stóra hluti en ekki að sitja á rassinum og vera falleg. Konur sem eru ekki sammála þessu eru sennilega ekki alveg í lagi eða bara heilaþvegnar af röngum skilaboðum um æskilega stöðu konunnar.... Erfitt að taka mark á þeim.
Ein langþreytt (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:25
Högni: Ég er mjög glaður ef mér hefur tekist að vekja einhvern til umhugsunar. Það er líka hárrétt hjá þér að þetta mál á ekkert sérstaklega heima í umræðu um feminisma þar sem þetta viðkemur báðum kynjum, enda hef ég ekki minnst orði á feminisma hér fyrr en núna.
Hins vegar er minnst á umskurð stúlkubarna í upphaflegu færslunni en þegar "Bjarni" bendir hér ofar á að karlmenn séu líka umskornir fær hann bágt fyrir. Þar fara fremstir í flokki yfirlýstir feministar sem vilja meina að það sé á engan hátt hægt að bera saman umskurð drengja og stúlkna. Fyrir utan dónaskapinn hjá þessu fólki hafa viðkomandi aðilar með skrifum sínum hér reynt að draga veruleika úr alvarleika umskurðar drengja.
það er athyglisvert í ljósi þess að feministar hafa gjarnan bent á umskurð stúlkubarna sem glæp og mannréttindabrot, sem þetta vissulega er. Skrítið samt að umrætt fólk sjái ekki mannréttindabrotið þegar það snýr að drengjum?
Ég vona að þarna sé fáfræði um að kenna, frekar en að þeim finnist einhver vera að stela glæpnum og þjáningunni sem fylgir mörgum umskornum fyrir lífstíð. Að sama skapi vona ég að þetta sé ekki almenn skoðun feminista, heldur aðeins óheppileg afstaða fárra einstaklinga.
Mér, að minnsta kosti, óar við skrifum sumra hér í athugasmendunum og því setti ég inn sjálfur færslu sem fjallar um umskurð drengja og samanburðinn við stúlkur
Víðir Ragnarsson, 11.1.2008 kl. 14:32
Það er alveg augljóst að konur hafa það verra en karlar. En ef það væri tildæmis ekki raðað eftir hæfileikum á þing, þá eftir nokkur ár yrðu konur 75% hlutfalla á þingi. Afhverju? konur eru um 60% af fólki sem útskrifast úr háskóla í dag. Og svo kom vinur minn um með um daginn kvenrembu, eða þar af þegar karlar gera eitthvað vitlaust þá heyrist bara í konum KARLMENN HUH.
Þoddi (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:40
Víðir, OMG þú ert búin að ásaka fólk um fáfræði, kalla skrif fólks sorgleg, ásaka það um að "gera lítið" úr meðferð drengja, osfvs. Þannig að þér skuli "óa" við skrifum sumra hér, kemur ekkert á óvart. Hrokinn og dónaskapurinn í þér er þvílíkur að maður nennir ekki að svara þér lengur. Hjá þér gengur þetta ekki út á að skiptast á upplýsingum, heldur að þú hefir rétt fyrir þér og aðrir SKULU sjá hlutina eins og þú, annars fær fólk að heyra það.
Að þú skulir virkilega trúa því að þetta tvennt sé sambærilegt, segir hversu lítið þú veist um kynfæri kvenna (og reyndar karla líka).
Linda (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:51
Ég tek undir þetta með þér Víðir.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.1.2008 kl. 15:12
"Það er alveg augljóst að konur hafa það verra en karlar."
Ég er bara alls ekki tilbúin að samþyggja þetta. Hvernig er það ljóst?
Hvernig mælir maður hver hefur það gott og hver ekki?
Ef ég myndi fæðast aftur myndi ég vilja fá að njóta þessa forréttinda að vera kona, það er bara frábært.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.1.2008 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.