Leita í fréttum mbl.is

Fastar fléttur

 

Í gær var jólaball í dansskóla Gelgjunnar og spennan var mikil þar sem hennar hópur átti að sýna dansatriði. Þær áttu að vera klæddar í svartar leggings, svarta hlýraboli og með fastar fléttur. Ég er einskis nýt í föstu-fléttu-deildinni svo Gelgjan hvarf að heiman um miðjan dag til að fá þjónustuna heima hjá vinkonu sinni.

Ég var reyndar til fleiri verka einskis nýt í gær, sökum eftirkasta af áfengisdrykkju kvöldinu áður. En frúin bar sig vel og naut góðs af heitum faðmi Bretans á meðan við biðum eftir dansatriðinu. Áður en að því kom dönsuðu krakkarnir í kringum jólatréð og jólasveinn kom í heimsókn. Var sá óvenju  skemmtilegur og ég rak upp hlátursrokur öðru hverju.

Amma og afi sáu um spilverkið, þ.e. amma og afi einhvers. Afinn spilaði á harmonikku og amman barði trommurnar. Frekar sérstök upplifun að sjá þessa tignarlegu, eldri konu, í dökkblárri buxnadragt og hvítri blússu með blúndu við hálsinn, slá taktinn.

 

Ekki náðust góðar myndir af dansatriðinu sjálfu, en hér er mynd af skvísunum fyrir sýningu (Gelgjan er t.v.). AM og Seselia     

 

 

 

Og hin myndin sem ég læt hér fylgja sýnir skemmtilegt sjónarhorn. Fullt af litlum stelpum, öllum eins, að taka við fyrirmælum frá kennaranum sínum. Ég þekki ekki einu sinni barnið mitt í hópnum.

Fastar fléttur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í bílnum á leiðinni heim sagði ég við Gelgjuna: Það þarf nú alveg sérstakan hæfileika til að brosa svona allan tímann eins og þú gerðir.

Já, hún gat alveg samþykkt það. En mamma, sagði hún. Ég hætti samt að brosa því mér fannst ég vera eins og fáviti. 

Ég skil ekki hvaðan krakkinn hefur þennan talsmáta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég held að ég hafi aldrei séð svona margar fléttur saman  Óneitanlega glæsileg stúlka hún dóttir þín  Ég vona að eftirköst gærkvöldsins séu hverfandi skvís

Katrín Ósk Adamsdóttir, 9.12.2007 kl. 18:05

2 identicon

Hún er nú ansi hreint lík þér - svona miðað við hvernig þú varst þegar við vorum saman í Vindáshlíðinni...

Alveg ótrúlega skemmtilegt að lesa pistlana þína!

Kv. Anna Lilja

Anna Lilja (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 18:12

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Krúttleg gelgja svo mikið er víst  En óvíst að hún vilji láta kalla sig krúttlega miðað við talsmátann

Brynja Hjaltadóttir, 9.12.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sæt stelpa með fastar fléttur!!

....ótrúlega margar fastar fléttur........

Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2007 kl. 18:50

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Þetta hefur verið gaman. Vonandi eru eftirköstin í rénun.  Dóttir þín er bráðmyndarleg með þessar fléttur.

Bjarndís Helena Mitchell, 9.12.2007 kl. 18:55

6 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

mm ekki gott að stríða við timburmenn þegar amma lemur trumburnar

myndarleg dóttir þín með svakalega flottar fléttur og vá þær eru allar eins frá þessur sjónarhorni haha

Ásta Björk Hermannsdóttir, 9.12.2007 kl. 20:39

7 Smámynd: Gerða Kristjáns

Hún er krútt

Gerða Kristjáns, 9.12.2007 kl. 20:50

8 Smámynd: Einar Indriðason

Talsmátann, segirðu... Er hún nokkuð farin að lesa bloggið þitt?

(nei, bara spekúlera....)

Einar Indriðason, 9.12.2007 kl. 21:06

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æðislegar myndir! Þetta finnst mér falleg greiðsla og stelpurnar tvær eru algjört bjútí!

Edda Agnarsdóttir, 9.12.2007 kl. 21:54

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sætar saman vikonurnar

Get svarið það Jóna, þær eru eins og fjölburar svona aftanfrá séð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 21:56

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er hún sæt.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.12.2007 kl. 22:22

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ofsalega er hún lík þér, sæt stelpa  Ég skil þig vel að þekkja hana ekki í hópnum, þær eru allar eins svona aftan frá!

Huld S. Ringsted, 9.12.2007 kl. 22:59

13 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Greinilega skemmtilegur dagur hjá ykkur, svona fyrir utan timburmennina :)
Stelpan þín er ekkert smá sæt og geyslandi :) Þú ert rík kona

Hólmgeir Karlsson, 9.12.2007 kl. 23:06

14 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góðar kveðjur af Skaganum

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.12.2007 kl. 23:15

15 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Myndarskvísa sem þú átt.  Flottar flétturnar. 

Bergdís Rósantsdóttir, 9.12.2007 kl. 23:24

16 Smámynd: Ómar Ingi

Sæt er skvísan þín enda lík mömmsu sinni

Jæja best að fara setja fléttur í hárið mitt

Ómar Ingi, 9.12.2007 kl. 23:33

17 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Évar aldrei góð í fléttum og dætur mínar eru báðar hárprúðar og mér fannst leiðinlegt að geta ekki fléttað þær fagurlega. Ég pantaði mér því fléttubók á Amazon og þær voru ægilega fínar eftir það...

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.12.2007 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband