Föstudagur, 9. nóvember 2007
Af barnatrú og dæmisögum
Ég ólst upp hjá ömmu og afa.
Amma var virk í kvenfélagi Langholtskirkju og trúuð kona. Þegar ég segi trúuð þá meina ég á þann hátt að henni þótti gaman að fara í messu á sunnudögum, hún trúði á Guð og fór með bænir fyrir mig á fyrir svefninn..
Að öðru leyti varð ég ekki mikið vör við trúnna sem slíka. Minnist þess ekki að amma hafi mikið talað um Guð.
Sonur ömmu og afa dó í slysi 27 ára gamall, en ég heyrði t.d. ömmu aldrei tala um að ''trúin hefði komið henni yfir þá erfiðu lífsreynslu'' eða eitthvað í þeim dúr.
Það var sem sagt ekkert endilega talað mikið um trúnna á heimilinu. Hún bara var þarna. Ég átti mína barnatrú án þess nokkurn tíma að trúa sögunni um Evu og Adam eða taka hana bókstaflega.
Það eina sem benti til þess að afi deildi þessari trú með ömmu var að hann kenndi mér bæn;
Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.
Mér hefur alla tíð þótt afar vænt um þá bæn. Því afi kenndi mér hana.
Ég hef alltaf verið ánægð með mína barnatrú. Í rauninni verið þakklát fyrir hana. En ég hef líka lagt próf fyrir Guð. Og merkilegt nokk, ekki í mína þágu. Einhvern tíma skipaði ég Guði að hjálpa manneskju sem mér fannst hafa þolað nóg. Manaði hann til að sanna fyrir mér að hann væri til. Enn hefur hann ekki sannað neitt fyrir mér en barnatrúin lifir þrátt fyrir það.
Ég hef reynt að feta sömu leið með börnin mín. Hef kennt þeim bænir og á hverju kvöldi eyði ég smá stund með þeim upp í rúmi, strýk á þeim bak eða handlegg, segi bænirnar og signi.
Stundum höfum við Gelgjan rætt Guð og trú. Hún hefur spurt mig hvort ég trúi og hverju ég trúi. Og ég hef ætíð gætt þess að fullyrða ekki neitt, heldur útskýrt hverju ég trúi og á hvaða hátt. Hef líka sagt henni að það séu mismunandi trúarbrögð í heiminum og ekki kalli allir sinn guð sama nafni.
Í vikunni hrikti aðeins í stoðunum hjá mér. Gelgjan var að læra heima í kristinfræði og námsefnið var boðorðin og einhverjar dæmisögur. Það sem kallaði fram nýja og óþekkta tilfinningu í þá átt að finnast boðskapurinn óásættanlegur var dæmisagan um týnda sauðinn.
''Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann? Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér, er hann finnur hann. Þegar hann kemur heim, kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá: ,Samgleðjist mér, því að ég hef fundið sauðinn minn, sem týndur var.' Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, sem ekki hafa iðrunar þörf.
Að lesa þetta, og horfa á, með augum dóttur minnar þá fannst mér skilaboðin vera eitthvað á þessa leið: Gefa bara skít í þá sem haga sér almennilega til að elta uppi einhvern vitleysing og dyntina í honum. Eða eins og þetta er orðað í þroskaþjálfa bransanum: að verðlauna óæskilega hegðun.
Gelgjan átti að segja hvaða merkingu hún legði í þessa dæmisögu og bað mig um hjálp. Ég gerði mitt besta. Las söguna yfir mörgum sinnum og margbyrjaði á einhverri gáfulegri útskýringu.
Skyndilega datt upp úr mér: Veistu það Anna Mae að þetta er bara bull.
Hún horfði á mig með vandlætingarsvip og sagði þóttalega; ég trúi á Guð.
Já elskan mín, það geri ég líka, sagði ég. En það þýðir ekki að ég trúi öllu sem stendur í biblíunni.
Þetta fékk mig til að spekúlera í kristinfræðikennslu í barnaskólum. Sjálfri þótti mér gaman í kristinfræði í skóla og fékk alltaf háar einkunnir í faginu. Ólst upp við kristna trú en fékk fyllilega að mynda mér mínar eigin skoðanir.
Þarna yfir skólabókunum með Gelgjunni fór ég að hafa áhyggjur af því að hún væri ekki að mynda sér sínar eigin skoðanir heldur af kennslubókum. Því kennslubækurnar kenna kristna trú eins og hún sé það eina sanna, biblían staðreynd og óvéfengjanleg. Biblíuna er vissulega hægt að túlka á marga vegu. En þegar maður er 10 ára þá túlkar maður ekki. Maður les og annaðhvort tekur maður trúanlega eða ekki. Eða hvað?
Ég held að það sé kominn tími til að taka kristinfræði út af stundaskrá barnaskólanna og taka upp trúabragðafræði. Kenna á hlutlausan hátt um hin ýmsu trúarbrögð í heiminum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1640375
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Erlent
- Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað
- Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela
- Bert veldur miklu raski á Bretlandseyjum
- Einn handtekinn eftir að kona fannst látin
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
Athugasemdir
Ég gæti ekki verið meira sammála þér, ég hef haft sömu efasemdir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2007 kl. 02:19
Sammála algjörlega og svo má leggja mun meiri áherslu á víðsýni og skilning gagnvart þeim sem kjósa að vera öðruvísi en mainstreem.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 02:22
Púkinn er nú mjög sammála því að þessi kennsla í skólum sé ekki eins og hún á að vera. Dóttir Púkans er í 7. bekk sem stendur og það að þurfa að segja barninu að það sé verið að segja henni einhverjar gamlar lygasögur í skólanum er svolítið þreytandi til lengdar.
Púkinn, 9.11.2007 kl. 02:54
Ég gæti bara ekki verið meira sammála þér, ég hélt á tímabili við lesturinn að ég hefði skrifað þetta
Ég hef sagt allt frá því að elsti minn byrjaði í kristinfræði að mér þætti þetta námsefni bull. Ég fór ekki á þann fund í skólanum þar sem að ég reyndi ekki að koma þessu að. Ég er ekki að segja að námsefnið sé ekki rétt ef verið er að kenna Kristna eða Lúters trú. Því AUÐVITAÐ á að kenna sögu allra trúa ef verið er að kenna hana eina. þá eru líka bara orðnir nokkuð margir krakkarnir í skólum Ísland sem eru ekki kristin trúa hvað þá Lúters trúa.
Ég trúi á Guð en... bara ekki á allt það sem kemur fyrir í biblíunni eins og ég þekki til hennar.
Sporðdrekinn, 9.11.2007 kl. 03:45
Heyr heyr!
Harpa Oddbjörnsdóttir, 9.11.2007 kl. 08:27
Katrín Ósk Adamsdóttir, 9.11.2007 kl. 08:29
Veistu, ég hef fulla samúð með þér, það er ekki alltaf auðvelt að vita hvað verið er að fara með þessari kristinfræði, en ... gastu ekki frekar bara sagt barninu að þú gætir ekki alveg skilið söguna. Frekar en að segja að hún væri bara bull. Sagan er um Guð, sem þykir óendanlega vænt um þann (þá) sem villist af leið. Ekki slæm skilaboð fyrir ungling sem er að leggja út á lífsbrautina. Gangi þér vel
padre (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 08:43
Ég er hjartanlega sammála þér. Vildi að börn fengju frekar kennslu í trúarbragðafræði og heimspeki.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.11.2007 kl. 08:46
.."að verðlauna óæskilega hegðun." Fyrir mig, algerlega nýtt og fullkomlega rökrétt sjónarhorn á þessa dæmisögu Tek undir með trúarbragðafræðina.
Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 09:02
Þú spyrð hvort 10 ára börn túlki ekki. Ef þau ekki kunna að túlka, ef þau geta ekki lesið texta án þess að taka hann "bókstaflega", þá þarf endilega að kenna þeim það. Annars geta börn ekki notið ljóða, ekki skilið líkingar, ævintýri eða dæmisögur eins og þá sem þú gerir að umtalsefni. Þau geta heldur ekki horft á auglýsingar, ef út í það er farið, því börn eiga ekki að trúa öllu sem þar er sagt.
Í skólanum á að þjálfa börnin við að nota dómgreind sína og skynsemi.
Nú veit ég ekki hvaða kristinfræði þín börn læra en í þeirri sem börnin mín læra er hvergi sagt að kristin trú sé sú eina og sanna eða að Biblían sé óvéfengjanleg staðreynd. Sé einhverju slíku haldið fram hjá þínum börnum sé ég ekki að verið sé að kenna þessi fræði á forsendum skólans. Þú ættir ef til vill að setja þig í samband við hann?
Að lokum: Sagan sem þú talar um getur verið kveikja að mjög gagnlegum umræðum. Átti hirðirinn að gefa skít í þann sem týndist? Er réttlætanlegt að veita einhverjum einum í hópnum sérstaka athygli? Ef við höldum á eftir þeim sem orðið hafa viðskila við hópinn erum við þá að gefa skít í hina?
Svavar Alfreð Jónsson, 9.11.2007 kl. 09:11
Er ennþá kennd "kristinfræði" á Íslandi?
Ég bý erlendis og trúi varla að svona sé málum háttað á Íslandi. Ég myndi ekki vilja að mín börn þyrftu að velta sér svona upp úr fornum dæmisögum frá botni miðjarðarhafs. (við erum ekki kristin).
Tek undir að það þyrfti að kenna trúarbragðafræði, ekki kristinfræði. Og helst sem mest af norrænum sið þar sem það er okkar fortíð og saga.
Halli
Hallur (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:01
Það er verið að kenna t.d um Búdda í 7. bekk dóttur minnar. Ekki eingöngu kristinfræði.
M (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:08
Þegar mínir voru litlir þá keypti ég myndskreyttu bíblíuna og ætlaði að lesa fyrir þá. Fyrsta og eina sagan sem ég las var um Nóa og syndaflóðið. Ég man að ég átti í erfiðleikum með að útskýra af hverju sagan var eins og hún er. Af hverju guð sem ég hafði alltaf sagt að væri góður, hafi ekki reynt að bjarga öllum. Þeir voru ekki alveg sáttir við þessa sögu. Enda safnar þessi bók bara ryki síðan þá.
Auðvitað á að fræða krakkana um öll trúarbrögð á hlutlausan hátt.
kidda, 9.11.2007 kl. 11:23
Ég sagði mig úr Þjóðkirkjunni fyrir u.þ.b. 20 árum og hef staðið utan trúfélaga síðan, einmitt vegna þess að mér enginn kostur að skrifa undir texta sem þennan og marga fleiri.
Veltið t.d. textanum í jólasálminum vinsæla fyrir ykkur " meinvill í myrkrunum lá" !
Reynið að útskýra svona texta á vitrænan hátt fyrir litlu börnunum ykkar. Ég reyni það ekki og sagði mig því frá kirkjunni og kenningum hennar !
Í guðs friði !
Gestur (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:27
Blístr,blístr, flaut, flaut!! Alveg sammála þér hérna! Ég held sjálf í barnatrúna og allt það, en get vel skrifað undir að sleppa kristinfræði og taka frekar upp trúarbragðafræði!
Og Svavar, það átti ekkert að "gefa skít í" þann sem týndist en boðskapurinn:Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, sem ekki hafa iðrunar þörf’’. er bara ekki góður! Af hverju er ekki þessum nítíuogníu HRÓSAÐ fyrir að vera réttlát og "dugleg"?? Fyrir að það þurfti ekki að hlaupa á eftir þeim út um allar trissur? Af hverju er þeim bara hampað sem hefur gert e-ð af sér og iðrast svo eftirá?
Eigum við þá ekki öll að fara eins og hamhleypur um allt og gera allt vitlaust svo við getum eftirá sagt "Fyrirgefðu" og þá verður okkur frekar hampað en ef við gerum það ekki?
Sigríður Hafsteinsdóttir, 9.11.2007 kl. 11:45
Ef til vill hjálpar það okkur að skilja dæmisöguna að huga að samhengi hennar. Sagan er í 15. kafla Lúkasarguðspjalls, sem hefst á þessum orðum:
"Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu. "Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim." En Jesús sagði þeim þessa dæmisögu:"
Og síðan kemur nú þessi saga sem á að hafa svo vondan boðskap.
"Af hverju er þeim bara hampað sem hefur gert e-ð af sér og iðrast svo eftir á?"
Farísearnir voru svekktir út af því sama. Þeim fannst þeir vera "réttlátir og góðir" og einmitt þess vegna höfðu þeir enga ástæðu til að iðrast neins og töldu sig vera öðrum betri eins og fram kemur sögunni um faríseann og tollheimtumanninn.
Þessi saga á svo sannarlega erindi hingað í háborg íslensks faríseisma, moggabloggið, samfélag þeirra heilbrigðu sem ekki þurfa læknis við, eru bæði réttlátir og góðir og bíta sitt gras í sinni hjörð.
Svavar Alfreð Jónsson, 9.11.2007 kl. 12:34
Alveg sammála þér í einu og öllu. Ég hef mína barnatrú sem er svipuð og þú lýsir þinni. Ég trúi á mátt mér æðri sem ég hef enga þörf fyrir að skilgreina nánar fyrir mér eða öðrum.
Barnabarnið mitt er með trúarbragðafræði á stundatöflunni sinni en það er bara kennd kristnifræði í tímum sú gamla herfilega. (Hólabrekkuskóli 10 ára bekk) Mér finnst það ömurlegt þegar nafninu á áfanganum er breytt en ekki efnisinnihaldinu.
Mín uppáhaldsbæn er:
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Ég nota þessa góðu verndandi engla sem hafa fylgt mér gegnum súrt og sætt og verndað mig í lífsins ólgusjó til að senda þá til þeirra sem þurfa á styrk að halda og finnst það góð tilfinning
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 9.11.2007 kl. 13:34
Í skólatíma í Bandaríkjunum. Meðal annarra barna í 6 ára bekk er lítil stúlka sem sjaldan eða aldrei getur setið kyrr. Loks kemur að myndlistartíma og skyndilega er þetta órólega barn niðursokkið í vinnu sína. Kennarinn fer til hennar og spyr: Hvað ertu að teikna?
Stúlka: "Guð".
Kennari: "En, það veit enginn hvernig Guð lítur út."
Stúlkar: "Þið eru um það bil að komast að því".
Börn geta skilið og börn geta túlkað. Börn geta leitað svara bæði í umhverfi sínu og frá öðrum. Börn fæðast hins vegar ekki trúuð. Við vitum vel að börn fæðast ekki sem múslimar - ekki frekar en þau fæðast kristin. Börnum er tileinkuð trú foreldra sinna....svo ef þið hafið áhuga á að að efla þroska og skiling barna ykkar varið ykkur á því hvað þið innrætið þeim.
Ég á tvö börn....fyrirmyndarbörn í sjálfu sér. Þau eru ekki skírð, ekki fermd og þau munu, þegar þau hafa skilning og þroska til, kjósa hvar þau skipa sér á bekk. Þau vita hins vegar að foreldrar þeirra trúa ekki á andlegt yfirvald né guði af neinu tagi.
Börnin mín eru góð og kærleiksrík - það eldra hefur ákafan áhuga á mannúðarmálum sökum þess að hann hefur sterka samkennd með öllu því sem lifir og dregur andann. Börnin mín hafa trú á sjálf sig og þau gangast að fullu við þeirri ábyrgð sem fylgir því að búa með öðrum í samfélagi. Þau eru hins vegar frjáls undan sektarkennd, það er enginn sem vakir yfir þeim og dæmir verk þeirra og gjörðir. Þau óttast ekki refsingu né vofir yfir þeim helvítisvist.
Börnin mín eru öðrum góð og brjóta ekki gegn samborgurum sínum eða lögum - vegna þess að þau hafa hinn sértæka mannlega eiginleika sem er samkennd og samúð. Löngunin til að brjóta gegn samfélagslegum samkomulögum (landslög) né samborgurum sínum er ekki fyrir hendi vegna þess að þeim einfaldlega langar ekki til að valda öðrum sársauka eða erfiðleikum. Það þarf hvorki guði né djöfla til - þau hafa alltaf, í öllum sínum gjörðum, frjálst val og þurfa ekki að svara neinum nema sjálfum sér fyrir gjörðir sínar.
Kristín Atladóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:39
Jóna, takk fyrir mjög athyglisverðan og hreinskilinn pistil.
Ég tek nú nokkuð annan pól í hæðina en flestir hérna. Mér finnst flestar af þeim athugasemdum sem hér hafa komið fram bera vitni um það að kristindómur að nafninu til stenst ekki til lengdar. Reyndar held ég að þau viðhorf sem hafa verið látin í ljós hérna eigi miklu meira skylt við mannhyggju ("humanism") en kristindóm. Allt í fínu lagi með það, bara ekki kalla það kristindóm.
Annars á ég auðveldara með að skilja dæmisöguna með því að setja sjálfan mig inn í hana: Ég á tvo unga syni. Ef annar myndi týnast í nokkra daga en lögreglan hefði svo upp á honum, hvorn sonanna myndi ég faðma af meiri krafti? Auðvitað þann sem var týndur! Það þýðir ekki að mér sé alveg sama um hinn soninn, en það væri samt meiri gleði yfir þeim sem ég endurheimti. Hitt er svo annað mál að það er svolítið erfitt að heimfæra þessa sögu til Íslands, því að ef íslenski hirðirinn færi að leita að týnda sauðnum, þá myndu hinir 99 dreifast út um allt á meðan! ;-)
Kristján Magnús Arason, 9.11.2007 kl. 14:32
Úúúúpsss!!! Alltof mörg bros hjá mér. Þau sáust ekki fyrr en ég sendi athugasemdina.
Kristján Magnús Arason, 9.11.2007 kl. 14:34
Ég held að hún amma þín sé talandi dæmi um hvernig fólk á að nota trú sína. Eingöngu til þess að betra sjálfan sig frekar en aðra.
Hvort ég trúi eða ekki skiptir minstu máli heldur hvernig manneskju ég hef að geyma. Ef trú hjálpar fólki að betra sig og bæta er það hið besta mál, sér í lagi ef þau eru ekki knúin þeirri þörf um að aðrir séu á sínu máli.
Brynjar Jóhannsson, 9.11.2007 kl. 14:35
Hey, hey, hey, hó, hó, hó, hér er alltaf fjör. Sko, ég hef alltaf litið á þessa ,,týndusauðssögu" á svipaðan hátt og söguna um krossfiskinn sem margir þekkja. Sko að hver og einn/ hver og ein manneskja skipti máli og sé dýrmæt. Biblían er erfið og viðkvæm lesning samt sem áður og þekki ég það eftir fimm ára háskólanám í þeim fræðum + annan grunn. Hvað þá fyrir unga grunnskólasnót!
Ég hef kennt trúarbragðafræði í grunnskóla og fjallaði um hindúisma, búddisma o.fl. og það er margt fallegt og gott í þeim fræðum. Ég hef líka kennt í sunnudagaskóla og í barnastarfi kirkjunnar - um kristna siðfræði á minn hátt. Samdi sjálf efni fyrir brúðuleikhús og heimfærði það upp á daginn í dag. Sjálf tel ég mig kristna (þó að ýmsir telji mig ekki ,,sannkristna"). Mér finnst mjög auðvelt að líta á Jesú sem minn besta vin og er eiginlega bara skotin í honum hann er svo æðislegur hehe.. (Nei, ég er ekki klikk!).. Það hefur sýnt sig og sannað að Biblían er hættuleg bók í röngum höndum (ég þreytist aldrei á að segja þetta).
Pabbi kenndi og las með mér bænirnar, Vertu Guð faðir og Vertu nú yfir og allt um kring en hann dó þegar ég var sjö ára. Ég tengi þessar bænir við föður minn og lít á þær sem arfleifð enda kalla börnin mín þær ,,bænirnar hans afa" ..sem þau þó aldrei hittu. .. get ekki skrifað þetta án þess að væla .. svona væmin er ég nú.
Verst þykir mér þegar einhver manneskja segist vera betri en önnur manneskja af því hún fer í kirkju eða segist réttara trúuð en aðrar manneskjur. Einlægni, heiðarleiki, kærleikur, virðing, kurteisi.. hm.. margt svona gott er eitthvað sem þarf að kenna. Mér finnst myndin sem ég hef af Jesú passa við þetta og það hreinlega hentar mér að hafa hann sem fyrirmynd. Allt gott fólk er mér líka kærkomin fyrirmynd, líka góða fólkið sem ég mæti hér á blogginu ... og er þakklát fyrir að ,,kynnast."
Það þarf að gæta að hvað er kennt í skólum og hvernig það er kennt og sá veldur er á heldur. Ég er logandi hrædd við bókstafstrú og tel hana verri en enga trú. Ég tel að þurfi að vanda sig mjög við trúarbragðafræðslu í skólum og skoða kristinfræðikennsluna. Það þarf að hlusta á óskir allra, líka ósk týnda sauðarins.
Ég ætla að láta það flakka hér - en verð eflaust bannfærð af Biblíubókstafsfólki: ,,Það er sama hvaðan gott kemur" ... ... en sjálf vel ég að trúa á Guð, Jesú og heilagan anda ... ég tel að við í dag séum ekki síður innblásin af Guðs anda en postular sem voru uppi fyrir 2000 árum ! Látum hjartað tala .. og lesum með því... .. Jóna sorry hvað ég skrifaði mikið!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.11.2007 kl. 14:37
Ég tók þessa umræðu í sumar hér og mér finnst að það eigi að kenna trúarbragðafræði á svipaðan hátt og sögu tildæmis þar sem börnunum yrði kennt um öll trúarbrögð þannig að þau öðlist skilning á þeim og geti myndað sér sína skoðun sjálf. Trúboð á hins vegar ekki heima í grunnskólum heldu inni á heimilunum. Í grunnskóla dóttur minnar er trúarbragðafræði á stundatöflunni en það eru orðin tóm því að eingöngu virðis vera kennd kristinfræði í þessum tímum og þeir ganga undir nafninu kristinfræði í tali hjá bæði börnum og kennurum. Vissulega er eitthvað minnst á önnur trúarbrögð en það er í svo litlu mæli að það telst varla með.
Sigrún Ósk Arnardóttir, 9.11.2007 kl. 14:52
Innilega sammála þér. Það er eitt að eiga sína trú, annað að trúa "öllu" sem í Biblíunni stendur. Enda er hún bara bók skrifuð af "mönnum", en hvorki Jesú eða Guði.
Sigríður Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 14:54
Vel skrifuð grein að vanda Jóna mín. Ég er svo heppin að eiga mína barnstrú, sem ég síðan yfirfærði til barna minna. Þau lærðu líka kristinfræði í skólanum og man ég ekki eftir neinum spurningum því tengdu, nema sá í miðið sagði einhverntíman að það væru til fleiri trúarbrögð og þá ræddum við það. Strákarnir afneituði trúnni frá 12-16 ára aldrei báðir á sama aldursskeiði með 6 ára aldursmun. Lét ég það alveg afskipt og beið bara róleg, vissi að þeir mundi tala aftur um þetta þegar þeir vildu. Sjálf hélt ég að Bahai væri lausnin þegar ég var 15 og 16 því það komu svo skemmtilegir trúboðar til Húsavíkur, og við héngum þar á kvöldin og skemmtum okkur, eini staðurinn sem maður gat farið á að kvöldi til í þá daga. Þetta voru held ég 10 dagar. Í dag erum við í fjölskyldunni öll með samskonar trú. GUð og Jesú eru góðir vinir okkar og hjálpa okkur, við höfum ekki svo mörg orð um þetta, en svona er okkar trúarlíf.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 15:03
Ég túlka þessa dæmisögu sem boð um umburðarlyndi gagnvart þeim er víkja frá norminu og aðeins sé verið að slá á puttana á hrokagikkjum.
Trúarbragðafræði er kennd í skóla sonar míns að minnsta kosti allt miðstigið og fagið heitir trúarbragðafræði. Kristin trú er bara hluti af því námsefni og svo önnur trúarbrögð hver sinn hluti. Það var samt ekki kennd heimspeki sérstaklega.
Það er samt athugunarvert að það virðist vera algerlega tilviljanakennt hvaða snið er á trúarbragða-/kristinfræðikennslu í skólunum. Foreldrar ættu kannski að knýja á að farið sé eftir grunnskólanámskrá/-lögum varðandi trúarbragðakennslu frekar en að hún yrði bönnuð og fara fram á að hún sé ekki tilviljanakennd og eftir geðþótta einstakra skóla eða kennara. Trúarbrögð eru samofin öllum samfélögum og þar af leiðandi mannskynssögunni. Væri hálf hallærislegt að reyna að klippa það út úr sögunni.
krossgata, 9.11.2007 kl. 15:49
Má til með að segja þér líka... fyrst ég er nú byrjuð og skóli sonar míns stendur sig/stóð sig svona vel í trúarbragðakennslunni á miðstigi. Það vildi svo til að þegar strákurinn var á miðstigi voru margir kennarar með bekkinn. Einn af þeim bókstafstrúarmaður (kristinn) og reyndist hann sá allra samviskusamasti í trúarbragðafræðikennslunni. Ekki kom í eitt einasta skipti fyrir að hann úthrópaði kristna trú sem þá einu réttu. Hann var líka sá sem var áhugasamastur um trú barnanna. Þriðjungur bekkjarins var af öðru þjóðerni en íslensku og mismunandi trúarbrögð sem fjölskyldurnar aðhylltust. Þessi ofsatrúarmaður var samt eini af kennurunum á þessu tímabili sem sýndi öllum börnunum áhuga og ýtti undir umræður og fræðslur frá öllum - frá þeirra brjósti ef svo má segja - en ekki bara bókunum.
Mín reynsla er því sú að ekki er allt bókstafstrúarfólk verst til þess fallið að kenna trúarbragðafræði, né valtandi sínum skoðunum og trú yfir alla.
krossgata, 9.11.2007 kl. 16:18
Krossgata, athyglisvert innlegg. Hver er þinn skilningur, er bókstafstrú það sama og ofsatrú?
Þú virðist leggja þetta að jöfnu, en mér finnst ofsatrúarmaður vera mun neikvæðara orð og einhvern veginn ekki passa inn í þessa jákvæðu lýsingu á blessuðum manninum.
Kristján Magnús Arason, 9.11.2007 kl. 16:46
Æ, ég hef tilhneigingu til að nota bókstafstrúarmaður og ofsatrúarmaður jafnt um það sama. Það bókstafstrúaða (frelsaða) fólk sem ég þekki frelsaðist ekkert frá húmor og talar oft um sjálft sig sem bókstafstrúarfólk, ofsatrúarfólk og heilagsandahoppara. Maður gleymir því stundum að fólkið á netinu er ekkert að tala við mann dags daglega og veit ekkert hver vani manns er í talmáli.
krossgata, 9.11.2007 kl. 16:53
heyr heyeyeyeyeyr
alva (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 17:20
Ég kom þessu eitthvað vitlaust frá mér varðandi það hvort börn túlki. Auðvitað túlka börn og reyndar er það einmitt mergurinn málsins. Mér þykir textinn í biblíunni og kristinfræði-námsefninu sem Gelgjan er með vera hreinlega of flókinn fyrir 10 ára gamalt barn, hvað þá yngri. Afhverju að halda svona stíft í ''upprunalegan'' texta. Afhverju verður hann aðalatriðið. Á ekki tilgangurinn frekar að vera að boðskapurinn komist til skila á ''mannamáli''. Það undrar mig ekki að í gegnum aldirnar hafi texti biblíunnar verið túlkaður á milljón mismunandi vegu.. og margur maðurinn hefur túlkað hann nákvæmlega eins og honum hentaði best. Það er ansi hætt við því að 10 ára barn van-/of-túlki eða misskilji.
Ég þakka fyrir öll kommentin. Á heildina litið virðist fólk vera nokkuð sammála.
Padre. Ég nefndi að þetta hefði hrokkið upp úr mér. Auðvitað átti ég ekki að segja að þetta væri bull. Ég hefði samt alveg getað sagt að mér finndist þetta bull.
Ólafía. Nói og syndaflóðið er alveg sérstaklega gott dæmi um það sem ég meina. Afhverju í ósköpunum kallaði Guð þetta yfir alla hina óréttlátu ef hann elskar alla jafnt. Það er erfitt að útskýra. Væri gaman að fá túlkun Svavars á því.
Sigríður. Já mér finnst þetta vera skilaboðin. Allavega er auðvelt að túlka þetta þannig.
Svavar. Eru skilaboðin þá að hinir 99 voru ekkert eins þægir og góðir og þeir vildu vera láta?
Ása þessa bæn fer ég með á hverju kvöldi fyrir börnin mín. Mér finnst voða gott að ímynda mér bjarta engla allt í kringum rúmin þeirra
Kristín. Þetta er algjörlega rétt hjá þér. Enda held ég að enginn hér hafi haldið því fram að fólk þurfi að aðhyllast einhverja trú til að vera hjartahlýtt og góðar manneskju.
Kristján. Sett fram á þennan hátt gerir allt mjög skiljanlegt. Önnur nútímasýn á söguna: fjölskyldur þar sem barn eða börn hafa leiðst út í óreglu og foreldrarnir eru á þeisireið út um allar trissur að kafna úr áhyggjum yfir þeim afvegaleidda þá er fjölskyldan í rúst og hin börnin líða mikið fyrir ástandið.
Brynjar. Sammála þessu.
Jóhanna sagan um krossfiskinn er ofsalega sterk.
Sigrún. Ég held einmitt að með trúabragðafræði frekar en kristinfræði verði börnin víðsýnni, börn innflytjenda með aðra trú hætta að vera ''þessi með öðruvísi trú''
Krossgáta ég hjó einmitt eftir því að þú kallaðir einn og sama manninn ofsatrúar og bókstafstrúar en skil pointið hjá þér þar sem þú útskýrir. En fyrir mig sem er svo langt frá því að vera bókstafstrúar er það ansi extreme að mínu viti að vera bókstafstrúar. Að trúa hverju einasta orði í sögunni eins og það kemur fyrir.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 17:42
Ég var sammála þessari skoðun lengi vel og svo fór ég að ræða við konu sem er trúuð og að mér virðist á svipaðan hátt og amma þín. Hún svaraði mér á þennan hátt þegar ég talaði um þessa dæmisögu.
Jú sjáðu til, þessi 99 lömb sem eru í öruggu skjóli fá mat og hlýju og umhyggju sem þau þarfnast til að blómstra og verða fullorðin og góðar kindur. En þetta eina lamb sem villist frá gæti verið í hættu,farið sér á voða eða einhver skaðað það. Engin er til að veita því hlýju og umhyggju og sýna því hvaða leið er best að fara. Þetta eina lamb sem svo ratar heim eftir að hafa verið í hættu er svo sannarlega velkomið heim. Svo spurði hún mig finnst þér enn að hirðirinn hefði átt að láta lambið eiga sig? Þetta er önnur sýn á þessa sögu. Og mér líkaði þetta svar vel.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 17:59
Góður pistill hjá þér og góðar pælingar. Ég sjálf er alfarið á móti trúboði í skólum eins og kristinfræðinni hefur oft verið háttað hérna. Skrifaði sjálf um bænagönguna í mínum síðasta pistli en í þá göngu ætla ég ekki. Kveðjur.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.11.2007 kl. 18:30
Kæra Jóna.
Ég er gjörsamlega orðin húkt á að lesa bloggið þitt.
Sérstaklega mannlegt og kómískt og þú ert með eindæmum þægilegur penni aflestrar.
Ég vildi óska að þú bloggaðir alltaf tvisvar á dag ;)
Kv.
Áslaug T. dyggur lesandi
p.s. sá ykkur familíuna mínus gelgjuna í séð og heyrt ;)
Áslaug Traustadóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 19:31
Já mér finnst það algjörlega nauðsynlegt og hefur fundist það lengi.. Vonandi verður það gert og sem fyrst bara. Ég vil ekki að hugmyndum sé troðið inn í hausinn á mínum drengjum, ég er eins og þú finnst vænt um mína barna trú en ég vil að þau þroskist nægilega til að hafa vit á sinni eigin skoðun og geta tekið ákvörðun bygða á því sem þau trúa...
Guðríður Pétursdóttir, 9.11.2007 kl. 20:15
og mér finnst bara að það ætti að koma trúarbragðafræðinni inn í mannkynssögukennsluna, bara tengda því sem lært er um í það og það skiptið
Guðríður Pétursdóttir, 9.11.2007 kl. 20:16
Pínu innlegg!
Ég var á gangi með nemendum mínum í gær - þær eru 7 ára. Við vorum búnar að vera að ræða um lýðræði og sjálfstæði Íslendinga og það að á Íslandi höfum við rétt til að hafa okkar eigin skoðun og að þessar skoðanir okkar séu allar jafn réttháar - eingin ein réttari en önnur. Þarna á göngunni er ég að segja við eina stúlkuna að við höfum einmitt líka rétt til að hafa mismundandi trú.
Þessi elska kemur þá með þessa athugasemd: Ef að Adam og Eva voru sköpuð fyrst... og svo urðu allir til frá þeim... erum við þá öll skyld!
Mér varð svarafátt...
Anna Lilja Torfadottir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:08
Birna Dís. Mjög vel fram sett svar hjá konunni.
Margrét. Ég þarf að kíkja á færsluna þína.
Áslaug. Takk kærlega
Guðríður. Sammála
Anna Lilja. Vá hvað það er gaman að fá að vita af þér. Takk fyrir að láta í þér ''heyra''. Já börnum er ekki fisjað saman. Þú ert sem sagt kennari?
Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 23:56
Jóna mín, þú spyrð hvort hinir 99 hafi ekki verið eins þægir og góðir og þeir héldu. Ef við lesum söguna í samhengi sínu finnum við held ég ágætlega broddinn í henni en efalítið skiljum við hana ekki öll á sama hátt. Sögur má túlka á marga vegu og mistúlka líka. Og þessa sögu skiljum við nákvæmlega alls ekki ef við tökum hana "bókstaflega" - eins og margt annað. Sögurnar sem Jesús sagði eru mjörg margar temu í bókmenntum, tónlist og myndlist okkar heimshluta. Ein rökin fyrir sérstakri kristinfræðikennslu eru þau að með henni séu börnin gerð læs á menningararfinn.
Svavar Alfreð Jónsson, 10.11.2007 kl. 10:09
Sammála 100% um trúarbragðakennslu. Jú Bíblían er menningaarfur og ein aðal undirstaða bókmennta og þarf að vera til staðar í skólum ásamt öðrum bókum. En... já þá segi ég een afhverju höfum við ekkert val? Kristin trú er menning okkar Íslendinga og þá Lútherstrúin og ef við viljum fá þjónustu við athafnir og þá er ég sérstaklega að hugsa um útfarir, að þá er það fyrst og fremmst í kirkjum undir merkjum Lútherstrúar! Það er í rauninni ekkert val, það þarf að hafa fyrir því ef þú vilt hafa þetta öðruvísi.
Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 14:55
Góður pistill hjá þér Jóna. Ég hef alltaf litið á þessa dæmisögu með svipuðu hugarfari og þegar að foreldri eignast barn sem verður mikið veikt og þarf að dvelja á spítala. Foreldrið hættir ekki að elska systkini veika barnsins þó svo að það verji mun meiri tíma á sjúkrahúsinu heldur en heima hjá frísku börnunum.
Því miður hafa nokkrir ofstækismenn(konur) verið kristni til skammar. En það er ekki Guði að kenna!
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.11.2007 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.