Leita í fréttum mbl.is

Dæmisaga

 

Ég týndi símanum mínum á skrallinu á föstudagskvöldið. Sat á barnum (hvar annars staðar) á Thorvaldsen og virti fyrir mér mannlífið og konulífið. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.

Sitjandi þarna tók ég upp á því að fara að senda Bretanum sms. Þetta voru falleg skilaboð en ég veit ekki hversu mikið þau glöddu hann þar sem klukkan var langt gengin í þrjú um nótt.

Samstarfskona mín kom aðvífandi og dróg mig út á dansgólfið. Þar skemmti ég mér hið besta, með tösku og jakka á gólfinu við hliðina á okkur. Nokkuð sem enginn lætur sér detta í hug nema Íslendingar.

Þegar ég, um þrjúleytið, skellti töskunni yfir öxlina og þreifaði eftir símanum (hreyfing sem er orðin eðlislæg) var hann hvergi að finna. Ég gramsaði eins og vitleysingur í töskunni, vösum, skimaði eftir gólfinu, en allt kom fyrir ekki. Síminn var horfinn.

Það var ekki um neitt annað að ræða en að fara símalaus heim og koma Bretanum á óvart (sjá færslu hér á undan).

Á laugardag beið ég með það fram að hádegi að hringja í símann minn. Ég kom sjálfri mér á óvart með þessari nærgætni í garð þess sem mögulega hefði tekið símann. En maður á alltaf að gera ráð fyrir því góða í fólki. Ég hugsaði sem svo að kannski hefði einhver tekið símann með það í huga að hringja í eigandann daginn eftir. Þarf enga spæjaravinnu í það, stendur skýrum stöfum í phonebook: ''HEIMA'' og símanúmerið.

Enginn svaraði. Ég hringdi á Thorvaldsen. Enginn sími. Ég hringdi í Vodafone. Þeir vildu að ég færi niður í Kringlu í búðina þeirra þar og fengi nýtt SIM kort. Ég leit í spegil og leist ekki á blikuna, það yrði engin Kringluferð. Ég ákvað að bíða með aðgerðir þar til seinna um daginn.

Á meðan Lasagne kraumaði í ofninum hjá mér um kvöldmatarleytið ákvað ég að prófa að hringja aftur í símann minn, áður en ég hringdi í Vodafone aftur og léti loka honum. Og viti menn, ung karlmannsrödd svaraði. Starfsmaður á Thorvaldsen. Síminn var þar eftir allt saman. Ég hef sennilega skilið hann eftir á barborðinu.

 

Mórall þessarar sögu er: ekki senda Bretum sms um hánótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ókei, geri það ekki. 

Dóttir mín týndi 2 símum er hún var ögn yngri (er orðin ráðsett móðir núna) og þeir komu aldrei í leitirnar.  Sonur minn er búinn að týna símanum sínum 2x á rúmu ári og í bæði skiptin hringdi einhver skilvís finnandi í númerið "Mamma" og lét mig vita og ég gat nálgast símann.  Það hefur styrkt trú mína mannkyninu pínulítið.

krossgata, 30.9.2007 kl. 12:34

2 identicon

Það var nú gott að fá símann aftur í hendurnar.

Drink and dial er aldrei sniðugt. 

Ragga (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Krossgata. Það er nebblega málið. Meiripartur mannkyns myndi gera það sem þessir aðilar gerðu. Skila símanum. Ég hef einu sinni fundið síma, einmitt fyrir utan Thorvaldsen og mér datt ekki í hug að fara með hann þar inn, ekkert víst að hann hefði skilað sér til eigandans. Ég tók hann með mér heim og hringdi svo daginn eftir.

Ragga. hehe drink and dial. Góður punktur.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 12:42

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi svo kjút að senda sms um hánóttsérstaklega ef viðkomandi fær að heyra hátt PLINGum leið og skeytið berst.  Híhí.  Var Lasagnað gott?  Annars eykur þetta trú mína á mannkyninu um 2 dl. Ég er þakklát fyrir það.  Hurru þú átt meil, laaaaaaaaangt meil.  Ég er svo "tjáin".

Smjúts krútta mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2007 kl. 12:45

5 Smámynd: Ragnheiður

Skítt með símann en hver var að elda lasagna ?

Ragnheiður , 30.9.2007 kl. 13:00

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný: væru það desibil eða desilítrar?

Ragnheiður. heyrðu.... moi... aldrei þessu vant sá ég um matinn. En Lasagne er líka mín deild. Ég á nokkrar svona deildir skiluru

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 13:03

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

frábær.

Marta B Helgadóttir, 30.9.2007 kl. 13:03

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það var nú gott að síminn fannst! Bretinn þinn verður ábyggilega glaður með niðurlag færslunnar hjá þér: ekki senda bretum sms um hánótt

Huld S. Ringsted, 30.9.2007 kl. 13:08

9 Smámynd: Ragnheiður

 Ég er farin að taka aðeins eftir, mundi eftir heilmikilli matarfærslu og Breta sem vill elda og svollis

Ragnheiður , 30.9.2007 kl. 13:09

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

bara gaman að lesa.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.9.2007 kl. 13:51

11 identicon

Gott að síminn komst í leitirnar, þeir geta reyndar lent á ótrúlegum stöðum án þess að við föttum það.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 14:04

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gaman að lesa, líka athugasemdirnar. Þið eruð frábærar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.9.2007 kl. 14:35

13 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Jóna þetta er bara frábært sko að allt fór vel að lokum, utan þess að ég SKIL ekkert í þér að vera í áskrift hjá VOÐAFONE.

Eiríkur Harðarson, 30.9.2007 kl. 17:00

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ragnheiður mín. Einmitt... allt í áttina ekki satt

Eiríkur ég tek það fram að ég valdi ekki Voðafone  heldur fyrirtækið sem ég vinn hjá

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 17:04

15 Smámynd: Eiríkur Harðarson

So sorry, vissi ekki hvur þinn vinnustaður væri

Eiríkur Harðarson, 30.9.2007 kl. 17:11

16 identicon

Jóna mín, það er ekki gott að týna gemsanum sínum en verri væri að týna Bretanum sínum.  Anyways þú færð gemsann aftur og you can live happily ever after!!!! Eða þannig.

Helga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 17:59

17 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

sleppa Skotar?

Guðríður Pétursdóttir, 30.9.2007 kl. 19:29

18 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Skemmtileg helgi greinilega!   Takk fyrir að bæta mér við sem bloggvinkonu!

Þórdís Guðmundsdóttir, 30.9.2007 kl. 19:35

19 identicon

Hvernig er það, er ekki Síminn enn orðinn hluthafi í Vodafone?

Addi (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband