Leita í fréttum mbl.is

Hoj og slank eða feit og lágvaxin

 

Á morgun (þriðjudag) verð ég ferjuð með rútu ásamt vinnufélögum á námskeið í Ölfusi. Okkur er skipt í tvo hópa því ekki getur vinnustaðurinn verið mannlaus. Seinni hópurinn fer á fimmtudag.

Námskeiðið á að kenna okkur fullt af góðum hlutum. Ég man bara ekki alveg hvað. Jú, örugglega að sýna hvort öðru virðingu m.a. Ekki að það hafi gengið neitt illa hingað til. Við þjófstörtuðum í dag. Hófum að kalla hvort annað ''blómið mitt'' og ''ljósið mitt''. Markaðsstjórinn var með yfirlýsingar um að hann þyldi ekki þegar sér yngra fólk kallaði hann ''vinur'' svo hann var auðvitað kallaður ''vinur'' í allan dag. Munum halda því áfram, allavega fram að áramótum.

Okkur var sagt að taka með okkur útiföt. Ég vona að við förum í brennó. Ég var ansi liðtæk í brennó á mínum yngri árum og tók virkan þátt í brennómótum í Vindáshlíð. Það er verst með svona útivistaræfingar að ég þarf að fara af hælunum og í eitthvað lágbotna. Þá lækka ég í loftinu og það þýðir bara eitt: ég virka feitari (með áherslu á virka). En það er ekki bæði hægt að vera hoj og slank og sigra í brennó. Af tvennu illu vel ég frekar að vera lágvaxinn og feitur sigurvegari.

Mun þó gera allt til að halda make-uppinu í lagi og hafa púðrið við hendina. Mun líka tæma eins og einn hárlakksbrúsa í hausinn á mér í fyrramálið svo hárgreiðslan haldist á hverju sem gengur.

Skýrsla um námskeiðahald verður svo til aflestrar hér annað kvöld. Nema að ég sturti í mig of mörgum rauðvínsglösum með dinnernum. Þá verður þeim skrifum frestað fram á miðvikudag.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Flott, en vill fá skýrsluna á morgun, bara rólega í rauðvínið góða mín.

Þröstur Unnar, 2.10.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Ragnheiður

Mundu, ekki senda Bretum skilaboð um miðja nótt. Það er ávísun á vandamál

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 00:32

3 identicon

Sturtar í þig rauðvínsglösum ... mögulega að fara í brennó ... make-uppið í lagi? ... tæma eins og einn hárlakksbrúsa ... - elsku Jóna, er möguleiki á að skemmta sér einhvern tíma með þig nálægt sér? Held að það sé ótrúlegt stuð!

Annars skil ég vel markaðsstjórann og "vininn" ... þoli þetta sosum alveg sjálfur, en þetta er gaman - og þá sérstaklega viðbrögð ykkar. Elska svona húmor!

Kveðjur til þín og eigðu góðan námskeiðsdag. Aldrei of oft í rauðvínið farið ... ef það er frítt = drekktu, kona drekktu!!!


Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 00:57

4 Smámynd: Jens Guð

   Já,  bara gaman. 

Jens Guð, 2.10.2007 kl. 01:31

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Humm námskeið og  jafnvel Brennó ! er hægt að biðja um meira nei held ekki ,hlakka ýkt til að fá ferðasöguna og farðu nú varlega í rauðvínið svo þú verðir skriffær annað kvöld eða reyndar í kvöld en það er víst komin 2 okt.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 2.10.2007 kl. 01:50

6 identicon

Vonandi var dagurinn góður hjá þér nafna og þú hafir fengið ósk þína uppfyllta með brennókeppni.  Ég var alltaf í sigurliðinu í Vindáshlíð í denn, var 2svar í Reynihlíð og vorum við mjög metnaðarfullar, enda spilar maður til að vinna

Jóna (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 08:46

7 identicon

Góða skemmtun

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 09:37

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góða skemmtun og gangi þér vel í brennóinum........stundum þarf maður einfaldlega að fórna sér fyrir sigurinn

Sunna Dóra Möller, 2.10.2007 kl. 09:54

9 Smámynd: krossgata

Lenti í svona ferð um árið og þar var farið í stórfiskaleik.  Það tók sig upp gamalt keppnisskap hjá mér sem varð til þess að ég lenti úti í skurði ásamt fórnarlambi mínu - allt til að verja borgina.    Góða skemmtun.  Rauðvín er blóðaukandi - meinhollt. 

krossgata, 2.10.2007 kl. 09:56

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góða skemmtun og ég hlakka til að lesa skýrsluna þegar hún berst.

Bjarndís Helena Mitchell, 2.10.2007 kl. 09:59

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða skemmtun darling you!

Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 10:27

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Have fun!! Þið verðið dregin upp á Hengilinn, hafðu með þér slæðu.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 11:39

13 identicon

Brennó!!! Ég dey úr nostalgíu - vona að þú hafir þitt fram með þennan brennó - það er nú alveg hægt að leggja á sig að lágvaxin og feit fyrir nokkur brilljant móment í þeim überskemmtilega, en því miður nánast útdauða leik. Smjúts á þig

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 14:01

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

'eg segi það sama og þú og Anna, Brennó fyrir mér er eitthvað ótrúlega fullnægjandi í minningunni!

Edda Agnarsdóttir, 2.10.2007 kl. 14:04

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ætlaði auðvitað að bæta við, hafðu það skemmtilegt og knús og kram.

Edda Agnarsdóttir, 2.10.2007 kl. 14:05

16 identicon

Mundu bara að taka með þér skó sem þú getur smeigt þér í. Það er svo vont að beigja sig í að reima skóna þegar vömbin þrýstir á við aðferðina. Hætt er við að missa andann sem aftur getur hækkað blóðþrýstinginn snögglega svo að liggur við yfirlið. Ég gleymdi að væntanlega ertu orðin það liðug eftir allar teygjuæfingarnar fagra morgna að þú getir reymt í láréttri stellingu. Gangi þér vel. Þinn æskufélagi

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 14:19

17 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.10.2007 kl. 17:01

18 identicon

Góða skemmtun. En mætti ég spyrja hvar í Ölfusinu þetta námskeið er? Bý sjálf í Ölfusinu.

Bryndís R (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 17:07

19 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Vertu velkomin í nágrennið  vonandi helst þurrt og góða skemmtun

Smá nostalgía VINDÁSHLÍÐ OG BRENNÓ....fór í fimm sumur í röð

En þetta með hæð og þyngd...bara aukaatriði  að vera sæt er það sem blívur áfram hárlakk

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.10.2007 kl. 17:49

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún er ekki farin í ferðina Kristjana !!  Jóna mín ef þér leiðist fólkið þá labbarðu bara yfir til mín með eina rauðvín, ekki týnast. Takk fyrir góðar kveðjur síðustu viku. Knús til þín og góða skemmtun.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 20:22

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gætir kannski nýtt sundhettuna í brennó?

Góða skemmtun!!  

Heiða B. Heiðars, 2.10.2007 kl. 20:30

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða skemmtun jóna mín ég var líka í vindáshlíð og ég var líka brennó.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.10.2007 kl. 21:38

23 Smámynd: Garún

Ok Jóna taka þetta svo......Ekki láta neinn sigra þig í brennó, það er heilagur leikur.  Hef reyndar einu sinni spilað brennu eftir að hafa drukkið rauðvín og það  var mjög skrautlegt.  Passaðu þig bara að dekka rauðvínið á Eftir ekki á undann.....ekki sælla minninga

Garún, 2.10.2007 kl. 21:42

24 identicon

Góða skemmtun Jóna mín.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:58

25 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég hata alla svona útileiki... haaaata þá...

Ef ég væri að fara eitthvað svona og maður ætti að taka útifötin með væri þá strax orðið minni líkur að ég mætti á svæðið

Im a lazy bastard

en have fun babe

Guðríður Pétursdóttir, 2.10.2007 kl. 23:15

26 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eitthvað hef ég misskilið færsluna og svara í 24 út í Hróa, þú ert semsagt komin og farin svo ekki fæ ég rauðvín í þessari ferð

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband