Leita í fréttum mbl.is

Bara hræðileg mistök?

 

Stundum finnst okkur ekki svo langsótt þegar eitthvað gerist í öðrum löndum.

''Þetta er í útlöndum og svo mikið af biluðu fólki til þar''.

 Í alvöru. Bara þessi setning: ''hugsa sér að svona gerist á Íslandi'', er til marks um það að sumt sem okkur þykir ótrúlegt að geti gerst í okkar landi, finnst okkur að geti alveg gerst í ''útlöndum''.

Er þetta ruglingslegt hjá mér?

Ég horfði á viðtal við mömmu Kate um daginn og áttaði mig allt í einu á því að þessi kona væri frá sama landi og maðurinn minn, tengdamamma (litli rasistinn), mágur minn og konan hans.... Fólk sem ég þekki vel, kemur úr sömu stétt og fjölskylda Madeliene litlu og hljómar eins á allan hátt. Venjulegt fólk í fríi í útlöndum.

Allt í einu fannst mér þetta mál vera komið mikið nær mér (okkur öllum) og ég hugsaði: þetta er bara venjulegt fólk eins og við hin, sem gerði hræðileg mistök. Mistök sem hefðu ekki þurft að draga neinn dilk á eftir sér en gerðu það því miður.

Við höfum flest farið með börnin okkar til útlanda og litið af þeim andartak. Það má ekki. Allt getur nefnilega gerst í útlöndum.

Einu sinni var ég strandaglópur á Kastrup með börnin mín. Ég var að fara til Keflavíkur og vélin bilaði eða eitthvað. Fluginu seinkaði um 5 klst. Sá Einhverfi var í vagni, eitthvað um 10 mánaða og Gelgjan  um 2ja ára.

Ég sat á bekk með barnavagninn fyrir framan mig og horfði á Gelgjuna skottast um í kringum litla flugvél sem var þarna börnum til skemmtunar. Allt í einu var hún horfin. Ég stóð upp og gekk hringinn í kringum flugvélina og sá hana ekki. Ég gekk fram og til baka á litlu svæði því ég þorði ekki að fara langt, og varð alltaf hræddari og hræddari. Samt trúði ég því ekki að einhver hefði tekið hana. Það er ''þetta-kemur-ekki-fyrir-mig'' syndromið. Ég var ekki farin að góla og garga eins og maður sér í bíómyndunum.

Skyndilega sé ég hana koma hlaupandi við hlið karlmanns. Hann gekk að mér og húðskammaði mig á dönsku. Ég skyldi ekki mikið af því sem hann sagði en hann hafði fundið hana eina á röltinu og honum fannst ég ekki hæf til að vera móðir.

Ég veit ekkert hverju ég á að trúa í sambandi við mál Madeleine litlu. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað skrítnara en önnur mál þar sem börn hverfa, eða hvort það virkar það bara vegna þess að það hefur verið blásið svo upp í fjölmiðlum.

Ég vona bara að þetta taki enda og gátan verði leyst. Og sérstaklega vona ég að foreldrar hennar hafi ekkert með málið að gera og fái fullvissu um afdrif litlu stúlkunnar sinnar. Ekkert er verra en nagandi óvissan.

 


mbl.is „Foreldrar Madeleine yfirgáfu ekki veitingahúsið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er löngu hætt að eiga við "þetta gerist bara í útlöndum" en það er samt eins og við séum ekki alveg búin að áta okkur á því.

Ég á þá von heitasta að litla stúlkan finnist og auðvitað heil á húfi, þó það sé ekki líklegt.  Auðvitað vona ég líka að foreldrarnir hafi ekki fyrirkomið barninu sínu og að skýring fáist á hvarfinu.

Takk fyrir góðan pistil.  Þörf áminning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 18:59

2 identicon

Fínn pistill hjá þér. Þetta mál hefur verið virkilega mikið blásið upp í fjölmiðlum og þar fara foreldrarnir með stórt hlutverk. Portúgalska löggan virðist ekkert komast áfram og ekki voru einkaspæjararáðningar McCann hjónanna að hjálpa þeim.

Ég vona svo sannarlega að fjölskyldan sameinist sem fyrst aftur, en illur bifur er í mér ... og málið virðist svo óleysanlegt. Maður vonar auðvitað það besta, því það er svo satt hjá þér: "Ekkert er verra en nagandi óvissan." 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:05

3 Smámynd: Guðný Linda Óladóttir

Ég vona innilega líka innilega að það verði einhver endir á þessu máli fyrr en seinna.

Guðný Linda Óladóttir, 25.9.2007 kl. 19:36

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað getur maður sagt? Mér finnst þetta vera mál sem okkur kemur einungis við ef það getur leitt eitthvað gott af sér - en EF, þetta er svona í pottinn búið að foreldrarnir hafi aðhafst eitthvað glæpsamlegt þá er þetta ekki bara harmleikur þeirra,  heldur alls mannkyns sem elur af sér æ fyrrtari og siðblinda einstaklinga því miður.

Edda Agnarsdóttir, 25.9.2007 kl. 19:47

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hef þá trú að foreldrarnir séu saklausir og ég vona að barnið finnist.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.9.2007 kl. 20:11

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Það er alltaf gott að setja sig í spor þeirra sem um ræðir þó bara til að minna sjálfan mann á að allt getur gerst og líka hjá okkur sjálfum og allt getur gerst á okkar litla landi....vona bara að þetta mál leisist sem fyrst veit ekki hvort ég hafi haldið að foreldrar litlu stelpunar væru sekir en ég var samt pínu hissa þegar ég heyrði að þau væru með réttar stöðu grunaðra.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 25.9.2007 kl. 20:44

7 Smámynd: Hjördís Ásta

Jaaa...eins og Guðmundur segir hér að ofan þá finnst mér þetta nú alveg pínulítið á þeirra ábyrgð líka. En ég er samt ekki að segja að þannig sé því farið með alla sem að "týna" börnunum sínum. Það getur alveg verið þannig að það sé ekki foreldrunum að kenna...mamma mín týndi mér einu sinni í Kringlunni og það var bara af því að það var einhver kona sem að koma og tók mig upp og fór með mig til securitas rétt á meðan mamma leit í einn búðarglugga.....það getur nú ekki talist henni að kenna eða hvað?

En að fara einhvert allt annað heldur en þar sem börnin eru og skilja þau bara hreinlega ein eftir finnst mér kannski svolítið ábyrgðarleysi en samt sem áður vona ég innilega fyrir þeirra hönd að allt sé í lagi með hana og hún finnist.....sem er kannski ekki líklegt en alltaf hægt að vona

Hjördís Ásta, 25.9.2007 kl. 20:56

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Auðvitað finnst mér óskiljanlegt að þau hafi skilið börnin eftir ein á hótelherbergi. Hræðilega stór séns að taka og þau eru að sjálfsögðu sek að því leytinu til. En eitt er að vera sek um ábyrgðarleysi/dómgreindarleysi, annað að hafa myrt barnið sitt.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2007 kl. 21:08

9 identicon

„Ég vona bara að þetta taki enda og gátan verði leyst. Og sérstaklega vona ég að foreldrar hennar hafi ekkert með málið að gera og fái fullvissu um afdrif litlu stúlkunnar sinnar. Ekkert er verra en nagandi óvissan.“

Tek undir þetta í einu og öllu. Ég hef hingað til ekki einu sinni leyft mér að leiða getum að einu eða neinu vegna þess að mér finnst ekkert skelfilegra en að ásaka fólk um að hafa drepið barnið sitt nema óyggjandi sannanir komi fram. Við höfum dæmi frá Ástralíu um móður sem dæmd var saklaus fyrir slíkt. Það má ekki endurtaka sig.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband