Leita í fréttum mbl.is

Fimm gelgjur í einum bíl?

 

5 kvenkyns gelgjur gista hér í nótt. Það er búið að vera mikið fjör og eftir eltingarleik og hamagang ákváðu þær að þær vildu fara út í sjoppu að leigja DVD mynd.

Ég sagði að það væri sjálfsagt en það sem þær væru fimm þá kæmust þær ekki allar í bílinn. Ekki nema heimasætu-gelgjan vildi sjá um aksturinn og ég yrði eftir heima. Þeim þótti þetta afar sniðug hugmynd, enda bara 10 ára.

En mamma, sagði heimasætu-gelgjan, getum við ekki bara verið einum of margar í bílnum? Ég sagði það vera af og frá. Slíkt og þvílíkt myndi ég aldrei láta mér detta í hug.

Það var aldeilis rekið ofan í mig því hún og Viðhengið sögðu mér frá sameiginlegri minningu sem þær ættu um að ég hefði plantað þeim báðum í framsætið á bílnum, því aftursætið hefði verið fullt af drasli.

Ég get svo svarið það að mig rekur ekki minni til þessa, og aldrei hef ég sest drukkin undir stýri með börn í bílnum, svo ekki er um að kenna áfengis-óminni. En varla eiga Gelgjan og Viðhengið sameiginlegan draum, svo eitthvað hlýtur að vera til í þessu. Kannski vorum við læstar úti og sátum af okkur rigningu í bílnum eða eitthvað........

Ég allavega þvertók fyrir að keyra út í sjoppu með þær allar í bílnum.

Veistu það Anna Mae, sagði ég við Heimasætu-gelgjuna; ef löggan myndi stoppa mig með einu barni of mikið í bílnum, þá yrði mér stungið í steininn.

Ef ég bjóst við að það kæmi móðir-mín-ekki-yfirgefa-mig-skelfingar-svipur á hana þá skjátlaðist mér illilega.

Hún horfði á mig með köldu og íhugandi augnaráði og sagði: Hvað lengi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gelgjur eru yndislegar

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

hahaha gelgjur eru geggjaðar

Sigrún Friðriksdóttir, 15.9.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 15.9.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2007 kl. 23:04

5 Smámynd: krossgata

*flissari*  Hrikalega hagsýn.  *Annar flissari* 

 .

.

(Það er eitthvað ólag á nettengingunni hjá mér og allt í henglum, engir broskallar og síður taka langan tíma að hlaðast.)

krossgata, 15.9.2007 kl. 23:48

6 identicon

Gelgjan yndisleg eins og bróðir sinn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 23:53

7 identicon

Ég skil þig svo vel ... maður fær svona augnaráð frá þeim 10 og 12 ára hér á heimilinu - en ég hef náttúrlega ekki "lifað með" þeim eins lengi og þú ... En já ... gelgjurnar eru yndislegar! 

Knús til þín og takk fyrir kommentið hjá mér.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 23:56

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég spyr í beinu framhaldi.  Hverju svaraðir þú? Ég spyr líka, hver sat eftir heima?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 00:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meil

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 00:23

10 Smámynd: Sólrún

haha snilld hún dóttir þín

Sólrún, 16.9.2007 kl. 04:03

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttlegt! Hún er engin gelgja bara 10 ára barn.

Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 08:24

12 identicon

 ........."hvað lengi?"....þetta er nú BARA snillingur

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 08:27

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fyrra gelgjuskeiðið brestur nefninlega á upp úr níu ára aldrinum. Man þegar elsta dóttir mín byrjaði að verða svona mikil gelgja á þessum aldri og ræddi þetta við kennarann hennar..hann sagði að þetta væri þekkt og kallað fyrri gelgjan hjá stelpum.  Svo kemur "seinni gelgjan" og svo erum við allar bara alltaf gelgjur í hjartanu forever!! Er það ekki??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 08:49

14 Smámynd: Rebbý

snilld - þetta hefði ég líka sagt við múttu mína á gelgjunni minni - en hef þroskast aðeins síðan og á þá bestu mömmu í heimi ....

Rebbý, 16.9.2007 kl. 11:52

15 identicon

Hahahaha  ég elska svona gelgjur.  Vildi að ég ætti eina

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 12:52

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meil til þín honey, plís svara um leið og þú sérð þetta

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 12:59

17 identicon

Ég VERÐ að fá að vita hverju þú svaraðir

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 14:42

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný og Anna (og Jenný Anna): ég sprakk úr hlátri. Grét fögrum tárum. Mér finnst barnið náttúrlega svo óborganlega fyndið að það hamlar mér í uppeldinu.

Ég lagði spurningu fyrir gelgjurnar og sú sem svaraði fékk að koma með mér og Önnu Mae í sjoppuna. Afhenti þeim sem heima sátu símann og svo hringdum við í þær til að bera saman óskir um val á mynd.

Spurningin var: hvað tákna breiðar hvítar línur á götunni. Svar: gangbraut. Íris hneppti hnossið. hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 16.9.2007 kl. 14:55

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En hvað situr maður lengi inni fyrir svona ????? 

Anna Einarsdóttir, 16.9.2007 kl. 15:24

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott Jóna, þessa aðferð hefði ég getað notað, t.d. í staðinn fyrir að panta leigubíla undir partíin hjá fimleikadætrum mínum.  Hahaha.

Meil og gá núna

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 16:33

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er hún dóttir þín sniðug.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.9.2007 kl. 16:58

22 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég verð að fá að vita það líka (hverju þú svaraðir.......)Knús.

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 17:04

23 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Bráðfyndin hún dóttir þín og týpisk gelgja.

Svava frá Strandbergi , 16.9.2007 kl. 17:08

24 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

úff ég ég horfi þá með hláturskasti fram á við því þegar mín eldri er 12 þá er yngri 10...og ef þær verða meiri gelgjur en þær eru núna þá bara hjálp sko

veit sko hvernig ég var..og er sammála Rebbý

ég á sko bestu mömmu í heimi núna 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.9.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1640372

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband