Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerir maður, þegar það er ekkert sem maður getur gert?

 

Hér sit ég á laugardagsmorgni (ok ok það er komið fram yfir hádegi en hjá mér er ennþá morgunn). Allt er rólegt. Hundur sefur í grænum sófa, kettlingur sniglast í kringum lyklaborðið hjá mér og 2 aðrar kisur sofa í hvítum baststól.

Gelgjan spilar leik á netinu og Sá Einhverfi horfir á Emil í Kattholti. Bretinn lúrir upp. Hann fór á fætur í morgun með Þeim Einhverfa sem var byrjaður, eins og alltaf, að þylja upp kynningu á Börnunum í Ólátagarði kl. 7 í morgun:

  • Berta -
  • Anna -
  • Olli -
  • Bjössi -
  • ...og so é.. Lísa (segir hann með undurþýðri stelpurödd)

Ég fékk því að sofa út. Þess vegna er ennþá morgunn hjá mér. Greinar trjánna í fallega garðinum mínum sveiflast örlítið í haustrokinu. Þau eru græn ennþá að mestu. Haustlitirnir birtast aðeins á einstaka stað.

Í dag fer Gelgjan í afmæli og í kvöld ætla 4 vinkonur að gista hjá henni. Það verður sko náttfatapartí. Allt er eins og það á að vera. 

En svo kemur símtal. Og manni er kippt niður á jörðina. Ekki sitja allir með frið á sálinni og horfa á tréin bærast í vindinum. Og hvað gerir maður þegar það er ekkert sem maður getur gert?

Æi hvað lífið getur verið flókið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ já stundum kemur vanmátturinn manni í opna skjöldu.  Vona að þetta sé ekkert alvarlegt hjá þér Jóna mín.  Sendi þér samt stuðning til öryggis.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Knús, elsku stelpa, vona að allt verði í lagi!

Guðríður Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 12:56

3 identicon

Hvers konar símtal var þetta dúlla? Vonandi ekkert alvarlegt, því að öðru leyti lítur dagurinn nokkuð vel út. Knús að norðan, og þau eru sko sterk!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:06

4 identicon

Knús til þín úr norðrinu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:12

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Illt að heyra. Það er samt töluvert sem andinn og bænir annarra geta gert. Góðir straumar til þín og þinna.

Ívar Pálsson, 15.9.2007 kl. 13:20

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi vonandi að það sé ekki alvarlegt. Jóna mín knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.9.2007 kl. 13:21

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta er ekta laugardagsmorgun sýnist mér, svona morgnar eru ómissandi.

Vonandi ekkert slæmt símtal.

Þröstur Unnar, 15.9.2007 kl. 13:22

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er að fara að , tékkaðu eftir tvær.  Hlýjar kveðjur og knús til þín dúlla mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 14:02

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Á svona stundum fer ég út í bakarí og næ í "meðððí"

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.9.2007 kl. 14:04

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Maður gerir ekki neitt og vonar það besta

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.9.2007 kl. 14:25

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Farðu á síðuna hans Jóns Steinars og hlustaðu á Eckhart Tolle...... þér líður betur á eftir ljúfan. 

Anna Einarsdóttir, 15.9.2007 kl. 14:54

12 Smámynd: Ómar Ingi

Svona Svona Jóna mín , vona að allt sé í góðu lagi núna , en svona getur jú lífið verið ....

Stubbaknús

Ómar Ingi, 15.9.2007 kl. 14:57

13 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Vonandi ekkert slæmt Jóna mín farðu vel með þig Kveðja úr sumarbústað þar sem er rok og snjókoma.

Sigríður B Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 14:58

14 identicon

Sittu kyrrlát

Dúna (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 15:24

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vonar og biður........

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 16:03

16 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 15.9.2007 kl. 16:35

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vonandi ekkert alvarlegt!

Huld S. Ringsted, 15.9.2007 kl. 17:05

18 Smámynd: Ólöf Anna

treystir á guð og lukkuna!!!

Ólöf Anna , 15.9.2007 kl. 17:40

19 Smámynd: Ragnheiður

 knús á þig mín kæra vinkona.

Ragnheiður , 15.9.2007 kl. 18:59

20 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt og að dagurinn hafi verið hinn vænsti eftir allt saman. Styrktarstraumar og knús

Bjarndís Helena Mitchell, 15.9.2007 kl. 19:18

21 Smámynd: Elín Arnar

úff símtal! Vonandi ekki eitthvað sem verður ekki í lagi á morgun.

Elín Arnar, 15.9.2007 kl. 19:18

22 Smámynd: Jens Guð

  Þetta hljómar eins og eitthvað óskemmtilegt hafi gerst.  Þetta vekur forvitni. 

Jens Guð, 15.9.2007 kl. 19:43

23 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

 

Laufey Ólafsdóttir, 15.9.2007 kl. 19:56

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Oooo... þið eruð svo mikil krútt. Ég er í fínu lagi. Takk kærlega fyrir hlýjar kveðjur.

Ég er að vinna í meðvirkninni. Þ.e.a.s. ég er að vinna í því að vinna mig út úr meðvirkninni. Það felst þá meðal annars í því að verða ekki fyrir þeim áhrifum sem ég varð fyrir í dag. Þið vitið... ekki er hægt að hjálpa þeim sem ekki hjálpa sér sjálfir.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.9.2007 kl. 20:25

25 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott hjá þér.

Þetta er nefnilega svo rétt. Það ER ekki hægt að hjálpa þeim sem hjálpa sér ekki sjálfir!!

Þá verður maður bara að sætta sig við að geta ekkert gert. Erfitt en hægt.

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 20:46

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meilímeilímeilí

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 20:56

27 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Klem,knús og kveðjur frá mér. Eigðu góða helgi/viku skvísa !!!

Sigrún Friðriksdóttir, 15.9.2007 kl. 22:41

28 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Þú varst að taka mig á taugum ég hélt þú værir með alvarlegan sjúkdóm

Farðu í Al-anon

Þóra Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 23:50

29 identicon

Mér finnst alltaf svo dónalegt, þó að vel sé meint, að skvetta framaní fólk að það eigi að fara í einhvern félagsskap til að vinna í sínum málum. Ég þoli ekki svoleiðis. Já elskan...farðu bara í Al-anon eða AA eða smelltu þér í meðferð...og þá líður MÉR miklu betur. Þóra hérna til dæmis fór næstum af taugum við að lesa færsluna og kokkaði upp alvarlegann sjúkdóm. Ekki sýnist mér Al-anon vera virka í þessu tilfelli. Dísus

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 11:52

30 Smámynd: Rebbý

skil þig svo vel - erfitt að hætta meðvirkninni .... heimurinn liggur stundum á herðum okkar

Rebbý, 16.9.2007 kl. 11:55

31 identicon

Það er altaf hægt að gera eithvað og það að fólk vilji ekki hjálpa sér sjálft er bara ekki altaf tilfellið.

Það er kannski bara orðið of veikt til að bera sig eftir björginni

mo (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 04:40

32 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Axel ég er svolítið sammála þér þarna. Held nú samt að Þóra hafi bara meint vel.

Rebbý, það er nebblega málið. Maður er svo meðvirku í meðvirkninni **fliss**

mo, auðvitað er það ekki alltaf tilfellið. Stundum er fólk orðið of veikt til að bera sig eftir björginni eins og þú segir. En hvað þegar ferlið í átt að þessum miklu veikindum er búið að vera langt langt langt langt? Átti viðkomandi þá ekki að leita sér hjálpar áður en hann varð of veikur?

Jóna Á. Gísladóttir, 18.9.2007 kl. 08:10

33 identicon

Auðvitað á fólk að leita sér hjálpa en það eru ekki allir sem átta sig á hvað er að gerast með það

Það getur verið svo margt langvarandi veikindi,meðvirkni eins og þú talar um og svo getur fólk lent í mismunandi aðstæðum í lífinu sem það kanski rétlætir líðan sína með

Engum vill líða illa þannig að ef fólk áttaði sig á því nógu snemma þá mundi það leita sér hjálpar

En því miður eru ekki allir sem átta sig á stöðu sinni í lífinu fyrr en of seint því miður og þá koma fordómarnir.

en þetta er bara mín skoðun

á annars góðu umræðuefni

mo (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1639985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband