Leita í fréttum mbl.is

Jesús hefur húmor

.

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að tla hér um auglýsingu Símans. Ég hef samt þá þörf að koma minni skoðun á framfæri.

Áhugi minn á auglýsingum er gömul saga. Sem barn, búandi hjá ömmu og afa, lék ég mér mikið ein. Ekkert af mínum systkinum bjó þar með mér. Ég dundaði löngum stundum ein inn í herbergi í dúkkuleik eða búðarleik. Algjörlega í eigin heimi. En auglýsingastef RUV náði alltaf eyrum mínum. Um leið og það hljómaði þá hljóp ég fram í stofu og horfði andaktug á auglýsingarnar. Ég man vel hvað ég þoldi illa tímann fyrir jól því þá voru bara leiðinlegar bókaauglýsingar.

Ég átti æskuvinkonu. Lilja Jóna heitir hún. Þegar ég varð örlítið eldri þróuðum við Lilja leik. Hann fólst einfaldlega í því að í auglýsingatímum stóðum við upp og lékum auglýsingarnar eftir bestu getu með miklum tilþrifum. Okkur þótti þetta afskaplega skemmtilegt.

Ég flæktist svo inn í auglýsingaheiminn á fullorðinsárum fyrir algjöra tilviljun. Ég starfaði á auglýsingastofum og á auglýsingadeild Norðurljósa í mörg ár. Bretinn er starfandi í auglýsingabransanum. Á mínu heimili eru auglýsingar krufnar til mergjar. Ég horfi mikið í tæknilegu hliðina á auglýsingu Símans. Hún er svo vel gerð að ég held varla vatni yfir því.

Mér þykir hún líka fyndin. Hvernig er ekki hægt að finnast fyndið þegar Júdas spyr Jesú hvort hann sé búin að segja Gjörið svo vel.

Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja afhverju ekki megi fjalla um atvik úr Biblíunni á spaugsaman hátt. Auðvitað eru skiptar skoðanir á því hversu fyndin auglýsingin er. Fólk hefur mismunandi kímnigáfu.  

En spurning mín er þessi: afhverju hefur trúað fólk þá skoðun að Jesú og Guð hafi enga kímnigáfu? 

Er trúin þá húmorslaus?

Samkvæmt kristinni trú erum við sköpuð af Guði. Í hans mynd. Afhverju skapaði hann okkur með kímnigáfu ef það er honum ekki þóknanlegt að við notum hana? Væri það ekki svolítið undarlegt?  Eða megum við bara ekki hafa húmor gagnvart honum/henni og hans/hennar nánustu?

Þetta er ekki mín trú. Ég er viss um að bæði Guð og Jesú hafa magnaða kímnigáfu og kunni vel að meta góðan húmor. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Kæra Jóna! Af hverju er endalaust verið að nudda okkur upp úr því að við höfum ekki húmor? Hver hefur sagt að ekki megi fjalla um atvik úr Biblíunni á spaugsaman hátt?

Símaauglýsingin er sjálfsagt bæði fyndin og vel gerð - en hún er AUGLÝSING. Þar er verið að selja gemsa. Mér finnst ósmekklegt að nota þessa sögu í þeim tilgangi. Mér fyndist líka ósmekklegt að nota jólaguðspjallið til að selja bleyjur - þótt mörgum fyndist það sjálfsagt voða fyndið.

Svavar Alfreð Jónsson, 8.9.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: halkatla

ég hljóp líka alltaf inní stofu þegar það voru auglýsingar, fannst þær svo merkilegar

halkatla, 8.9.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Foreldrar mínir gerðu líka í því að kryfja til mergjar auglýsingar á mínu heimili. Mér fannst alltaf skondið að fylgjast með þegar verðlauna átti bestu auglýsingar ársins, því yfirleitt hafði pabbi rétt fyrir sér með valið á þeim bestu og vönduðustu.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.9.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Ég er sammáa þér með það Jóna að bæði Guð og Jesú hljóta að kunna að meta húmorinn.

Ég er líka svona "auglýsinga manneskja" og enn í dag þykir mér gaman að horfa á góða auglýsingutíhí

Ásta Björk Hermannsdóttir, 8.9.2007 kl. 11:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér er eitthvað svo slétt sama um þessa auglýsingu.  Hún truflar mig ekki og mér finnst hún heldur ekki fyndin.  Er með alvarlegar áhyggjur af því, því ég hef ekki talað við kjaft sem ekki getur hlegið að henni.  Finnst þér að ég eigi að fara til sálfræðings?

Mér finnst alvarlegast í þessu máli að ég skuli ekki getað hlegið. Hm...

Kveðjur,

Húmorsnefndin

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 11:10

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, veit ekki.  Mér finnst þetta svosem ekkert fyndin auglýsing og í rauninni hefði ég alveg viljað að þeir notuðu annað efni en síðustu kvöldmáltíðina. En í dag er inn að finnast ekkert heilagt eða að það meigi gera hvað sem er með hvað sem er.  Farðu nú að drífa þig í sveitina kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 11:16

7 identicon

þegar ég sá auglýsinguna hugsaði ég það sama og þú Jóna. Mér fannst þetta fyndið atriði og ofboðslega vel gert tæknilega séð. Ég er búin að horfa oft á hana síðan og sú skoðun hefur ekki breyst. En þegar ég les kommentið hans Svavars finnst mér hann hafa nokkuð til síns máls. Kannski hefði þetta frekar átt að verða skets í Spaugstofunni heldur en auglýsing. Ég vil samt taka fram að auglýsingin særði mig ekkert. Ég er bara að segja að eftir því sem fleiri sjónarmið koma fram verð ég meira efins um að auglýsing sé rétti farvegurinn fyrir þennan húmor. Svo finnst mér Síminn eiginlega ekki eiga það skilið að fá alla þessa fríu auglýsingu miðað við allan peninginn sem ég borga í símreikninga, hvað þá miðað við það hvað það kostar að tala í græjuna sem þeir auglýsa þarna.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 11:21

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég er einn af þeim mörgu sem fannst auglýsingin bæði góð og fyndinn. En mér finnst líka allt í lagi að virða á sjónarmið presta sem finnst hún ekki viðeigandi.

Benedikt Halldórsson, 8.9.2007 kl. 11:24

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sjálfsagt má deila um tilgang húmorsins. En svona djók í spaugstofunni hefur ekki mikið öðruvísi tilgang. Þegar öllu er á botninn hvolft myndi svona grín alltaf snúast um peninga á einn eða annan hátt. Áskriftargjöld, sölu á einhvers konar varningi, sölu aðgöngumiða á skemmtun. skemmtiþáttur í sjónvarpi snýst alltaf um (þegar upp er staðið) að fá auglýsendur til að vilja auglýsa fyrir eða eftir þáttinn. Hvernig sem á það er litið myndi djókið alltaf snúast um peninga. Þannig er Ísland í dag.

Það þurfa ekki allir að vera á sömu skoðun. Þetta var bara þörfin í mér til að koma minni skoðun á framfæri.

Ég er farin í sveitina.

Jenný ég get bent þér á góðan geðlækni

Jóna Á. Gísladóttir, 8.9.2007 kl. 11:29

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er alveg ósammála þínu sjónarmiði í þessu sambandi Jóna.

 

 

Mér finnst röksemdafærslan sömuleiðis heldur klén þar sem þú berð þetta saman við Spaugstofuþættina. Vissulega fá Spaugstofumenn greitt fyrir sína vinnu en það eru laun. Vinna er seld og keypt vissulega, líka listræn vinna eins og þeirra starf er, en laun fólks eru allt annars konar sala/kaup heldur en tæknigræjur eins og GSM símar.

 

 

Ef auglýsingin væri leikþáttur þá myndi ég horfa allt öðrum augum á hana og gæti hlegið að henni. En eins og þetta er sett fram þá er það gert í þeim eina tilgangi  -  að selja gemsa s s forgengilegt græjudrasl...

 

 

Mér finnst óþarfi að ögra á þennan hátt, endilega því sem klárlega er heilagt fyrir mjög mörgu fólki. Mér finnst það bera vott um úrræðaleysi og hugmyndasnauð þess sem tekur að sér að semja efnið. Ef ég væri kaupandi efnisins (sá sem kaupir auglýsinguna af auglýsingastofunni fyirr hönd Símans) hefði ég sagt höfundinum að koma með annað, gera betur, ekki þetta.

 

 

Síminn hefur efni á að kaupa dýrustu og færustu vinnu sem finnst á auglýsingamarkaði. Þarna er einfaldlega smekkleysa á ferð, ekki helgispjöll heldur smekkleysa. Smekkleysan  er ekki bara höfundarins eða auglýsingastofunnar heldur ekki síður þess aðila hjá Símanum sem starfar við og ber ábyrgð á keyptu efni. Síminn hefur efni á að fara aðrar leiðir að markmiðum sínum.

 

 

Einungis við sjálf getum spornað við því að vera samdauna öllu bullinu sem yfir okkur gengur frá fjölþjóðlegum stórfyrirtækjum eins og GSM framleiðendum.  Við þurfum sjálf að vera ábyrg fyrir því að láta ekki hvað sem er ríða yfir okkur eins og sjálfsagðan hlut.

 

 

Oft nennir fólk einfaldlega ekki að hugsa eða hafa skoðun, finnst bara þægilegra að fljóta með straumnum. Gagnrýnin og virk hugsun er eitt það mikilvægasta sem fólk þarf að hafa sem starfar við listgreinar eins og t d auglýsingagerð.

 

 

Ég er ekki strangtrúa sem einstaklingur né heldur er ég húmorslaus langífrá. Hef mína “barnatrú” en hún hefur stundum reynst betri en engin -  en kynningarefni, ímyndarvinna og markaðsstarf er mitt fag.  

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 13:44

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

... ósköp teygðist þessi fræsla - hmm sorry beib

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 13:45

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða sveit...........

Hrönn Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 14:37

13 Smámynd: Eva

Ég tek undir hjá Jenný.... held samt að engin þörf sé á sálfræðing eins manns æði getur verið annars manns ógeð. en auglýsingin er flott tæknilagaséð.

Eva , 8.9.2007 kl. 15:09

14 Smámynd: Rebbý

alveg sammála því að þetta er mjög flott gerð auglýsing og ég á það líka til að gleyma mér yfir sjónvarpsauglýsingum 

Rebbý, 8.9.2007 kl. 15:13

15 identicon

Ég verð að segja bara "jahérna" hver er munurinn á að selja síma eða skemmtun?  Í báðum tilfellum er verið að selja eitthvað.
Þessi viðkvæmni að ekki megi segja þetta orð eða nota einhver atriði úr sögunni til að selja hvað sem er.

Viðar (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 15:30

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Viðar, ef maður lítur á gsm símtæki sem list ...... þá er að sjálfsögðu munurinn enginn.

Til hvers eru leikarar, rithöfundar, myndlistarfólk, er ekki bara hægt að láta fjölþjóðleg fyrirtæki framleiða tæknidrasl, róbóta í stað þessara óþurfta fólks ---- þetta er munurinn Viðar, hann er fólkið listamennirninr og tjáning þeirra, stundum er það skemmtun, stundum eitthvað annað.

En símtæki er bara símtæki. Dauður hlutur sem engu máli skiptir.  

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 16:22

17 identicon

Auglýsingar almennt finnast mér þreytandi. Það er fínt að skilgreina auglýsingar en ekki gleypa þær hráar.  Yfirleitt eiga þær sammerkt að vera of yfirborðskenndar.  Auglýsingin með Búkollu finnst mér samt krúttleg. Ég vona að allar ömmur og afar muni að segja barnabörnunum þá sögu (ef þið munið hana).

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 16:54

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er alls ekki að tjá mig hér um það hvort auglýsingin sé góð eða ekki. Hef ekki sagt stakt orð um það. Kjarni málsins er einfaldlega þessi:  

Er það viðeigandi/smekklegt að ögra því sem heilagt er fyrir allflestu fólki - til þess eins að  selja gsm símtæki?

Flóknara/dýpra en svona er þetta bara ekki
 

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 17:27

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er sammála Mörtu í einu og öllu og finnst skrif hennar mjög skynsamleg. Ég get litlu bætt við það sem hún segir, mikilvægt er að fólk viðhaldi gagnrýnni hugsun og tjái skoðanir sínar. Til þess er blogg vettvangurinn ekki síst hentugur og einmitt fyrir þær sakir áhugaverður.

Ágúst H Bjarnason, 8.9.2007 kl. 17:50

20 Smámynd: Hugarfluga

Það má alveg fjalla um atvik í Biblíunni á spaugsaman hátt. Ég er einfaldlega á móti því að nafn Guðs sé notað í sölutilgangi ... sem markaðstrikk. Ekki flóknara en það. Hefur ekkert með húmor Guðs og Jesú að gera.

Hugarfluga, 8.9.2007 kl. 17:56

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er algerlega húmsorslaus stangtrúarmaður! Að öðru leyti er ég sammála Mörtu.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.9.2007 kl. 18:02

22 identicon

Sæl Jóna....mikið er gaman að lesa bloggið þitt

Þegar ég sá auglýsinguna frá Símanum þá sprakk ég úr hlátri,  leikararnir eru alveg snilld og setningin "er búið að segja gjöriði svo vel" er kostuleg!! Ég er sjálf mjög trúuð en sé ekki að þetta lasti trúnna á nokkurn hátt. Það er ekki verið að niðurlægja Jesú og einungis haldið við þá "sögu" að Júdas hafi svikari.
Kannski auglýsingin fái krakka og unglinga til að spá meira í trúnna og síðustu kvöldmáltíðina??? Það væri óskandi 

Skilaðu knúsi til afmælisbarnsins......frábært hvað hann var ánægður með daginn. Vonandi fer nú að rætast úr frístundarmálunum....þetta er orðið frekar þreytt vandamál og ekki hægt að leggja þetta á foreldrana og allra síst börnin!!!

Berta María Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 18:06

23 Smámynd: Ívar Pálsson

Tæp tvö þúsund ár af innprentun, sem kalla má auglýsingar, trúboðanna skilar sér bersýnilega í þeim sem kunna ekki að meta húmor og snilld þessarar auglýsingar. Það er óborganlegt atriði þegar Jesú ranghvolfir augunum vegna Júdasar. Enga óvirðingu er að finna í þessum senum, sem lýsa undanbrögðum Júdasar á nútímalegan hátt. Allir sem stóðu að gerð þessarar auglýsingar eiga hrós skilið.

Ívar Pálsson, 8.9.2007 kl. 18:08

24 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.9.2007 kl. 18:19

25 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ívar,  ég er EKKI að tala um SJÁLFA auglýsinguna, hvort hún sé góð, fyndin, vel gerð eða hvað.

Heldur einfaldlega að nafn Guðs sé notað til að selja síma. 

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 18:24

26 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Marta ég skil hvað þú ert að fara og virði það. Við verðum bara aldrei sammála um þetta atriði. Það er svo margt annað sem er einhverjum öðrum heilagt notað í auglýsingar og skemmtiefni af alls konar tagi. Hvað sem er. Afhverju ekki Jesú? Ef Jesú hefði verið látinn drepa Júdas eða eitthvað slíkt gæti ég skilið að fólki væri misboðið. Þarna er sú saga að Júdas hafi ekki fylgt Jesú af heilum hug tekin og snúið örlítið upp á nútímann og gefið í skyn að Jesú hafi verið svolítið pirraður á Júdasi. Ég mun aldrei geta skilið hvað er svo særandi eða slæmt við það. Getur einhver sagt mér nákvæmlega hvaða atriði það er sem særir?

Ívar. Jesú að ranghvolfa augunum er ótrúlega skemmtilegt atriði í einfaldleikanum. Ég hlæ í hvert skipti.

Berta María. Takk kærlega fyrir. Já, þessi auglýsing á skjánum gæti svo sannarlega opnað umræðuna um Jesú, lærisveinana og trúna og vakið áhuga barnanna. Full ástæða líka til að nota tækifærið og ræða þessi mál við krakkana og útskýra að auglýsingin sé grín, í biblíunni segi sagan... o.sfrv.

Takk öll fyrir komment.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.9.2007 kl. 18:52

27 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jóna...

þetta var fréttinn sjálf var meiri auglýsing en auglýsingin....  Ef þú sást kastljósþáttinn þá var hann líka með umfjöllun um síman í sama þættinum. MEð öðrum orðum þá lét ríkissjónvarpið kaupa sig ... 

Þú ert nú klár kona.. þú átt ekki að láta plata þig svona.... 

Brynjar Jóhannsson, 8.9.2007 kl. 19:37

28 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Auglýsingin er vel gerð. Svo vel gerð að hún verður það sem þarf að toppa hvað tækni og vinnslu varðar.
Ég get barasta ekki fundið neitt til að gagnrýna við hana... nema kannski coke- flöskuna í prentútgáfunni :)

En Jóna.. viltu koma og kíkja á kommentið mitt við kommentinu mínu sem þú kommentaðir á ? :) Eins og fyrri daginn, þá kom þetta bara allt öfugt út úr mér og eftir að þú kommentaðir las ég yfir og sá hvernig var hægt að skilja þetta. Fór næstum því á bömmer;) 

Heiða B. Heiðars, 8.9.2007 kl. 20:08

29 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Brynjar ég er klár kona, það er rétt. hehe. Og er ekki að láta plata mig. Ég er með allt mitt hjá Vodafone og er ekkert á leiðinni annað. Þetta snýst ekki um það á neinn hátt.

heiða mín ég kíki yfir

Jóna Á. Gísladóttir, 8.9.2007 kl. 20:16

30 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég hef bara alveg misst af þessari umtöluðu auglýsingu síman. En til hamingju með einhverfa keisarann þann 7. sept. Minn keisari varð 18 ára þann 6.

Brynja Hjaltadóttir, 8.9.2007 kl. 20:28

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Brynja til hamingju með þinn keisara

Jóna Á. Gísladóttir, 8.9.2007 kl. 20:31

32 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jóna, vitanlega verðum við aldrei sammála um þetta, það er alls ekki nauðsynlegt heldur.  Þú hefur þína skoðun og smekk og ég mína skoðun og smekk, skárra væri það nú... Það var ekki tilgangur minn með skrifunum að breyta þínu áliti eins og þú eflaust veist. Ég er einfaldlega að koma mínu áliti á framfæri. 

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 21:02

33 identicon

Gleymdi að nefna í fyrra kommenti að ég hef verulega gaman af því að spá í auglýsingar. Vann einu sinni á auglýsingastofu og smitaðist þá af þessari bakteríu. Eðli málsins samkvæmt er alveg ótrúlega mikið af kreatívu og skemmtilegu fólki innan auglýsingageirans.

En BTW - ertu nettengd þarna í sveitinni? Láttu þér nú líða alveg dásamlega þarna og knús til þín frá norðankonu  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:17

34 Smámynd: krossgata

Ég horfði á þessa auglýsingu án þess að stökkva bros, kannski af því ég sá hana svo seint að Lúkasinn var alveg búinn að eyðileggja hana.  Kímdi aðeins innra með mér við "Er búið að segja Gjöriði svo vel".  Það hefur í sjálfu sér ekkert með síðustu kvöldmáltíðina að gera, heldur það að siðir/hegðun okkar sem fléttaðir eru inn í þennan hversdagslega atburð að fara út að borða saman.

Ég á ágætis samband við himnafeðgana, en treysti mér samt ekki til að segja til hvað þeim finnst um auglýsinguna.  Kannski finnst þeim atriðið fyndið, en þykir miður að það hafi verið notað til að selja síma en ekki til að koma öðrum til að hlæja.  En eins og allir vita þá er meinhollt að hlæja og Guð er örugglega fullkomlega meðvitaður um það og það er mikilvægt hlutverk í lífinu að geta komið öðrum til að hlæja.  Enda er fáum gefið að gera það vel.

Verst þykir mér að gott hlátursmeðal skuli notað í auglýsingu, því þær eiga stutta lífdaga en eru oft í of stórum skömmtum framan af.  Þá verður fólk frekar veikt, þegar það er búið að fá upp í kok af of stórum skömmtum.

Ég er þess fullviss að þeir himnafeðgar hafi mikinn húmor og fjölbreyttari en við höldum og þess vegna höfum við húmor og hann er eins þú nefnir, mismunandi.

krossgata, 8.9.2007 kl. 21:22

35 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þótt mér finnist miklu meira í ætt við frekju en fyndni þegar fyrirtæki notar söguna um heilaga kvöldmáltíð til að selja símtæki sé ég margt spaugilegt við þetta mál. Mér finnst það eiginlega alveg tröllfyndið að fólk telji Símann vera í einhverju kristniboði af góðsemi sinni með þessari auglýsingu.

Vilji Síminn stuðla að útbreiðslu kristinnar trúar eru ábyggilega margar betri leiðir til en þessi.

Ég veit að höfundur auglýsingarinnar hefur haldið þessu fram og þess vegna finnst mér líka fyndið að ekki heyrist múkk í þeim sem hvað harðast hafa gagnrýnt trúboð hér á landi. Þeir virðast þvert á móti flestir ekki eiga orð til að lýsa hrifningu sinni á auglýsingunni.

Og sé Síminn lagstur í kristniboð - hvað skyldu þeir viðskiptavinir hans segja sem ekki eru kristinnar trúar eða trúlausir?

Ég hef unnið á auglýsingastofu og þið megið treysta því að þessi auglýsing er ekker öðruvísi en aðrar auglýsingar: Hún á að selja. "Show me the money!" - með hjálp heilagrar kvöldmáltíðar. 

Svavar Alfreð Jónsson, 8.9.2007 kl. 22:00

36 identicon

Jóna mín gaman að rifja þetta upp .  Auglýsingar voru okkar helsta skemmtun yfir imbanum í gamla daga, eða ekki fyrir svo margt löngu síðan!!! Þá var ekki yfir fjölbreytninni að hafa í sjónvarpinu á þeim tíma, fyrir okkar aldur. Skemmtanagildi auglýsinga í dag eru greinilega umdeildar og er Jesús auglýsingin engin undantekning. Ég ætla nú ekki að fara að leggja neinn sérstakan dóm á hana en hún er ansi vel gerð en ég skil líka að það fari fyrir brjóstið á mörgum að Jesús sé orðin markaðsvara ef svo má að orði komast. En kannski ætti biskupsstofa að taka þetta upp og hvetja landsmenn í messur. Og varðandi húmorinn þá tek ég undir það að ef æðri máttarvöld hefðu ekki húmor þá værum við dáin úr leiðindum!

Lilja Jóna (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:37

37 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Það sýnir sig bersýnilega hérna að hægt er að setja alla trúaða í sama hatt.  Þeir sömu og hneyksluðust á viðbrögðum múslima við teikningunum fara nú offari yfir þessari auglýsingu.  Ein réttlætingin er, að hér er verið að selja eitthvað, í þessu tilviki GSM síma.  Í tilviki teikninganna af Múhameð spámanni var líka verið að selja eitthvað, dagblöð.  Vots ðe diff?

Ef  það er að vera trúaður, að fyrtast yfir gamansemi í garð trúarinnar, þá vil ég vera trúlaus.  Þegar menn geta ekki gert góðlátlegt grín að hverju sem er, sjálfum sér, lífinu og tilverunni, þá er fokið í flest skjól.

Bendi ég þeim sem þannig er komið fyrir, að horfa á Dr. Phil.

Hjalti Garðarsson, 8.9.2007 kl. 22:51

38 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lilja mín. hæ elskan.  Annað sem minnir mig alltaf á Sólheima 18; stór coke í gleri, prins póló og lakkrísrör. haha

Anna. Barast nettengd í sveitinni. ég held að maður sé haldin einhvers konar netfíkn. hehe

Krossgata. Hláturinn lengir lífið. Það er málið

Marta mín. Ég veit. ekki misskilja mig.

Svavar. Komment þín megin. hehe

Hjalti. Nú verð ég að vera mjög meðvirk og segja að þetta sé eins og mælt úr mínum munni

Jóna Á. Gísladóttir, 8.9.2007 kl. 23:05

39 identicon

Mikið dásamlega er ég nú sammála þér núna Jóna mín..  Ég held nefnilega að ef það er einhver sem hlær manna hæst þá er það hinn gamli góði Jesú.. Auðvitað skapaði Guð húmorinn og þessi auglýsing er tær snilldar húmor..

Björg F (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 23:12

40 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er búinn að vera sammála ykkur öllum hér á víxl nema prestinum, en þegar öllu er á botninn hvolft þá er mér bara alveg sama, augýsingin er jú bæði vel gerð og fyndin, ég hallast þó að þessum rökum hjá þér Jóna að þarna sé verið að snúa ævintýrasögunni langlífu yfir til nútímanns.

Enn að sjálfsögðu virði ég skoðun annara á þessari auglýsingu, en skil samt ekki hvað prestar geta verið viðkvæmir, ég held því fram að kirkjan hafi yfirleitt ekkert efni á að segja að eitthvað sé þeim ekki þóknanlegt. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.9.2007 kl. 23:37

41 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Já ok, þessa auglýsingu sá ég í fyrsta skiptið í kvöld. Mér finnst hún fín, vel gerð og skemmtileg, eins og Jón Gnarr er, í minni bók amk.

ÉG er aftur á móti pínulítið sammála Svavari að þetta snýst auðvitað um ,,show me the money" og þá er það alveg spurning hvort þessi merkilega stund úr kristinni trú eigi við í því sambandi, það er ????

Jón Gnarr er samt heppinn að búa á Íslandi því í mörgum öðrum löndum væru kristnir bókstafstrúarmenn örugglega æfir ekki sárir svekktir og pirraðir eins og þeir sem eru á móti þessari auglýsingu hér á landi og við vitum jú öll að þjóðarsálin okkar er með gullfiskaminni þannig að Jón og Síminn eru örugglega seif.

Kv. Sigurjón Sigurðsson

Sigurjón Sigurðsson, 8.9.2007 kl. 23:37

42 identicon

Jesú er á krossinum , sárþjáður , blóð og líkamsvessar vella út.  Maríurnar gráta við hlið hans og Rómverskir hermenn hlægja.  Allt í einu tekur Einn rómverskur hermaðurinn sig til og gefur honum coke cola að drekka. 

Jesú fær sér sopa og segir " það er fullkomnað"  þegar það gerist opnast himnarnir og það detta kókflöskur í hendur allra viðstaddra sem taka góðan sopa og skála...  María mey er allt í einu kominn á eldrautt bikini sem á stendur á coca cola .. og byrjuð að dansa ..  og allir viðstaddir segja  i einum kór : coke. það er fullkomnað...

Ég meina .. hvar eru mörkin??

jonas (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:44

43 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Jonas ég verð að viðurkenna að þarna finndist mér við vera komin yfir mörkin. kannski þú getir líka selt Vodafone þessa hugmynd. Logoið þeirra er líka rautt.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.9.2007 kl. 00:50

44 Smámynd: Jens Guð

  Fyrir forvitnissakir:  Á hvaða auglýsingastofu vannst þú?

Jens Guð, 9.9.2007 kl. 02:10

45 identicon

Sámmála þér Jóna. Minn Guð er allavega þannig að hann er algóður, almáttugur, fyndinn og gerir grín, elskar mig með kostum og göllum, fyrirgefur mér þegar ég geri rangt og gefur mér refsilaust tækifæri til að laga það. Einn félagi minn sagði við mig. Axel!, hvernig Guð ertu með? Ég svaraði því að hann væri ekkert alltof ánægður með mig. Djöflaðist pínu í mér þegar ég var að gera einhverja vitleysu. Þessi félagi minn benti mér á að þessi Guð væri ekkert að virka hjá mér, sem var satt. Þess vegna skipti ég um Guð – fékk mér nýjann sem virkar. Minn Guð er góður.

Mér finnst auglýsingin góð.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 02:32

46 identicon

Ef Biblían er ekki til daglegs brúks, til hvers er hún þá? Mér finnst þessi auglýsing góð og hún er vönduð. Hún er engin slysagildra eins og pitsuauglýsingin um bóndakonuna í Eyjafirðinum sem sýnir nokkra krakka á trampólíni og ekkert net í kring. Það eru sæm skilaboð en síma auglýsingin er góð skilaboð. Það er til dæmis góður siður að koma í mat á réttum tíma, að svikju ekki vini sína og svo er myndsíminn auðvitað frábær eins og samskiptatæknin í heild sinni

Fríða (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 05:46

47 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Almáttugur! Ætlaði bara að segja Amen en eftir öll þessi komment hefur það algerlega misst marks

Laufey Ólafsdóttir, 9.9.2007 kl. 08:45

48 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég skil ósköp vel presta þá sem predika Bíblíuna að vilja ekki samþykkja trúna leið til að auglýsa. (Sérstaklega þá sem fara eftir henni í einu og öllu, og taki þeir til sín sem eiga) Maður er víst sindugur þar til maður tekur trúna af heilum hug. Mark 11:15 :

" And they come to Jerusalem: and Jesus went into the temple, and began to cast out them that sold and bought in the temple, and overthrew the tables of the moneychangers, and the seats of them that sold doves; And would not suffer that any man should carry [any] vessel through the temple. And he taught, saying unto them, Is it not written, My house shall be called of all nations the house of prayer? but ye have made it a den of thieves. " (Mark 11:15-17)

  Ég er ekki sönn í minni trú en reyni að fylgja boðorðunum 10 þó ég viti fátt annað um hvað stendur í Biblíunni.

http://money.cnn.com/2005/04/12/news/midcaps/jesus_dolls/index.htm?cnn=yes 

Þetta væri líka ekki í vilja Jesús. 

Ég hef ekki neina skoðun annað en að þetta er tæknileg auglýsing og nútíminn (hefur sýnt sig), er smekklaus miðað við það sem Biblían segir og sumt myndi ekki líðast á þeim tímum sem er samt liðið í dag.

 Jesús sagði "Sá yðar sem sindlaus er, kasti fyrsta steininum"

Ásta María H Jensen, 9.9.2007 kl. 10:40

49 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.9.2007 kl. 11:01

50 identicon

Ekki að það skipti höfuðmáli, en auglýsingin gegnur út á að kynna nýja tækni (3G), ekki símtækin sjálf þó þau séu þarna með.

lesandi (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 12:41

51 identicon

Ég trúi á Jesú og er bókstafstrúar. Mér finnst þessi auglýsing frábær. Auðvitað hefur Jesús húmor. Hann er ekki þessi refsandi Guð sem margir vilja vera að láta heldur líknandi og huggandi og skemmtilegur.Ótrúlegt hvað fólk nennir að vera að rífast um trú og ekki trú. Ég nenni því ekki en held mig við mína skoðun á trúmálum og gef öðrum leifi til að vera ósammála mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 12:46

52 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætla ekki að tjá mig um þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2007 kl. 17:12

53 Smámynd: Ómar Ingi

Prestar eru misjafnir eins og aðrir í auglysingabransanum eða öðrum starfsgreinum , flestum fannst og finnst auglysingin fyndin og velk gerð og heppnuð og móðgar fáa.

Held nú að Biskupsstofa ætti að hugsa meira um hvað er að hjá þeim en auglysingum og uppfæra úldnar reglur og leyfa fólki að gifta sig þrátt fyrir að vera af sama kyni.

Guð er í okkur öllum og flest höfum við húmor

Eitt er líka deginum ljósara að án trúarbragða væri heimurinn betri.

Amen

Ómar Ingi, 9.9.2007 kl. 21:58

54 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mér finnst þessi frásögn Axels skemmtileg og raunhæf og Ómar góður.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.9.2007 kl. 22:08

55 identicon

Hvað um allt tal um trúmál eða húmor eða eitthvað annað þá hefur þessi auglýsing hitt í mark og vakið umtal ,til þess eru jú auglýsingar að vekja umtal og tengja hlutinn sem selja á við ákveðinn atburð ,í þessu tilfelli síðustu kvölsmáltíðinna. Þetta er tær snilld .

Gummi (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 08:42

56 Smámynd: Áddni

Röng eða rétt, smekklaus eður ei, þá er auglýsingin í það minnsta fyndinn. Eða alla veganna í fyrstu 2-3 skiptin.

Ég skil að sumir heittrúaðir eða "rétttrúaðir" láti þetta fara fyrir brjóstið  á sér. En ég hef aftur á móti enga samúð með þeim.

Mér finnst fráleitt af fólki að gagnrýna auglýsinguna sökum þess að hún sé að afskræma eitthvað í þeirra trú. Það er einfaldlega ekki rétt, þar sem að aðalkjarnanum í sögunni er haldið. Hér er einfaldlega ný túlkun á ferð. Hversu oft hefur tekstanum í Bibilíunni ekki verið breytt í aldanna rás ? Við skulum ekki gleyma að Bibilían er ekki heilagur sannleikur fyrir alla, heldur ritstýrt bókmenntaverk.

Að fólk skuli móðgast yfir þessu segir mér bara að það lifi í ótta í sinni trú! Hræðslu við Guð. Hver vill trúa í ótta ? Og hvað þá heldur á guð sem að ekki hefur skopskyn.

Það er ekki góður guð, og fylgjendur hans ekki heldur. 

Áddni, 10.9.2007 kl. 11:10

57 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þessi auglýsing er smekklaus og misbýður mér. Það er verið að nota einhverja helgustu frásögn helgrar bókar í gróðaskyni.

Ég er samt ekki viss um að auglýsingin sé guðlast, eða brot á 2. boðorðinu (þú skalt ekki leggja nafn Guðs við hégóma.) Farsími getur tæpast talist hégómi í dag, hann er nytjahlutur og nauðsynlegt öryggistæki í mörgum tilfellum. 

Theódór Norðkvist, 10.9.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband