Leita í fréttum mbl.is

Fékkstu þér silikon í sumar?

brjóst

Dagurinn byrjaði nokkurn veginn eins og ég var búin að plana. Ég vaknaði 06:45 og dreif mig út. Vel klifjuð af tösku með sunddóti, fötum fyrir daginn, andliti (þ.e. make-uppi) og hárvörum. Jiminn hvað það er plássfrekt að vera kona. Í fleiri en einum skilningi.

Það runnu á mig tvær grímur þegar ég sá aðeins örfáa bíla fyrir utan sundlaugina. Og þá mundi ég það. Laugin er lokuð vegna viðhalds til 17. september takk fyrir.

Ég brunaði því niður í Laugardalslaug og fór í smá nostalgíu kast því þarna fór ég í sund sem barn og sótti mitt skólasund. Hef ekki komið þangað í fjölda ára. Svei mér þá ef baðverðirnir eru ekki þeir sömu.

Ég dreif mig í einn ljósatíma á sunnudaginn til að fólk fengi ekki ofbirtu í augun þegar ég mætti í sund en ég uppskar aðeins tvöfalda athygli út á humarbleikan húðlitinn. Brann svona skemmtilega í ljósabekknum. Og þegar maður er svona breiður þá nær ljósabekkurinn ekki utan um þetta svo ég er með hvíta náttúrulega Adidas rönd niður með báðum hliðum.

Ég næstum því drukknaði á fyrstu 100 metrunum... sumpart vegna kulda held ég. En svo fann ég mig í þessu og synti bringusund, baksund og hundasund til skiptins. Synti nú samt bara 300 metra því ég var orðin svolítið sein eftir flakk á milli sundlauga.

Svo tók við púlið í búningsklefanum. Koma sér í leppana yfir vel brennda og viðkvæma húð. Klína á sig andliti og reyna að fela bleika litinn í andlitinu. Og svo hárið maður. Ákvað að ég gæti bara ekki staðið í þessu á hverjum morgni. Þvo mér um hárið og blása það þurrt. Hárgreiðslumeistarinn minn setur extra tíma á mig því hárið á mér er svo lengi að þorna. Svo ég keypti mér sundhettu. Svona smokkadæmi. Mátaði hana þegar heim kom fyrir Gelgjuna, Viðhengið og eina skólasystur í viðbót. Tók nokkur dansspor til að auka á niðurlægingu Gelgjunnar.

Í vinnunni var haft orð á því hvað ég væri brún. Sólarpúðrið er semsagt alveg að virka og einhverju hefur ljósatíminn skilað.

Í kvöld var fyrsti Herbalife heilsuklúbbsfundur eftir sumarið og það er ljóst að ég er ekki ein um að hafa eytt sumrinu í að éta. Fríða vinkona og stuðningsmamma með meiru mældi á mér kroppinn og ég bannaði henni að finna síðustu mælingar fyrir sumarfrí, til að bera saman. Hún gat samt ekki stillt sig og fletti upp 3 mánaða gamalli mælingu. Jiiiiii fékkstu þér silicon í sumar?

 Svo hló hún. Helvítið á henni.

Stundum veit Gelgjan hvað hún syngur. Minntist hún ekki eitthvað á huge brjóst um daginn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

You kill me girl.  silicon  haha,já það er erfitt að vera kona þegar maður er svona mikil KONA  farðu rólega í megrunina, mér fannst þú nú bara flott þegar þú komst til mín.  Vona að vinnuvikan gangi ekki fram af þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna þegar sjálfsíronía er annars vegar, ert þú snillingur!! Loveu

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Rebbý

Náttúruleg Adidasrönd er bara cool - segi það og skrifa 

Rebbý, 27.8.2007 kl. 23:32

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er með spurningu fyrir þig getur Herbalife  hjálpað manni til að fitna ???

Kristín Katla Árnadóttir, 27.8.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það passar þér fínt að hafa Adidas sportrönd Jóna... fer þá ekki á milli mála að þú ert komin í heilsuræktina. 

Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 23:43

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ásdís mín þakka þér fyrir. Það er ótrúlegt hvað hægt er að klæða af sér.

Jenný mín. lofjútú

Rebbý. ekki viss... haha

Kristín. Já. eins og flestir næringardrykkir er Herbalife líka notað til að byggja upp og bæta á sig. En auðvitað verður það að gerast með mat. Ertu búin að fá niðurstöður frá lækninum

Jóna Á. Gísladóttir, 27.8.2007 kl. 23:44

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

anna. Það er rétt . ég ætti eiginlega að fara fram á greiðslu frá Adidas fyrir að auglýsa svona vel fyrir þá.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.8.2007 kl. 23:48

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var hringt í mig í dag þarf að fara  á morgun aftur í blóðprufu   það var eitthvað að  er fasstandi núna fer snemma á morgun .

Kristín Katla Árnadóttir, 27.8.2007 kl. 23:52

10 Smámynd: Jens Guð

  Þú hefur greinilega klikkað á að bera á þig Banana Boat Dark Tanning Lotion #4 fyrst að þú sólbrannst.  Og fyrst að þú klikkaðir á því þá hefur þú sennilega líka klikkað á að bera á þig sólbrúnkufestandi Banana Boat After Sun Body Lotion sem viðheldur brúnkunni í u.þ.b. 2 mánuði. 

  Ég fékk sennilega tölvupóst frá þér í dag frá Flugleiðum Cargo.  Þú átt tæplega margar alnöfnur. 

Jens Guð, 28.8.2007 kl. 00:02

11 Smámynd: Jens Guð

  Fyrir forvitnissakir:  Hvert fórstu í ljósabekk?

Jens Guð, 28.8.2007 kl. 00:03

12 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, frábær lesning. Kannast alveg við adidas röndina, en vissir þú að adidas stendur fyrir skammstöfuninni á "all days I dream about sex"? Mátti til

Bjarndís Helena Mitchell, 28.8.2007 kl. 00:30

13 Smámynd: krossgata

Jiii silikon, pent orðað hjá konunni.  Kemur ekki svefnherbergisgreiðsla undan sundhettunni annars?  Svona heilsumorgnar eru hið flóknasta mál.

krossgata, 28.8.2007 kl. 00:30

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég bætti á mig níu kílóum með Herbó...maður fær sér bara shake eftir matinn...og Bingó. 3svar á dag..eða þannig var það í mínu ungdæmi. Kannski komnar nýjar reglur...kannski ég fari að fara í svona átak. Er föl og brjóstalítil eftir veðrið í sumar..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 00:33

15 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ótrúlega ertu dugleg Þetta er greinilega enginn smá morgunndagskrá

Hebakveðjur 

Guðrún Þorleifs, 28.8.2007 kl. 06:28

16 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Hæ krútt.
Fell alveg fyrir skemmtilegu fólki og þú ert skemmtileg og góður penni.

Njóttu dagsins :)

Sigurjón Sigurðsson, 28.8.2007 kl. 07:12

17 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Alltaf jafn gaman að lesa þína pistla.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 07:31

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær lesning.

Erum við þá nágrannar, mín laug er líka lokuð vegna viðgerða til e-ð í sept. Það er æðisleg nýja laugin í Mosó.

Nivea Body Lotion, Summer Beauty, Firming Gradual Tan - klikkar ekki og þú getur sleppt sólarbekkjum

Marta B Helgadóttir, 28.8.2007 kl. 08:19

19 identicon

Ég efast um að ég nái að sjá þig svona blettótta, röndótta ... en það verður að hafa það. Ég get hins vegar sagt þér það að ég skil þig vel. Sjálfur hef ég lent í því að vera á sólarströnd og haldandi að ég hafi þakið mig allan í 30+ sólarvörn ... only to find out að mér hafði tekist að gleyma lærahliðunum og þar voru helmingaskipti: rautt brennt og hvítt skært ... og svo náði ég lófafari á rauða hlutann ... ! Mikið grín gert að þessu hjá mér.

Annars er þetta flott myndefni sem fylgir færslunni!

Knús til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 11:47

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kristín min. Þú leyfir okkur að fylgjast með þér.

Lísa. Þú vilt ekki koma í laugina og sjá mig. no no no

Jens  Alltaf samur við sig. Notar hvert tækifæri til að koma sínu á framfæri. Sem er hið besta mál. Ég klíndi einhverju á mig sem átti að vera vörn. Greinilega ekki virkað rassgat. Smart sólbaðsstofa var það. Ég spáði mikið í hvort þetta værir þú þegar þú gafst mér upp e-mail adressuna. Kunni ekki við að spyrja en fór á síðuna þína til að athuga hvort adressan þín væri var. Varst þetta ekki líka þú sem hringdir?

Bjarndís. Nú vil ég fá að vita hvort þetta er satt

Krossgata. Komst að því í morgun að þetta heldur aldrei alveg þurru. En skárra en ekki neitt samt. Ekki beint svefnherbergisgreiðsla

Katrín. Einmitt. Takk fyrir staðfestingu

Guðrún. Voða dagskrá en þess virði

Sigurjón. Takk kærlega fyrir krúttlegt komment

Gunnar Helgi og Arna. Takk fyrir það dúllurnar mínar

Marta. Sennilega erum við þá nágrannar . Getur ekki verið tilviljun. Ég hef ekki farið í ljós í ein 6 ár en mikið djöfull lifnaði yfir andlitinu á mér við þetta. En þetta geri ég ekki meira en 1 sinni á ári kannski hér eftir, þetta er svo óhollt. Ég þarf að kynna mér þessi brúnkukrem öll

Doddi dúlla. Við erum þá tvö í Adidas liðinu. Já, konan á myndinni er pen og fín með lítil brjóst.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 12:02

21 Smámynd: Jens Guð

  Það skýrir hvers vegna þú sólbrannst að þú skulir hafa farið á Smart.  Þar á bæ flytja menn inn sín eigin krem.  Eftir því sem ég best veit þá er engin sólvörn (SPF) í þeim kremum.  Ég tel mig muna rétt að hafa lesið í bæklingi frá þeim þar sem mælt er gegn sólvörn.  Þess vegna er fólk alltaf að sólbrenna þar.

  Láttu mig vita næst þegar þú ferð í ljós og ég skal senda þér sýnishorn af alvöru sólkremum.

  Jú,  það var gamli maðurinn sjálfur sem hringdi.  

Jens Guð, 28.8.2007 kl. 13:49

22 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Er þetta fólk eitthvað sjónskert í kringum þig eð sanslaust? Sílikon hvað og mæling hvað eftir þrjá mánuði?

Afhverju verða brjóst á konu eins og silikonbrjóst á þremur mánuðum?

Neei ég segi sona!

Edda Agnarsdóttir, 28.8.2007 kl. 14:00

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jens. Aldrei að vita nema ég taki þig á orðinu. Annars sagði stelpugopinn í afgreiðsunni að það væri vörn í kreminu.

Edda mín. Mæling. með málbandi. Mikill munur á mælingu í vor og svo aftur núna. Ertu eggggggiiii að fattta etta kona? STÆRRI BRJÓST SKILURU 

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 14:21

24 identicon

Heldurðu að mín hafi ekki farið í heilsuræktina í gær og í dag, í gær klukkutíma labb úti, í dag bretti og lóð. Svei mér þá, ég held að ég hafi smitast af bloggvinkonu.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:14

25 Smámynd: Ívar Pálsson

Bráðskemmtileg að vanda!

Ívar Pálsson, 28.8.2007 kl. 18:16

26 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jóna, Edda heldur að þú sér bomm

Marta B Helgadóttir, 28.8.2007 kl. 20:25

27 Smámynd: Marta B Helgadóttir

....ólétt

Marta B Helgadóttir, 28.8.2007 kl. 20:26

28 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Anna ég er stolt af þér. Keep it up darling

Ívar minn þakka þér fyrir

Marta. Er það?

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 20:52

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ertu það?

Hrönn Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 21:30

30 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það finnst mér harka að rífa sig upp um miðja nótt til að fara í sundlaug sem er opin allann daginn fram á kvöld og synda svo í þokkabót, þetta er mjög léleg nýting á fjáfestingu og svefni en vel farið með líkama, sál og vökutíma.

Ég er líka í báðum adidas liðunum er með svona heila sem - já og svona húð sem brennur og er ennþá köflóttur eftir Danmerkurferð í sumar s.s. fyrir rigningu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.8.2007 kl. 21:36

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hrönn. NEI. þó það mætti halda það

Högni  vil gjarnan fá skýringu á afhverju þetta er léleg nýting á fjárfestingu

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 21:43

32 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Mínu aðhaldi var frestað þangað til á morgun...

bara svona að segja..

En þú ert dugleg, ég er svo óheppin að vera ósynd, annars væri ég duglegri við þetta, annars er ég að pæla í að vera dugleeg að fara með drengina í sund..

en bara þegar ég er orðin nógu hot

Og ég er líka allt í einu á móti ljósabekkjum, það er líka pirrandi, því ég er svo hvít

Þannig að þú verður orðin hot way á undan mér Jóna mín

Guðríður Pétursdóttir, 28.8.2007 kl. 21:47

33 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Láttu ekki sona kona. Við erum báðar ómótstæðilega hot nú þegar

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 22:03

34 Smámynd: krossgata

Smá fræðsla um adidas af því það er svo mikið til umræðu  

1.  Fyrirtækið Adidas var stofnað 1948 og nefnt eftir stofnanda þess Adolf (Adi) Dassler.

2.  Einhver hefur áður nefnt hér skammstöfunina A.D.I.D.A.S. sem stendur fyrir All day I dream about sex, en það er lag með Korn og kom út 1996.

Gagnslaus-fróðleiks-nördinn kom upp í mér. 

krossgata, 28.8.2007 kl. 22:16

35 Smámynd: Þröstur Unnar

Vil meira blogg, kjelling

Þröstur Unnar, 28.8.2007 kl. 22:22

36 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Bara þetta, rúmið mætti nota lengur og þannig fyr að borga sig niður.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.8.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1639997

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband