Leita í fréttum mbl.is

Dagskrá vikunnar - Spjallið við Guð gleymdist

 

Í dag er Dagskrá vikunnar borin út á 75.000 heimili. Þetta tiltekna tölublað er merkilegt fyrir þær sakir að í því birtist bloggfærsla eftir moi. Þetta þótti mér gaman, en það sem mér þykir leiðinlegt er að einhver mistök urðu í uppsetningunni. Það vantar niðurlagið á textanum í blaðinu. Einmitt þar sem Sá Einhverfi situr að spjalli með sjálfum Guði.

 Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég bara drullufúl yfir þessu.

Því set ég hér link inn á færsluna eins og hún birtist 8. ágúst.

http://jonaa.blog.is/blog/jonaa/entry/282006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Jóna er sá einhverfi sonur þinn, finnst örlítið pínlegt að þú skulir vera að bloga um hans fötlun.

Eiríkur Harðarson, 30.8.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Alheimurinn

Ég er mjög sáttur og fylgist með úr fjarlægð.

Alheimurinn, 30.8.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Og þér er bara fúlasta alvara með það Eiríkur? Á ég að fela hann einhvers staðar eins og gert var í gamla daga? Hvernig var þetta aftur með Ingjaldsfíflið?

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 13:42

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er með heila heimasíðu um son minn sem er einhverfur... segi sama og Jóna: Á ég að fela hann?

Las pistillinn þinn, Jóna

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.8.2007 kl. 13:47

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Og færslan er enn jafngóð.....

Takk fyrir þessa upprifjun. Maður verður eitthvað svo góður innra með sér að lesa þetta

Hrönn Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 13:55

6 identicon

Góð færsla hjá þér Jóna og til lukku með að komast í Dagskránna. Ég komst nokkrum dögum eftir að ég byrjaði að blogga í Blaðið . En gaman að lesa færsluna um Ian son þinn, ég er hins vegar dálítið hneyksluð á þessari færslu hjá þessum Eiríki hér að ofan. Commentið hans lyktar af fordómum og vil ég segja við þig Eiríkur, grow up. Hvað finnst þér eiginlega pínlegt að Jóna skuli vera að blogga um son sinn?

Það er ekkert eðlilegra en að blogga um það sem er manni næst, börnin manns, stoltið manns, hversu veik/sjúk/heilbrigð þau eru. Foreldrar fatlaðra barna verða að fá að tjá skoðanir sínar hér á blogginu til jafns á við foreldra heilbrigðra barna og það ekkert til að skammast sín yfir.  Ég verð brjáluð þegar ég sé svona færslur hjá fólki eins og þér sem er ekkert nema þröngsýnin.

En Jóna, gangi ykkur vel með Ian.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:57

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ það er þessi hugsunargangur sem býr til fordómana að það megi ekki blogga um fötlun barnsins síns. Gamall hugsunargangur að allt sem er "ekki normalt" eigi að vera í felum. Hvenær ætlar fólk að læra að það sem er öðruvísi en normalið  gerir lífið svo áhugavert.

Ég sé ekki þessa dagskrá Jóna en var búin að lesa færsluna þína og fannst hún rosalega góð.

Huld S. Ringsted, 30.8.2007 kl. 13:59

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Jóna mín ég man eftir þessar færslu en gangi þér vel með drengin þinn

Kristín Katla Árnadóttir, 30.8.2007 kl. 14:12

9 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég skil Eirík að vissu marki, þetta er angi af umræðunni sem kom upp þegar Sigmundur Ernir gaf út bók um fötlun dóttur sinnar og var víst ansi persónulegur þegar kom að einkamálum hennar. Ég hef ekki lesið hana og get ekki dæmt um það. Ég hef aftur á móti unnið mikið með fötluðum og oft hugsað um hve fólk fer mikils á mis sem aldrei kynnist þroskaheftum. Þegar Jóna segir frá syni sínum gefur hún frábæra innsýn í líf þroskaheftra sem allir hafa gott af að heyra og svo lengi sem hún talar ekki um hluti sem engum koma við og hann getur ekki varið sig fyrir vegna greindarskerðingar sinnar, þá fæ ég ekki betur séð en að þetta sé allt í himnalagi.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 30.8.2007 kl. 14:17

10 identicon

Hæ,hæ gaman að vera komin með þig sýnilega á bloggið mitt.

Mér fannst færslan þín um Ian góð og finnst skrítið að þeir hjá dagskránni skildu ekki hafa birt hana alla því þetta var svo sætt. En með þennan Eirík, ég held  að fólk sem lætur svona sé eitthvað að fela og sé að beina athyglinni frá sér sjálfu

skondrumamma (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 14:33

11 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er auðvitað frábært að fá birt eitthvað eftir sig einhvers staðar. Til hamingju með það Jóna. En við skulum ekki hrauna yfir Eirík þó hann hafi sagt það sem honum finnst. Allt í lagi að vera málefnaleg en engin ástæða til að valta yfir manninn. Ég er ósammála honum, en ætla ekki að fara að gera honum upp einhverjar skoðanir og tilfinningar sem ég veit ekkert um hvort hann hefur eður ei.

Markús frá Djúpalæk, 30.8.2007 kl. 14:41

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg hvað ég og Einar urðum pirruð þegar það vantaði uppá færsluna.  Hefði mátt hafa færri myndir og koma textanum að.  Þeir birta þetta örgla bara aftur.  Þessi færsla er yndisleg. 

Pirringinn í forpokuðu fólki leiðir maður hjá sér.  Sumir eru líka á því að maður eigi ekki að blogga um alkahólisma og bataferli, en þeir hinir sömu vilja vera inni í skáp og eiga að halda sig þar áfram.

Það er bara fallegt að lesa færslurnar þínar um Ian, Gelgjuna og Bretann, fullt af húmor, kærleika og sollis gúmelaði.

Love u honey

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 14:57

13 identicon

Það getur ýmislegt farið úrskeiðis í nútímasamfélagi hraða og spennu. Eitt stóru blaðanna var næstum farið út á götu með flennistóra mynd á forsíðu af Elísabetu annarri og Díönu prinsessu, en tilefnið var rifrildi þeirra í millum. Yfir myndinni var fyrirsögnin "Englandsdrottning reið tengdadóttur sinni" þessu var afstýrt á elleftu stundu en því miður komst ekki upp að niðurlagið á feiknagóðri færslu þinni hafði "týnst í flutningum" fyrr en Dagskráin var komið í prentsmiðju.

Skrifin hinsvegar voru það góð að ég er nokk viss um að allir sem lásu hafa fundið sér leið á bloggið þitt í framhaldi og ef einhver ekki kveikti á því að síðan þín er heimsóknar virði þá er ég einmitt að skrifa nokkrar línur um þetta í næsta blað og bendi þá á síðuna til að fá niðurlagið.

En það er gaman að sjá kröftug viðbrögð og ég vona að það verði til þess að þið verðið í bandi ef þið rekist á skemmtileg skrif, Dagskráin tekur við ábendingum á efni@dagskra.is og væri gaman að heyra í sem flestum.

Kær kveðja, Skrifari.

Skrifari (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 16:01

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Somewhere over the rainbow

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 16:02

15 identicon

Guðmundur, ég sá ekki kommentið þitt fyrr en ég var búinn að "senda"

En kúdós! þetta er hugarfarið! Til þess var nú leikurinn gerður, að benda á platínum bloggara sem gaman er að lesa.

Kveðja, Skrifari.

Skrifari (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 16:04

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Amen skrifari!
Ef að ég væri að vinna þarna þá þætti mér þetta ógissla leiðinlegt! Síst af öllu vildi ég að ein af mínum uppáhalds yrði snuðuð um sætasta hluta bloggsins síns í Dagskrá vikunnar!

Heiða B. Heiðars, 30.8.2007 kl. 16:24

17 Smámynd: Ómar Ingi

Æ Æ Æ

Aulaskapur er þetta hjá þeim

en samt fín auglysing fyrir þig

Ómar Ingi, 30.8.2007 kl. 16:30

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða góð, hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 16:32

19 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta var einmitt ætlunin með því að orða commentið svona, að fá einhver sýnileg viðbrögð við svona fordómarugli einsog ég skrifað.i Öll sjáiði á höfundarmynd minni að fordómar gegn fötluðum, væru það síðasta sem ég myndi skrifa í athugasemd.

Mín kæra Jóna.Aðra eins perlu í blogvinahópi mínum á ég ekki auðvelt með að finna.

Elísabet Lára. Þú ættir nú að hugsa áður en þú sakar fatlaðan mann um fordómasemi.

Jenný Anna. Forpokaður er ég ekki og ekki er ég pirraður þessa stundina.

Allir aðrir. Takk fyrir viðbrögðin, það er greinilegt að Jóna á fleiri dygga lesendur en mig. TAKK TAKK TAKKelskurnar mínar fyrir öll (jákvæðu viðbrögðin)

BESTU ÞAKKIR FYRIR MIG. 

Eiríkur Harðarson, 30.8.2007 kl. 17:50

20 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Æ!æ! Það er svo létt að maður verði misskilin á blogginu... been there, done that. Ég skammast mín fyrir að ekki læra af reynslunni. Ég bið þig afsökunar fyrir mínar hugsanir, kæri Eiríkur  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.8.2007 kl. 17:55

21 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Alltaf jafn góð Jóna :) ... frábært að Dagskrár-skrifarinn skuli koma með leiðréttingu, því mestu gullkornin voru jú í samtalinu við Guð.

Bloggknús og kveðja :)

Hólmgeir Karlsson, 30.8.2007 kl. 18:18

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eiríkur. Kæri bloggvinur. Þú náðir mér þarna. En samt ekki. En þú hefur valdið mér heilabrotum í allan dag skal ég segja þér . Hef einmitt haldið að þú ættir við fötlun að stríða og skildi þetta barasta ekki. Ég er fegnari en þú veist að þú meintir þetta öðruvísi en við tókum því.

Og öðrum vil ég þakka fyrir að verja kellinguna (mig sko)

Gunnar Helgi ég hef ekki séð síðuna. Ég þarf að kíkja á hana

Takk elskurnar öll fyrir komment. Þið eruð svo góð við mig.

Heiða ég er viss um að ef þú ynnir þarna þá myndi þér sko finnast þetta ógisslega leiðinlegt

Kæri Skrifari. Takk fyrir innlitið, birtinguna og fyrirfram fyrir ábendinguna/leiðréttinguna í næsta blaði

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 18:52

23 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Velkomin www.alster.nu

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.8.2007 kl. 18:55

24 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, hann Eiki okkar hefur nú fengið sinn skammt af fötlun, en stendur sig eins og hetja. Hann hefur gaman af að hrista upp í fólki og tókst það greinilega. Ég elska þessar færslur um Ian hann er dúlla og þú lika Jóna mín. Hvenær kemur framhald af sögunni. ??

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 19:01

25 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ef sumir viss'um suma
það sem sumir gera við suma
þegar sumir eru frá..
Þá vær'ekki sumir við suma
eins og sumir eru við suma
þegar sumir eru hjá

Guðríður Pétursdóttir, 30.8.2007 kl. 19:42

26 Smámynd: Hugarfluga

Æ, ég verð nú að vera sammála Elísabetu Láru. Skil ekki alveg hvað fæst út úr því að espa fólk upp bara til að fá "sýnileg viðbrögð við fordómarugli". En gott og vel ... allir eru sáttir og það er nú fyrir öllu.    Annars Jóna, vona að þú haldir skrifunum áfram og látir ekki deigan síga. Þú ert rétt að byrja að feta stiginn upp á toppinn og hann getur verið brattur stundum. Síðan kemstu í æfingu og að lokum nærðu toppnum. Be sure.

Hugarfluga, 30.8.2007 kl. 19:47

27 Smámynd: krossgata

Til hamingju með birtinguna  og vonandi opnar hún einhverjar dyr, hvort sem það þarf margar eða fáar.  Pistlarnir þínur um Bretann, Gelgjuna og þann Einhverfa eru alltaf fullir af hlýju og snerta iðulega viðkvæma strengi, a.m.k. hjá mér.

krossgata, 30.8.2007 kl. 19:52

28 Smámynd: Guðný GG

Sæl Jóna , ný hér á blogginu en er búin að lesa færsluna og hún er alveg yndisleg .Til hamingju með þetta og núna þýðir ekkert að gefast upp með nýjan laptop og trilljón hvatningar . Bók út fyrir jól og komasso ......

Guðný GG, 30.8.2007 kl. 20:06

29 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Loksins ertu búinn að slá í gegn Jóna, eða þannig.

Georg Eiður Arnarson, 30.8.2007 kl. 22:36

30 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það sést ekki vel á myndinni Eiríkur hver þú ert eða að þú sért fatlaður, við sem búum á Suðurlandi þó sérstaklega einhverjar daglengdir út frá Selfossi vitum hver er þarna á myndinni og við vitum líka að þú hefur alsendis ekki farið með veggjum en sennilega er það þín vegna sem umburðarlyndið er eins mikið og það er gagnvart gangandi og auðvitað hjólandi vegfarendum í þessari líka þröngu umferð fyrir framan Kjarnann og bókasafnið á Selfossi, ég veit ekki með Ásdísi en ég sá þessa færslu bara ekki fyrr en núna auðvitað áttirðu Eiríkur að stoppa það að fólk væri að senda þér tóninn, en ég er sammála hugarflugu um að það er gott að allir eru sáttir.

Mér finnst gaman Jóna að fá tækifæri til að "kynnast" Þeim einhverfa og vona að þú haldir áfram að segja okkur "sem höfum það svo gott að vera normal" frá ykkur því að það þroskar mig og ekki veitir af.

Þarna kom ein birting Jóna, talandi um höfnunina, svo kemur önnur og svo önnur og einn daginn getum við hér sagt við fólk og bent á mynd af þér í bókaauglýsingu ÉG þekki þessa konu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.8.2007 kl. 22:42

31 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég þekkjana.

Þröstur Unnar, 30.8.2007 kl. 22:46

32 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Mig langar að kynnast henni betur....þess vegna les ég bloggið hennar reglulega

Við eigum ýmislegt sameiginlegt er lengi búin að blogga um rafvirkjann minn, unglinginn og gulldrenginn samt ekki á á moggabloggi heldur á blog.central

En hlakka til að fylgjast með þér Jóna

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:54

33 identicon

Knús á þig Jóna mín, alltaf jafngott að lesa bloggið þitt.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:16

34 identicon

Ef þörf var á að stytta gat þá ekki liðið haft samráð við þig um hvað dytti út??? (pirringskarl) En til hamingju með birtinguna á þessari yndislegu bloggfærslu - Ég er montin af því að eiga þig fyrir bloggvinkonu  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:24

35 identicon

Anna lastu ekki útskýringuna frá skrifaranum í blaðinu? Það var ekkert verið að stytta miðað við þær útskýringarnar. Mér finnst þið frekar neikvæð. Búið að viðurkenna þetta sem mistök og lofa að laga það. Vonandi hættir Dagskráin ekki að birta bloggfærslur vegna harðra viðbragðra hérna. Er þessu blaði ekki dreift í 100 þúsund eintökum eða eitthvað álíka og bloggarar fá varla betri auglýsingu. Eða hvað? 

Erna (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:45

36 Smámynd: Dórinn Sjálfur

Ég er nú búinn að lesa öll komment hérna og verð bara að spyrja Önnu.
Ertu með athyglibrest? Hver var að stytta færslur?
Til hamingu með athyglina Jóna, dagskráin varð til þess að ég kíkti hérna inn, er það svo slæmt?

Dórinn Sjálfur, 30.8.2007 kl. 23:48

37 identicon

Nei - erna - það fór fram hjá mér í öllum þessum kommentum. Og miðað við það fannst mér ég ekkert voðalega neikvæð  Og ef blaðið hættir að birta bloggfærslur vegna kommenta hérna á hvaða forsendum væri það þá?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:52

38 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Sæl.

Ég var að lesa fæsluna um Guð og dregninn þinn. Falleg færsla.

Til hamingju með þetta.

kv Sigríður 

Sigríður Jónsdóttir, 30.8.2007 kl. 23:54

39 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Krakkar þið gerið mig feimna.

Erna  ég held við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að Dagskráin hætti við að birta blogg. En þar sem maður er alltaf sinn harðasti gagnrýnandi þá fannst mér færslan vera hvorki fugl né fiskur vegna þess að það vantaði hluta að henni. Auðvitað varð ég soldið fúl. Og þeir á Dagskránni skilja það fullkomlega.

Dórarinn. Ekki vera vondur við hana Önnu mína. Það er enginn skyldugur til að lesa öll kommentin. Skrifarinn hefur bara farið fram hjá henni. Ég er glöð að þú skyldir líta við og vona að þú gerir það sem oftast.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 23:58

40 identicon

Jóna sín fær stórt knús núna - alla leið að norðan

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 00:02

41 Smámynd: Jens Guð

  Það er aldeilis furðuleg sú afstaða að einhverf börn,  vangefin börn,  geðveikir eða aðrir fatlaðir einstaklingar eigi að vera felum.  Að það megi ekki brosa af broslegum hliðum þessa fólks.  Við sem teljumst (mis) heilbrigð eigum að vera yfir það hafin að brosa einungis að því sem er broslegt við okkar tilveru.  Þeir sem falla utan við "normið" eiga að vera í felum.  Það má ekki á þá minnast.  Þetta eiga að vera falin börn Evu.

  Mér þykir aðdáunarvert þegar ættingjar fólks sem fellur utan við "normið" fjallar um þá einstaklinga á sama hátt og aðra.  Föðursystir mín var geðveik og tók sitt líf.  Sumir ættingjar mínir fara í baklás þegar rifjuð eru upp  brosleg tiltæki hennar.  Ég vil meta Lullu frænku sem jafningja okkar ættingjanna - hvað það varðar að öll höfum við gert eitthvað sem að má brosa að.  Ég hafna því að einungis eigi að tala um Lullu frænku í vorkunnar tóni.  Allir voða alvörugefnir og hneykslaðir ef skondin atvik henni tengd eru rifjuð upp.

  Mér þykir frábært að hægt sé að tala um alla eins og hverja aðra einstaklinga.  Burt séð frá þeirra sjúkdómum.  Sumt í þeirra lífi er dapurlegt.  Annað er broslegt.  Það á ekki að þurfa að fela neitt.  Svona er þetta.  Það er jafnvel betra að horfa á broslegu hliðar vandamálsins fremur en reyna að fela það.

  Auðvitað eru vandamál út af fyrir sig ekki brosleg.  En einstaklingar með frávik eru ekki eitthvað sem á að sópa undir teppi.  Lítum frekar á og umgöngumst þá sem hluta af litrófi lífsins.  Með kostum þeirra og göllum.  Þess vegna broslegum kostum.   

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 01:44

42 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

maður ætti kannski bara að fara að láta kalla sig Ingjaldsfíflið

Því til heiðurs

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 31.8.2007 kl. 10:25

43 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Syngdu og það á stundinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 10:36

44 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Skil vel að þú sért fúl af því það vantaði endinn. Ég tók strax eftir því og leitaði að endinum á sögunni út um allt blaðið en auðvitað án árangurs

Svava frá Strandbergi , 31.8.2007 kl. 15:47

45 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 31.8.2007 kl. 17:44

46 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

I´m on vitamins úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 19:51

47 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Óþolandi að missa þennan gullmola neðanaf færslunni. Ég ætla strax að leita að þessari sjónvarpsdagskrá Yndisleg færsla samt sem átti vel skilið birtingu. Til hamingju með það

Laufey Ólafsdóttir, 31.8.2007 kl. 20:40

48 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að senda þér meil.  Kíkja í innbox strax takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 23:18

49 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jens. Normið er afstætt. Það er rétt.

Ása Hildur.

Guðný þú ert aldeilis minnug

Jenný ég er fegin að heyra það

Laufey mér fannst það líka . Takk

Jóna Á. Gísladóttir, 31.8.2007 kl. 23:47

50 Smámynd: Halla Rut

Þessi pistill var alveg frábær hjá þér og ég fékk tár í augu þar sem þetta stendur mér svo nærri. Þetta sem Eiríkur skrifar er einmitt nokkuð sem ég hef  orðið vör við.  Fólk vill ekki vita af þessu og finnst þetta einhvern vegin skammarlegt og vill halda fötluðu fólki í felum og þá sérstaklega andlega fötluðum. Þegar tímarnir breytast eru alltaf einhverjir sem sitja eftir og svo er í þessu tilfelli. Því er það svo mikilvægt að fólk í okkar stöðu tölum og skrifum eins mikið um okkar fólk og við getum.  Upplýsingar eru vesti óvinur fordóma og skilningsleysis.

Ég segi oft einhverfu brandara (eins og við köllum þá í minni fjölskyldu) og hef gert svo í 13 ár en ég á frænda sem er með dæmigerða einhverfu sem hefur sagt og gert svo margt spaugilegt í gegn um árin. Þeir geta líka verið svo fyndnir með sín augljósu athugasemdir sem eru oft svo sannar en engin kann við að segja það upphátt.

Halla Rut , 1.9.2007 kl. 02:56

51 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Mikið ofboðslega er hann sætur. Var að lesa færsluna og myndin af honum er æðisleg.  

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 1.9.2007 kl. 07:50

52 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Jóna: Þú ert áhugaverðasti bloggvinur minn í ágúst.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.9.2007 kl. 10:27

53 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Halla mín. Einhverfu brandarar eru með þeim bestu. hehe. Við erum of föst í staðalímyndum. Allir eiga að vera mjóir og fallegir, heilbrigðir á geði og líkama, vinna eins og það sé no tomorrow og eiga nóg af peningum. ég held við þurfum að einbeita okkur að því að víkka út normið.

Gunnhildur. Takk kærlega fyrir. Já en er svakalegt krútt

Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 10:32

54 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

haha. það er ekki amalegt Gunnar Helgi. Takk fyrir það.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1639864

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband