Leita í fréttum mbl.is

Nauðgunarlyfið út af lyfjaskrá - hagur okkar allra

 

Heiða bloggvinkona hefur verið að kanna mál sem snertir okkur öll, hvort sem við viljum sjá það eða ekki.

Í mars á þessu ári sagði Heiða frá því á blogginu sína að hún hefði kynnt sér svefnlyfið Flunitrazepam. Flestir kannast betur við það undir nafninu Rohypnol eða nauðgunarlyfið.

Hún skrifaði m.a.: 

''Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti ''kostur'' lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.''

 

Á síðu Heiðu eru nánari og ítarlegri upplýsingar um lyfið og svör sem hún fékk frá Landlæknisembættinu í þessari ''könnunarferð'' sinni.

Þrátt fyrir að auðveldlega væri hægt að nota önnur lyf fyrir sjúklinga í stað Flunitrazepam, hefur lyfið ekki verið tekið út af lyfjaskrá.

Heiða hefur nú beðið okkur (bloggara) um aðstoð til að vekja athygli á málinu, með því að blogga um það og/eða senda Lyfjastofnun tölvupóst. Hann má vel vera saminn af ykkur sjálfum eða bara copy/paste á textann hér undir: 

 

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki fólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi barnanna okkar sem og annarra ástvina hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist að hafa þetta hættulega lyf í umferð

 

Virðingarfyllst

Jóna Á. Gísladóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

TAKK!!

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

heiða mín ekki nema sjálfsagt að maður reyni að leggja eitthvað að mörkum þegar aðrir sjá um að ganga í verkin fyrir mann. Sjálf á ég 10 ára dóttir, 16 ára stjúpson og á það alveg til sjálf að fá mér neðan í því niðrí bæ og verða kærulausari fyrir vikið. Snertir okkur öll. Framtakssemina vantar hins vegar og ég er þér þakklát.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 20:40

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þó það væri ekki nema með þessu framtaki... þá heldur það að minsta kosti umræðunni gangandi... Eins og heiða sagði við mig.. þá er þetta ekki bara um verslunarmannahelgi..

Brynjar Jóhannsson, 23.8.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Áfram svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2007 kl. 21:55

5 Smámynd: krossgata

Það þarf pota í risann öðru hvoru og vekja hann.

krossgata, 23.8.2007 kl. 22:02

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2007 kl. 23:02

7 identicon

Búin að koma þessu á framfæri á blogginu mínu líka. Frábært hjá Heiðu.

BTW: Frábær dagur í dag - knús til þín

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 23:26

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mér sýnist fólk bara hafa tekið nokkuð vel við sér með þetta.

Anna. Þetta var alveg yndislegt. Við höfum norðan-heiða ferð sterklega í huga.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 23:33

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég lenti í þessu Takk fyrir Jóna mín ég mun aldrei gleyma þessu.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.8.2007 kl. 23:54

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

sendur af stað með nesti og nýja skó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 00:02

11 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ditto ... og komið á bloggið mitt líka

Hólmgeir Karlsson, 24.8.2007 kl. 00:05

12 identicon

Burt með þetta óþverra lyf

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 00:08

13 Smámynd: Ólöf Anna

Ólöf Anna , 24.8.2007 kl. 00:38

14 Smámynd: Jens Guð

  Frábært hvað undirtektir eru góðar við þessu þarfa máli sem Heiða er að berjast fyrir. 

Jens Guð, 24.8.2007 kl. 00:52

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

halló Hafnarfjörður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 01:06

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jæja góðan daginn mín kæravoðaleg bloggleti er þetta?  Ertu í sólbaði? Muhahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband