Leita í fréttum mbl.is

HEFNDARŢORSTI - glćpasaga - 4. og síđasti hluti - ekki fyrir viđkvćma

 

Honum vegnar ágćtlega í starfi. Vinnur sig upp í sölustjórastöđu. En eina fólkiđ sem hann á samneyti viđ eru vinnufélagarnir og ađeins á vinnutíma. Kvöldunum eyđir hann einn í lítilli leiguíbúđ.

Hann hefur hvorki vilja né löngun til ađ elda ofan í sig og pantar nćr undantekningarlaust mat af kínverskum veitingastađ í nágrenninu. Snćđir yfir sjónvarpinu. Einn og yfirgefinn. Eina manneskjan sem hann hittir utan vinnutíma er sendillinn sem kemur međ matinn til hans. Hann heldur ađ ţađ sé kona er getur ekki veriđ viss. Líkaminn er svo undarlega ólögulegur og andlitiđ er huliđ sólgleraugum og trefli. Sama hvernig viđrar.

Hann er ekki heill heilsu. Fćr óútskýranlega hitatoppa og magakrampa. Sumar nćtur kastar hann upp margoft og vaknar morguninn eftir slappur og valtur á fótunum. Heilsan fer versnandi en lćknarnir finna ekkert ađ honum.

 

Tuttugu og ţriggja ára lćtur hún til skarar skríđa í fyrsta skipti. Eftir ađ hafa komiđ fyrsta fórnarlambinu á kné og svipt ţađ allri mannlegri reisn sat hún fyrir honum. Sljóvgađi međ nákvćmlega réttu magni af lyfjum. Nógu miklu svo hann vćri ósjálfbjarga en nćgjanlega litlu til ađ hann skildi hvađ vćri ađ gerast. Vissi hver hún var. Ţegar hún fann hnífinn sökkva inn í hold hans og lífiđ fjara úr líkamanum helltist yfir hana fölskvalaus gleđi. Frá ţeirri stundu varđ ţessi nýuppgötvađa gleđitilfinning drifkrafturinn í lífi hennar.

 

Ţrjátíu og sjö ára er hann sem farlama gamalmenni. Heilsulaus og rćndur allri lífslöngun. Börnin hans eru löngu orđin honum fráhverf og hann hefur hvorki andlega né líkamlega burđi til ađ berjast fyrir ást ţeirra og virđingu. Hann hefur brugđist ţeim finnst honum. Öll sjálfsvirđing er honum horfin.

 

Nćstu ár voru bestu ár ćvi hennar. Einu árin í lífi hennar sem henni hefur fundist hún hafa fullkomna stjórn. Vald. Tilfinningin er svimandi.

Án allra mannlegra tilfinninga braut hún ţá niđur hvern á fćtur öđrum. Og á réttum stađ, á réttum tíma náđi hún ţeim á sitt vald međ lyfinu góđa. Skemmtilegustu og mest sálarhreinsandi andartökin eru ţegar ţeir skilja hver hún er. Og fullvissan um ađ ţeir hafi engu gleymt.

Ţeir vita hvađ bíđur ţeirra og ţeir vita hvers vegna. Hún gćlir viđ ţá hvern á eftir öđrum og nýtur ţess ađ horfa á viđbjóđinn í svipnum á ţeim yfir afskrćmdu útliti hennar. Svo fćr blóđiđ ađ renna undan hnífnum.

 

Hann drekkur ótćpilega. Sćkir sömu stađi og rónar bćjarins. Gamlar syndir ásćkja hann meira en nokkru sinni fyrr. Brjótast upp á yfirborđiđ eftir ađ hafa veriđ kćfđar niđur í fjölda ára. Hann situr og drekkur ţar til sársaukinn er bćrilegur. Ţar til raddir fortíđar hćtta ađ ásćkja hann. Ţá fer hann heim. Ef heimili skyldi kalla.

 

Hún er ţreytt. Sálin er ţreytt en ekki buguđ. Lokaverkefniđ er senn í höfn en hún hefur gert nýjar áćtlanir. Hún treystir á hjálp frá honum. Treystir á, ađ ţrátt fyrir allt sem á undan er gengiđ, bćrist enn međ honum vottur af ást á lífinu. Enn sé von til ţess ađ hann berjist til ađ halda ţví.

Međ ţá trú í farteskinu bíđur hún eftir honum eitt vorkvöld ţegar hann kemur heim. Í ţetta skiptiđ er lyfiđ óţarft.

 

Ţau standa og horfa hvort á annađ. Augnaráđ hennar logandi af hatri og einbeitingu. Hann er skelfingu lostinn yfir ţeirri hryggđarmynd sem blasir viđ honum. Kona međ hálft andlit og undarlega skakkan líkama. Ţar sem áđur voru fingur vinstri handar er ađeins samankrepptur hnefi, hrukkóttur af brunaörum. Fingur hćgri handar halda um kjötöxi og án ţess ađ hún segi orđ, veit hann hver hún er.

Hann undrast ţennan skyndilega ţrótt sem hann finnur fyrir. Í fyrsta skipti í langan tíma finnst honum hann finna blóđiđ streyma um ćđar sínar. Viljinn vaknar af dvala. Hann er ekki tilbúinn til ađ fara. Hann skynjar hatriđ sem streymir frá henni. En hann skynjar líka sorgina og óbćtanlega kvölina. Sem hann skapađi. En hann á einskis kosta völ.

Átökin eru hatrömm en undarlega stutt. Fyrr en varir stendur öxin í holdi.

Sigrihrósandi glampa bregđur fyrir í auga stúlkunnar. ''Ég vann'' hvíslar hún.  Verkefninu er lokiđ og sársaukinn er horfinn. Líkaminn fellur í gólfiđ og óendanlegur friđur er yfir andlitinu.

Augnaráđ hans er tómt og starandi. Hendurnar skjálfa ţegar hann tekur upp símann.

Međ blikkandi ljósum og vćlandi sírenum kemur vonin til hans. Vonin um ađ endurheimta sál sína og friđ, sem hvarf í ljósum logum fyrir margt löngu, međ skúrnum í syđsta enda skólalóđarinnar......

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dís

Vááá.. ţetta var biđarinnar virđi.. Nú vil ég ađra sögu  Ţú ert snillingur

Birna Dís , 9.8.2007 kl. 15:37

2 identicon

Takk fyrir mig.

Markús (IP-tala skráđ) 9.8.2007 kl. 15:47

3 Smámynd: Ragnheiđur

Rosalega góđ saga ! Ţú ćttir endilega ađ skrifa fleiri sögur !

Ragnheiđur , 9.8.2007 kl. 16:09

4 identicon

Frábćr saga. Bíđ spennt eftir meira. Bestu kveđjur, Sóley

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráđ) 9.8.2007 kl. 16:19

5 Smámynd: Georg Eiđur Arnarson

Og óskarinn fćr, ..........................

Georg Eiđur Arnarson, 9.8.2007 kl. 16:23

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Birna Dís. Gleđur mig ađ heyra

Verđi ţér ađ góđu Markús. Takk fyrir lesturinn.

Hrossiđ. Ég geri ţađ.

Sóley. takk takk. vonandi ţarftu ekki ađ bíđa lengi

Georg. Ertu búin ađ skrifa kvikmyndahandritiđ?

Dúa. what happened to ţumlar.... í fleirtölu

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 16:27

7 Smámynd: Ólöf Anna

mögnuđ saga. Alveg frábćr. Ţú fćrđ alla mína ţumla upp

Ólöf Anna , 9.8.2007 kl. 16:34

8 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

mjööög flott.. !! klappedíklapp og já ţumlar upp.. í fleirtölu

Guđríđur Pétursdóttir, 9.8.2007 kl. 16:51

9 identicon

Vá,  mikiđ svakalega var ţetta mögnuđ saga. Ég sé bara kvikmyndahandrit og alles fyrir mér. Jóna, hef ég einhvern tíma sagt ţér hvađ ţú átt mikiđ ađ koma ţessum sögum í bók??? OK, ég man ţađ núna, ég hef sagt ţađ mörgum sinnum. Takk fyrir mig! 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráđ) 9.8.2007 kl. 17:02

10 identicon

Mögnuđ saga, ríghélt mér. Mér fannst skáletrunin mjög hjálpleg. Mađur vissi alltaf nákvćmlega hvar mađur var í tíma. Bravó!

Anna Ólafsdóttir (IP-tala skráđ) 9.8.2007 kl. 17:16

11 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Ég hef ekki áđur gert vart viđ mig hér, ţó ég hafi litiđ inn af og til. Núna stenst ég ekki mátiđ! Frábćr, spennandi lesning, hnitmiđađur stíll og ótvírćđir hćfileikar. Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ ţér í framtíđinni. 

Ég er međ 10 ţumalfingur - ţeir snúa allir upp  

Ingibjörg Margrét , 9.8.2007 kl. 17:16

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

ţetta var  snilldar saga og finnst mér ađ ţú ćttir ađ leggja ţetta fyrir ţig ađ skrifa. ég panta áritađa  bók strax!

Huld S. Ringsted, 9.8.2007 kl. 17:30

13 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Biđin var ţess virđi, ég tímdi ekki ađ opna glćpasögubók Mannlífs til ađ klára, vildi frekar skáletranir ţínar og ţađ. Ţetta er dúndursaga. Vona ađ skáldsagan sé á leiđinni. Nú er bara ađ setjast niđur og byrja! Ţú ert algjör snillingur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 18:17

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jćja Jóna. Hvađ getur mađur sagt eftir öll ţessi komment sem ég er fullkomlega sammála.

"Ţađ er skáldsins hamingja, skáldsins sorgar- og sigurgjöf, ađ geta opnađ útsjón yfir tilveruna og lífiđ og innsýn yfir hug sinn og hjarta, svo ađ mađur grćtur - og ţegir." Ţetta reit Gunnar Gunnarsson.

Edda Agnarsdóttir, 9.8.2007 kl. 19:27

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég segi bara sama og ţeir sem á undan mér komu.  Úff, Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 19:29

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég verđ bara ađ segja ţú ert snillingur. Og komdu međ ađra sögu fljótlega. Húrra fyrir ţér.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2007 kl. 19:31

17 Smámynd: Ţröstur Unnar

Snilld.

 Copy-Past-Prent-Innbinding-Sala á svörtu - Me rich.     

Ţröstur Unnar, 9.8.2007 kl. 19:37

18 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Meirihattar......meirihattar og alveg meirihattar!!!!

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 20:03

19 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Jóna.........!

 Ţú átt alla mína ađdáun!

Hrönn Sigurđardóttir, 9.8.2007 kl. 20:15

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ći hvađ ţiđ eruđ ógisssslega sćt viđ mig. Ég fer bara hjá mér.

Edda takk kćrlega fyrir textann. Hann fer beint í skissubókina mína.

Ţröstur minn ţetta hefur ţegar veriđ gefiđ út (reyndar í örlítiđ öđruvísi útgáfu) og ţótti nú ekki ţess virđi ađ greiđa fyrir ţađ .

Anna. Já, mig minnir ađ ţú hafir sagt ţetta áđur

Anna IP tala og Ingibjörg. Takk fyrir innlit. Ţađ er alltaf gaman ađ sjá ný andlit (nöfn) innan um ţessa yndislegu bloggvini mína.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 20:30

21 Smámynd: Jens Guđ

  Ţetta er snjöll saga.  Uppbyggingin góđ.  Hlađiđ undir spennu sem heldur dampi allan tímann.  Óhugnađur en samúđ međ söguhetjunni.  Ţetta virkar ekki eins og stílćfing heldur eins og saga eftir vanan rithöfund.  Sagan og framsetningin (hrađar klippingar á milli fortíđar og nútíđar) hentar vel í stuttmyndarform.

  Ef ég myndi rýna í handritiđ fram og til baka međ mjög gagnrýnu hugarfari útgefanda myndi ég áreiđanlega finna einhver lítilfjörleg smáatriđi sem mega betur fara.  En sagan greip mig svo sterkt ađ ég lifđi mig inn í hana viđ lesturinn og hugsađi bara um ţá mynd af framvindunni sem hugurinn framkallađi.  Ţađ segir mest um gćđi ţess texta sem mađur les.

  Mikiđ var ég feginn ţegar ég sá ađ ţú birtir síđustu tvo hluta sögunnar í dag án ţess ađ ég vćri búinn ađ lesa hluta 3.  Spennan var orđinn ţannig ađ mér ţótti gott ađ geta lesiđ báđa síđustu hlutana á einu bretti. 

  Ţú ţarft ađ gera eitthvađ meira viđ ţessa sögu en birta hana einungis á blogginu.  Ef ţetta vćri framlag á prófi í bókmenntafrćđi vćri einkunnin A sanngjörn. 

Jens Guđ, 9.8.2007 kl. 21:23

22 Smámynd: krossgata

Mér fannst verst ađ hún skyldi enda..... ţ.e.a.s sagan.  Stundum vill mađur ekki ađ sögur endi.

krossgata, 9.8.2007 kl. 22:02

23 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Meiriháttar Hlakka til ađ sjá meiri skrif frá ţér í framtíđinni. Vona ađ ţú haldir ţig á ţessari skrifbraut 

Marta B Helgadóttir, 9.8.2007 kl. 22:04

24 Smámynd: Hugarfluga

*hrollur* Dáist ađ ţér ađ geta skrifađ svona vel og raunverulega, en hrćđist á móti umfjöllunarefniđ. Köllum ţetta bara "óttablandna virđingu", darling.

Hugarfluga, 9.8.2007 kl. 22:09

25 Smámynd: Guđrún Ţorleifs

Mögnuđ stelpa, alveg mögnuđ!!! Fegin ađ ég beiđ međ ađ lesa ţar til allt var komiđ.

Guđrún Ţorleifs, 9.8.2007 kl. 22:15

26 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Jens. gaman ađ heyra ţetta. ţessi saga birtist í bókinni Glćpir sem kom út međ Mannlífi síđast. Ég hef ađeins breytt hér orđalagi og örlítiđ uppbyggingu á lokasprettinum. Takk fyrir hrósiđ.

Takk dúllurnar mínar. Ég mun halda áfram á skrifbrautinni. Eđa reyna ţađ.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 22:22

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 23:08

28 Smámynd: Ása Hildur Guđjónsdóttir

Takk

hrollur og gćsahúđ

Meira meira............

Ása Hildur Guđjónsdóttir, 9.8.2007 kl. 23:34

29 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ţetta er kingimögnuđ saga hjá ţér Jóna, var ađ lesa hana núna frá upphafi til enda ...

Hólmgeir Karlsson, 9.8.2007 kl. 23:53

30 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég sit hérna međ hroll og gćsahúđ, en finn líka fyrir einkennilegri gleđi eđa réttara sagt hrifningu yfir ađ lesa ţessa frábćru sögu. Ég veit ađ ţú verđur frćgur rithöfundur. Til hamingju međ ţessa hćfileika Jóna.

Svava frá Strandbergi , 10.8.2007 kl. 00:10

31 Smámynd: Elín Arnar

Bíđ spennt eftir bókinni

Elín Arnar, 10.8.2007 kl. 00:46

32 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Snillingur - snillingur.....! 

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 10.8.2007 kl. 08:17

33 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Spennandi saga, óvćntur endir.

Takk fyrir mig.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 10.8.2007 kl. 09:39

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ţetta komment á ţessa fćrslu er nr. 39, er ađ hífa ţetta upp í 40

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 10:13

35 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

PLING ţetta er komment nr. 40 (sorríhefekkertađgerakall)

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 10:44

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm. vitlaus kall

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 10:44

37 Smámynd: Hugarfluga

http://martasmarta.blog.is/blog/marta/entry/282696/#comments

Svo ţetta fari ekki framhjá ţér, Jóna.

Hugarfluga, 10.8.2007 kl. 11:48

38 Smámynd: Guđný Linda Óladóttir

Flott saga

Guđný Linda Óladóttir, 10.8.2007 kl. 13:40

39 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Jóna, meiliđ ţitt kemur til baka međ out of office. síminn er 8658698

Ásdís Sigurđardóttir, 10.8.2007 kl. 13:55

40 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásdís ţađ má alltaf reyna ađ senda lögguna međ meiliđ bara en án gríns ţá fćr Jóna meiliđ ţrátt fyrir ţessa meldingu.

Smjúts,

Ađstođarkona höfundar

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 14:14

41 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ţú verđur     ţegar ţú verđur stór. 

Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 11:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband