Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Þrjár Þjóðhátíðar í Eyjum og Benny Hinn
Þrisvar hef ég farið á Þjóðhátíð í Eyjum. Skemmti mér konunglega í öll skiptin.
Fyrsta skiptið var ég fimmtán ára. Systir mín bjó í Eyjum á þessum tíma og ég fékk að fara undir því yfirskini að ég væri að fara að heimsækja hana. Sem og ég var. Eyddi samt litlum tíma undir hennar þaki. Aðeins yfir blánóttina.
Í annað skiptið var ég 24 ára og flaug frá Bakka með tveimur vinkonum mínum. Á þeirri Þjóðhátíð gerði ég allt sem ég gat til að koma vinkonu minni saman við einhvern breskan hljóðmann. Í dag gengur hann undir nafninu Bretinn í bloggheimum.
Í þriðja skiptið fór ég í félagi við Todmobile og má segja að ég hafi upplifað Þjóðhátíðina ''baksviðs'' í það skiptið. Eina Þjóðhátíðin sem ég var edrú allan tímann.
Að fara á Þjóðhátíð er sannkallað upplifelsi. Brekkusöngurinn og flugeldasýningin eru náttúrlega barasta gæsahúðarmóment og jákvæð múgsefjun. Algjörlega yndislegt. Það er stórkostleg upplifun að sjá 10 þúsund haugfulla Íslendinga setjast á rassgatið eins og þæg leikskólabörn og kyrja gamla útileguslagara og lög eftir Ása í Bæ með laglausan mann á kassagítar sem forsöngvara. Og hrópa awwww.... óóóóó... vááááá með tárin í augunum yfir glæsilegri flugeldasýningu.
Benny Hinn nær ekki upp betri stemningu á sínum besta degi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Maður finnur bara til skammar. Sjá hve heilaþvottur hefur mikil áhrif.
Halla Rut , 5.8.2007 kl. 01:41
Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er engu lík.
Að hafa fengið tækifæri til að spila á henni gleymir maður aldrei.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm til vinsælasta bloggara Íslands.
Karl Tómasson, 5.8.2007 kl. 01:46
Jóna mín!!!
Þú kallar mig alltaf Tomma, ég heiti Kalli Tomm og er alltaf kallaður Kalli.
Pabbi minn var reyndar kallaður Tommi þannig að ég fíla þetta allveg.
Bestu kveðjur frá GildruKarli.
Karl Tómasson, 5.8.2007 kl. 01:50
Aldrei orðið svo fræg að vera á Þjóðhátíð. Tek þín orð góð og gild og græt af hryggð. Muhahaha þannig að þú hittir Bretann á Þjóðhátíð? Eitthvað gott hefur hún þá leitt af sér. Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 01:58
kannski þekkti ég pabba þinn í fyrra lífi eða eitthvað Tommi minn... Kalli meina ég . Ekki hef ég hugmynd um afhverju ég tók upp á þessum fjanda. Ég bið hér með um leyfi að kalla þig báðum nöfnum eftir behag. Díll?
Hvenær spilaðir þú svo á Þjóðhátíð Kalli minn Tomm
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 01:58
Jenný mín ekki gráta. Ég kannaðist aðeins við Bretann fyrir þjóðhátíð. Við stunduðum Gaukinn grimmt bæði og sáumst þar reglulega áður en eitthvað fór að gerast á milli okkar. bara svona svo það sé á hreinu.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 02:01
Með Gildrunni 2003. Það var geggjað!!!
Karl Tómasson, 5.8.2007 kl. 02:14
Jói Eiðs?
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 02:15
Jói Eiðs hvað.
Ert þú að meina söngvarann???
Karl Tómasson, 5.8.2007 kl. 02:19
meinti: Söng Jói Eiðs ekki með Gildrunni?
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 02:21
Nei. Söngvari Gildrunnar er Birgir Haraldsson.
Hlustaðu á lag á spilaranum hjá mér sem heitir Fiðringur. Lagið er eftir Bigga og textinn mig.
Þú verður að hlusta á það fimm sinnum til að fíla það.
Karl Tómasson, 5.8.2007 kl. 02:25
Ég hef farið einu sinni á Þjóðhátíð en þá bjó ég líka í Eyjum. Það var náttúrulega fráfært að kynnast því hvað hún gengur út á, en var samt eitthvað voða glöð að geta bara farið úr dalnum og heim til mín yfir nóttina þegar ruglið var orðið sem mest. Og mér fannst alveg nóg að fara einu sinni.
Þessi Benny er eitt það mest creepy sem ég hef séð í langan tíma Ojjj
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 03:01
Anna, alltaf gott að hafa þak yfir höfuðið frekar en segldúk. Undir þakinu er líka vanalega sturta og vatnsklósett, sjampó og hárblásari, rúm og sæng. Verulega ljúft.
Benny Hinn er óhugnalegt fyrirbrigði.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 03:04
Til Eyja hef ég aldrei komið !! kannski á ég það eftir, orðin of gömul fyrir þjóðhátíð. Benny er hættuelgur vikvæmum sálum tel ég. Kveðja á kisu mína og ykkur.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 09:23
Ég hef aldrei komið til Eyja.Benny hinn það er nú skrítin fugl. ÚFF
Kristín Katla Árnadóttir, 5.8.2007 kl. 09:55
Ég hef aldri komið við Vestmanneyja, hvað þá á Þjóðhátið. En ég hef komið í Grímsey .., ég veit ekkert um Benny Hinn, ég veit ég er skrítin skrúfa, og það versta við þetta allt er, að mér er alveg sama finn bara ekkert fyrir þessu. Ætli ég sé lasin ?
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 11:46
Stórmerkilegur dialóg milli Kalla Tomm og höfundar síðunnar sem reyndar er verðlaunabloggari dagsins (hátíðarkall). Meilímeilí(flutukall)
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 11:52
Æjjji Jóna - nú er ég aftur farin að sjá eftir því að hafa ekki farið! Hélt maður væri öruggur í bloggheimunum frá svona freistingum!
Birna Dís , 5.8.2007 kl. 12:32
Ég hef farið þrisvar sinnum á Þjóðhátíð líka, og stemmningin þar var alltaf jafn frábær - þrátt fyrir að veðrið hafi á köflum verið í blautara lagi. Ég man eftir því þegar ég var bara einn að labba á milli hvítu tjaldanna og það er hóað í mig og ég spurður hvort ég vildi ekki lunda með kartöflum og smjöri ... mér fannst þetta svo frábært og stuttu seinna ... svo ofboðslega gott. Það er þessi tilfinning sem ég elska við Eyjarnar um Þjóðhátíð ... gestrisnin, stuðið og stemmningin.
Kærar kveðjur úr draugabænum Akureyri (bara djók, smá skot, bara djók ... )
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 13:48
Hef einu sinni orðið svo frægur að fara á þjóðhátíð, hlutur sem er bara algert möst, á æviskeiði hverrar manneskju ungrar sem aldnar. Muna bara eftir að redda sér húsnæði í almennilegu sloti, ef viðkomandi er kominn af léttasta skemmtiskeiðinu.
Þessi þjóðhátíð er bara SNILLD.
Eiríkur Harðarson, 5.8.2007 kl. 14:22
Er að sjóða Lundann, nú er bara að mæta.
Georg Eiður Arnarson, 5.8.2007 kl. 14:22
Hef aldrei gerst svo fræg að fara á skipulagði útihátíð yfir höfuð og finnst ég ekki sakna neins. Er meira þessi "syngja-úti-í-móa-og-súpa-af-stút-en-gista-svo-á-hóteli-með-inniföldum-morgunverði" týpan. En gleðilega hátíð samt sem áður!
Hugarfluga, 5.8.2007 kl. 15:19
Er pínu móðgaður, yfir því að þú skulir hafa sett þetta frík með Þjóðhátíðarblogginu.
Þröstur Unnar, 5.8.2007 kl. 15:22
ég hef aldrei farið neitt á þjóðhátið, eða jú fór einu sinni til bolungavíkur til pabba hans Flóka. En það var meira svona bara í tilefni afmælis míns
Ég er að verða frekar svekkt yfir að hafa aldrei farið þegar meira að segja amma sem aldrei hefur bragðað áfengi segist hafa einusinni farið á þjóðhátíð í eyjum og aldrei skemmt sér eins vel
og mamma farið tvisvar eða þrisvar
Guðríður Pétursdóttir, 5.8.2007 kl. 18:07
Meilímeilímeilí
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 20:04
Hef tvisvar verið á þjóðhátíð. 85 og 86...og þvílíkar gleðistundir. Langar alltaf á laugardagskvöldinu...en aldrei látið verða af því að fara. Vestmanneyjar eru ekki í neinu uppáhaldi samt. Langar ekki að gista þar oftar.
Brynja Hjaltadóttir, 5.8.2007 kl. 22:42
aldrei farið á þjóðhátíð og bara einusinni komið til Eyja - mér fannst það skrytin en smá spennandi tilfinning að vera ekki "landföst"
Marta B Helgadóttir, 5.8.2007 kl. 22:58
Ég sé að það er full ástæða til að halda fjöldabloggvinafund í Eyjum á næsta ári. Leigjum nokkur hvít tjöld undir hersinguna og skírum þau t.d. Bloggstaðir, Bloggarinn, Fréttabloggarinn, Beiski bloggarinn, Bitri bloggarinn, Bjánabloggarinn o.sfrv. Etum, drekkum (coka-cola) og verum glöð. Aldrei að vita nema við leyfum Árna að fljóta með og hleypum honum í gítarinn.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 23:17
Aldrei farið á þjóðhátíð en hef komið eyja nokkrum sinnum en langar á þjóðhátíð og hef sett mér það takmark að fara að ári í lunda hjá Georg og skemmta mér án áfengis,góð hugmynd hjá þér Jóna nema að Árni Johnsen fengi ekki að syngja,þá hlið skal ég taka að mér og fæ einhvern góðann með mér á gítar.
Magnús Paul Korntop, 6.8.2007 kl. 22:55
Magnús. Mér líst vel á þetta hjá þér.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.