Föstudagur, 3. ágúst 2007
Rómantísk fokkferð
Fyrir nokkru síðan tilkynnti Bretinn það að hann ætlaði til Englands í sumar að kaupa sér golfsett og ég ætti að koma með honum. Úr þessu myndum við gera stutta flóttaferð. Bara við tvö. Ég held hann hafi ekki fengið neinar brjálæðislegar undirtektir frá mér. Mér finnst svo mikið mál að koma krökkunum fyrir, og þó merkilegt megi teljast, meira mál með Gelgjuna en Þann Einhverfa.
Hef þó hugsað þetta svona í hljóði... fjandinn fjarri mér að ef ég loksins kemst í rómantíska fokkferð að það verði til tengdó..... I dont think so.
Ég laumaði hugmynd af Brynju vinkonu í Berlín. Væri ekki sniðugt ef við færum í heimsókn til hennar?
Við Bretinn hefðum dagana út af fyrir okkur því hún er auðvitað að vinna. Gætum ráfað um Berlín, drukkið kaffi eða rauðvín eða what ever, skoðað eitthvað merkilegt (t.d. golfsett) og jafnvel bara skrúað á sófanum hennar Brynju. Gætum svo eytt kvöldunum í notalegheitum með Brynju eða án, út að borða eða heima að elda.
Margar flugur drepnar þarna; Róleg og næs helgi með Bretanum, ég fengi tækifæri til að hitta og eyða tíma með ástkærri vinkonu sem ég sakna hræðilega mikið, frítt húsnæði (held allavega ekki að Brynja myndi rukka okkur um leigu. Brynja er það nokkuð?), laus við krakkaormana í smá tíma. Væri hægt að hafa það betra.
Það var aðeins eitt sem þurfti að gera til að ég hefði tromp á hendi þegar ég bæri þetta upp við Bretann. Brynja samþykkti að fara á stúfana og athuga hvað golfsett myndi kosta í Berlín. Gæti bara ekki verið dýrara en í Englandi. Ekkert mál sagði hún. Það er golfbúð hérna handan við hornið sem ég geng fram hjá á hverjum degi. Droppa þar inn og finn út úr þessu.
Ég fékk tölvupóst frá henni í dag þar sem hún segir.... hér kemur það, kópí peist, beint úr Lótusnum:
Golfbúðin sem að mér fannst vera í næstu götu við mig reyndist vera hestabúð - ég veit það, ég er keppnisíþróttamanneskja og hef alltaf verið, ég held áfram að hafa augu "opin" og læt þig svo vita hvað gólfsettið kostar í Berlín.
Ég velkist því enn í vafa um hvort Bretinn og ég munum eyða nokkrum rómantískum nóttum hjá tengdó í smábæ á Englandi or what.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1640580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
það er ekkert til sem heitir rómantík hjá tengdó! Mæli frekar með Belgíu. Jafnvel þótt Brynja geti aldrei sest í sófann sinn aftur.....
....á hún ekki stóla hvort sem er?
Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:28
Hestabúð?? Bara betra! Segð'onum að það sé búð þarna með tækjum og tólum til að ríða!
Sárnar samt pínu þetta "margar flugur drepnar" komment.
Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 23:31
googlaðu bara eftir golfbúðum í Berlín.
Og leggðu fyrir bretann
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 3.8.2007 kl. 23:33
Já....
....eða var það Berlín?
Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:36
Hrönn þetta eru frekar sniðug mismæli (misritun) hjá þér. Brynja var áður búsett í Belgíu (Brussel) og þar sem ég heimsótti hana nokkrum sinnum þangað en hef enn ekki farið til Berlínar, þá vil ég ennþá staðsetja hana í Brussel. Þú ert sem sagt alveg fullkomlega með á nótunum og ég tók ekkert eftir þessari villu hjá þér. Þurfti hins vegar að brjóta heilann töluvert um seinna kommentið hjá þér áður en ég skildi það.
Hugarfluga. Drep fullt af flugum en engar hugarflugur. Þær eru friðaðar. Ég vissi ekki að það væru til búðir til að ríða í
Ása ég er svo svakalega lélegur gúgglari.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 23:44
Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:51
Það er allstaðar hægt að finna staði til að ríða á...
Ef viljinn er fyrir hendi eða öðrum líkamshlutum
En það hljómar næs að fara í svona fokkferð, ég þarf að finna einhvern sem er tilbúinn að bjóða mér
Guðríður Pétursdóttir, 3.8.2007 kl. 23:53
Búðir til að ríða í? Hvurs lags hugsunarháttur er þetta, kona? Kannski bjóða sumar búðir upp á það ... ekki samt Vindáshlíð. Svo mikið veit ég.
Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 23:55
Rosalegur kjaftur er á sumum bloggvinkonum þínum Jóna mín
Meilímeilí
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 23:57
hahahahahah hugarfluga. Þú getur alveg drepið mig.......
Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:58
Vindáshlíð vekur upp ljúfar minningar. ekki samt svona dónalegar eins og Hugarfluga.
þekkir einhver þennan:
fáni vors sem friðarmerki, fara skaltu á undan nú. Hvetja oss að æðsta verki, efla dáð og sanna trú. Minnir oss á markið hátt, er mót oss skín rautt og hvítt og blátt.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 00:02
Ó já ... fánahyllingin. Og Vindáshlíð vekur ekkert upp nema ljúfar og fallegar minningar. Biðst forláts
Hugarfluga, 4.8.2007 kl. 00:05
Hugarfluga svona svona.
Dúa. Ruuuuuuuuusalega rómó
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 00:09
núna ætla ég að standa úti girls speak to ya later
Marta B Helgadóttir, 4.8.2007 kl. 00:13
...Johnny Depp er i TV
Marta B Helgadóttir, 4.8.2007 kl. 00:15
og Orlando Bloom
Marta B Helgadóttir, 4.8.2007 kl. 00:21
Think I need to wash my mouth now
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 00:26
Þetta hefur átt að vera reiðferð til Englands. En hvað var þetta með golfið ?
Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 00:34
ma ba roðnar við að lesa þetta ... Hverning er það annars, les bretinn ekki bloggið þitt Jóna, æ nei ég bara spyr svona aþþíbara .. skiluru ... Ég held þú ættir bara að kýla á Berlin og fara í hestabúðina, því það er aldrei að vita nema bretinn endi bara í Póló, eða er það ekki eiginlega svona golf á hesti .... ... og ég sagði ekki neitt um að r??? út ....
Hólmgeir Karlsson, 4.8.2007 kl. 00:38
Ég (eini kk sem les þig greinilega) hætti mér ekki í búðir sem hægt er að ríða í en... hér er gúgl um gólfbúðir í Berlín.
(og btw, takk fyrir að verða bloggvinkona mín)
Gúrúinn, 4.8.2007 kl. 01:09
Á endanum snýst þetta allt um holu í höggi.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 4.8.2007 kl. 01:17
hahaha. Kalli góður!
Takk sömuleiðis Gúrú (eða segir maður Gúrúinn). Takk fyrir slóðina. Kíki á hana.
Póló er soldið eins og að slá tvær flugur í einu.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 01:58
Farðu með hann til London
Brynja Hjaltadóttir, 4.8.2007 kl. 02:22
bretar eru svo hot
halkatla, 4.8.2007 kl. 03:45
Rómantísk fokkferð .... já, sniðugt ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 4.8.2007 kl. 04:54
humm.... einstakar umræður hér blanda mér ekki inn í allt þar en mæli með Berlín. Þarf nokkuð að rökstyðja það?
Guðrún Þorleifs, 4.8.2007 kl. 08:17
Ég mundi ekki hika,. fara til Englands og hafa rómó
Kristín Katla Árnadóttir, 4.8.2007 kl. 09:48
Kæra Jóna
Farðu með bretan í river rafting og svo í langan útreiðartúr.
Að þvælast í menguðum stórborgum og mannmergð er varla mikil rómantík né næði til samveru.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.8.2007 kl. 11:12
Skoðaðu þetta Jóna
http://www.rafting.is/pictures_east01.php
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.8.2007 kl. 11:25
rafting er ágætt og reyndar mjög skemmtilegt!! En.... þú kaupir ekki golfsett í þeirri leið........
Ef ég skil bretann rétt ætlaði hann að kaupa sér golfsett og fara í rómantízka rokkferð eins og ég kýs að lesa þetta hjá Jónu
Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2007 kl. 12:24
þakka innilega fyrir álitsgjafir og komment. Þorsteinn þú hefur mjög mikið til þíns máls en málið er alltaf svolítið að komast í burtu frá börnum og búi og njóta samverustunda við makann. Kynnast honum upp á nýtt. Því skiptir kannski ekki öllu máli hvort um er að ræða mengaða stórborg eða sumarbústað fjarri alfaraleið. Maður þarf að tékka svona á 3 ára fresti hvort maður komist lífs af eftir 3 daga samveru... bara tvö.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 13:18
Hva tókstu kommentið mitt út eða komst það ekki til skila
Fokky Fokky
Ómar Ingi, 4.8.2007 kl. 13:28
fokketí fokk. Tek aldrei út komment. Kann það ekki Ommi minn.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 13:44
Jæja þá , þá hef ég fokkað því upp
Ætlaði bara að segja , hvað hefðu nú kvennsurnar sem eru Femmar nú sagt við mig ef ég hefði nú ritað svona pistil Fokkferð
Þú ert snillingur
En annars villdi ég biðja þig um að skoða Dagskrá Vikunnar
þar er verið að leita eftir ÞÉR
Ef þú gefur þig ekki upp mun ég eða einhver annar enda að gera það fyrir þig.
Koma svo
Ómar Ingi, 4.8.2007 kl. 13:54
Segir honum bara að hestabúðin sé golfbúð - hann vantar ekkert nýtt sett
Birna Dís , 4.8.2007 kl. 14:00
Ommi hvað eRTU AÐ TAAAAAAAAAALA UM?
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 14:06
Það er búið að pækla hann í tunni, þarna fyrir norðan.
Þröstur Unnar, 4.8.2007 kl. 14:13
tunnu
Þröstur Unnar, 4.8.2007 kl. 14:13
Þröstur. hvern?
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 14:17
Hvað er að þér Jóna mín, ertu í rauðvíninu. Ómar auðvitað, hann bullar bara.
Þröstur Unnar, 4.8.2007 kl. 14:23
You are WANTED woman.
Þröstur Unnar, 4.8.2007 kl. 14:24
ég er búin að missa þráðinn . er Ómar fyrir norðan? Í tunnu? Ég er að missa af einhverju. Ég er ekki í rauðvíninu en núna er greinilega akkúrat rétti tíminn til að skella í sig eins og einu glasi.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 14:27
Kallinn er ekkert fyrir norðan marr
Fuglinn er bara að bulla , því ég bulla aldrei , en steypi þeim mun oftar.
Þröstur hvað varð um það að þú þóttist þekkja mig , bara gleymdir því eða fattaðir að þú þekktir mig ekki.
Shiiiiiiii
kv
Bullarinn fyrir Sunnan
Ómar Ingi, 4.8.2007 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.