Leita í fréttum mbl.is

Sólskinsdagar stressa Íslendinga

Ekki biðja mig um prósentur, heimildir, sannanir eða nokkuð slíkt. Eftirfarandi er eftir minni (eða minnisleysi) en þetta hefur setið í mér því ég sé sjálfa mig í þessu.

Fyrir einhverjum árum síðan las ég að sólardagar hefðu stressandi áhrif á Íslendinga.

Ástæðan er sú að okkur finnst okkur bera skylda til að nýta að fullu þá góðviðrisdaga sem láta svo lítið að birtast á klakanum. Oft eru auðvitað ekki aðstæður fyrir fólk að nýta þessa daga. Margir að vinna, sitja yfir veikum börnum, eða hreinlega hafa verki að sinna innandyra.sunshine

Svo er það fólk eins og ég sem eru engir sérstakir sólardýrkendur og eru alveg til í að sitja bara inni í svölu lofti og blogga og eru svo að farast úr samviskubiti yfir því.

Til að forðast misskilning þá þykir mér yndislegt að vera úti í góðu veðri. Ganga um og skoða mannlífið, sinna garðvinnu o.þ.h. eða sitja úti á palli (í ekki allt of miklum hita) með kaffibolla eða rauðvínsglas í góðum félagsskap.

En að liggja eins og skata og velta mér á alla kanta til að ná lit undir rasskinnarnar og þar fram eftir götunum, thats not my cup of tea to be honest.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það má nú koma smá rigning útaf gróðrinum þá meina ég í svona í 2 daga.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2007 kl. 12:58

2 identicon

Voða erum við eitthvað líkar! Mér leiðist ógurlega að liggja aðgerðalaus í sól, nennti því kannski á þrítugsaldrinum og þaðan af yngri en finnst þetta núna svo mikið bara waist of time, ... en kaffibolli, tölva, bók, mannlífsskoðun (ekki garðvinna samt) er eitthvað fyrir mig. ... Sé okkur alveg fyrir mér þar sem við í Princess-hópnum sitjum við sundlaugina, á dekkinu á Grand Princess, í fínu kjólunum (Doddi í blautbúningnum), með fartölvuna í fanginu skoðandi mannlífið!!!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 13:02

3 identicon

Þetta er ekki minn tebolli heldur. Ég er feitur, hvítur og sköllóttur = mjög viðkvæmur fyrir sólargeislunum - ef ég passa mig ekki að löðra mig allan í sólarvörn nr. 30 ... en mér æðislegt að vera í góðu veðri, labba í náttúrunni, vera á strönd og slappa af ... en ekki til þess að fá lit, heldur fyrir andlega vellíðan. Ég þarf engan lit ... 

En Anna mín .... "blautbúningnum"??

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

úff ég er sammála þér fullkomlega, ég hef ekkert samviskubit yfir því að horfa bara á fallega veðrið þar sem ég sit við tölvuna

Guðríður Pétursdóttir, 30.6.2007 kl. 13:24

5 identicon

Doddi þó! Ertu ekki búinn að lesa um Dodda, blautbúninginn og licence til kill í kommentakerfinu mínu?? Þú ert ekki að standa þig!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 13:34

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

jæja börnin góð. það er kannski ástæða fyrir því eftir allt saman, að við fæddumst á þessari eyju norður í rassgati.

Doddi þó!!!! þú ert að missa af þessu öllu saman.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 13:42

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er eins og þú Jóna mín, hef aldrei talist til mikillar útivistarmanneskju.  Höngum inni og pössum húðina, það er málið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 13:44

8 Smámynd: Jens Guð

  Rök þín fyrir því að sólardagar séu stressandi eru sannfærandi:  Að fólk upplifi þrýsting á að nýta góðviðrið til fulls.  Á móti kemur að sólargeislarnir leysa úr læðingi róandi boðefni í heilanum.  Þess vegna finna margir til leti tilhneigingar úti í sólinni. 

  Alveg eins og líkaminn lætur heilann vita þegar líkamann vantar vökva (þorsti) eða eldsneyti (svengd) þá kallar hann á sólbað.  Í sólbaði verður til D-vítamín sem kemur af stað upptökuferli fyrir kalk. 

  Þetta þýðir að sólbað styrkir bein (vinnur gegn beinþynningu),  tennur (takið eftir hvað fólk á suðlægum slóðum hefur sterkar og fallega hvítar tennur),  neglur,  hár og húð.  Það vinnur gegn ýmsum húðsjúkdómum,  svo sem exemi,  sóríasis og bólóttri húð.

  Jafnframt eykur sólarljósið framleiðslu á gleðihormónum og hækkar "sex drive".  Bara svo örfáir af mörgum kostum sólarinnar séu nefndir.

  Sólin er uppspretta lífsorkunnar.  Við á norðurslóðum sjáum það einkar glöggt:  Hvernig líf færist í gróður,  skordýr og samfélagið þegar sól hækkar á lofti.  Tré fara að laufgast,  gras blómgast o.s.frv. 

  Sumarið er tíminn...

  Jafnframt     

Jens Guð, 30.6.2007 kl. 15:06

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er yndislegt að vera úti í sólinni, liggja í sólbaði og lesa bækur þegar það er hægt en oftast finnst mér bara of kalt þó svo að sólin skíni ... hlýt að vera suðræn að uppruna. 

Mannlífið fær á sig annan og notalegri brag þegar veðrið er gott. 

Marta B Helgadóttir, 30.6.2007 kl. 17:27

10 Smámynd: krossgata

Langvarandi góðviðri og sól ruglar Íslendinginn.  Hann hefur ekkert að tuða yfir og skeyta skapi sínu á.  Þá safnast upp pirringur og greyið fer að veita innibyrgðri tuðorkunni í fáránlega hluti.

Samt... vil ég hafa svona veður sem lengst og mesta sól.  Minn kaffibolli er ekki liggjandi í hægfara steikingu og verða "vell dönn" í tíma fyrir kvöldmat.  Það er fínt að geta dundað eitthvað úti við og lifa í sjálfsblekkingu um að búa á lífvænlegum stað í heimunum í smá tíma.

krossgata, 30.6.2007 kl. 21:56

11 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Alaskabúar eru eins og Íslendingar.  Fyrir mörgum árum var ég að ferðast um Alaska og þar svar mér sagt að um leið og sæist til sólar þá eru þeir mættir út með stólanna sína í von um smá lit á andlitið.

Marinó Már Marinósson, 30.6.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband