Föstudagur, 1. júní 2007
Börn á MSN
Gelgjan, sem er 10 ára síðan í janúar, fékk nýlega að opna sitt eigið MSN.
Hún er búin að setja inn nokkra tengiliði, vini úr bekknum. En það dælast inn boðflennur. Alls konar nöfn birtast á skjánum og segja hæ.
Við brýnum fyrir henni að hún megi alls ekki tala við neinn á msn-inu sem hún ekki viti hver er og alls ekki samþykja neina sem tengla sem hún ekki þekki. Nógu snemma verður hún nú samt farin að tala við fólk út í bæ sem við vitum ekki haus né sporð á.
Ég er náttúrlega svakalega paranojuð manneskja þegar kemur að börnunum mínum og þykir oft leiðinlegt hversu tortryggin ég er.
Í kvöld poppaði einn upp á skjáinn þegar ég sat við tölvuna. Daman hafði auðsjáanlega gleymt að logga sit út (eins og það heitir á góðri íslensku) og ég ákvað að svara honum og vita hvað kæmi út úr því. Hann sagði mér að hann væri 12 ára og þá sagði ég honum að ég væri 38 ára. Honum virtist vera alveg sama og spjallaði við mig. Svo bauð hann góða nótt og sendi mér veifandi karl að skilnaði. Ég skammaðist mín niður í tær. Þetta var einhver saklaus 12 ára drengur sem greinilega leiddist og var alveg til í að tala aðeins við einhverja kerlingu út í bæ, en ég ætlaði honum allt hið versta.
Ég kem til með að halda viðvörunar-yfirlestra á hverjum degi og ég hef sagt henni frá mönnum sem tæla ungar stúlkur í gegnum netið og bókstaflega hrætt hana svolítið.
Anyway... hvað finnst ykkur um msn notkun barna?
Mér finnst gelgjan eiginlega of ung en Þetta er svona týpískt dæmi um ''en mamma aaaaaallir eru með msn'' eða ''en mamma, aaaaaaaaaaaallir eiga svona skó''. Og ég læt undan
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Ég ætla rétt að vona að þú hafir ekki verið að tala við 12 ára gamla son minn þarna kerling Msn er svo sem ok undir eftirliti. Nú spyr ég eins og saklaus sveitakerling. Hvar kemst fólk í vafasömum tilgangi yfir msn-notendanöfn barnana okkar?
Brynja Hjaltadóttir, 1.6.2007 kl. 01:00
það er nefnilega það sem ég skil ekki Brynja. Ég spurði hann hvar hann hefði fengið adressuna en hann svaraði mér ekki. Hmmm
Jóna Á. Gísladóttir, 1.6.2007 kl. 01:01
Ég myndi afturkalla leyfið. Ég átti sjálf erfitt með þetta allir fá... og allir eiga....búhú, búhú, en að lokum tókst mér að loka á það og trúðu mér manni líður best á brjóstvitinu. "Gelgjan er of ung".
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2007 kl. 01:04
God, mér er farið að kvíða fyrir nú þegar.
Ég myndi örugglega bilast af hræðslu, erfitt að fylgjast með öllu!
Eva Þorsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 01:05
Ég á eina 16 ára og ég brýni reglulega fyrir hennir að vera mjög selectív á vini. Hún passar sig mjög vel. Síðan leyfi ég ekki að hún taki á móti efni á MSN nema ég fái að athuga hvort það er í lagi. Það er nefnilega mikið af vírusum sem geta borist gegnum MSN. Aftur á móti komst einhver yfir lykilorðið hennar í fyrrasumar og þóttist vera hún. Sá talaði við vinkonur hennar sem voru náttúrulega mjög hissa því að hún var með fjölskyldunni úti í Króatíu á þessum tíma - þannig komst þetta upp. Við náðum IP-tölunni en hefðum þurft að gera þetta að lögreglumáli til að aðhafast eitthvað meira. En lærdómurinn var: Fara varlega, en ég get ekki mælt á móti MSN - þetta er öflugur samskiptamiðill og getur haft margvísleg jákvæð áhrif á vinasambönd, t.d. hjálpað þeim sem ekki eiga marga vini.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 03:34
Það er hægt að "seifa"öll samtöl á msn. Það er hinsvegar ekkert mál að "logga"sig inn á síður barnanna.(ekki kann ég á það) Og ég veit dæmi þess að einelti hafi byrjað þarna og einn þóttist vera 8 ára stúlka og var búinn að "logga"sig inn á msnið hennar. Svaraði viðkomandi í hennar nafni og það voru ljót samtöl. Einelti fór strax í gang og stúlkan var lengi að leiðrétta þetta. Það er hægt að rekja öll samtöl. Eftirlit er af hinu góða.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 08:36
Sonur minn 12 ára hefur eigið msn og ég er oft að tuða yfir að hann eigi að passa sig. Honum finnst ég óþarfa stressuð. Ég held að það sé aldrei of varlega farið. Við áttum svona litla myndavél til að sjá viðkomandi en ég læddist þegar enginn sá og faldi hana, því maður heyrir svo margt skrítið um þær.
Rúna Guðfinnsdóttir, 1.6.2007 kl. 09:39
Elskan mín strákurinn, minn er alltaf á Msn maður verðu bara að fylgjast með en stundum er hann reyna að reka mig út úr herberginu en er fljót að koma aftur þetta er bara svona Jóna mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.6.2007 kl. 09:58
Jamm,það er bara málið...að fylgjast með og vera með augun opin. Það hafa allir áhyggjur af börnunum sínum, mis mikið en svona hefur það alltaf verið. Bara að láta sér ekki standa á sama.
Rúna Guðfinnsdóttir, 1.6.2007 kl. 10:13
ég myndi fá mér windows messenger live. Þar getur þú stillt það sjálfvirkt að öll samtöl, með tíma og dagsetningum save-ast í möppu í tölvunni. Dóttir þín mun ekki vita af því að það er verið að save-a allar samræður hennar. Þar getur þú skoðað öll samtölin og eytt þeim svo út eftir þinni hentisemi. Efast um að dóttir þín 10 ára myndi fatta þetta. Þá finnst henni að henni sé treyst á netinu að fylgja reglunum á meðan þú lest og sérð að henni er traustins verð (vonandi) en þú getur alltaf séð ef eitthvað er ekki rétt. Einnig myndi ég blocka og delete þeim contactum sem eru í samtölum við dóttur þína ef eitthvað er grunsamlegt. Annars mæli ég með windows live. Það hlýtur einhver í fjölskylduni sem getur hjálpað þér að setja það upp með þessum aðgerðum nema þú getir það sjálf, það væri flott. Gangi þér vel.
Skonsan (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 10:24
Báðir gormarnir mínir eru með msn, þau eru 10 og 14 ára, mér gengur vel að fylgjast með þeirri 10 ára fer sjálf inn hjá henni og tékka á msn-vinum hennar það kom einu sinni stelpa inná msn hennar sem býr í Danmörku, og ég talaði við hana hún varð hálfskrítin þegar ég fór að tala við hana, þannig að henni var hent útaf msninu, svo á ég það til, við miklar óvinsældir að spjalla við liðið sem er inná msn hjá 14 ára gorminum, en ég fer miskunnarlaust og tékka á msn-vinum hans þó það kosti mig óvinsældir, það hafa líka ýmsir furðufuglar komið inná msnið hjá mér.....þannig að maður veit aldrei
Didda, 1.6.2007 kl. 11:18
Ég veit ekki hvort algert bann sé hægt og hvort það sé fýsilegt. Ég held persónulega líka að best væri að halda þessari "paranoju" áfram, stilla þannig að þú getir tekið samtölin upp - en samt þannig að gelgjan viti af því. Mér finnst alltaf svona "behind his/her back" dæmi hættulegt ...
Svona ungir krakkar ættu ekki að vera að kynnast neinum á msn-i beint. Þetta er í mínum huga samskiptaforrit, sem kemur í stað síma og hefur öðruvísi eiginleika. Mér finnst að þú / hún ættuð algjörlega að loka á allt sem þið kannist ekki við.
Þessi 12 ára sem poppaði upp og þú svaraðir, þarf ekkert að hafa verið tólf ára þrátt fyrir að allt samtalið hjá ykkur hafi bent til þess. Þú veist það aldrei fyrir víst, nema þú kannir það. Og þó svo að ég sé tölvuvitlaus, þá skilst mér að hægt sé að leita uppi alla notendur í gegnum ip-tölur ...
Rúna hér að ofan sagði þetta mjög plain og rétt: að fylgjast vel með og hafa augun opin.
Þetta er bara orðinn partur af uppeldinu: að kenna krökkunum að haga sér á netinu...
kveðjur að norðan, Doddi.
ps. fósturdætur mínar tvær eru núna 10 og 12 ára. Þær flytja hingað til Akureyrar til mín ásamt móður sinni auðvitað (unnustu minni) í júlí og væntanlega verður netið notað á fullu þegar við leyfum. Ég býst fastlega við því að ég og unnustan viljum fylgjast vel með ...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 18:18
Hæ Jóna, ég skil vel áhyggjur þínar en við eigum samt að treysta börnunum okkar og taka frekar þátt í hlutunum með þeim. Strákarnir mínir 10 og 12 eru báðir með msn sem þeir nota til að spjalla við skólafélagana og pabbann líka stundum :) Það er því miður alltaf eitthvað um "kinkí" fólk að þvælast þarna og jafnvel mömmur sem "þykjast vera 12 ára" he he .... og fátt við því að gera annað en tala um þetta við krakkana því þau eru ótrúlega smart og gáfuð og skilja hlutina alveg ef maður talar við þau án þess að vera einhvers konar "vaktmaður" á velferð þeirra. Mér reynist alla vega miklu betur að láta mína stráka vera sína eigin velferðarherra og kenna mér um leið að taka þátt í þeirra veruleika og ævintýrum.
Það er hinsvegar erfitt að verjast þessum innrásum því msn'ið er þannig opið að það er hægt að leita uppi tengda notendur eftir þeim upplýsingum sem þeir hafa skráð um sig, ens og t.d. aldur, kyn o.s.frv.
Ég ætla líka alla vega að halda áfram að eiga þig sem bloggvin, þó ég þekki þig bara af skrifunum þínum, myndum af hundunum þínum og svo auðvitað elskunni henni Monró....
Lifðu heil í þessum vandrataða heimi hressi og viðkunnarlegi bloggvinur ...
Hólmgeir Karlsson, 1.6.2007 kl. 23:14
Kræst sko ég skil þetta með að passa börnin sín á netinu en að vera að lesa samtöl og logga sig inná msn barnanna "behind their back" er bara ekki kúl..Það er svona eins og að lesa dagbókina þeirra.
Og krakkar/unglingar eeeru ekki heimsk sko...Þau eru miklu klárari en sumir halda!
Þrúða (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 02:22
Haltu bara áfram að vera svona nojuð! Hún er bara 10 ára. Eins og msn-ið getur verið skemmtilegt þá held ég að það geti verið hættulegt líka, eins og fleiri hafa sagt hér að ofan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.