Leita í fréttum mbl.is

Fjölgun í fjölskyldunni í dag

Heyrðum tíst á efri hæðinni þegar við komum heim í dag frá því að versla og sækja Þann Einhverfa til stuðningsfjölskyldunnar. Bretinn fór upp og ég kallaði: hvaða hljóð er þetta? Baby cats svaraði hann. Tinna, þessi elska lá á kodda Gelgjunnar á gólfinu með einn lítinn ''rottuunga'' við hlið sér og svo var einn blautur, kaldur og slímugur við hliðina á koddanum. Þegar við færðum litlu fjölskylduna yfir í bala með teppi í botninum kom í ljós þriðji kettlingurinn. Hann hafði legið undir nýbökuðu mömmunni.

Þeir virðast braggast með hverjum klukkutímanum og þetta gengur eins og í sögu

 Það er svolítið erfitt að koma auga á kettlingana á myndinni, því litirnir á mömmu og börnum renna saman. Kem með betri myndir seinna.

100_1124


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Æææ, til hamingju með barnabörnin, þau eru bara yndi  Ég þykist sjá tvo gráa. Þetta er bara æðislegt.

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.6.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Kannski verða þínir svona fjölhæfir eins og þessi?? Þeir  gætu orðið Þrír á palli

 

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.6.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Til hamingju með nýju fjölskyldumeðlimina..... eins gott að ég sýni ekki börnunum, þau mundu flippa.

Get ekki haft kött vegna ofnæmis..... en sætir samt :)

Eva Þorsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 00:00

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Til hamingju  ... það er ótrúlega gaman að hafa svona "rottuunga" í fjölskyldunni. Allt og langt síðan ég hef verið með ketti. Ekki átt kött síðan hún Ronja mín fékk vængi.

Hólmgeir Karlsson, 3.6.2007 kl. 00:30

5 identicon

Þetta er yndisleg mynd ... minnir mig þegar ég kom heim eftir vinnu einn sumardag, og þegar ég opnaði útidyrahurðina skaust fressinn skíthræddur út og í stofu heyrði maður tíst og mjálm og þar var læðan að huga að sínum krílum... til lukku!!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 01:11

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

til hamingju amma..

Brynja Hjaltadóttir, 3.6.2007 kl. 02:18

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djí kallarðu akvæmi þessa dásamlega kattar ROTTUR?? Skammastín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1639967

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband