Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Atburðum hlaðinn mars-mánuður

 

Hvar er rigning? spurði Sá Einhverfi í morgun. Aldeilis standandi hlessa á þessum endalausa snjó.

Í gærmorgun var hann ekki jafn umburðarlyndur og argaði á mömmu sína yfir veðurfarinu. Mamman gargaði á móti. Hneyksluð á skilningsleysi krakkans: Ian það er vetur for Gods sake.

EKKI VETUR, gargaði hann á móti.

Sem sagt hugguleg morgunstund sem við áttum þarna mæðginin.

Ég hef ákveðið að bráðlega mun ég yfirgefa landið í vikutíma. Ætla að halda í milda veðrið í Þýskalandi. Það verður þó vinnuferð þar sem ég mun eyða tímanum við skriftir og heimildaöflun á daginn. En kvöldin mun ég eiga með Berlínar-Brynju. Oooo hvað það verður næs, svo ég tali ekta íslensku.

Fleira skemmtilegt er framundan hjá mér í þessum mánuði. Ball, árshátíð, ferming hjá Hafliða uppáhalds frænda, strípur og klipping (mjöög veigamikið atriði) og endahnúturinn verður rekinn í byrjun apríl en þá stendur brúðkaup fyrir dyrum í fjölskyldunni.

Upp úr því þarf svo bara að fara að huga að sumrinu. Almáttugur hvað tíminn líður fljótt.

 


Hvaðan kemur fýlan

 

Ég fór í Kolaportið í dag og keypti mér hvít stígvél fyrir 500 kall. Þess utan græddi ég skó og tösku sem Helgu hálfsystur vantaði að losna við.  Guð blessi hana Helgu hálfsystur. Svo keypti ég mér hallærisleg gleraugu í Tiger. Lillablá með steinum. Þurfti að skerpa sjónina fyrir saumaskapinn. Það má eiginlega segja að saumaskapurinn hafi átt hug minn allan í þunglyndiskastinu undanfarið. Enda hefur skotgengið með myndina sem ég er að sauma.

Nú hef ég kveikt á 9 kertum í stofunni og borðstofunni. Kveikt er á lömpum í öllum hornum en að öðru leyti eru ljósin slökkt. Gelgjan er hjá Viðhenginu, Unglingurinn hangir uppi í herberginu sínu, Bretinn lagði sig.. er eitthvað slappur, og Sá Einhverfi er í sínu herbergi að stúdera hulstur af DVD myndum.

Ég er því ein með sjálfri mér, sofandi hundi og blogginu sem ég hef heimsótt ansi takmarkað síðustu vikur.

Það er huggulegt og lágstemt í kringum mig, þó að Sá Einhverfi hafi komið hlaupandi niður stigann rétt áðan með hávaða og látum. ÞEGIÐU, kallaði hann í sífellu. Ég veit að hann er ekki að tala við mig og nenni ekki að ávíta hann.

Uppþvottavélin suðar, mér á vinstri hönd og hundurinn hrýtur lágt í antiksófanum hennar ömmu, hér hægra megin við mig. 

Sem sagt huggulegt, rólegt og akkúrat eins og laugardagskvöld eiga að vera. Það eina sem brýtur upp stemninguna er þessi skítafýla sem leggur fyrir vit mér. Ég þarf virkilega að fara og finna út hvort þetta komi frá hesthúsahverfinu í Víðidal, eða hvort einu af heimilisdýrunum hafi orðið brátt í brók, hér í einhverju horninu.

Að því loknu ætla ég að steikja hamborgara ofan í þá fjölskyldumeðlimi sem hafa áhuga.

 

 

 


Gulur litur

 

 

færsluna sérðu hér


Vafrað um í huganum

 

Hugleiðing um afa, snjóinn og mögulegar ástir í meinum

hér


Þú ert alltaf...

 

færslan er hér, á nýju síðunni minni.


Vorið má koma mín vegna með góðum rigningarkafla jáááááááááááááá

 

Mér er kalt            (sjá færslu)

 


Óvart allsber í sundi

 

Þetta er eitthvað svo ég....

Óvart allsber í sundi


Loforð loforð loforð

 

Kíktu við hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband