Færsluflokkur: Dægurmál
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Öskjuhlíðin og það sem getur gengið á þar
Ég uppgötvaði nýlega, hafandi starfað við hlið Öskjuhlíðarinnar í næstum fjögur ár, hversu mikil náttúruperla þessi skógur okkar Reykvíkinga er. Hef tekið upp á því að taka 30 mín. rösklegan göngutúr í hádeginu eftir malbikuðum stígum, skógarstígum, malarstígum og moldarstígum, og nú undanfarna daga með fuglasöng í eyrum. Þetta á að vera gott fyrir vaxtarlagið en er ekki síður gott fyrir andann.
Við förum 2-3 saman kellurnar og í dag ákváðum við að stækka aðeins hringinn og gengum upp allan stíginn að Perlunni. Veðrið var náttúrlega yndislegt. Sólskin og logn, útsýnið frábært, fjöllin dásamleg svona hvít og ég þessi litla útivistarmanneskja sem ég er, fylltist gjörsamlega heilögum anda.
Einn starfsfélagi minn sagði mér frá því í dag að þegar hann sem krakki bjó í Smáíbúðarhverfinu þá var Öskjuhlíðin aðalleikvöllur krakkanna. Þá hlupu þeir félagarnir eftir hitaveitustokknum að heiman og inn í Öskjuhlíð með nesti ef vel viðraði og eyddu þar heilum degi. Það var hann sem benti mér allar minjarnar eftir herinn. Skotbyrgi og fleira skemmtilegt sem er ævintýraheimur fyrir könnunarþyrsta krakka. Dagarnir hjá honum, atorkusömum stráknum, voru oft þannig að hann hljóp ásamt vinum sínum að morgni út í Öskjuhlíð. Var þá búin að fá fyrirmæli um búðarferð fyrir mömmu klukkan 5. Hann hljóp þá heim rétt fyrir þann tíma, hentist inn úr dyrunum, þreif peninginn úr höndunum á mömmu sinni, út í búð, hljóp heim og skilaði vörunum og fór svo hlaupandi á fótboltaæfingu. Ég hef búið til fallega mynd í huganum af freknóttum dreng á harðahlaupum, daginn út og daginn inn. Og mikið er það sorglegt hvað allt hefur breyst. Ævintýraheimar eru nú kannaðir í gegnum tölvuskjái og afrek í hlaupum unnin á sama stað. Jafnvel heilu fótboltamótin.
En svo kemur hin hliðin. Myndum við, foreldrar í dag, sleppa börnunum okkar úr augsýn heilan dag, gemsalausum, inn í skóg sem síðust ár hefur verið orðaður við perra, villt kynlíf on the side, viðskiptaglæpamenn og morð? I dont think so. Ekki það að ég sé svo vitlaus að halda að þetta hafi ekki viðgengist löngu áður en kanínurnar byrjuðu að fjölga sér þarna. Starfsfélagi minn sagði mér meira að segja að það hefðu alltaf einhverjir skrýtnir kallar verið á sveimi. Strákarnir bara vissu nokkurn vegin hvar þeir héldu sig og pössuðu sig á að forðast þá staði.
Í þessum hádegis-gönguferðum mínum klöngrast einn og einn maður út úr skóginum og í hvert einasta skipti velti ég því fyrir mér hvað í ósköpunum hann hafi verið að gera þarna inn á milli trjánna í leðurjakkanum og mokkasíunum. Og til að virða jafnréttið þá kom birtist kona um daginn, sennilega um eða yfir fimmtugt. Skakklappaðist þarna út úr skógarrjóðri í pilsi, með kerlingarveski á handleggnum og í hælaskóm. Ekki var hún í vaxtarmótandi göngutúr!
Æi, heimur versnandi fer og að vissu leyti líður manni bara vel með krakkana hangandi heima yfir sjónvarpinu því þá veit maður að þau eru óhult. En kannski er þetta bara ég sem er svona skrýtin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Rembist eins og rjúpan við staurinn
við að reyna að tengja mynd við bloggfærsluna mína. Gengur ekki.
Hey... I'm new in town, ekki gera grín að mér.
Hef ýtt á hjálp, lesið leiðbeiningarnar, skil þær en það er greinilega ekki nóg. Ég hef afritað og skeytt, klippt og skorið, vistað og falið, eytt og afmáð. Unnið með myndir, albúm, flokka og guð má vita hvað...... Meira að segja kallað til tölvunördinn manninn minn. Allt kemur fyrir ekki. Augun eru orðin ferköntuð og ég held bara að það sé komið að tímapunktinum í lífinu þar sem ég verð að horfast í augu við að fullkomna sjónin mín er að láta í minni pokann fyrir ellifjarsýninni. +1 gleraugun úr Tiger liggja á borðinu fyrir framan mig og glotta við mér. Ég ætla að hætta núna svo ég verði jafn hárprúð í fyrramálið og ég var í morgun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Megrunar-súkkulaði
Próteinbar eða próteinstöng frá ónefndu vörumerki var dreift á öll borð í vinnunni í dag. 100% falleinkun. 100% oj úr öllum hornum og engin tók bita nr. 2 nema ég, því ég bara trúði því ekki að eitthvað gæti verið svona gjörsamlega óétandi.
Ég er ein af þeim sem er næstum því alæta að því leytinu til að mér þykir fátt matarkyns algerlega óætt (ef undanskilinn er hákarl og annað slíkt sem enginn ætti að leggja sér til munns sem hefur á annað borð hefur til hnífs og skeiðar).
Hvað er málið spyr ég bara. Hvernig er hægt að framleiða vöru sem er svo bragðvond og skrýtin undir tönn að 25 manna deild er einróma sammála um að varan eigi heima í ruslafötunni? Fólk var bara eitt spurningarmerki í framan og skemmtilegast var að fylgjast með þeim sem komu í hús eftir að fyrstu oj-in bergmáluðu um veggina og voru síðastir til að rífa utan af herlegheitunum. Vantrú og hryllingur eru bestu lýsingarorðin sem ég get fundið yfir andlitsdrætti fólks.
Eina ''megrunar-súkkulaðið'' sem vit er í eru Herbalife stangirnar en auðvitað hef ég ekki smakkað nema brot af því sem er á markaðnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta