Leita í fréttum mbl.is

Megrunar-súkkulaði

Próteinbar eða próteinstöng frá ónefndu vörumerki var dreift á öll borð í vinnunni í dag. 100% falleinkun.  100% oj úr öllum hornum og engin tók bita nr. 2 nema ég, því ég bara trúði því ekki að eitthvað gæti verið svona gjörsamlega óétandi.

Ég er ein af þeim sem er næstum því alæta að því leytinu til að mér þykir fátt matarkyns algerlega óætt (ef undanskilinn er hákarl og annað slíkt sem enginn ætti að leggja sér til munns sem hefur á annað borð hefur til hnífs og skeiðar).

Hvað er málið spyr ég bara. Hvernig er hægt að framleiða vöru sem er svo bragðvond og skrýtin undir tönn að 25 manna deild er einróma sammála um að varan eigi heima í ruslafötunni? Fólk var bara eitt spurningarmerki í framan og skemmtilegast var að fylgjast með þeim sem komu í hús eftir að fyrstu oj-in bergmáluðu um veggina og voru síðastir til að rífa utan af herlegheitunum. Vantrú og hryllingur eru bestu lýsingarorðin sem ég get fundið yfir andlitsdrætti fólks.

 Eina ''megrunar-súkkulaðið'' sem vit er í eru Herbalife stangirnar en auðvitað hef ég ekki smakkað nema brot af því sem er á markaðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En til hvers að búa til megrunarsúkkulaði, ég spyr ?? Þú ert í megrun og átt þá ekkert að borða súkkulaði !! En nottulega erum við ekki í megrun heldur lífstílsbreytingarátaki ... ok ??

Og allt sem á að teljast hollt í svona sælgætisformi er bara ávísun á vont. Þannig að ég hefði getað sagt þér þetta áður en þú tókst þér bita vinan

Kv
Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1639864

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband