Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Lífshættir og hamingja kvenna - The Joys of Womanhood
The Joys of Womanhood
Höfundur: óþekkt afburðakona
Brilliant Woman Author Unknown
Íslenskað: óþekkur afburðakeli
Konur yfir fimmtugt, eignast ekki börn. Þær mundu aldrei muna hvar þær lögðu þau frá sér.
Women over 50 don't have babies because they would put them down and forget where they left them.
Ein ráðgátna lífsins er hvernig 750 gr af konfekti verða 2 kg af konu.
One of life's mysteries is how a 2 pound box of candy can make a woman gain 5 lbs.
Ég læt hugann reika.., en stundum yfirgefur hann mig
My mind not only wanders, it sometime leaves completely.
Besta leiðin til þess að gleyma öllum vandræðum, er að ganga í of þröngum skóm.
The best way to forget all your troubles is to wear tight shoes.
Hið góða við að búa í litlum bæ, er að þegar ég veit ekkert hvað ég er að gera, veit einhver annar það.
The nice part about living in a small town is that when you don't know what you're doing, someone else does.
Með aldrinum verður erfiðara að léttast. Árin, líkaminn og fitan bindast vináttuböndum.
The older you get, the tougher it is to lose weight because by then, your body and your fat are really good friends.
Ég var einmitt að sættast við gærdaginn, en þá kom þessi dagur
Just when I was getting used to yesterday, along came today.
Stundum finnst mér ég skilja allt, en svo kemst ég aftur til meðvitundar.
Sometimes I think I understand everything, then I regain consciousness.
Ég hætti að skokka mér til heilsubótar þegar hitinn af læranúningnum kveikti í sokkabuxunum.
I gave up jogging for my health when my thighs kept rubbing together and setting my pantyhose on fire.
Undarlegt! Ég hengi eitthvað upp í skáp og eftir smátíma hefur það hlaupið um tvö númer!
Amazing! You hang something in your closet for awhile and it shrinks two sizes!
Horrenglur pirra mig! Sérstaklega þegar þær láta út úr sér hluti eins og : "Veistu, stundum bara gleymi ég að borða." Sko, mér hefur tekist að gleyma hvar ég á heima, hvar ég lagði bílnum, hvers dóttir mamma er og hvar ég setti lyklana, En ég hef aldrei gleymt að borða. Hvílík heimska: að gleyma að borða!
Skinny people irritate me! Especially when they say things like, "You know, sometimes I just forget to eat." Now I've forgotten my address, my mother's maiden name, and my keys. But I've never forgotten to eat. You have to be a special kind of stupid to forget to eat.
Vinkona mín tók feil á Pillunni sinni og valíuminu sínu. Hún á orðið 14 börn, en henni er eiginlega alveg sama.
A friend of mine confused her valium with her birth control pills. She had 14 kids, but she doesn't really care.
Vandi sumra kvenna er að þær æsast upp útaf einhverju ómerkilegu og giftast því svo. The trouble with some women is that they get all excited about nothing and then they marry him.
Það stóð í grein að dæmigerð einkenni streitu væru: að borða of mikið, kaupa það allt sem manni dettur í hug og að aka of hratt. Er ekki í lagi með þetta lið? Þetta er það sem gefur lífi mínu gildi.
I read this article that said the typical symptoms of stress are: eating too much, impulse buying, and driving too fast. Are they kidding? That is my idea of a perfect day.
Ég hef komist að leyndarmáli fatanna frá Victoria's Secret. Leyndarmálið er að engin eldri en þrítug passar í þau.
I know what Victoria's Secret is. The secret is that nobody older than 30 can fit into their stuff.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Freaky friday fannst í gær
Mig langar til að þakka öllum sem lögðu hér hönd á plóg... allar ráðleggirnar sem ég fékk í gegnum síma, bloggið, fésið og tölvupóst.
Það kom mér gleðilega á óvart hversu mörgum þótti mikilvægt að Ian fengi myndina sína.
DVD myndina fann ég ekki á neinum sölustað. Þrautalendingin hefði verið að panta hana á netinu en til þess kom ekki. Róslín vinkona mín á Hornafirði bauðst til að senda mér í pósti, eintak sem hún á, og hefði ég þegið það ef mér hefði ekki boðist myndin til sölu hjá stúlku í Reykjavík.
Ég kom við hjá henni í Skipholtinu í gærkvöldi eftir að hafa sótt Gelgjuna í danstíma. Gat varla beðið eftir að komast heim og afhenda drengnum myndina. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Gleði- og vantrúarsvipurinn sem breiddist yfir andlitið á honum var ómetanleg sjón.
Váááá, hvíslaði hann með lotningu. Svo hagræddi hann sér í stólnum og hóf lesturinn eins og hann væri með Heimskringluna sjálfa í höndunum. Í 2 klukkustundir opnaði hann ekki einu sinni hulstrið. Bara sat og las utan á það og skoðaði í krók og kima.
Þær upplýsingar sem hann meðtók í gærkvöldi munu brátt skila sér handskrifaðar eftir minni, á hvítt blað. Leturgerðin verður sú sama og á hulstrinu.
Við næsta matarboð læt ég nægja að múta honum með sælgæti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Freaky friday óskast - DVD mynd óskast til kaups
Laugardaginn síðastliðinn var mér og minni fjölskyldu boðið í mat hjá vinafólki. Langt er síðan við höfum eytt tíma með þessu vinafólki okkar og var þetta boð kærkomið og mér mikið tilhlökkunarefni.
Unglingurinn og Gelgjan voru þó upptekin við aðra iðju og það varð til þess að mig langaði helst að fá pössun fyrir Þann Einhverfa og njóta kvöldsins barnlaus.
Barnapía fékkst ekki og í sannleika sagt fór laugardagurinn svolítið í það hjá mér að hafa áhyggjur af því að Þeim Einhverfa yrði ekki haggað úr húsi. Ég vissi að geðheilsa mín stóð tæpt og að ég myndi virkilega erfa það við son minn ef hann yrði til þess að ég kæmist ekki í matarboðið um kvöldið.
Svo öllu var tjaldað. Nammi og nýr DVD diskur var í boði, bara ef stráksi var til í að lofa því að koma í bílinn með mömmu og pabba klukkan sex.
- Eigum við að fara í bílinn klukkan sex Ian? Fara og kaupa DVD mynd og kannski smávegis nammi?
- Já
(yes yes yes) Hvaða mynd langar þig í?
- Freaky friday
(nei nei nei hún er of gömul hún fæst örugglega ekki lengur) Ok Ian frábært.
Restin af deginum fór í að reyna að ná í BT og kanna vörulagerinn þar. Ekki var svarað í símann á þeim bænum en Videohöllin átti myndina.. til leigu.
Ég hef aldrei leigt mynd hana Þeim Einhverfa. Ég veit að það er ekkert grín að skila henni aftur. Frekar eru DVD myndir keyptar í bunkum og bílförmum.
Klukkan sex keyrðum við sem leið liggur í BT Skeifunni en ekki fannst myndin. Þá var keyrt í Videohöllina í Lágmúla og Freaky friday leigð. Auðvitað var hulstrið bara merkt Videohöllinni. Það vantar allt fútt í hulstrin á þessum leigumyndum. Engin kreditlistar fyrir drenginn að skrifa upp eða aðrar veigamiklar upplýsingar, svo sem framleiðsluár, leikstjóri og framleiðandi.
Sá Einhverfi velti hulstrinu í smá stund fram og til baka í höndunum og hefur örugglega hugsað sitt en hann virtist sáttur þegar hann tölti aftur út í bíl með DVD mynd í annarri hendi og bland í poka í hinni.
Kvöldið varð jafn yndislegt og ég átti von á og Sá Einhverfi skemmti sér konunglega í sjónvarpsherberginu yfir Freaky friday. Þegar kominn var tími til að halda heim harðneitaði hann að fara. Enda ekki búinn að klára að skrifa upp allan kreditlistann. Hann er orðinn snillingur í að spóla fram og til baka og nota pásu-takkann til að geta rýnt í allt lesefni sem kemur á eftir bíómyndum.
Svo rann upp skuldadagur. Myndinni þurfti að skila. Ég laumaði henni í töskuna mína á mánudagsmorguninn og skilaði henni í hádeginu.
Friðurinn var rofinn á ljúfu og rólegu mánudagskvöldi þegar hávær og reiðileg rödd byrjaði að góla:
NEEEEEEEEEEEEEEIIIIIII PABBI HVAR ER FREAKY FRIDAY HVAR ER FREAKY FRIDAY HVAR ER FREAKY FRIDAY...
Við plötuðum hann. Nörruðum hann. Blekktum hann viljandi. Hann hefur ekki hugmynd um hvað myndbandaleiga er. Í hans huga á hann hverja einustu DVD mynd sem villist í gegnum hendurnar á honum. Hann treður inn á sig álitlegum bíómyndum þegar hann fer í afmælis- eða kaffiboð og reynir að smygla þeim úr húsi.
Mér finnst ég skulda honum eitt stykki Freaky friday til eignar.
Mér datt í hug kæra fólk að þessi mynd leyndist einhvers staðar í hillu eða skáp hjá ykkur, rykfallin og gleymd öllum á heimilinu. Ef þið kannist við það ÞÁ VIL ÉG KAUPA ÞESSA MYND. KAUPA KAUPA KAUPA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta