Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Prjónað af hjartans lyst
Þau prjónastykki sem ég átti að skila af mér í handavinnu, hérna í denn, voru prjónuð af ömmu. Amma prjónaði vettlinga, lopasokka og eitt stykki kött ef ég man rétt, eins og hún ætti lífið að leysa.
Hennar afskipti hófust yfirleitt með því að ég felldi niður lykku(r) eða bætti í, sleit bandið eða tókst að flækja eitthvað á óútskýranlegan hátt. Með öllum 10 þumalputtunum. Þá greip amma inn í og bjargaði heiðri barnabarnsins.... og sínum eiginn í leiðinni.
Núna er Gelgjan að prjóna hliðartösku og ég er stolt móðir. En ekki get ég aðstoðað hana þegar hún fellir niður lykkur eða bætir í, sem hún hefur gert töluvert af. Og ég hef fengið ásökunaraugnaráð fyrir þær sakir. Hverskonar móðir ert þú eiginlega, segir þetta augnaráð.
En taskan sístækkandi fer klárlega batnandi og greinilegt að krakkanum fer fram í prjónaskapnum. Ólíkt móður hennar.
Í gærkvöldi sýndi hún bróður sínum, unglingnum, prjónaskapinn. Hreykin á svip, hóf hún verkið á loft.
Unglingurinn hnyklaði brúnir, hugsandi á svip. Hvað er þetta? Húfa?
Naujts... þetta er taska, sagði Gelgjan hneyksluð.
Skömmu síðar spurði ég hana hvort hún væri búin að sýna pabba það sem hún er að búa til fyrir ömmu (Litla rasistann).
Aftur hóf hún prjónaskapinn á loft.
Bretinn hnyklaði brúnir og sagði: Hvað er þetta? Húfa?
ÞETTA ER EKKI HÚFA, gólaði Gelgjan. AMMA ÞARF HELDUR EKKI HÚFU. ÞETTA ER TASKA.
Oh, sagði Bretinn, sem stundum (bara stundum) doesn't know when to shut up. But why are there holes in it sweetie?
Ég byrjaði að veifa honum, þar sem ég sat fyrir aftan Gelgjuna. Benda honum á að þetta væri eitthvað sem hann ætti ekki að kryfja að neinu gagni.
Hvað vita karlmenn líka um göt á prjónatöskum, tilkomin vegna þess að nokkrar lykkjur týndust hér og þar á leiðinni að settu marki? (Ekki fríka út, þið karlmenn, sem kunnið að prjóna og dundið ykkur við það í frítímum).
Seinna sat Gelgjan sátt fyrir framan sjónvarpið og mundaði prjónana af hjartans lyst. Ég horfði hugsandi á hana.
Nú finnst mér þú svo stór, sagði ég í vælutóni. Situr þarna og prjónar. Hvað varð um litlu stelpuna hennar mömmu?
Þá lagði Gelgjan frá sér prjónana, setti stút á munninn og sagði með barnaröddinni: Mamma, hún er hér ennþá.
Þá varð mér rórra. Ég sannfærðist um að maður þarf ekki að vera orðinn stór til að kunna að prjóna. Og maður þarf heldur ekki að kunna að prjóna þó að maður sé orðinn stór.. Bara svo það sé á hreinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
Laugardagur, 3. maí 2008
Ég elska hann Palla
Nú er gaman! Eruð þið að horfa á Alla leið! Eurovision umræðuþáttinn hans Páls Óskars? Þennan sem á að vera hlutlaus umræða. Hahaha ég er í kasti.
Palli er maður að mínu skapi og er búinn að bæði blóta og nota orðið ''meri'' á fyrstu 5 mínútunum. Um Charlotte Perelli hina sænsku sem hrifsaði 1. sætið af henni Selmu okkar Björns, hérna um árið.
http://video.aol.com/video-detail/charlotte-take-me-to-your-heaven-eurovision-1999-winner/259861236
Sennilega kæmist enginn upp með þetta nema Palli. Ég elska manninn.
Hann upplýsti okkur um að ekki aðeins hefur Charlotte skipt um eftirnafn síðan þarna 1999, heldur líka brjóst, varir og eitthvað fleira.
Palli bjargaði kvöldinu fyrir mér. Ég veit... það þarf ekki mikið til að gleðja mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta