Leita í fréttum mbl.is

Mamma veðurgyðja

 

Ég er mætt til vinnu. Afskaplega syfjuð enda hefur sólarhringurinn hjá fjölskyldunni farið svolítið á annan endann í fríinu.

Jólin voru ljúf í faðmi fjölskyldunnar. Engin jólaboð. Bara við á náttfötunum, horfandi á imbann eða með bók í hönd... og konfektkassann á lærunum (í fleiri en einni merkingu).

Góðir göngutúrar með Vidda Vitleysing slógu á át-samviskubitið, sem reyndar var með minna móti þessi jólin.

Sá Einhverfi reynir sífellt að semja við foreldrana um veðurfarið í Reykjavík. Á 2. í jólum stalst hann út á pall með vatnskönnu til að bræða frostið. Hann gerir auðvitað illt verra og móðirin er í lífshættu  á glerhálum pallinum þegar hún stelst út í bílskúr til að smóka sig.

Rigning á morgun mamma, sagði hann.

Nei Ian, veistu ég held ekki, sagði ég. Það verður örugglega snjór og kalt.

Þá fríkaði barnið út. Orðið ''snjór'' kveikir á einhverjum óhemjutökkum hjá honum.

Eftir langar og strangar samningaviðræður sættumst við á að þann 3. í jólum yrði ''kalt, ský og sól''.

Það gekk nokkurn veginn eftir. En í morgun byrjaði að snjóa algjörlega miskunnarlaust. Ég hringdi í Vesturhlíð til að athuga hvernig aumingja litli snjófælni drengurinn minn hefði það.

Það er skemmst frá því að segja að hann lagðist undir feld í morgun til íhugunar. Sundferð var þó nógu freistandi til að hann varð hreyfanlegur. Ég sé hann fyrir mér í heita pottinum, gólandi formælingar á eigin tungumáli upp til himins.

Kannski eru þær formælingar ætlaðar mér. Allavega virðist hann ekki efast um það eitt andartak að móðir hans sé hin eina sanna veðurgyðja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Hæ jóna mín mér varð hugsað til ians mins þegar ég leit út í morgun og sjá snjóinn .knús til ykkar Ians

Guðrún unnur þórsdóttir, 28.12.2009 kl. 17:07

2 identicon

Skil hann svo vel, á erfitt með að þola þetta hvíta ógeð

Gugga (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Ómar Ingi

Já rigningu á morgun takk

Ómar Ingi, 28.12.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég segi eins og Guðrún Unnur ég hugsa stundum til Ians þegar veður breytir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.12.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 1640654

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband