Leita í fréttum mbl.is

Ekki hægt að ímynda sér

 

Þetta er eitt það sorglegasta slys sem ég hef heyrt um. Og ég finn svo til með foreldrunum að ég er með stingi í hjartanu.

Það er á engan hátt hægt að ímynda sér hvað þau ganga í gegnum. Ansi hætt er við því að þau muni ekki geta unnið úr þessu saman.

Ég veit hvað flestir hugsa. Að þessi maður hljóti að vera ömurlegt foreldri. Hafi ekki elskað barnið sitt. Verið í dópinu.....

Og það er kannski eðlilegt að fólk hugsi slíkt. En ég veit um dæmi þar sem ósköp normal, eðlilegir og elskandi foreldrar hafa gleymt börnum sínum á einn eða annan hátt. Ég líka. Afleiðingarnar hafa hins vegar ekki verið neinar.

Þetta fólk á alla mína samúð og ekki síst faðirinn. Þvílíkar vítiskvalir sem hann gengur í gegnum. Og sér ekki fyrir endann á þeim.

Sendum frá okkur fallegar hugsanir.

Eigið góða helgi.

 

 


mbl.is Gleymdi 1 árs dóttur sinni í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Mikið er ég hjartaanlega sammála þér.

Ég gleymi því aldrei að hafa gleymt dóttur minni, þó það væri ekki lengi og hefði engar afleiðingar.

Hólmfríður Pétursdóttir, 27.6.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er ansi hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér. Þau munu sennilega ekki vinna úr þessu saman. Ef þetta er ekki dauðadómur yfir sambandinu, er hún sterkari og skilningsríkari kona en flestar.

Villi Asgeirsson, 27.6.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Ómar Ingi

Tek undir þetta hjá þér

Ómar Ingi, 27.6.2009 kl. 16:34

4 Smámynd: Jón Arnar

Vona þeirra vegna og eldri barna að þau komist yfir þessa martröð SAMAN -en hér var allt sett á 110 til að hjálpa uppá andlega

Jón Arnar, 27.6.2009 kl. 21:01

5 Smámynd: Karl Tómasson

Nei Jóna mín, það fá engin orð líst þessu hörmulega slysi.

Góðar kveðjur til þín úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 27.6.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sammála þér Jóna mín.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.6.2009 kl. 16:53

7 identicon

Tek undir hvert einasta orð, elsku Jóna. Algjörlega.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1640369

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband