Leita í fréttum mbl.is

Með rassinn úti

 

Ég á engin föt!

Ég held að við, sem tilheyrum kvenþjóðinni höfum allar með tölu, einhvern tíma á lífsleiðinni, látið þessi orð út úr okkur. Og þau eru mis-sönn þegar þau eru sögð. Kannski er réttara að segja að þau séu mismikil lýgi.

Ég ákvað fyrr í kvöld, að byrja mánudagsmorguninn á því að fara í ræktina. Og þá hefst skipulagið. Taka til íþróttafötin, nestið til að hafa með í vinnuna og svo kvölin og pínan; Velja föt úr fataskápnum til að fara í eftir spriklið og sem nota bene: þurfa að haldast utan á mér allan daginn, á þann hátt að ekki sé skömm að.

Og fyrir manneskju eins og mig, sem hefur bætt á sig kílóum en er harðákveðin í að kaupa sér ekki föt, fyrr en þau kíló eru horfin, er þetta allt annað en auðveld og/eða ánægjuleg athöfn.

Í kvöld var ég þó lukkuleg með mig. Búin að ákveða í huganum að  uppáhalds gallabuxurnar mínar (ég á tvennar (sem ég passa í)),  færu ofan í íþróttatöskuna.

Er ég tók þær fram rak ég augun í gat á rassinum. GAT. Nánar tiltekið í rassaskorunni. Neðarlega. Og svo sá ég annað gat.

Ég hefði getað farið að grenja. Gerði það þó ekki en hugsaði; það var þó allavega heppilegt að buxurnar rifnuðu ekki utan af mér á miðjum vinnudegi.

En svo datt mér í hug að kannski hefðu þær einmitt gert það síðast þegar ég var í þeim, og ég sprangað með hálfan rassinn úti, um alla skrifstofu, samstarfsfólki mínu til gleði og yndisauka.

Og þá fór ég að gráta.

Ég fæ sennilega aldrei að vita staðreyndir í því máli. En ég er að spá í hvort það borgi sig að fara með mínar heittelskuðu gallabuxur, sem eru komnar vel til ára sinna, á saumastofuna í Skeifunni og láta bæta þær.

Ég er þó ansi hrædd um að það borgi sig ekki. Við nánari eftirgrennslan sé ég að efnið er orðið öööööörþunnt á öllu rass-svæðinu, sem skýrir kannski afhverju þessar gallabuxur hafa passað á mig allan þennan tíma. Þær hafa stækkað með mér eftir bestu getu, þessar elskur. Og nú gátu þær ekki meir.

En eitt er víst; ekki fer ég og kaupi mér gallabuxur fyrir þrettánþúsundkrónur í dag, sem verða orðnar AAAAAAALLTOOOOOOF stórar á mig, bara eftir nokkrar vikur, þegar ég verð orðin Jóna Mjóna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Gallabuxur á 13þúsundkall?! Heyrðu nafna, Meinarðu ekki 23þúsundkall?!

Ég hélt það . . . . .

Jón Agnar Ólason, 8.6.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

neeeii síld á sunnudegi fjandinn hafi það, segi ég bara, eins og Sá Einhverfi. Ég allavega rölti í búðir um daginn og komst þá að því að gallabuxur eru á 9000-18000... Ég held barast að ég myndi aldrei kaupa mér dýrari gallabuxur en á 9000 kr... en aldrei að segja aldrei.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.6.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég heiti Jóna Kolbrún og hef verið kölluð Jóna mjóna í gamla daga, núna er það bara Kolla bolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.6.2009 kl. 00:38

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þá er nú betra að vera með tippi og hugsa lítið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.6.2009 kl. 10:18

5 identicon

Rauða krossbúðirnar hafa fín föt á næstum ókeypis!!! Og ef þetta er viðvarandi vandamál að fötin hlaupa - þá ættir þú kannski að skoða www.oa.is

Það er nefnilega ekki nein skylda að eiga föt sem ekki passa

kveðja

Dóra

Dóra (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 13:34

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Allar gallabuxur gefa upp öndina að lokum. Ég á tvennar sem stefna hraðbyri yfir móðuna miklu en hanga samt enn.

Helga Magnúsdóttir, 8.6.2009 kl. 20:08

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er alltaf sorglegt þegar manns bestu gallabuxur gefast upp!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2009 kl. 09:44

8 identicon

 Högni góður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 10:06

9 identicon

Ég sendi þér alla mína samúð varðandi gallabuxurnar.

Tinna (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 16:02

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hefurðu skoðað Gallabuxnabúðina á jarðhæð Kringlunnar? Það gæti borgað sig í krónum og buxum.

Sigurður Hreiðar, 10.6.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1640369

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband