Leita í fréttum mbl.is

Pjúúúúk

 

Jesús minn hvað ég er glöð að einni stærstu átveislu ársins sé lokið. Ekki það að neinn bindi mig niður í stól, troði trekt niður í kokið á mér og helli ofan í mig bræddu súkkulaði, eða mauki kjötið og kartöflurnar og og næri mig í gegnum æð, eða neitt slíkt. Nei nei, allt er þetta gert með fúsum og frjálsum vilja af moi!

Svo er það þetta með ræktina. Um leið og rútínan er brotin upp er stór hætta á að ég hreinlega ''falli úr'' ræktinni aftur. Það er spurning um hvaðan Sá Einhverfi fékk einhverfu genin.

Taskan fyrir ræktina er reddí skveddí frammi í forstofu (svo ég gleymi henni nú örugglega ekki í fyrramálið), því í ræktina skal ég fara í hádeginu á morgun. Ég er hræddust um að rútan mæti ekki í fyrramálið að pikka Þann Einhverfa upp, því ég gleymdi að hringja í bílstjórann og láta hann vita að stráksi ætti að mæta í gæslu á morgun.

Í fjarveru Bretans hef ég ''leyft'' Þeim einhverfa að sofa í pabba rúmi en ég hef eflaust notið þess enn betur en hann. Það er svo gott að sofna með aðra hönd á bústnum handleggnum á honum. Ég hafði af þessar nokkrar áhyggjur. Þ.e. hvernig ég kæmi stráknum aftur í sitt rúm áður en Bretinn kæmi heim, en ég hefði ekki þurft að hafa þær.

 Ég var búin að segja honum að á þriðjudagskvöldið yrði hann að snúa aftur í sitt rúm, því pabbi kæmi heim þá um kvöldið, og hann ákvað upp á sitt einsdæmi að leggjast til svefns í sínu herbergi í kvöld.

Annað kvöld verða feðginin sótt í Leifsstöð og mikið verður nú gott að fá að knúsa Englandsfarana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ah já það er alltaf gott þegar hversdagsleikinn og vanalega rútínan tekur við eftir svona át-tíð

Ég er meira fyrir bara venjulega göngutúra og þannig hreyfingu.. ég meika ekki ræktina.. en ég elska að fara í göngutúra,annaðhvort ein eða með drengjunum..

gangi þér vel í ræktinni á morgun

Guðríður Pétursdóttir, 14.4.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mín eina líkamsrækt er að fara í göngutúra með hundinn minn. Það dugar mér alveg ágætlega.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2009 kl. 01:10

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert einstök.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.4.2009 kl. 09:37

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Auðvitað veit Ian alveg að ef hann má bara sofa í pabbarúmi Fram á þriðjudag þá er það bara Fram á þriðjudag.

Bíddu nú aðeins við..... ræktin já, hef heyrt eitthvað um þetta fyrirbæri mig minnir bara hér síðast

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.4.2009 kl. 13:07

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

vid skulum ekkert ræda hvad madur er búin ad ÚDA i sig um páskana,og thad já..af fúsum og frjálsum vilja en vonandi drifurdu thig i ræktina bara, segi ég sem hef verid á leidinni thangad i sirka tiu ár...

María Guðmundsdóttir, 14.4.2009 kl. 16:39

6 Smámynd: Ómar Ingi

 Snúllur eruð þið

Ómar Ingi, 14.4.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband