Mánudagur, 29. desember 2008
Kelin kisa leitar heimilis
Sumarið 2007 eignaðist læðan Tinna þrjá kettlinga. Ég hef sett inn margar færslur og sögur af þessum köttum. Meðal annars um það þegar einn af kettlingunum; hún Perla, breyttist óvænt í Grím.
Planið var alltaf að láta alla kettlingana nema einn. Og læðan sem við nefndum Khosku fékk yndislegt heimili á Selfossi. Það varð ekkert úr því að við finndum heimili fyrir kettling númer tvö, svo tveir af þremur kettlingum ílengdust hjá mömmu sinni; Grímur og Elvíra.
Síðast liðið sumar varð Tinna fyrir bíl og dó. Það var mikil sorg á heimilinu og Gelgjan hefur enn ekki jafnað sig.
Stuttu seinna lentu fósturforeldrar Khosku í vandræðum, vegna nýrra húsreglna um dýrahald og okkur þótti þetta næstum því vera tákn. Khoska átti að koma til okkar aftur. Sem hún og gerði.
Systkini hennar tóku henni ekki opnum örmum, en við ákváðum að gefa þessu séns og til skamms tíma leit út fyrir að hún yrði tekin í sátt.
Nú er þetta fullreynt. Khosku vegna getum við ekki haldið henni hér. Hún er afskaplega blíður og kelinn köttur. Hún treystir fólki ótrúlega vel og veit ekkert betra en að kúra í fanginu á okkur. En hún þarf alltaf að vera á varðbergi, með bæði eyru og augu opin. Grímur og Elvíra leggja hana hreinlega í einelti. Og Viddi vitleysingur smitast af ástandinu og á til að elta hana þegar hann sér hana. Aumingja Khoska verður alltaf utangarðs inn á þessu heimili. Máttur hópsins er ótrúlegur.
Khosku vantar að eignast gott heimili.
Elskar þú ketti?
Myndir þú kunna að meta það að:
- finna agnar-fíngerða kisu stökkva upp í fangið á þér og heimta strokur um ótrúlega mjúkan feld?
- Vakna við malið hennar?
- Fá blíðlegar móttökur þegar þú kemur heim eftir langan vinnudag eða erindagjörðir?
- Hafa einhvern að tala við sem svarar þér og er alltaf sammála þér?
Ert þú:
- í aðstöðu til að fá pössun fyrir kisu ef þú þarft að fara í burtu um tíma, eða að fá einhvern til að koma að gefa henni og tala við hana nokkrar mínútur á dag?
- manneskja sem myndir aldrei aldrei í lífinu láta þér detta í hug að skella útidyrahurðinni í lás á eftir þér, fara í sumarfrí og láta ráðast hvort kisa lifir af eða ekki?
- til í að taka litla, blíða kisu inn á heimili þitt og ekki síður inn í hjartað þitt?
Ef þú svarar öllu ofangreindu með já-i og ert ekki með fleiri dýr á heimilinu þínu, ertu það sem Khoska leitar að. Og Khoska er það sem þig vantar.
Hér er mynd af Tinnu með Khosku pínulitla
hér er Khoska eins og hún lítur út í dag.
Ef þú hefur áhuga á að eignast Khosku, sendu mér þá línu á jonag@icelandair.is
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:46 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Æ en sorglegt, ég hef lent í svipuðu. Ég tók rúmlega ársgamlann fress sem bróðir tveggja kattanna minna til mín vegna svipaðra aðstæðna. Hann lenti líka í basli á heimilinu, hann læddist með veggjum í smá tíma en fékk aldrei frið fyrir hinum köttunum. Ég varð að láta hann fara, kattarins vegna. Hann var svo ljúfur og góður, en lenti í einelti og stöðugum árásum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.12.2008 kl. 01:57
já nafna. Þetta er nákvæmlega sama dæmið. Það er alveg ljóst að kattarfjölskyldur taka ekki á móti ''týnda syninum'' með opnum örmum
Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2008 kl. 02:00
ég er með fjórar kisur og einn hund, held að það væri erfitt, en fæ þó sting í hjartað yfir bæði kisu og ykkur. gleymdi aðala málinu ég á heima alllllllt of langt í burtu
vonandi finnurðu góða fjölskyldu.
kærleiksknús
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 09:17
Æ dúllan! ef að ég ætti ekki 3 hunda og einn kött þá myndi ég taka hana til mín. Hún er algjört krútt
Gleðileg jól Jóna
Huld S. Ringsted, 29.12.2008 kl. 09:18
Æ en sorglegt.tekkji tad ad turfa láta frá sér dýrin.Vonandi finnur tú gott heimili fyrir kisu litlu.
KNús kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 29.12.2008 kl. 12:35
Prófaðu að auglýsa hann á dyraland.is þar eru alltaf einhverjir sem vilja taka að sér gæludýr. Hann er algjör rúsína þessi, ef ég mætti hafa kött þá myndi ég taka hann að mér. Gangi þér vel.
Guðný (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:00
æ thad er svo erfitt ad láta thessi grey frá sér, en gerir thad mun betra ef thau fá frábært heimili. Svo vonandi gengur thad eftir fyrir Kosku , verdur bara heppin sá sem hana fær..alger dúlla
María Guðmundsdóttir, 29.12.2008 kl. 19:01
æjjjiii krúttiið
Gleðileg jól
Hættþþ (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:08
væri sko alveg til í að taka að mér kisu ef ekki væri fyrir mitt kisuofnæmi Er oft búin að blóta þessu áunna ofnæmi mínu og sérstaklega síðasta árið þar sem litla skottan mín ELSKAR ketti og hunda og ég væri alveg til í að fá kisu fyrir hana. En það er vísst ekki hægt.
Gangi þér vel að fá gott heimili fyrir kisu
Dísa Dóra, 30.12.2008 kl. 11:53
Hef hitt þetta kisuskott og hún er alger gullmoli.
Heillar mann upp úr skónum og er ótrúlega nett og sæt
Gangi ykkur vel að finna gott heilili fyrir hana.
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 30.12.2008 kl. 12:23
Gengur því miður ekki hérna hjá mér.... blokk... og allir þurfa að samþykkja, yadda, yadda.... (og vottur af kattarofnæmi).
Ég vona að kisan fái gott heimili, hún á það alveg skilið. Þar sem hún er eina kisan, og fær að njóta sín.
Einar Indriðason, 30.12.2008 kl. 13:17
Sendi kisu knús og Emma sendir henni andlitsþvott, hún vill hafa hana hreina áður en hú fer til annarra eigenda.
Hafið það öll sem best. Kv Brynja
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 30.12.2008 kl. 15:38
Vildi bara segja þér að bókin þín leyndist í einum jólapakkanum mínum og varð fyrsta jólabókin sem ég las þessi jólin. Mér þótti hún bæði skemmtileg og góð. Þar sem ég hef lesið bloggið þitt í marga mánuði hafði ég pínu áhyggjur af því að mér myndi finnast að ég væri bara að lesa bloggið í bók, en svo var alls ekki. Heppnaðist vel að byggja heildarmynd og eðlilegt flæði. "Gráu síðurnar" inni á milli fannst mér líka sniðug viðbót. Mér finnst líka frábært hvað þessi bók er jákvæð, enginn barningur og sjálfsvorkun þar á ferð, þó að það væri nú ekki óeðlilegt í sambandi við þetta allt saman.
Ég mæli með þessari bók við alla:)
Þetta er svolítið "spes", að geta tjáð sig við höfund bókarinnar:)
HÁ (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:59
Þetta er ekki bloggið þar sem að svona athugasemd á við;
"Takk, en nei takk, ég ætla að hafa kalkúna á gamlárzdag" ...
en ...
Steingrímur Helgason, 30.12.2008 kl. 21:12
Verst að ég get ekki tekið kisu.
Til hamingju með bókina þína góðu!
Gleðilegt ár með ósk um farsæld og frið.
Einar Örn Einarsson, 31.12.2008 kl. 17:23
Gleðilegt ár og gangi þér vel með kisuna. Hér á heimili er nú þegar heimaríkur kisi.
Valgerður Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 15:51
Ég vildi óska að ég gæti tekið þessa litlu kisu með heim, en því miður á ég meðleigjanda sem er ekki alveg sammála mér. Ég vona að Khoska fái gott heimili.
Ég vil líka þakka þér fyrir bókina. Hún kom úr einum jólapakkanum mínum og mér finnst hún yndisleg, það er frábært að fá að heyra svona persónulega lýsingu á fjölskyldunni þinni :)
Sara (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.