Leita í fréttum mbl.is

Jólagardínur og jólasaga

Gardínurnar eru fundnar. Mistökin sem ég gerđi ţetta áriđ var ađ leita ekki ađ kassa ofan í kassa. Jólagardínurnar voru samanbrotnar og eins og nýstraujađar ofan í Fedex kassa sem aftur var ofan í öđrum kassa. Alveg eins og ég hélt: afskaplega vel frá gengiđ. Mér er ekki alls varnađ ţó ađ stundum mćtti halda annađ.

Í kvöld hef ég víxlađ orđum í setningum hvađ eftir annađ.

Settu skápinn í sokkana, sagđi ég viđ Gelgjuna...

Oh, have another drink, sagđi Bretinn ţegar ţriđja vitleysan rann upp úr mér.

---

Ég ćtla ađ skella hér inn jólasögu sem ég skrifađi í fyrra og birti á blogginu. Örugglega margir sem ekki lásu ţá:

Hvít ljós og kókostoppar

Lítil stúlka situr viđ gluggann og styđur hönd undir kinn. Úti er kolniđamyrkur og ţađ eina sem hún sér er regniđ sem lemur rúđurnar og kyrrlátur logi kertanna sem speglast í glerinu. Hugur hennar er víđsfjarri og lítil áhyggjuhrukka er á enninu.

 Í einu horni stofunnar stendur fagurgrćnt jólatré međ hvítum ljósum. Litlu stúlkuna langađi ađ hafa eingöngu hvít ljós á tréinu ţetta áriđ og hún fékk ađ ráđa. En núna ţykja henni ljósin svo dauf og litlaus. Kannski tók hún ranga ákvörđun.

Á gólfinu eru kassar og box međ marglitu jólaskrauti sem bíđur eftir ađ komast á sinn stađ á grćnar greinarnar.

Lilja. Lilja mín.

Stúlkan hrekkur upp úr hugsunum sínum ţegar mamma hennar styđur hendi létt á öxl hennar. Hún lítur upp og mamma strýkur fingri létt yfir nefbroddinn á henni.

Hvađ segirđu um ađ ég hiti handa okkur súkkulađi? Segir hún. Svo getum viđ skreytt jólatréiđ.

Lilja kinkar kolli og reynir ađ brosa. En varirnar hlýđa ekki almennilega og brosiđ nćr ekki til augnanna.

Mamma horfir á hana andartak og hana svíđur sárt í hjartađ. Ţađ er ekkert réttlćti í ţví ađ 11 ára stúlka ţurfi ađ bera byrđar fullorđinnar manneskju.

Svona, komdu nú, segir hún blíđlega. Hjálpađu mér ađ laga súkkulađiđ. Ţetta verđur allt í lagi.

Lilja eltir mömmu sína hlýđin fram í eldhús. Hún sćkir pott inn í skáp og setur á eldavélahelluna. Svo nćr hún í stól, dregur hann ađ hornskápnum í eldhúsinu og stígur upp á hann. Teygir sig eftir könnunni sem ađeins er notuđ undir heita súkkulađiđ á jólunum. Amma átti ţessa könnu og notađi hana líka undir jólasúkkulađiđ. Kannan er í fallegum kóngabláum lit međ gylltri rönd á stútnum og á lokinu.

Lilja ţarf ađ standa á tám til ađ ná upp í efstu hilluna í skápnum. Hún teygir sig eins og hún getur, og nćr taki á könnunni. Á síđustu jólum náđi hún ekki upp. Ţá ţurfti pabbi ađ lyfta henni. En nú er pabbi ekki hér svo ţađ er eins gott ađ Lilja hefur stćkkađ síđan í fyrra.

Mćđgurnar sýsla um stund í eldhúsinu. Ţćr eru hljóđar og hugsa sitt. Úti fyrir beljar regniđ á gluggunum og hávađinn í storminum útilokar samrćđur í eđlilegum raddstyrk.

Á međan mamma lagar súkkulađiđ eins og enginn getur nema hún, hellir Lilja rjóma í skál og kveikir á handţeytaranum. Hún horfir á rjómann ţykkna smám saman og ímyndar sér ađ hún svífi og horfi niđur á mjallarhvít og dúnmjúk ský. Heim, ţar sem veđriđ er stillt og fagurt og sjórinn fyrir neđan skýin er spegilsléttur og alls ekkert hćttulegur.

Hún andvarpar og slekkur á ţeytaranum. Leggur skálina međ rjómanum á eldhúsborđiđ og fylgist svo međ mömmu hella sjóđandi heitu og ilmandi súkkulađinu yfir á kóngabláu könnuna. Lilja tekur eftir ţví ađ mamma er örlítiđ skjálfhent. Hún tekur líka eftir nýjum línum í laglegu andliti mömmu og veit ađ henni er ekki eins rótt og lćtur.

Jćja, segir mamma hressilega. Ţá er ţetta tilbúiđ.

Hún hellir súkkulađi í tvo kóngabláa bolla međ gylltri rönd á barminum og setur matskeiđ af rjóma í hvorn bolla.  Á međan ţćr bíđa eftir ađ drykkurinn kólni rađar mamma súkkulađibitasmákökum á lítinn bakka. Kókostopparnir verđa ekki snertir fyrr en á eftir matinn á morgunn, ţegar búiđ er ađ ganga frá í eldhúsinu og allir sestir inn í stofu. Ţeir fullorđnu međ kaffibollana sína og krakkarnir međ augun á öllum gjöfunum undir tréinu.

Lilja hefur samt stađiđ pabba ađ verki viđ ađ laumast í kókostoppana á ađfangadagsmorgunn. Ţegar mamma var enn sofandi. Lilja kom inn í eldhúsiđ og greip pabba međ hendina í kökukrúsinni.

Pabbi  ţó!!  sagđi hún međ andköfum og hann leit á hana međ prakkarasvip á andlitinu sem var ţakiđ skeggbroddum. Augun glömpuđu og hún gat ekki annađ en skellihlegiđ. Ţann morgunn fékk hún kókostoppa og mjólk í morgunmat og pabbi dýfđi sínum í kaffiđ. Ţau spjölluđu á lágum nótum til ađ vekja ekki bakarann og Lilja sagđi honum sögur úr skólanum og pabbi sagđi frá spegilsléttum gjöfulum sjó og öldutoppum á stćrđ viđ blokkirnar hinum megin viđ götuna ţeirra.

Allt ţetta hugsar Lilja um á međan hún hrćrir í bollanum sínum og virđir fyrir sér dökkbrúnt súkkulađiđ og hvítan rjómann blandast saman. Fyrst sem skýrar afmarkađar línur, en sameinast ađ lokum í einn lit. Ljósbrúnn tónn. Ef pabbi vćri međ ţeim núna vćri hann án efa ađ raula fyrir munni sér jólalög á milli ţess sem hann maulađi súkkulađibitakökur og stryki mömmu um vangann.

Mamma, segir Lilja.

Já elskan mín, svarar mamma.

Er veđriđ ađ versna?

Mamma stendur upp án ţess ađ svara og gengur ađ glugganum.

Lilja horfir á grannar axlirnar í hvítu prjónapeysunni og bíđur eftir svarinu međ öndina í hálsinum. Heldur niđrí sér andanum og kreistir augun fast aftur. Eins og ađ fyrir töfra gćti svariđ breytt öllu. Hún óskar ţess  heitt og ákaft ađ ţegar hún opni augun, standi pabbi píreygđur og brosandi fyrir framan hana.

Síminn hringir. Hljóđiđ er hvellt og skerandi og hjartađ í Lilju tekur kipp. Hún lítur á mömmu sem snýst á hćli og sér ađ augun hennar eru stór og dökk og óttaslegin. Og Lilja fer ađ gráta. Hljóđlausum gráti sem rífur og slítur í brjóstiđ og henni finnst hún ekki geta andađ.

Mamma gengur hröđum skrefum ađ símanum og horfir á svart tćkiđ sem framkvćmir ţennan hrćđilega hávađa. Loks er eins og höndin láti af stjórn og hún lyftir tólinu upp ađ eyranu.

Halló, hvíslar hún. Rćskir sig og hćkkar röddina. HALLÓ.

Hún snýr baki í eldhúsiđ svo Lilja getur ekkert ráđiđ úr svip hennar.  Svo kinkar mamma kolli og axlirnar byrja ađ hristast ţar til allur líkaminn skelfur og titrar. Lilja lamast af skelfingu. Hún getur ekki einu sinni grátiđ. Óttinn heldur henni í heljargreipum og tárin ţorna á vöngunum.

Mamma! Reynir hún ađ segja en ekkert heyrist. Hún teygir hendurnar á móti mömmu sinni. Ţráir fađminn hennar í umkomuleysinu. Og  skyndilega er mamma komin og tekur hana í fangiđ. Heldur henni ţétt í hlýjum, öruggum örmum.

Ţeir eru komnir í land, hvíslar hún ofan í dökkan hrokkinkoll stúlkunnar sinnar og skyndilega sér Lilja hvađ hvítu ljósin á tréinu skína skćrt. Mig langar í kókostoppa, segir hún.

Og ţá fćr hún. Eins marga og hún getur í sig látiđ. Pabbi mun skilja ţađ svo vel.

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á ţig og góđa ljúfa nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Ragnheiđur

Ég las ekki ţessa sögu í fyrra, hún er yndisleg jólasaga.

Gott ađ ţú fannst gardínurnar, ţá ţarf ég ađ leita ađ mínum, ţađ verđur ekki flókiđ - held ég !

Knús í bćinn

Ţegar mamma dó ţá sá ég međal annars eftir ţví ađ hafa ekki skrifađ niđur hin mörgu mismćli hennar sem oft urđu stórbrotin. Ég man bara ein núna : Hún kallađi mig Gríslragning...

Ég var kölluđ ýmist Ragna eđa Gríslíngur ţegar ég var krakki

Ragnheiđur , 16.12.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ţetta er saga sem vert er ađ lesa hvert ár, yndislega falleg, minnir á hvađ ţađ er sem skiptir öllu máli og er tilfinningaţrungin út í eitt. Takk elsku Jóna mín. 

Ásdís Sigurđardóttir, 16.12.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Ţakka ţér fyrir ţessa fallegu jólasögu, gott ađ ţú fannst jólagardínurnar, nú hefur ţú ţađ skjalfest hvar ţú fannst ţćr, mundu ţá ađ skjalfesta hvar ţú gengur frá ţeim nćst.

Hafiđ ţađ sem allra best á ađventunni.

Góđa nótt Brynja og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 17.12.2008 kl. 00:57

5 identicon

Takk fyrir ćđislega sögu. Nú geta Jólin byrjađ.Gleđileg Jól

jón ţór (IP-tala skráđ) 17.12.2008 kl. 08:34

6 Smámynd: Elín Sigríđur Grétarsdóttir

gamla góđa kassi ofan í kassa trikkiđ

Elín Sigríđur Grétarsdóttir, 17.12.2008 kl. 08:55

7 identicon

Sniff, sniff, sniff........... á engin orđ...... sit bara og grćt!!!

Kem aftur til baka 3. jan.

Gleđileg jólin.

LBH (IP-tala skráđ) 17.12.2008 kl. 09:14

8 identicon

Ótrúlega falleg saga, ţú ert algjör snillingur, ég fékk gćsahúđ.

Gleđileg jól handa ţér og ţínum.

Guđbjörg (IP-tala skráđ) 17.12.2008 kl. 11:50

9 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Fyrsta skipti sem tár leka ofan í tölvuna mína.......

Mikiđ ofsalega falleg, lýsandi og vel skrifuđ saga.

Takk fyrir mig

Kristín Bjarnadóttir, 17.12.2008 kl. 12:33

10 Smámynd: Erla Sólrún Valtýsdóttir

 Falleg jólasaga. Gott ađ gardínurnar fundust.  Verđur ţú einhverstađar ađ árita bókina ţína?

Erla Sólrún Valtýsdóttir, 17.12.2008 kl. 12:34

11 identicon

Yndisleg saga, takk fyrir mig :)

Svava (IP-tala skráđ) 17.12.2008 kl. 14:32

12 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ţú ferđ villur vegar, bloggvinkona - ţađ var hellingur af fólki sem las ţessa sögu í fyrra

Mér var meira ađ segja bent á ađ lesa hana af einhverjum á sínum tíma, en var ţá og ţegar búinn ađ ţví. Einstaklega flott skrifuđ smásaga. Og nú ţegar ţú hefur hlotiđ útgáfu-eldskírnina er bara ađ hella sér í skáldsöguna af fullum krafti; ţađ er engin spurning ađ ţú ert klár í slaginn.

Jón Agnar Ólason, 17.12.2008 kl. 15:04

13 Smámynd: Trilla

Ţetta er ótrúlega góđ saga......

Trilla, 17.12.2008 kl. 16:05

14 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 17.12.2008 kl. 17:13

15 identicon

Alveg rosalega góđ saga, las hana ekki í fyrra.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráđ) 17.12.2008 kl. 20:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband