Leita í fréttum mbl.is

The Sopranos yfir fiskihlaðborði

 

Anna systir bauð okkur í mat á sunnudagskvöldið ásamt Helgu 1/2 systur.

Helgu 1/2 systur held ég að ég sé hreinlega að kynna til leiks í fyrsta sinn en hún hefur búið og unnið erlendis meiri part ævinnar og varla sést á landinu nema í mýflugumynd. Hún er nú flutt heim og þá neyðist maður til að hafa hana með í hinu og þessu.

Helga 1/2 systir er ekkert meiri hálfsystir en Anna systir, en sjálf skrifar hún Helga 1/2 systir undir alla tölvupósta til mín. Að eigin sögn er hún lítill og feitur dvergur. Ég ætla ekkert sérstaklega að taka undir það, enda væri ég þá á vissan hátt að kasta steini úr glerhúsi, þar sem ekki er til að dreifa mjög hávöxnu fólki í minni fjölskyldu. Hvorki í föður- né móðurætt. En ef hún er lítill og feitur dvergur þá er hún sá fyndnasti litli og feiti dvergur sem ég hef kynnst. Yfirleitt á eigin kostnað.

En okkur var sem sagt boðið í fisk til Önnu systur og Sjómannsins.  Og þar sem Helga 1/2 systir hefur alltaf heimtað steiktan fisk í matinn í mýfluguheimsóknum sínum á klakann, þá var það rétturinn sem búist var við.

En við erum að tala um fiskihlaðborð. Ýsa, þorskur og skötuselur var á borðum. Í plokkfiskmynd, nætursöltuðu, sætri chillisósu, rjómapiparsósu....

Sjómaðurinn er alltaf svo hræddur um að ekki sé nóg til handa feitu systrunum tveim að það endaði með því að búinn var til óvæntur aukaréttur, svo mikið hafði verið tekið af ýsu úr frystinum.

Auðvitað varð maður að prófa þetta allt. Byrjaði á því að fá sér lítið á diskinn. Einn rétt í einu. Svo varð það önnur umferð. Á endanum var maður farinn að blanda öllu saman og vonast eftir því að hinir tæku ekki eftir hversu miklu maður gat torgað.

Það var skemmtilega fjölmennt við borðið og allir töluðu hver í kapp við annan. Þarna var draumafjölskyldan mín (the Italian style) samankomin. Sá Einhverfi neitaði að vísu að setjast að borðum með okkur. Hann kom sér fyrir í sófanum þar sem hann hafði yfirsýn yfir mannskapinn. Og svo hrópaði hann sömu setninguna hvað eftir annað á milli þess sem hann hló að eigin fyndni: SÍLD Á SUNNUDEGI FJANDINN HAFI ÞAÐ.

það var sama hvað ég sagði honum oft að þetta væri ekki síld. Ekkert lát var á gólunum. Hann borðaði þó þegar Kárinn færði honum matinn í stofuna. Meiri prinsinn.

Feitu systurnar stóðu síðastar upp frá borðum.

Í eftirrétt var skyrréttur. Ég veit.. hljómar rosalega hollt og kalóríusnautt en auðvitað var mulið kex, þeyttur rjómi og eitthvað fleira góðgæti í þessu. Að ég tali nú ekki um kirsuberjasósuna sem dásemdin synti í.

Helga 1/2 systir og ég erum, frá og með deginum í dag, farnar í kapp-megrun. Við bönnuðum horuðu systurinni að taka þátt. Við eiginlega leggjum hana í einelti fyrir að vera svona grönn.

Það er dýrðlega gott að vera ekki í minnihluta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Yndisleg færsla.  Fisk á hversmannsdisk, það gott að borða fisk. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 02:12

2 identicon

Ákaflega skemmtilegt að lesaVið systurnar erum líka svona mjúkar og höfum einmitt svo oft farið í kappmegrun Snillingur strákurinn þinn, síld á sunnudegi, fjandinn hafi það!! Alveg brill drengurinn.  Til hamingju enn og aftur með bókina þína.

alva (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 02:45

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 1.12.2008 kl. 08:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér þætti vænt um ef þú hefðir tíma til að lesa frásögn mín á blogginu mínu, vildi gjarnan fá gagnrýni frá þér á uppsetningu frásagnarinnar.  Þú ert snillingur með pennann

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Svala Erlendsdóttir, 1.12.2008 kl. 11:14

6 identicon

Kveðja til Kára flotta frænda þíns.Það er frábært að eiga góða fjölskyldu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: M

frábær lesning

M, 1.12.2008 kl. 13:16

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær lesning...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2008 kl. 14:46

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég á þrjár mjóar systur og tvo feita bræður, tilheyri sem sagt báðum hópum. Geri aðrir betur.

Helga Magnúsdóttir, 1.12.2008 kl. 19:50

10 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

til hamingju með að hin systir þín er komin heim.. ég hef engann til að fara í kappmegrun við.. sem betur fer.. ég á nógu erfitt með að keppast við sjálfa mig í áti

Guðríður Pétursdóttir, 1.12.2008 kl. 20:34

11 identicon

Ég kannast við þetta..... eða kannski ekki kappmegrun, því það er aldrei neinn sem ég get farið í kapp við...... á ekki systur, ekki einusinni 1/2!!!

En stefnan er alltaf sett á höj og slank......... það sem bjargar mér er að ég er orðin höj...... á bara slank eftir!!!!!

Daglegt næturrölt á síðuna þína er orðinn fastur punktur í tilveru minni........ mikið er ég glöð fyrir að þú skulir hafa rambað við á síðunni minni um daginn og að við séum orðnar bloggvinkonur!!!

Var á kvenfélagsfundi áðan....... bókin þín barst í tal....... fannst þeim sem hana voru að lesa, hún vera FRÁBÆR......... mér fannst geggjað að "þekkja" þig........ eða svona eiginlega næstum því alveg!!! Leið í það minnsta dáldið svoleiðis.

Elska það þegar þú kvittar hjá mér........ bíð reyndar spennt eftir því......... gefur svo góð "respons".

LBH (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:44

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Oh - ég elska fisk  

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:48

13 Smámynd: Jens Guð

  Lýsingin á matnum hljómar líkt og lýsing á hlaðborðinu á Sjávarbarnum á Granda.  Nema á Grandanum er einnig boðið upp á þurrkað steinbítsroð.

Jens Guð, 2.12.2008 kl. 08:08

14 Smámynd: Ólöf de Bont

Alltaf jafngaman að lesa færslunar þínar.  Skrítið en við deilum að hluta til álíku lífshlaupi.  Báðar eignast börn með frávik, þinn einhverfi lifir en mín fjórlamaða lést fyrir 13 árum síðan.  Svo eigum við báðar 1/2 systur sem heita Helga. Mín hálfa er engan veginn feitur dvergur, það er ég sem er ákaflega kynþokkafullur lágvaxinn þéttholda dvergur í fullu fjöri á sextugsaldri.  Hálfa Helgan mín er lágvaxin, vöðvastinn, beinskeitt og ótrúlegur orkubolti.  Ég er öll 1/2 í fjölskyldu minni því mín elskaða brottfarna móðir var ákaflega heitfeng og elskaði bólfarir :-)

Ólöf de Bont, 2.12.2008 kl. 15:02

15 identicon

Sonur þinn er snilldin ein :)

Kristín (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband