Leita í fréttum mbl.is

Hamfarir á föstudegi

 

Síđastliđinn föstudagsmorgunn vaknađi ég á slaginu hálfátta. Sem er ekki gott ţví ţađ er á sama andartaki og skólabíllinn er fyrir utan ađ sćkja Ţann Einhverfa.

Ég nuddađi stírurnar úr augunum, andađi rólega inn, andađi rólega út og fór inn til stráksa til ađ vekja hann. Hann var nú ekkert á ţví. Svo hringdi ég í bílstjóra skólabílsins og tilkynnti honum ađ ég hefđi veriđ ađ opna augun.

Já, sagđi Kiddi bílstjóri hinn rólegasti. Mér fannst húsiđ ykkar eitthvađ drungalegt ţegar ég renndi upp ađ ţví áđan.

Svo var Ţeim Einhverfa dröslađ fram úr og tilkynnt ađ í dag vćri ţađ bíllinn hans pabba sem kćmi honum í skólann.

Ţađ féll ekki í kramiđ frekar en fyrri daginn. ''Rúta, rúta'' endurtók hann í sífellu og var hundfúll. Og svo grét hann yfir snjónum. ''Ekki snjór....''

Ég hef veriđ svo upptekin í vinnunni og á framabrautinni hvađ varđar bókina ađ ég gaf mér aldrei tíma í síđustu viku, til ađ gera hiđ venjulega vikuplan fyrir drenginn. Ég krotađi ţví í flýti á blađ, föstudag, laugardag og sunnudag.

Á föstudag skrifađi ég efst: pabba bíll - skóli. Og á laugardag: kannski snjór farinn.

Ţegar loks, eftir 70 mínútna ţref og grát, dundi annađ áfall yfir. Annar spiderman-fingravettlingurinn fannst ekki.

Ó nei, sagđi Sá Einhverfi. Hvar er vettlingur? Hvar er vettlingur.

Ţetta var skelfilegur dagur. Hamfarir hreint út sagt. Engin rúta, snjór úti og Spiderman týndur. Ţađ eru nú takmörk fyrir ţví hvađ hćgt er ađ bjóđa einu barni upp á.

Ţađ var verulega ósáttur drengur sem ók burt međ pabba á Yaris-num.

Ţegar ţeir voru farnir rak ég augun í blađiđ međ planinu.

Ţar var búiđ ađ krota yfir ''pabba bíll'' og skrifa ''rúta'' í stađinn.

Og á laugardeginum stóđ nú bara: ''snjór farinn.''

Ég brosti međ sjálfri mér. Sannfćrđist endanlega um ađ merking orđsins ''kannski'' vefst ekkert fyrir gaurnum mínum. Snjórinn skyldi vera farinn á laugardag og ekki orđ um ţađ meir. Ţađ breytti ţví ţó ekki, ađ hér upp á fjöllum, sat snjórinn sem fastast alla helgina.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiđur

Algerlega er ég handviss og pottţétt á ţví ađ ég ţekki vel Kidda bílstjóra !!

Hann tekur stórum framförum hann Ian, ţađ er hrein unun ađ lesa ţó ađ hann hafi veriđ ósáttur í og međ. Ég er nákvćmlega sammála honum međ snjóinn!!

Ragnheiđur , 24.11.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk fyrir mig elsku Jóna mín  Sleepingog góđa nóttina mín kćra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 24.11.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

  Skemmtileg lesning

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:44

5 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Gaman ađ lesa ţessa fćrslu hjá ţér, Hafiđ ţađ sem allra best.

Kv Gleymmerei og Emma. 

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:58

6 Smámynd: Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir

Hann er enn sama "dásemdin" ţessi drengur. - Alveg ótrúlegur. -

Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:08

7 Smámynd: A.L.F

Krúttiđ, ákveđin ungur mađur ţarna á ferđ :)

A.L.F, 24.11.2008 kl. 01:39

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ć - ég vona ađ fingravettlingurinn hans finnist.  Ég eiginlega fann bara til međ honum ţegar ég las ţetta, en snjall er hann.   Snjór farinn.  Góđur.

Ţađ getur veriđ agalegt ađ sofa yfir sig.  Sem betur fer er ţađ í mínu tilfelli ţađ ađ miđjan mín kemur of seint í skólann og litlan mín missir af ávaxtastund í leikskólanum (ţegar hún kemst ţá í hann) - sem henni finnst slćmt.  Ég sit svo međ samviskubit yfir ađ hafa sofiđ yfir mig.......

En mađurinn minn toppar ţađ nú ađ lenda illa í ţví ađ sofa yfir sig.  Hann svaf yfir sig sl. föstudag og ţađ fékk sko alţjóđ ađ heyra ţađ.....  Hann fékk svo náttúrulega símhringingar um daginn ţess efnis ađ hćgt vćri ađ fá fínar vekjaraklukkur fyrir lítiđ. 

Máliđ var ađ hann átti ađ vera í útvarpinu kl. 8 um morguninn.  Litlan var (og er - alltaf) veik svo ţađ var mín vakt heima.  Ţar sem miđjan mín var ekki heima ţá var ég ekkert ađ stilla mína klukku. Viđ litla vöknum um níuleytiđ - ég pikka í minn og segi "bíddu, átt ţú ekki ađ vera í útvarpinu"?  Minn spratt upp eins og ég hefđi stungiđ hann rassinn međ heygaffli og í símann.  Stuttu síđar fengu íslendingar ađ heyra ţađ tillkynnt á langbylgju ađ hann hefđi sofiđ yfir sig........ og ég mun örugglega minna hann á ţetta reglulega nćstu tuttugu árin eđa svo .

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:42

9 Smámynd: María Guđmundsdóttir

já bara must ad Spiderman vettlingurinn finnist aftur svo hann geti tekid gledi sína á ný.

hafdu góda viku Jňna Thank You 





María Guđmundsdóttir, 24.11.2008 kl. 06:09

10 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Hrönn Sigurđardóttir, 24.11.2008 kl. 08:22

11 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ţetta er dásamlegur lestur ţó svo ađ ţetta hafi örugglega ekki veriđ dásamleg uppákoma, ţér tekst ađ skemmta okkur međ ţessu, en oft hlýturđu ađ vera mikiđ ţreytt mín kćra.  Eigiđ góđa viku.

Ásdís Sigurđardóttir, 24.11.2008 kl. 10:21

12 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Life is what happens while your busy doing other things.

Steingerđur Steinarsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:18

13 Smámynd: Rut Sumarliđadóttir

Rut Sumarliđadóttir, 24.11.2008 kl. 12:34

14 Smámynd: Sigríđur Sigurđardóttir

Sigríđur Sigurđardóttir, 24.11.2008 kl. 14:14

15 identicon

Framfarir Ians eru stórkostlegar.Hann er frábćr strákur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 24.11.2008 kl. 14:15

16 Smámynd: Sporđdrekinn

Sporđdrekinn, 24.11.2008 kl. 14:35

17 Smámynd: Linda litla

Ţađ er langt sían ég hef kvittađ hjá ţér Jóna, takk fyrir skemmtilega lesningu.

Linda litla, 24.11.2008 kl. 15:21

18 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ţađ er greinilegt ađ Sá Einhverfi vill hafa stjórn á sínu lífi, bćđi veđurfari og öđru. Vonandi finnst vettlingurinn hans.

Helga Magnúsdóttir, 24.11.2008 kl. 20:32

19 identicon

Já mín elskuleg. Sonarsonurinn er "sá einhverfi" í minni fjölskyldu ţó svo hann sé bara á biđlista á Greiningarstöđinni. Nćsta haust verđur hann skólabarn og VÁ!!! hvađ vćri gott ađ fá greiningu miklu fyrr, en svona er lífiđ. SHIT! Ţađ er stundum svooooo erfitt.

disagests (IP-tala skráđ) 24.11.2008 kl. 20:39

20 identicon

Hvernig er ţađ hefur drengurinn ekkert nafn

Sólrún Guđjónsdóttir (IP-tala skráđ) 24.11.2008 kl. 22:53

21 Smámynd: Ómar Ingi

Ţessi yndislegi drengur heitir Ian , keyptu bókina Rúnsól

Ómar Ingi, 24.11.2008 kl. 23:00

22 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 24.11.2008 kl. 23:02

23 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

frábćrt ađ hann skuli sjálur bara krota ţađ sem hann vill fá.. eins og međ jólapakkana í fyrra og svoleiđis.. hann bara algjört ćđi..

segi eins og Ásdís,´ţiđ hljótiđ oft ađ vera svollítiđ ţreytt..

Guđríđur Pétursdóttir, 25.11.2008 kl. 00:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband