Leita í fréttum mbl.is

VOX

 

Það er gaman að fara út að borða. Ég reyndar elska að fara út að borða.

Þá skiptir öllu máli, félagsskapurinn og umhverfið. Maturinn kemur í rauninni í 3. sæti.

Það er allavega mín skoðun.

Á laugardagskvöldið síðasta, héldum við Bretinn upp á að hafa hangið saman í 15 ár. Við vorum svo heppin að geta gert það á afar grand hátt þrátt fyrir kreppuna. Og var það vegna þess að þegar ég varð hóst-hóst-...tug í september fékk ég gjafakort frá Icelandair Cargo (róleg, ég vinn þar) á VOX, árstíðamatseðil.

Ég hafði svo sem ekki hugmynd um hvað það þýddi. Vissi bara að ég gat farið aaaalveg fríkeypis út að borða á flottan veitingastað og meira að segja fengið vín með matnum.

Ég er þó svo tæknilega sinnuð að ég fór inn á netið og fann út hvað árstíða matseðill þýddi.

Það er 5 rétta máltíð og viðeigandi vín með hverjum rétti (sennilega breyta þeir matseðlinum 4x á ári). Maður þarf ekki einu sinni að hafa valkvíða. Bara setjast niður og láta bera í sig hvern réttinn á fætur öðrum.

Ég sagði við Bretann að sennilega væru þetta bara smáréttir. Enginn hrúga á diski.

Heldurðu að maður verði saddur af þessu, spurði Bretinn.

Ég sagðist alveg gera ráð fyrir því.

Og vitiði... þetta var svooooo gaman.

Þjónarnir voru svo viðkunnalegir og skemmtilegir og þjónustan afar góð, staðurinn glæsilegur og maturinn.... maður minn....

Fyrst fengum við smakk. Einn munnbiti, lagður fyrir okkur í sitthvorri skeiðinni: Amuse Bouche kölluðu þeir það; bleikju tartar með eplum og túnsurum, ásamt Créme Fraiche & sitrus.

Himneskur munnbiti.

Næst var borið fyrir okkur súpa í litlum glösum: Soup Du Jour; Létt freyðandi súpa úr íslenskum leturhumri.

Bretinn gat rétt stillt sig um að reka tunguna ofan í glasið og sleikja það að innan þegar hann náði ekki meiru með skeiðinni. Spurði þjóninn hvort hann gæti fengið svona með sér heim. Ég spurði hvort við værum ennþá bara í smakki. Við kunnum okkur, ég og Bretinn.

Ég ætla að skrifa hérna upp matseðilinn. Fyrir mína parta er þetta svo gott dæmi um eitthvað sem lítur spennandi út fyrir mér en ég er samt ekki svo viss um að þetta sé allt sérstaklega bragðgott. Ég komst svo sannarlega að öðru:

Síld & rúgbrauð: Kryddsíld og síldarís borin fram með rauðrófum, sólselju og hverabökuðu rúgbrauði frá ömmu hans Magga / Mývatnssveit.

Ég veit ekkert hver Maggi er, og því síður amma hans. En mér hlýtur að líka vel við þetta fólk. Sem og meistarann sem tókst að búa til ís (you know, icecream) úr síld og láta hann bragðast vel.

Með þessu fengum við Jóla kalda (bjór) frá Árskógssandi og rauðrófu- og dillbætt brennivín. Ég drekk ekki bjór (nema þegar ég er orðin svo drukkin að ég ætti alls ekki að drekka neitt) en þennan bjór drakk ég með góðri lyst. Brennivínið var gaman að smakka en bragðið af því minnti mig of mikið á krypplingin sem maður dandalaðist með um Hallærisplanið hérna í gamla daga.

Karfi: Steiktur karfi með blönduðum baunum og laukum / smjörsósu með jurtum, hafþyrnisberjum og eplaediki frá Claus Meyer.

Ég veit ekkert hvar þau fundu þennan Claus. Og ekki veit ég hvað hafþyrnisber eru. Það skiptir bara nákvæmlega engu máli. Ljúffengt frá a-ö.

Fengum með þessu gómsætt ítalsk hvítvín: Arnaldo Caprai Anima Umbra 2007

Lundi: Lundi frá Sigga Hennings í Grímsey, steiktur í jurtum og borinn fram með kartöflum og jarðskokkum.

Jarðskokkum... don't ask me. En gott var það. Bretinn borðar ekki lunda. Nema þennan.

Franskt rauðvín: Hautes - Côtes De Beaune Francois D'Allaines 2006.

Þarna vorum við farin að skilja að við færum hvorki svöng né edrú frá þessu matarborði.

Villigæs: Hægelduð gæsabringa með steiktum sveppum, beikoni og reyksveppasmjöri. ''Gæsalappir'' soðnar í Gullfossi og bornar fram með ölbrauði, rótargrænmeti og sykurbrúnuðum kartöflum.

Ég mátti ekki vera að því að pæla í því hvort þeir skjótist reglulega austur og bregði krukku undir Gullfoss eða hvað... Maður spyr ekki of margra spurninga. Bara nýtur þess að njóta.

Rauðvín frá Suður Afríku: Inkará Shiraz 2004. Jebb, mæli eindregið með þessu. Ofboðslega bragðmikið.

Jólatrés og Hallsveppabúðingur: Greni og kanil bættur búðingur undir stökkri skel, framreiddur með kökumylsnu og rjómaís, bragðbættum með trufflum frá Ragnari á Gotlandi.

Ég get sagt ykkur það að Ragnar á Gotlandi á eitthvað afbrigði af poodle hundi (alveg satt, við fengum að sjá mynd af honum) og hann þefaði uppi þessa tilteknu trufflu sem var röspuð yfir búðinginn okkar. Ég hélt heldur aldrei að ég ætti eftir að segja þetta, en greni er gott.

Með þessu fengum við Óla Glögg: hvítt jóla glögg, gerð eftir uppskrift Óla yfirþjóns. Það innihélt hvítvín og sítrus-something. Volgt og gott.

Svo fengum við okkur góðan kaffi á eftir.

Ég var orðin södd á þriðja rétti en mér datt ekki til hugar að sleppa einum einasta munnbita af því sem lagt var fyrir mig.

Nú heldur sennilega einhver að ég fái eitthvað fyrir minn snúð með því að birta þennan matseðil, en því er nú ekki að heilsa. Ekki nema jú ánægjuna af því ef einhver les þetta og ákveður að láta slag standa, og fær jafn mikið út úr þessu og við gerðum.

En allt kostar peninga. Árstíða seðilinn kostar á mann; 8.500 kr án víns en 14.500 með víni.

Svo ákváðum við að fara skottúr niður í bæ að leita að gömlu fólki. Við fundum það hvergi. Ég mæli eindregið með því að fólk á aldursbömmer forðist miðbæinn um helgar. Hætt við að maður hitti engan þar nema börnin sín og jafnvel barnabörn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bukollabaular. Veistu belja mín... alveg hreint glimrandi vel. Vaknaði sæl, hamingjusöm og svöng.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.11.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Ragnheiður

Skemmtilegt að lesa. Þegar ég varð *hóst*ertug, þá var ekki hægt að halda grand veislu, mamma alveg fárveik og svona en Steinari fannst ekki annað hægt en að bjóða mér út að borða og við fórum á svona dæmi hjá SiggaHall...samsettur málsverður og vínin með. Ég sullaðist í hverju víninu af öðru og ég drekk ekki. Laumaði tveimur síðustu í kallinn...þetta var ferlega gaman og maturinnn mmmmmmm slurp!

Ragnheiður , 24.11.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Vábarasta! Dýrt var það, en ábyggilega gott fyrir fullorðna fólkið....

En ef ég myndi borga fyrr einhvern með víni, þá væri ég bara blönk eftir á....

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.11.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hljómar aldeilis spennandi. Vert að muna eftir þessu í næstu klakaferð

Guðrún Þorleifs, 24.11.2008 kl. 23:30

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ég er svangur

Ómar Ingi, 24.11.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Það var gott að þið áttuð góða stund og fenguð gott að borða, matseðillinn hljómar vel og forvitnilegur, best ég prófi að elda upp úr greni, það gæti verið forvitnilegt.

En hafðu það yndislegt. Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 24.11.2008 kl. 23:44

7 identicon

Fékk árstíðaseðil á Vox fyrir rúmlega ári síðan og hann var í einu orði sagt dásamlegur. Gaman að heyra að þetta er svona gott hjá þeim ennþá og dalar ekki. Hef verið að hugsa um að fara en varla tímt því vegna þess að minningin um hinn er svo góð

Guðrún H (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 00:13

8 identicon

Hmmmm já "gamla fólkið"! Er aldur ekki afstæður????

Fór um daginn á þennan líka fína skemmtistað og hitti þar allt frá gömlum borgarstjórum til 17 ára gamals frænda!!!! (þetta var í annað skipti en þegar ungliðinn tók uppá því að tjá sig um aldur minn og útlit)

Og svo var hægt að dansa við tónlistina...... ABBA og vinir, ásamt WHAM og Meatloaf......... gerist ekki betra!!!!

Aldur er afstæður.........

LBH (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 01:20

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtilegur og spennandi matseðill. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2008 kl. 02:31

10 Smámynd: Eyrún Elva

Kaldi kemur reyndar frá Árskógssandi bara svona til að vera leiðinleg! Reyndar var líka það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sé eitthvað soðið í Gullfossi, bjórinn Gullfoss - sem er líka framleiddur í Bruggsmiðjunni á Árskógssandi Sem gæti auðvitað verið tóm vitleysa!

Eyrún Elva, 25.11.2008 kl. 03:20

11 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

OMG - við eigum einmitt gjafabréf á Vox sem við hjón fengum þegar við urðum - hóst, hóst fim.....æi þú veist, einum tug eldri en þú.

Ákváðum einmitt núna um helgina að fara í mars þegar 20 ár eru síðan við kysstumst fyrst.......

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 25.11.2008 kl. 07:31

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vá hvað þetta hljómar vel!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 09:28

13 identicon

Sæl Jóna

Takk kærlega fyrir þetta. Verið velkomin aftur!

Kær kveðja

Kokkarnir á VOX 

Kokkarnir á VOX (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:35

14 Smámynd: Ragnheiður

Ohh mig langar á svona ....prufa að hnippa í framkvæmdastjórann...

Ragnheiður , 25.11.2008 kl. 12:05

15 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég barasta fór að slefa.....slef....slef.....við að lesa þessa lýsingu.  Vá!

Sveinn Ingi Lýðsson, 25.11.2008 kl. 14:29

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 Yowzahuggó madur minn! segi eins og einhver..bara slefadi á skjáinn... 





María Guðmundsdóttir, 25.11.2008 kl. 19:03

17 identicon

Ég les oft bloggið þitt Jóna og ætla mér að kaupa bókina þína. Ég hef hlegið og grátið yfir bloggfærslunum þínum. en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef slefað. Ég vildi óska að einhver byði mér á Vox............

Herdis Gudjonsdottir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:33

18 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ummmmm.....Þetta er engin smá-auglýsing sem þú töfraðir þarna fram.

Ég hef aldrei farið á þennan fína stað (heyrt reyndar mjög gott af honum) en nú er ég ákveðin í að dekra einn daginn við sjálfa mig (og kannski kallinn) og skreppa í Voxmat. Fannst þetta mjög girnilegt á að lesa - og ekkert brjálæðislega dýrt - þó kreppan kreppi að  (enda drekk ég ekki).

Anna Þóra Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 22:59

19 identicon

Sæl .Jóna.

Hvenig var næsti dagur

,með allt þetta innaborðs í "slow motion"verkun.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 04:50

20 identicon

Ummmmmmmm .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:38

21 Smámynd: Hildur

Maður verður nú bara saddur af þessari lesningu! Skrifaðiru þetta upp beint eftir þjóninum?;)

Til hamingju með árin 15!=)

Hildur , 26.11.2008 kl. 14:43

22 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hef sko farið í þennan matseðil....yndislega góður.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 26.11.2008 kl. 15:30

23 Smámynd: Hugarfluga

Þegar fólk klæmist svona með mat verð ég lin í hnjánum og kjálkavöðvunum.  Mon Dieu!!

Hugarfluga, 26.11.2008 kl. 15:49

24 Smámynd: www.zordis.com

Zetta jadrar vid zví ad gudlast! Himnaríki á jörd .... ég á nú einhversstadar bodsmida á Vox, spurning ad skreppa bara.

www.zordis.com, 26.11.2008 kl. 23:55

25 identicon

Á Vínbarnum er fólk á besta aldri. Get hiklaust mælt með honum fyrir þá sem eru yfir fertugt. Mjög girnilegur matseðill.

hke (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:13

26 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Hvernnig kom til að þú smakkaðir á krypplingnum sem þú hékkst með áður fyrr..?

Amús bús.. minnir mig á friends..

Ég væri til í að geta bara mætt svona og það væri bara búið að ákveða matseðilinn.. ég er nefninlega svo hrædd við að prufa nýtt...

mmm nú langar mig út að borða.. hef bara einu sinni farið svona rosa fínt út að borða :(

Guðríður Pétursdóttir, 28.11.2008 kl. 09:26

27 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Nammi namm, ég fór á hlaðborðið þeirra í hádeginu um daginn. Ég get alveg mælt með því.

Sigríður Þórarinsdóttir, 30.11.2008 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband