Leita í fréttum mbl.is

Kreppan er aðeins farin að narta í afturendann á mér

 

Kreppan er aðeins farin að nudda sér utan í þessa fjölskyldu.

Ég veit að ástandið á eftir að fara versnandi og mörg fyrirtæki eru að hanga á horreiminni fram yfir áramót. Ég er, því miður, handviss um að það verður holskefla af uppsögnum, gjaldþrotum og öðru lítið skemmtilegu í janúar og febrúar.

Mögru árin eru framundan (vonandi verð ég líkamlegur holdgervingur) og þau verða nokkur. En ég er sannfærð um að það tekur okkur ekki meira en 4 ár að ná dampi aftur. Ekki samt í sama hömluleysinu. En atvinnuástandið og lífskjör munu fara smám saman batnandi.

Ég skil samt ekki þessa ofuráherslu sem á að leggja á menntamálin mitt í öllu þessu. Háskólann. Er ekki kominn tími til að endurvekja virðingu landans fyrir verkamannavinnunni og sjómennskunni. Þessum harðvinnandi stéttum sem ekki hafa verið metnar að verðleikum í áratugi. Höfum við eitthvað að gera við fleiri útskriftir í viðskiptafræði, lögfræði, hagfræði og hvað þessi fræði heita nú öll?

Annars var ekki ætlunin að blogga um kreppuna. Aðeins að koma þessum bráðskemmtilega brandara að:

Íslenski sjávarútvegsráðherrann hitti svissneska kollega sinn og spurði hann af hverju Svisslendingar væru með sjávarútvegsráðherra, það væri jú enginn sjór í kringum Sviss.

Svissneski ráðherrann svaraði að bragði með annarri spurningu:

„Hvað eruð þið að gera með fjármálaráðherra?".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Brandarinn er góður.  Kreppan er líka farin að narta í mig, frekar illa. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hafði ekki fattað brandarann hefði ekki staðið að það væri ekki sjór við Sviss....

En annars jú finnur maður fyrir kreppunni, aðalega þegar krakakr eru farnir að vesenast í vasana hjá manni í skólanum og leita í alvöru í alla vasa og taka alla peninga sem þar er að finna!!!.... hefur aldrei gerst áður held ég nú bara...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

og ef þeir vissu hvaða menntun okkar fjármálaráðherra hefði......

Sigrún Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú hló ég upphátt.

Af afturendanum á þér, djók, góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér ferzt náttúrlega, en háaldraður faðir minn sagði þegar umræðan um ~mannauðinn~ fór af stað aftur um daginn.

"Á nú ekki landið ofgnótt af velmeinandi velmenntuðum fíbblum sem að komu okkur í þezza stöðu, á nú að bæta við?"

Ég er góður sonur, ég sagði, "jú, pabbi minn."

Steingrímur Helgason, 22.11.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Góður, kreppan, ég finn aðallega fyrir háu gengi Evrunnar, en það lagast.

Hafðu það sem best, kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Brilliant - hvurn fjárann höfum við jú að gera með fjármálaráðherra .

Annars má ég til að svara þessu með áhersluna á háskólann um þessar mundir.  Kreppan er t.d. farin að banka í afturendann á mér og alls ekkert víst með atvinnumál eftir áramót.  Þessvegna, eins og svo margir aðrir núna í óvissunni,  skráði ég mig í framhaldsnám í Háskólanum.  Það er nefninlega betra að lifa á námslánum fremur en engu........... 

Ég kýs þá frekar að enda sem vel menntað fíbbl, en að sitja atvinnulaus í þunglyndi og sjá ekki frammúr morgundeginum....... 

knús í nóttina

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:44

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

brandarinn góður, ég held að flestir meðal dúddar séu farnir að finna fyrir kreppunni og vonandi tekur það ekki mannsaldur að koma landinu aftur á rétt ról

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.11.2008 kl. 01:33

9 Smámynd: Jens Guð

  Ég varði þokkalega löngum tíma á yngri árum í nám.  Er menntaður auglýsingateiknari (grafísk hönnun/markaðsfræði).  Hvert er menntunarstig þeirra sem settu Ísland á hausinn?  Svar:  Menntaðir lögfræðingar (D.Oddsson og hirðin í kringum hann),  hagfræðingar (Geir Haaarde með gráður frá 2 skólum),  stjórnmálafræðingar (Ingibjörg Sólrún) og svo framvegis. 

  Hefðu "óbreyttir" verkamenn,  sjómenn eða aðrir með takmarkaða skólagöngu klúðrað málum jafn illa.  Svar:  Nei.

Jens Guð, 22.11.2008 kl. 03:45

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Góður

Sporðdrekinn, 22.11.2008 kl. 04:20

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Jens

Ég er bæði sammála og ósammál þeirri umræðu, sem hér hefur farið fram. Ég er sammála að bera eigi meiri virðingu fyrir verkmenntun, sjómönnunum og þeim, sem vinna í álverum og öðrum framleiðslugreinum.

Ég er samt sem áður ekki sammála að "bókvitið verði ekki í askana látið" og tel einmitt að þjóðin hafi fyrst tekið fjörkipp, þegar menntunarstigið jókst í landinu!

Ég held að stórt mein í íslensku þjóðfélagi sé hins vegar hversu stórlega lögfræðimenntun er ofmetin. Það er með ólíkindum að lögfræðimenntun sé tilskilin til allra mögulegra hluta í þjóðfélaginu og einhvernvegin æðst allrar menntunar, t.d. í stjórnsýslunni. Þetta sannast best í Seðlabankanum.

Að mínu mati var það ekki menntunarleysi, sem olli "krísunni" heldur menntunar- og þekkingarskortur innan Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og ráðuneytanna. Einnig virðist tungumálaskortur og kunnátta í að lesa tilskipanir ESB hafa ráðið miklu um hvernig fór.

Ég er því þeirrar skoðunar að við ættum áfram að leggja áherslu á menntun barnanna okkar, en jafnframt að segja þeim að iðnmenntun sé líka valkostur!

Jens: Hér að neðan er rétt menntun Ingibjargar Sólrúnar. Að auki voru það aðallega hagfræðingar og verkfræðingar, sem settu okkur á hausinn. Hannes Smári og Bjarni Ármannsson eru báðir verkfræðingar og ég held nú að Jón Ásgeir Jóhannesson er hins vegar stúdent frá Verslunarskóla Íslands. Halldór Kristjánsson, Sigurður Einarsson og afgangurinn af þessu fólki séu örugglega viðskiptafræðingar.

Stúdentspróf MT 1974. BA-próf í sagnfræði og bókmenntum HÍ 1979. Gestanemandi við Hafnarháskóla 1979-1981. Cand. mag. nám í sagnfræði við HÍ 1981-1983.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.11.2008 kl. 08:57

12 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 22.11.2008 kl. 11:27

13 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég held að kreppan geri öllu venjulegu fólki lífið leitt. Það eru þó margir sem hafa skarað eld að eigin köku í "góðærinu" svokallaði, en þetta eru afleiðingar þess. Auðvitað bitnar það svo á okkur, sárasaklausum vesalingum

Brandarinn aftur á móti er alveg brilliant   Góða helgi.

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.11.2008 kl. 12:48

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Brandarinn fínn :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 13:40

15 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

já þarna hló maður svo sannarlega upphátt

Valgerður Sigurðardóttir, 22.11.2008 kl. 17:08

16 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Brandarinn góður. Ætli kreppan sé ekki eftir að narta í æði marga.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.11.2008 kl. 17:21

17 identicon

Sammála þér kreppan er sko farinn að bíta í afturendan á mér, enda rassin farinn að mínka, því ég er hætt á öllu heilsufæði og farinn að lifa á því sem maður lifði á fyrir góðæri.

Tek undir það að lausnin er ekki að allir mennti sig, menntun getur líka verið í skóla lífsins sem margir kjósa að fara, enda ef þú lærir einhvað nýtt á hverjum degi í vinnunni er það ekki menntun þrátt fyrir að hafa ekki einhvert plagg í höndunum nema góð meðmæli vinnuveitanda.

Eru ekki flestir sem eru hámenntaðir atvinnulausir í dag og hvað með iðnaðarmenn þeir eru menntaðir og flestir á leiðinni á atvinnuleisisbætur eða fara af landi brott.

Hér hefur verið rekin stefna að ófaglærðir ( aðalega konur ) eiga að lepja dauðan úr skel og það á ekki að leyfa þessu fólki að eiga svokallað eðlilegt líf, þess vegna hefur atvinnuleisi verið í lágmarki,   svo eru líka margir sem gætu unnið komnir á örorku og held að stór hluti af þessu fólki sé fullfært um að vinna en atvinnurekendur nenna ekki að hafa fólk í vinnu sem á við einhverskonar veikindi að stríða heldur flytja inn erlennt vinnuafl sem það getur hlunnfarið því ekki reyna þeir að læra málið til að sækja eftir réttindum sínum.

Ég vil meiri jöfnuð hér og það á ekki að leifa í heilvita samfélagi að einhverjir hafi mánaðarlaun hvað þá árslaun lægstu stéttar á tímann og státa sig svo að því á erlendri grund hvað við höfum það gott hér.

Ég veit hvað það er að lifa sultarlífi þegar allt á að vera svo flott hér.

Burt með kallana í brúnni og fáum fólk með heilbrigða skinnsemi í stólana.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:29

18 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 Lolbrandarinn BARA snilld  Bravo!

og sammála med menntunina, held thad vanti ekki fleiri løgfrædinga og th...allavega ekki núna...nema thad fari fleiri og fleiri i mál vid landid útaf innistædum sem hafa gufad upp... 





María Guðmundsdóttir, 22.11.2008 kl. 18:33

19 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

menntun er góð ... en ef fólk er í skóla á líka að skikka það í byggingarvinnu, sjómennsku, umönnun og verslunarstörf í skólafríum ... menntun er verðlaus ef þú ert ekki street-smart líka, það er hægt að vera með margar gráður en vera svo veraldarvitlaus að ekki er hægt að tala við þig ... ég var þrítug þegar ég byrjaði í fjölbraut, er á öðru ári í háskóla núna þrjátíu og fjögurra ára, ég myndi ekki vilja breyta neinu, er alveg viss um að þó að ég sé langt frá því að vera beittasti hnífur í skúffu í mínum bekk, hvað varðar bókina, þá hef ég lært svo mikið af lífinu að ég tek þessari kreppu eins og hverju öðru, ég kann að vera blönk og kann að bjarga mér ... meðan góðærið var sem mest, vissi ég iðulega ekki hvar ég ætti að fá aur fyrir næstu máltíð, svo að ég er í góðri þjálfun

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 22.11.2008 kl. 18:33

20 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Skrifar þú ekki bara kreppusögu um ástandið Jóna? Þú værir örugglega góð í  því

Gylfi Björgvinsson, 22.11.2008 kl. 21:46

21 identicon

Ég rak augun í titil færslunnar og datt þá í hug að það er einmitt afturendinn á mér sem fyrstur verður var við kreppu. Það er vegna þess að um leið og maður þarf aðeins að byrja að spara þá hætti ég að kaupa góðan wc pappír og fer í þennan gráa ömurlega frá Euroshopper eða Bónus Sá pappír er auðvitað ekki nokkrum afturenda bjóðandi en ég læt mig hafa það frekar en að eyða næstum því 900kr í 9 rúllur af betri pappír.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:00

22 Smámynd: A.L.F

Góður brandari.

Kreppan er að banka á dyr á þessum bæ líka, sem er merkilegt í ljósi þess að ég tók ekki þátt í þessu "kapphlaupi" keypti mér ekki fasteign, tók ekki lán fyrir nýjum húsgöngum "GH vöruhúsið er minn vinur"

En með hækkandi verðlagi sem virðist hækka dag frá degi er erfiðara og erfiðara að ná endum saman á bótum frá TR.

Ég er samt bjartsýnni en margur annar, er fullviss um það að við verðum farin að rétta úr kútnum næsta haust, og komin á gott ról í byrjun árs 2010. Ég er bjartsýn á það að hlaupið verður undir bagga með þeim sem standa verst. Íslenska ríkið og íslenskar bankastofnanir hafa jú ekkert að gera með þúsundir fasteigna og þorra landans gjaldþrota.

A.L.F, 22.11.2008 kl. 23:21

23 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 22.11.2008 kl. 23:22

24 identicon

Jóna mín góðarði kom ekki til mín en, ég held vinnunni mynstra kosti ""2 ár  en þeir  sem ekki hafa bara hugsað um gróðann hjá sér, en það þyngist að versla inn hjá fjölskildum sem eru ekki með háar tekkjur þeir sem hafa hugsað að hafa onísig  og á lifa þetta kannsi af eins og þú segir um þessa verkamenn og sjómenn.  Gefum bónus flaggaronum  fálkaorðuna ekki útrassar mönunum  sem hafa gert þetta þjófélag mær gjaldþrota. Góður brandari.

valli (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:46

25 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Brandarinn er góður

Gunnar Gunnarsson, 23.11.2008 kl. 16:06

26 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góður brandari og það er satt að kreppan er búin að troða ljótum hausnum á sér inn á flest heimili.

Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 19:43

27 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er ennþá að höndla kreppuna bara þokkalega.. en það er af því ég á ekkert og skulda lítið..

Guðríður Pétursdóttir, 25.11.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1640369

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband