Mánudagur, 10. nóvember 2008
Sá Einhverfi og Frelsisstyttan
Rúta - skóli - Vesturhlíð - rúta - heim, þuldi Sá Einhverfi upp áðan, af vikuplaninu sínu. Fékk ekkert svar og kom því stormandi til mín og rak andlitið upp að mínu. Vantaði staðfestingu á því að ég ætlaði ekki að hringla neitt í planinu fyrir þriðjudaginn.
Já, alveg rétt Ian, sagði ég.
Þá valhoppaði hann glaður í burtu.
Þegar Bretinn kom heim vildi Sá Einhverfi að pabbi hans samþykkti einnig þessa stórmerkilegu rútínu. En pabbi hans var ekki á þeim buxunum heldur þuldi upp einhverja vitleysu: skóli - Vesturhlíð - rúta - rúta - skóli - rúta....
Nei, æpti Sá Einhverfi hlæjandi og var alveg til í smá stríðni.
Ekki heim, sagði Bretinn.
Víst, sagði Sá Einhverfi með áherslu. Og þar með var enn einn sigurinn unninn. Hann kann að þræta.
-----
Sá Einhverfi elskar af öllu hjarta að teikna og lita með áherslupennum. Skærum neonlitum. Og hans uppáhaldslitur af öllum er gulur. Þess vegna er guli liturinn alltaf orðinn þurr á undan öllum hinum.
Á laugardaginn keypti ég gulan áherslupenna handa honum og setti hann á eldhúsborðið þegar ég kom heim, seint um kvöldið.
Á sunnudagsmorguninn var þetta það fyrsta sem gormurinn kom auga á og það er mér undrunarefni í hvert skipti, hversu mikla gleði er hægt að sýna án svipbrigða.
Hann greip pennann eldsnöggt af borðinu með hægri hendi. Rétti handlegginn svo hátt til lofts að Frelsistyttan má skammast sín. Hann hljóp svo hér gólandi um alla neðri hæðina með kyndilinn sinn. Reigður og stoltur eins og hani, en með ámóta skorti á svipbrigðum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1640371
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
yndisleg færsla, ég les svo mikla gleði út úr þessu og mín gleði yfir að lesa hjá þér er sko ekki svipbrigðalaus. Ég sit hér í vinnunni og brosi út að eyrum, alein í símavarðarstofunni.
Eins gott að enginn sjái til mín
Ragnheiður , 10.11.2008 kl. 19:57
Krúttfærsla eins og svo margar aðrar, hvar værum við í hamingju skalanum án ykkar?? kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 20:08
Æðisleg færsla, þú færð mig alltaf til að brosa þegar ég les bloggið þitt!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:09
Þið eruð svo yndisleg
Sporðdrekinn, 10.11.2008 kl. 20:14
Það er svo yndislegt hvað það þarf oft lítið til að gleðja börn.
Helga Magnúsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:44
Ómar Ingi, 10.11.2008 kl. 21:22
híhí kannast við áherslupennanna... Rebekka litar núna algjörlega út í eitt og eru skæru pennarnir alltaf í uppáhaldi, eins vill hún bara lita með tússlitum, finnst trélitirnir bara prump sko núna :-)
Knús og kram
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:36
Áherslupennar eru svalir, og þeir gulu lang svalastir. og það er alltaf gott að hafa sitt á hreinu og gantast ekki um of með það ;)
Rúta - skóli - Vesturhlíð - rúta - og heim..!
Guðríður Pétursdóttir, 10.11.2008 kl. 22:13
Gaman alltaf að þessum "heimaævintýrum"
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 23:03
Hann er enn sama dásemdin þessi drengur, og ég skil vel að honum líki best við gula áherslupennann þar erum við sko saman í liði. - Sá guli er einfaldlega bestur.
Til hamingju með bókina þína. Þú færð aldeilis flottar viðtökur, mitt fólk er allt yfir sig hrifið. - Á sjálf eftir að næla mér í eintak. - Til hamingju enn og aftur kæri rithöfundur og bloggvinkona.- Þú ert snillingur stelpa!!!!!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.11.2008 kl. 23:16
Enn eru sigrar og enn verða sigrar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.11.2008 kl. 23:21
Yndisleg lesning.Ekki svo smáar framfarir hjá þínum strák.Hann hefur þroskast mikið síðan ég fór að fylgjast með skrifum þínum.Til hamingju með litla "þrasarann"
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:46
Flottur strákur sem þú átt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.11.2008 kl. 01:23
Sæl og blessuð ljósið í lífi mínu (svona af þessum ókunnugum) Búin að kaupa bókina þína en þarf eiginlega að slást til að fá að lesa hana. Mamma taldi sig eiga að vera fyrst og svo kom amma og fleiri úr fj. Nota það sem afsökun að ég eigi eftir að gera 3 ritgerðir í HÍ þær fyrst og svo bókin. Þannig að nú hamast ég við ritgerðirnar ,en ég gæti náttúrulega bara gefið þeim langt nef og keypt mér aðra. Keypti líka vikuna og lét engan vita fyrr en ég var búin að lesa allt um þig upp til agna. Þú ert frábær penni og átt yndislega fjölskyldu. Vona að þau meti þig af / að verðleikum. En alla vegan takk fyrir mig
Kveðja frá ókunnugri
Arna Keflavík
Arna Björk Hjörleifsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 02:13
Helga skjol, 11.11.2008 kl. 06:48
yndislegur drengurinn thinn (ykkar) og alltaf svo gaman ad lesa frásagnirnar af honum. Sem og ykkur øllum audvitad
hafdu gódan dag Jóna
María Guðmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 07:52
Mér þykir nú vænna og vænna um Nick eftir því sem ég kynnist honum nánar!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 11:55
Það er svo mikil andleg næring í skrifum þínum Ég tek allan tilfinningaskalann með þér og þínum en líður ævinlega svo miklu betur á eftir Takk fyrir mig !!
Margrét Laxdal (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:05
Yndislegur þessi drengur og langduglegastur sko.
P.s. Gulur litur táknar kærleika. Hann táknar líka persónulegan styrk og/eða visku, greind og hugmyndir.
Elísabet Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 13:59
Sæl Jóna, ég les alltaf bloggið þitt af því að það er svo gefandi og yndislegt. Að heyra af stráknum þínum og sigrum hans í þessu lífi er bara dásemd.
Skrif þín hafa oft skapað mikinn hlátur hjá mér,en líka samkennd og það er bara gott.
Þú ert frábær penni og ég á örugglega eftir að lesa bókina þína.
Þú átt yndislega fjölskyldu sé ég og það er það dýrmætasta,sem við eigum í dag.
Takk fyrir mig.
Kveðja Lilja Pétursdóttir (ókunnug)
Lilja Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:52
Kærleiksknús frá Lejre
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 18:59
Lítið er ungs manns gaman stendur víst einkverstaðar. Satt er það það þarf ekki stóra og dýra hluti til að gleðja barnshjarta.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:25
Þið eruð frábær
Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:31
Komdu sæl!
Bróðir minn sagði mér frá blogginu þínu og hvað það væri yndisleg og skemmtileg lesning svo ég mátti bara til. Tek undir með honum.
Guðný (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:19
takk fyrir innlitið guys. Og fallegar kveðjur frá ykkur öllum.
Arna í Keflavík. Ekki þykir mér leiðinlegt að heyra þetta. Takk kærlega fyrir
Lilja Péturs. Bestu þakkir fyrir afar falleg orð
Guðný. Knúsaðu bróðir þinn frá mér
Jóna Á. Gísladóttir, 12.11.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.