Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Reykvíkingur villist í leit að útvarpi allra landsmanna
Þegar ég les íslenskar bækur, óstaðsettar fréttir og heyri sögur af atvikum, þá staðset ég sögusviðið í huganum. Á einhverjum stað, í húsi eða annars staðar þar sem ég þekki til eða hef komið.
Oftar en ekki hef ég rekið upp stór augu þegar ég kemst að því að tiltekin frásögn átti sér stað í til dæmis Breiðholtinu en ekki í Garðabæ, þar sem ég hafði séð allt saman fyrir mér í huganum.
Þetta kom fyrir mig í morgun. Ekki á besta tíma eða við heppilegustu aðstæðurnar.
Klukkan 08:05 átti ég að vera mætt fyrir utan stúdíó 2 í RÚV í Efstaleiti, fyrir viðtal sem átti að hefjast 08:15.
Klukkan 08:01 keyrði ég eftir Bústaðarveginum, ánægð með sjálfa mig og óvenjulega stundvísi mína. Aðeins í einnar mínútu akstursfjarlægð frá áfangastaðnum.
En þar sem ég ek í bílskrjóðnum mínum fara skyndilega að renna á mig tvær grímur. Í huganum birtist mynd af húsvegg sem á stendur Veðurstofa Íslands. Einhvers staðar djúpt í iðrum hugans eru meitluð þessi tvö orð og húsveggurinn. Enda ekki skrítið þar sem ég keyrði þessa leið til vinnu í ein þrjú ár.
Og ég hugsaði: Ji minn almáttugur, Efstaleiti Efstaleiti Efstaleiti. Leiti-eitthvað getur ekki verið hér. Og ég hugsaði um Háaleitisbraut sem ég hafði rétt áður brunað um, Hvassaleiti og öll hin leitin. Efstaleiti getur ekki verið á þessum slóðum. Damn damn damn. Getur verið að mér hafi skjátlast um staðsetningu RÚV í öll þessi ár.
Af þrjósku einni saman beygði ég nú samt út af Bústaðarveginum og upp brekkuna sem liggur að.. jú Veðurstofu Íslands.
Klukkan var 08:05. Ég panikkaði og hætti að geta heyrt eigin hugsanir því hjartað í mér sló einhvers staðar uppi í heila. Ég hringdi í Bretann.
Ég var fastmælt, skýrmælt og yfirveguð. Gat ekki átt á hættu að algengur tungu-mála-misskilningur tefði fyrir. N i c k - h v a r e r R Ú V ?
Fimmtán ára þekking Bretans á þessari rammvilltu kerlingu hjálpaði upp á sakirnar. Einskis var spurt, aðeins svarað. Hann var jafn skýrmæltur, fastmæltur og rólegur og ég var. Nema bara að hans yfirvegun var ekta. Mín var grunn og yfirborðskennd eins og Rauðavatn á fimmta, heita sumardeginum í röð.
Og þegar ég, eftir afar greinagóðar leiðbeiningar Bretans, beygði inn á planið við RÚV bygginguna var það svona ''I knew that'' móment. ''Off course I knew that!!''
Ég var samferða Páli Magnússyni frá bílastæðinu og inn í húsið og einhverja örvinglan hefur hann lesið úr svipnum á þessari ljósku því hann tók mig upp á sína arma og yfirgaf mig ekki fyrr en ég var komin í hendurnar á Hrafnhildi.
Ég fékk mér vatnsglas á meðan fréttatíminn stóð yfir og mætti svo pollróleg fyrir framan hljóðnemann nokkrum mínútum seinna.
---
Það var árið 1983 sem Rás 2 tók til starfa, og hefur eftir því sem ég best veit, verið útvarpað frá Efstaleiti 1 frá upphafi.
Allan þennan tíma, þ.e. frá árinu 1983 hef ég staðið í þeirri bjargföstu trú að húsið sem stendur við Bústaðarveg 9 og er kyrfilega merkt Veðurstofu Íslands, sé RÚV-húsið.
Sjálf hef ég búið í Reykjavík síðan 1973.
Það þarf þó nokkra ''hæfileika'' í svona lagað.
Við tækifæri mun ég segja ykkur frá því þegar þrjár kerlingar, hver annarri fallegri, gáfaðri og glæsilegri, villtust á leið upp í Kjós á meðan sú fjórða beið upp í sumarbústað og velti því fyrir sér hvort hún hefði ruglast á dögum.
By the way... hér er viðtalið:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4440985
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Athugasemdir
Æ, þú ert bara yndisleg. Ég á svona vinkonu sem villist ALLTAF, sama hversu oft hún kemur á einhvern stað, hún man ekki næst hvernig hún fór að þessu. Til lukku með sjálfa þig þú ert frábær
Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 00:44
nú langar mig að vita hvað þú hélst að færi fram í stóra hvíta húsinu með öllum loftnetunum og risa-gervihnattardiskinum fyrir framan?
Júlíana , 6.11.2008 kl. 00:47
Ó hvað ég þekki svona, allt, allt of vel. Ég fékk nú oftast "For how long have you lived here?!?"
Það var líka oftast pirringur í röddinni þegar að ég byrjaði "bíddu, bídd, hvar er sú gata? Er þetta nálægt Tjörninni?" "NEI... þú átt að vera við Kringluna!"
Sporðdrekinn, 6.11.2008 kl. 00:50
Ásdís mín, þakka þér fyrir
Júlíana. Ég veit ekki. Útibú NASA kannski?
Sporðdrekinn. hahahaha einmitt!!
Jóna Á. Gísladóttir, 6.11.2008 kl. 00:53
'Eg hlustaði á viðtalið og mér fannst þú vera mjög róleg og yfirveguð,og standa þig með sóma.
Er rúv ekki í húsinu með öllum loftnetunum fyrir utan ?
Knús á línuna
Anna Margrét Bragadóttir, 6.11.2008 kl. 00:58
Takk fyrir linkinn á viðtalið, það var að sjálfsögðu gott.
Það þarf hæfileika til að segja frá og þá hefur þú
Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 01:05
hahaha kannast alveg við svona villur
Dísa Dóra, 6.11.2008 kl. 01:20
Næs
Ómar Ingi, 6.11.2008 kl. 01:58
Uhhhh ef Rúv er ekki við Bústaðarveginn...hvar er það þá???
Er það ekki það sem maður (nú er pínu langt síðan ég hef verið á landinu síðast) beygir upp til hægri frá Bústaðarveginum og Borgarspítalinn er á hægri hönd????
Ég er nú nokkuð viss um að það sé þar...
Eigðu annars góðan dag og þú hljómar guðdómlega í útvarpi... Guði sé lof fyrir þetta internet sem eg ætlaði aldrei að hleypa inn á mitt heimili!!!!
Hulla Dan, 6.11.2008 kl. 08:02
Ég fór einu sinni upp á Akranes og fann ekki leiðina til baka til Reykjavíkur! Stoppaði mann sem var MJÖG undrandi á spurningunni um í hvaða átt ég ætti að keyra..........
p.s. Hef gaman af þessu bloggi þínu, takk fyrir það.
Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:39
Er búina ad hlusta á vidtalid.Tú stódst tig rosalega vel og ert greinilega mikill húmoristi.
Ad villast gerist á bestu bæjum
fadmlag til tín med bókina enn og aftur.
Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 08:59
Þú ert snillingur mín kæra.Fróðlegt væri að fá að vita hvað þú hélst að væri í þessu húsi með öllum loftnetunum.Tókstu kannski ekki eftir því?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:33
Ljúfar kveðjur inn í góðan dag og láttu þér líða vel elsku vinkona
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:55
Hey, mín bara orðin "Cover girl" !
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.11.2008 kl. 14:21
Hahaha, ég hélt líka að Veðurstofan væri RÚV, var að fara þangað í fyrra til að gera útvarpsþátt.. þú ert ekki ein um þetta! En aftur á móti er ég bara búin að búa í Reykjavík í tæp 3 ár...
En frábært viðtal og svo las ég líka Vikuna í dag, mjög skemmtilegt viðtal og flottar myndirnar af þér! Hló upphátt þegar ég las þarna brotið úr bókinni... hlakka mikið til að lesa bókina!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:06
Svona er ég. Það eru nokkrar frægar sögur af mér til m.a. sú þegar ég stóð fyrir utan hótelið mitt í London og heimtaði að taka leigubíl þangað því enn væri dágóður spölur eftir að því.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:10
Ég var í Bónus áðan og sá Vikuna - kíkti náttúrulega á viðtalið meðan ég beið í röðinni og þú ert svaka módel-leg! Til hamingju:D
Hildur , 6.11.2008 kl. 16:10
Æi elskan ég er alltaf að vitlast.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2008 kl. 17:12
Þér er sú náðargáfa gefin að geta glatt fólk með frásögnunum þínum!
Ég hló upphátt af þessari
Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:39
Flottar myndir af kellu í vikunni.
valli (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:25
Æði að fá linkinn á þetta, ég var að reyna að hlusta í vinnunni en það gekk bara ekki upp frekar en áður þegar ég hef reynt að hlusta á eitthvað.
Mér finnst alltaf fyndið þegar fólk finnur ekki það sem blasir við. Ég er svona en ekki á götunum, þar er ég pró...
Ragnheiður , 6.11.2008 kl. 23:01
Hæ hæ Jóna mín ég fór í dag og keifti bókina þína og las hana í kvöld og hún er svaka góð ég gat varla lagt hana frá mér . til hamingju með hana en og aftur .knús og kram þín Gunna
Guðrún unnur þórsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:41
Sæl Jóna! Ég kommenta voðalega sjaldan en les bloggið þitt ALLTAF, á hverjum degi.
Þetta með að villast svona.. Ég á svona skyldmenni, vantar alla rúmskynjun og eru alltaf villt hehe. Ég er blessunarlega laus við að hafa erft það og get því verið sú sem fólk hringir í þegar það er týnt :) Voða gott að eiga einn svoleiðis, mikið er gott að þú átt Bretann að ;) Annars bý ég úti á landi (ekkert voðalega langt, 1klst frá Rvk) en enga að síður eru engar bókabúðir í þeim þorpum sem eru næst mér. Í gær fór ég hinsvegar í kaupstaðarferð og keypti bókina þína! Kom svo ekki fyrr en seint heim og var búin að ákveða að opna ekki bókina fyrr en í dag, því ég vissi að ég ætti sennilega ekki eftir að geta látið hana frá mér og ég þurfti að fara á fætur í morgun (ömurlegt! ég veit! fara á fætur! ussbara!). En auðvitað VARÐ ég bara að taka plastið utan af áður en ég fór að sofa, og þá var ekki aftur snúið! Sat og las fram á rauða nótt hahaha.
Til hamingju með bókina þína og það var ekki laust við að mér fannst ég þekkja höfundinn örlítið þegar ég kannaðist við suma kaflana (nei það var ekki deja-vu haha). Þú ert okkur öllum an inspiration og þú hefur einstaka hæfileika á að fá mann til að hlægja og gráta allt í senn. Þú mátt bóka að ég held áfram að vera ein af þínum dyggustu lesendum (þótt það sé í fjarska)
kær kveðja af Suðurlandsundirlendi, Ásta Hrönn
Ásta Hrönn Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:48
Þú ert flott í Vikunni, algerar skvísumyndir og gott viðtal
Meir að segja ég keypti blaðið, ég sem les svona bara á kaffihúsum, ég var með svona tilfinningu eins og vinkona mín væri í viðtali, svona virkar bloggið
Margrét Birna Auðunsdóttir, 7.11.2008 kl. 13:48
Góð færsla og frábært viðtal... eða þú stóðst þig frábærlega.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.11.2008 kl. 14:23
Til hamingju með viðtalið í Vikunni (keypti hana sko áðan!), til hamingju með viðtalið í útvarpinu og innilegustu, innilegustu hamingjuóskir með bókina.
Ég ætla sko ekki að bíða eftir að fá hana kannski í jólagjöf, ég ætla að kaupa hana strax!
Og ég skal kíkja eftir því hvort Eymundsson í Eyjum sé ekki örugglega með hana á góðum stað!
Frábærar myndir af þér í Vikunni. Algjör skvísa, rosalega flott stelpa.
Guðrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 20:52
Hehe, alltaf gaman að lesa færslurnar þínar Sérstaklega þegar maður finnur sjálfan sig svo sterklega í textanum Hef ekki kvittað áður en kominn tími til
Ég á einmitt breska vinkonu sem bjó hér í 13 ár og fannst alltaf voða gott þegar hún var með mér í bílnum því hún gat alltaf leiðbeint mér hvert ég átti að fara Hefði verið fínt að hafa með sér í dansinum, væri gott að vita þar stundum hvert maður á að fara hægri, vinstri, snú...
Kv. Hrund Jazzballettunnandi og meðdansari í mánudagstímunum (talentið).
Hrund Traustadóttir, 7.11.2008 kl. 21:27
Til hamingju elskulega Jóna með bókina þína.
Ég á eftir að lesa hana.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 7.11.2008 kl. 23:21
Sigríður Þórarinsdóttir, 9.11.2008 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.