Leita í fréttum mbl.is

Shrek, Brad Pitt og Angelina Jolie

Shrek, Angelina Jolie and Brad Pitt snæddu hádegismat saman.

Shrek sagði: Ég hef alltaf talið að ég sé sterkastur allra í heiminum, en hvernig get ég verið viss?

Brad sagði: Ég er nokkuð viss um að ég er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður á jörðinni, en ég hef aldrei fengið það staðfest.

Angelina samsinnti þessu. Hún sagði: Mér er sagt að ég sé dásamlegust allra kvenna, en stundum efast ég.  

Þau ákváðu að besta leiðin til að fá staðfestingu á því hvort Shrek væri sterkastur, Brad sá kynþokkafyllsti og Angelina sú dásamlegasta, væri að spyrja hinn fræga talandi spegil: Spegill spegill herm þú mér....

Þau ákváðu að hittast aftur í hádegismat daginn eftir og bera saman bækur sínar.

Daginn eftir mætti Shrek með breitt bros á andlitinu.

Jæja, sagði hann. Það er satt. Spegillinn sagði mér að ég væri sá sterkasti í öllum heiminum.

Brad reigði sig og sagði: Og ég veit núna fyrir víst að ég er kynþokkafyllsti, núlifandi karlmaður á jörðinni. 

En Angelina sem hafði setið álút, lyfti nú fallega sorgmædda andlitinu sínu og sagði: Hver í fjandanum er þessi Jóna Á.?

           

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

krúttið þitt

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 15.10.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Sporðdrekinn

 

Annars er ekkert skrýtið þótt að hún spyrji, þú hefur nú ekkert verið að ota þínum tota úti í heimi

Sporðdrekinn, 15.10.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

AHhahaha góður pistill hjá þér, já herm þú mér, auðvitað ertu fallegust, hva auðvitað. Þú færð faðmlag frá mér, hafðu það sem best og þið öll. Sendi ykkur öllum faðmlag, líka kisunum. Takk fyrir öll hin faðmlögin líka. kær kveðja Gleymmerei

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hva!! thóttist hún svo ekki thekkja thig?? 

María Guðmundsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:31

6 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 15.10.2008 kl. 21:35

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég ætla að senda henni tengil á bloggið þitt svo hún þurfi ekki að velkjast í vafa um þetta mikið lengur.

Helga Magnúsdóttir, 15.10.2008 kl. 22:11

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jú jú - látum hana pínast smá

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.10.2008 kl. 22:40

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

OMG ... en haltu þig samt á jörðinni Jóna þó spegillinn hafi kjaftað frá, því eitt veit ég og það er að Brad Pitt er engan veginn nógu góður fyrir þig

Hólmgeir Karlsson, 15.10.2008 kl. 23:14

10 Smámynd: Ólöf Anna

hehehehe!

Ólöf Anna , 16.10.2008 kl. 00:35

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Frábær brandari

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.10.2008 kl. 02:25

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegt Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert

       Kv frá mér, til ykkar........ 

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.10.2008 kl. 04:41

13 identicon

 gódur

Erla (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 05:29

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gargandi snilld

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.10.2008 kl. 05:42

15 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 16.10.2008 kl. 06:53

16 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

heheheheh þú ert best

Guðríður Pétursdóttir, 16.10.2008 kl. 08:17

17 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Snilld

Anna Margrét Bragadóttir, 16.10.2008 kl. 08:34

18 Smámynd: Helga Linnet

BWAHAHAHA....

verð að fá þennan lánaðan á bloggsíðuna mína

Helga Linnet, 16.10.2008 kl. 08:49

19 identicon

 Góð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:02

20 identicon

GÓÐUR:::::::

sigga (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:11

21 Smámynd: Hulla Dan

Dásamlegt

Hulla Dan, 16.10.2008 kl. 09:12

22 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamlegur brandari, I didn't see this one coming.  Kveðja á alla heimilismenn og vona að allt gangi vel.  er að komast af stað á blogginu á ný, sendi þér beiðni. 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2008 kl. 11:46

23 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

 

Rut Sumarliðadóttir, 16.10.2008 kl. 12:02

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já krakkar mínir. Maður verður að halda uppi eigin sjálfumgleði. Það gerir það enginn fyrir mann.

Helga Magnúsd. Jú þakka þér fyrir það. Ágætt að taka af allan vafa.

Hólmgeir. Iss Brad kallinn á ekki séns

Ommi minn. takk fyrir þetta. Ég fékk slóðina senda frá framleiðanda í morgun. Þetta er flottur trailer. Kemur við hjartað í mér. Ég mun setja inn færslu um þetta á næstunni.  Guttinn er með Ian í bekk. Kom í skólann í haust.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.10.2008 kl. 12:34

26 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú ert æðisleg!!

Svava frá Strandbergi , 16.10.2008 kl. 15:33

27 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Hehe góð

Sigríður Þórarinsdóttir, 16.10.2008 kl. 16:39

28 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú ert dásamleg Jóna mín!
Takk fyrir að koma mér til að brosa - hjálpaði mér mjög mikið!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.10.2008 kl. 16:59

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 16.10.2008 kl. 19:53

30 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Hver veit ekki hver Jóna Á er? Engilína er alls ekki nægilega vel lesin ef hún veit það ekki  .....þú ert mesta krúttið í kreppunni - eða á maður kannski að segja í "réttunni" ( erum við ekki fara að rétta úr kútnum?)

Anna Þóra Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:00

31 identicon

Þú ert bara yndisleg,

Helena (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:11

32 Smámynd: Erna

Frábær ertu alltaf

Erna, 16.10.2008 kl. 23:00

33 Smámynd: Gunna-Polly

hehehehe

Gunna-Polly, 16.10.2008 kl. 23:11

34 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

 Dásamlegt!

Rúna Guðfinnsdóttir, 17.10.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband