Miðvikudagur, 15. október 2008
Það er svo gaman í kreppunni! - Ætli Geir sé á róandi?
Við erum hipp og cool þjóð ef marka má Clive Myrie, fréttamann hjá BBC.
Ég er reyndar á þeirri skoðun að Clive kallinn hitti naglann gjörsamlega á höfuðið þarna.
Allavega tekst ég á loft af hreinni þjóðrembu við að lesa þessa setningu í viðtengdri frétt:
Ég hef á tilfinningunni að hið rólega og heimspekilega fas tveggja af miklvægustu mönnum landsins, sem hafa það verkefni að stýra Íslandi út úr þeirri fjármálaóreiðu sem nú ríkir, sé lýsandi fyrir alla þjóðina, segir Myrie.
Svo er aftur annað mál hversu róleg og heimspekileg ég verð eftir nokkrar vikur. Kannski að ég hringi í Geir og leyti mér upplýsinga um hvort hann sé á valíum eða einhverju öðru. Mér heyrist nefnilega á allri umræðu í kringum mig að ég sé veruleikafirrt og geri mér á engan hátt grein fyrir því hver staða okkar er í raun og veru, né hversu mjög ástandið eigi eftir að versna.
Ég sé ekki sjálfa mig fara að búa til kæfu, taka slátur, sulta eða spara við mig í heitu vatni. En einhvern tíma las ég einhvers staðar að neyðin kenni naktri konu að spinna. Örugglega smávegis sannleikskorn í því en það væri næs að geta brutt róandi á meðan ég hamast á rokknum.
Og strax er ég farin að heyra dagsannar, litlar kreppusögur úr íslensku heimilislífi, eins og þessa hér:
Móðir nokkur hefur verið dugleg við að baka undanfarið og gert töluvert af því að gera heimatilbúinn ís o.þ.h.
Sonur hennar um 10 ára hefur tekið þátt í þessu af heilum hug, og um daginn sagði hann við mömmu sína: Mamma! það er svo gaman í kreppunni. Þá erum við alltaf að baka brauð og meira að segja búa til ís.
Skemmtileg og þörf áminning um hvað það er sem raunverulega stendur upp úr hjá börnunum okkar sem hafa undanfarin ár, sífellt verið mötuð á ''aðkeyptum skemmtiatriðum''. Það er einfaldleikinn og nándin við fjölskylduna sem skapar bestu og dýrmætustu minningarnar.
Svalir Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Ómar Ingi, 15.10.2008 kl. 10:12
Úff, what can I say? Ég finn ekki til þjóðarstolts þessa dagana, ég finn hins vegar til töluverðrar reiði.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2008 kl. 10:21
Sorglegt.
Hulla Dan, 15.10.2008 kl. 10:33
Sammála, verð samt að segja að eftirfarandi setning á eftir að fylgja mér út daginn, takk: "... en það væri næs að geta brutt róandi á meðan ég hamast á rokknum.":D:D:D:D
Rut Sumarliðadóttir, 15.10.2008 kl. 12:28
Athyglisverð lesning.
Takk fyrir allt sys
Elsk you ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 15.10.2008 kl. 12:43
já held thad sé bara i lagi ad taka eitt skref i einu. Sláterí og ´sulterí kemur sér kannski vel sidar. En audvitad er thad jákvætt ad fjølskyldan sameinist thá vid eitthvad skemmtilegt.
Skil samt fullvel reidi fólks, thad hlýtur einhver eda einhverjir ad verda dregnir til ábyrgdar fyrir thessu ábyrgdarleysi eda hvad?
hafdu gódan dag
María Guðmundsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:49
Kæfu segir þú, já það átti ég eftir að gera,
Takk.
Steingrímur Helgason, 15.10.2008 kl. 13:25
Firringin er ómæld, þegar þjóðin er óspurð látin taka á sig gjaldþrot bankanna með skuldaánauð upp á fjölda þúsunda milljarða króna. Ef slíkt er látið yfir okkur ganga, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort 300.000 manns hafi lífsstíl eins og kóngar eða betlarar, því að gengi heildar skuldarinnar mundi sveiflast til daglega um meira en margfaldri neyslu Íslendinga.
Láttu skeika að sköpuðu varðandi einkaskuld til ríkisbankanna þriggja ef ríkið skuldbindur okkur um þúsundir milljarða Matadorkróna.
Ívar Pálsson, 15.10.2008 kl. 14:18
Það eru ýmsar hliðar á þessu ástandi.Ein jákvæð er aukin samvera.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 14:45
Yndislegt. Og segir okkur rosalega mikið.
Takk fyrir þessa sögu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:45
Hæ, Ég sé þig fyrir mér, með svuntu inn í eldhúsi, með stóran pott á hlóðunum, sjóða kæfubitana, taka þá upp úr, taka burt beinin, troða þessu í handsnúna hakkavél við kértaljós, að hakka kétið, hakka með smá lauk og krydda pínlítið, og hræra rösklega í, setja í pott og hita aftur og hræra, þannig að þá verður þetta þjóðleg íslensk kindakæfa.
Takk fyrir skemmtilega sögu, minnti mig á ömmu gömlu.
Kv Gleymmerei
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:01
Kræuttlegt...kannski kreppan sé ekki alslæm eftir allt???
Hef fulla trú á að við verðum betri og sterkari þjóð þegar upp verður staðið....
Bergljót Hreinsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:02
Sauvignon Blanc vínið var fullkomlega kælt þar sem ég sat á veitingastaðnum og saup af ísuðu glasinu í góðum hópi starfsfólks BBC við störf í höfuðborg Íslands. Stólarnir voru úr svörtu leðri, veggirnir hvítir, ljósin dimm og róleg tónlistin vall út úr Bang og Olufsen hljóðkerfinu. Orðið "svalt" (Cool) var fundið upp fyrir svona stað og ég á ekki við ísinn í ÍS-landi. Við njótum að smá lægð hefur myndast eftir að hafa flutt fréttir af fjármálakreppunni hér í rúma viku. Lágt gengi íslensku krónunnar er það eina sem gerir okkur mögulegt að snæða á þessum stað. Hótel 101, sem höfuðpaurinn í Blur; Damon Albarn átti eitt sin hluta í, er núna í eigu einnar auðugustu konu Íslands. Það er tákn hinnar auðugu Reykjavíkur og tilheyrir landi sem fyrir viku var miðað við fólksfjölda eitt að auðugustu ríkjum heims, en stendur nú á barmi gjaldþrots. Heimskreppan í efnahagsmálum hefur mikil áhrif á Ísland. Þessi Eyja eldfjallanna í Norður Atlantshafi byggði eitt sinn afkomu sína á fiskveiðum en á síðasta áratug hefur fjármögnun og bankastarfsemi fært þeim reiðuféð í hönd. Frjáls verslunarstarfsemi og einkareknir bankar hafa gefið íslenskum fjármálastofnunum möguleika á að vaxa og breiða úr sér á djarfan hátt erlendis, dálítið eins og víkingarnir gerðu forðum daga. Þar til fyrir viku var 76% af viðskiptum íslenska verðbréfamarkaðsins skipti með hluta í bönkum. Og hvað gerðist? Þegar að verðlag þessara hluta hrundi og eigur bankanna voru frystar af ríkisstjórninni sem þjóðnýtti þrjár stærstu stofnanirnar, rambaði landið á barmi gjaldþrots. Öll viðskipti verðbréfamarkaðsins lágu niðri og krónan varð að óskiptanlegum gjaldmiðli. Léttir í lund Ég tók tvisvar viðtal við forseta verðbréfamarkaðsins Þórð Friðjónsson og Forsætisráðherrann Geir Haarde á þessum tíma. Það kom mér á óvart hversu rólegir þeir voru í þessum viðtölum. Þeir voru afslappaðir, léttir í lundu - myndi vera hægt að segja það sama um Gordon Brown undir svipuðum kringumstæðum? Geir Haarde sallarólegur þrátt fyrir erfiðleikana. En samtímis voru þeir grafalvarlegir um allt sem snéri að erfiðleikum þjóðarinnar. Ríkisstjórnin vinnur að því "nótt og dag" sagði Forsætisráðherrann, að fá neyðarlán frá öðrum löndum, mögulega Rússlandi og Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum. Þegar hefur verið komist að samkomulagi við Holland og Bretland. Verðbréfamarkaðurinn opnaði loks fyrir viðskipti og þrátt fyrir ótta við 20%-25% fall á verðbréfum, var hrapið ekki nema 5.84 stig fyrsta daginn, ekkert til að hrópa upp yfir. Ég hef það á tilfinningunni að róin og hið heimspekilega viðmót þessara tveggja mikilvægustu aðila sem takast á við að koma Íslandi út úr þessari klípu, sé talandi fyrir viðmót allrar þjóðarinnar. Þetta fólk er vant velgengi og volæði, slæmum árum sem góðum, vant því að net togaranna séu full og að á næsta ári sé lítið að hafa. Ó já, ekki taka það svo að hér sé fólk ekki gramt yfir því að leiðtogar þjóðarinnar hafa leift markaðnum að leika lausum hala og hætta öllu í leiðinni. En undir niðri virðist vera djúp sannfæring um að landið muni rísa úr öskustónni og sigla í gegnum þennan storm og stíga ölduna. Og það er hinn sanni kjarni þess að vera "svalur." (Cool) Þýtt af vefsíðu BBC í nótt :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 18:39
Já, ef það getur kallast "cool" að láta svínbeygja sig og hirða af sér aleiguna án þess að segja múkk eða súkk, þá erum við Íslendingar alveg rosalega "cool".
Helga Magnúsdóttir, 15.10.2008 kl. 20:35
Hér í Svíþjóð er landið kallað KrIsland, en við verðum að hugsa:
Iss þetta reddast, því það gerir það að lokum
Erla (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 05:34
Þó þetta ástand bitni hræðilega á blessuðum almúganum sem hefur í mörg ár reynt að hafa í sig og á, þá má líka segja að þetta ástand sé gott veganesti fyrir marga út í lífið, og held ég að það hafi verið nauðsynlegt að fá skellinn eftir þetta rosalega peningafyllerí.
Vildi samt að helv verðbólgan, skattarnir og matarverðið færi ekki allt upp. En verð að taka þátt í því að spara við mitt heimilisfólk eins og aðrir, hef reyndar gert það meðvitað síðan 1995 þegar nauðsyn var þá vegna minna persónulegra aðstæðna, það hafa allir gott af smá aðhaldi og eins og þú segir þá meta börnin vel þessa samverustundir með foreldrunum, held að sú kynslóð sem tekur við landinu sé betur búin undir það vegna þessa en hefði verið ef áframhaldandi góðæri og peningafyllerí hefði haldið áfram.
Þolinmæði mín er reyndar á þrotum vegna upplýsingaskorts frá stjórnundum landsins hvaða stöðu almenningur/almúginn sé í og verði í næstu t.d 3 mánuði. Trúi því að ennþá sé verið að rýna í það mál, en misvísandi upplýsingar dag frá degi eru hræðilegar..líður helst eins og sjúklingi sem bíður eftir að fá niðurstöður úr blóðprufum til að fá svar hvað amar að ? Læknar gleyma oft nefnilega að andlega hliðin fer illa þegar biðin er löng, sama má segja með þessa fjárhagskreppu.....
Verum góð við hvort annað.
Harpa Hall (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:09
Ég fór í smá kreppuleiðangur. Þegar innflutningur fer á hliðina þá vil ég ekki vera bleyjulaus. Ég get alveg soðið kæfu, tekið slátur, eldað kjötsúpu og borðað hafragraut. En ég er ekki tilbúin í taubleyjuævintýri núna. Svo ég fór og verslaði dágóðan slatta af bleyjum til að hafa varabirgðir. Nú ef allt fer á versta veg þá er bara að munda koppin fyrir smábarnið.........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.