Leita í fréttum mbl.is

Bubbi, Sá Einhverfi og fleira

 

Laufey Samstarfskona og ég skelltum okkur á Austurvöll í hádeginu í dag. Svona rétt til að berja Bubba og fleiri augum og upplifa stemningu og samkennd.

Þetta var næs hádegi. Hef eiginlega ekkert betra orð yfir það. Það var gott að standa undir beru lofti á fallegum, íslenskum haustdegi og láta skemmta sér. 

Mér þótti boðskapur og tilgangur þessara tónleika góður. Jákvæður. Okkur veitir ekkert af jákvæðni þessa dagana. Og þess vegna fór ég. Ekki vegna þess eða þrátt fyrir að Bubbi eigi eða átti fullt af peningum. Fannst það lítið koma málinu við.

Óvænt skemmtiatriði setti sinn svip á daginn. Á milli tveggja atriða, er sviðið stóð algjörlega autt í nokkrar mínútur, birtist skyndilega karlmaður. Rölti rólega og yfirvegað yfir sviðið, tók míkrafón og hóf upp raust sína. Hann var í tveimur úlpum með húfu á höfðinu. Andlitið var tekið en milt að sjá og það vottaði fyrir kímni í augnaráðinu. Hann var drukkinn.

Þarna stóð hann og söng af hjartans lyst. Acapella. Gerði þetta bara nokkuð vel. Sérstaklega í ljósi þess að ég geri ráð fyrir að atriðið hafi verið algjörlega óæft. Honum var vel fagnað og klappað lof í lófa.

Hljómsveitarmeðlimur gekk inn á sviðið í öðru erindi. Rólega. Lagði höndina létt á öxl mannsins sem kom míkrafóninum aftur fyrir á sinn stað. Saman gengu þeir út af sviðinu og mannfjöldinn fagnaði enn hærra. Ég býst við að flestir hafi þekkt hann. Sævar Ciesielski.

Hann lyfti öðrum handlegg í kveðjuskyni og veifaði glaður í bragði.

Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust með mér. 

Pínulítil sorg yfir því að geta óneitanlega ekki annað en dregið af þessu þá ályktun að Ciesielski hafi orðið Bakkusi að bráð. Ég hélt að sá mæti maður hefði gengið beinu brautina í mörg ár.

Og gleði yfir því að á þessum mínútum upplifði ég samkenndina. Enginn æsingur, ekkert uppnám yfir því að einhver væri þar sem hann ætti ekki að vera. Og fagnaðarlætin voru á engan hátt hræsnisfull eða hæðnisleg. Við vorum öll þarna í sama tilgangi. Blönk, blankari, blönkust... eða ekki.

Ef ykkur finnst ég væmin þá er best að ég endi þetta á bílferð með Þeim Einhverfa í kvöld. Við vorum á leið heim eftir að ég sótti hann í Hólaberg. Ég hafði spurt hann áður en hann settist inn í bílinn, þessarar vanalegu spurningar: Þarftu að pissa?

Hann svaraði á sama hátt og alltaf: ég er búin að pissa

Og við keyrðum af stað. Ekki leið á löngu þar til hann byrjaði að hossa sér í aftursætinu og það þýðir aðeins eitt.

Ohh Ian, sagði ég svolítið pirruð. Þarftu að pissa?

Búin að pissa, sagði Sá Einhverfi.

Ég gaf í og sagði: Ekki pissa, við erum alveg að koma heim. EKKI pissa, bara stutt eftir.  EKKI PISSA

Honum þótti ég fyndin. Og hló. Mikið. Og honum þótti ég svo fyndin og hló svo mikið að hann pissaði á sig. 

------  

Það eru erfiðir tímar hér á klakanum. Ekki síst vegna óvissunnar. Ég er fegin að það er fjöldinn allur af fólki sem fylgist grannt með gangi mála. Kemur fram í fjölmiðlum, bloggar og talar. Veitir stjórnendum landsins aðhald.

Sjálf fylgist ég með úr fjarlægð. Hlusta og les. Reyni að skilja eitthvað í þessu öllu saman. Og mestmegnis er ég að taka þetta á mínu venjulega kæruleysi. Ég vil ekki mála skrattann á vegginn fyrirfram. Nóg er samt.

Verum góð við hvort annað.


mbl.is Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þessi færsla er mikill gleðigjafi Jóna mín.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 8.10.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Falleg færsla, mér líður vel eftir lesturinn. Takk.   

Já, verum góð við hvort annað og njótum þess að vera til.

Marta Gunnarsdóttir, 8.10.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir fallega og þarfa hugvekju.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.10.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Gulli litli

Fallegt og þarft...

Gulli litli, 8.10.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Karl Tómasson

"Og gleði yfir því að á þessum mínútum upplifði ég samkenndina. Enginn æsingur, ekkert uppnám yfir því að einhver væri þar sem hann ætti ekki að vera. Og fagnaðarlætin voru á engan hátt hræsnisfull eða hæðnisleg. Við vorum öll þarna í sama tilgangi. Blönk, blankari, blönkust... eða ekki".

Þú ert yndislega kæra Jóna.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 8.10.2008 kl. 23:50

6 Smámynd: Brynja skordal

Ah mikið var gott að koma hér inn og lesa þessa færslu hjá þér Jóna bara yndisleg og Ian bara sætastur

Brynja skordal, 9.10.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Ásgerður

Já, gleymum ekki að vera góð við hvort annað

Ásgerður , 9.10.2008 kl. 00:21

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mikið var skemmtilegra að lesa þetta 'blogg' hjá þér, heldur en bölmóðinn á 'örðumztöðum' ...

Steingrímur Helgason, 9.10.2008 kl. 00:27

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Svo þú ert hættulega fyndin Jóna! Ekki gera barninu þetta....

En já, barðiru Bubba augum?...
Nei nú er ég farin að sofa!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.10.2008 kl. 00:31

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sævar sagði mér frá skemmtiatriðinu sínu í kvöld og var hann stoltur, honum fannst hann hafa sungið alveg ágætlega svona óæfður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.10.2008 kl. 01:46

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

mikid rétt Jóna, bølmódurinn má ekki trøllrída øllu. Gott mál hjá Bubba og Sævari líka 

Søgurnar af thér og Ian eru bara yndislegar  

hafdu thad gott Jóna og thid øll

María Guðmundsdóttir, 9.10.2008 kl. 07:12

12 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 9.10.2008 kl. 08:50

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.10.2008 kl. 09:05

14 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 9.10.2008 kl. 11:56

15 Smámynd: lady

gangi þér vel Jóna mín,já það er gott að finna samkenndina ,að við stöndum saman,óska þér og fjölsk innilega góða helgi kv Ólöf

lady, 9.10.2008 kl. 12:02

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir fallegan pistil, ekki veitir af samkennd milli fólks þessa dagana.

Við Jón vorum á Austurvellinum líka, hefði viljað hitta á þig Jóna mín

Marta B Helgadóttir, 9.10.2008 kl. 12:50

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.10.2008 kl. 13:39

18 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ísland blankasta land í heimi

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 9.10.2008 kl. 16:48

19 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

 Takk fyrir góðan pistil Jóna, svo mikil ró yfir þessum skrifum ... og hinn lífsnauðsynlegi húmor

Samkenndin og að vera góða hvert við annað, það er nákvæmlega það sem við þurfum að muna. "Taka Pollýönnuna á þetta"

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 19:57

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Helga Magnúsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:02

21 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 9.10.2008 kl. 23:03

22 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hahaha! Aumingja barnið alveg að vanda sig að halda í sér og svo kemur þú með brandara! 

Laufey Ólafsdóttir, 10.10.2008 kl. 08:40

23 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Ljúfur pistill - og fyndinn. Veitir ekki af þegar mér finnst ég vera að vakna upp í sömu martröðinni dag eftir dag.

Góða helgi.

Þórdís Guðmundsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:41

24 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir.

Edda Agnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband