Leita í fréttum mbl.is

Ekki snjór bara rigning

 

Það snjóar hérna í hæstu hæðum. Guði sé lof að ég yfirgef landið á morgun, þó sú fjarvera muni aðeins vara í fjóra daga.

Í þau skipti sem ég hef farið í slík húsmæðraorlof leyfi ég húsmæðrapirring að byggjast upp innra með mér í 2-3 daga fyrir brottför. Læt allt fara í taugarnar á mér heima við. Kannski er það ómeðvitað með vilja gert (ef það er hægt) til að léttirinn verði því meiri við að stíga upp í fríking flugvél. Og til þess að hinir fjölskyldumeðlimirnir sakni mín ekki eins mikið. Eða alls ekki neitt. Ég er viss um að Bretinn er jafn spenntur að losna við pirruðu húsmóðurina í nokkra daga eins og ég er að komast í burtu.

Ég er búin að standa í þvotti til að ég hafi einhverju hreinu að pakka niður í fyrramálið. Nú er þurrkarinn fullur og allir ofnar í húsinu þaktir peysum, bolum og buxum. Það er eins gott að kettirnir leiti ekki í hlýjuna í nótt og taki spássitúr á fötunum mínum. Ég myndi sennilega gráta ofurlítið ef það væru loppuför í hvíta þvottinum þegar ég vakna.

En það snjóar sem sagt hér á heiðinni og Sá Einhverfi var ekki sáttur í kvöld. Gelgjan leit út á sólpall og öskraði upp yfir sig: ,,það er allt hvítt það er allt hvítt''.

Ég hélt hún væri að ljúga og fór ekkert leynt með það.

,,Ekki snjór ekki snjór,'' sagði Sá Einhverfi en Gelgjan hélt það nú.

Þetta var rætt fram og til baka og alltaf heyrðist í Þeim Einhverfa í bakgrunninum: ,,ekki snjór ekki snjór''.

Við veittum honum litla eftirtekt þar til allt í einu hann beygði af. Hann grét þessi elska yfir snjókomunni og ég skyldi allt í einu að ég hefði ekki haft neitt móti því að brynna aðeins músum sjálf yfir þessari hvítu og köldu kveðju. Ég nenni nebblega ekki vetrinum.

Bretinn reyndi að segja honum staðreyndir: ,,Ian honey. I do have a lot to say about lot of things, but this is out of my control (hógvær bara).

Sá Einhverfi lét ekki huggast og við eiginlega urðum að lofa honum rigningu á morgun. Eftir það tók við hálftími af: ,,ekki snjór bara rigning''. Og hann sofnaði sáttur.

En það er hætt við því að það verði ekki gamla, góða rigningin sem blasi við í fyrramálið og ég er ofsalega fegin að það er Bretinn sem fer með honum á fætur í þetta skiptið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

NKL það sama sagði ég EKKI SNJÓR EKKI SNJÓR

Hafðu það gott ....

Ómar Ingi, 2.10.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Góða ferð

Gylfi Björgvinsson, 3.10.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Langaði líka til að gráta í morgun, þá var allt hvítt á Egilsstöðum. Skil því þann einhverfa vel - njóttu útlandanna næstu daga.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 3.10.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða ferð engillinn minn.

Have I told you lately?

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 00:05

5 identicon

Úff ég skil hann vel. Var að koma úr Hveragerði, við vorum 1 og hálfan tíma á leiðinni, á sumardekkjum! Meðalhraðinn var 30km/klst!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 00:34

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góða ferð, og vonandi rignir á morgun

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.10.2008 kl. 01:24

7 Smámynd: Sporðdrekinn

LOL hógværðin alveg að fara með Bretann

Góða ferð

Sporðdrekinn, 3.10.2008 kl. 02:03

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

SNJÓR!!!!!  

en já,góda ferd bara og njóttu thin

María Guðmundsdóttir, 3.10.2008 kl. 05:52

9 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg er sammala Ian EKKI snjór bara rigning

Góða ferð og skemmtu þér vel

Love you

Anna Margrét Bragadóttir, 3.10.2008 kl. 07:45

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Snjórinn er bara yndislegurmínar dömur,sem eru fjórar hér heima GÖRGUÐU af kátínu þegar þær sáu snjóinn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.10.2008 kl. 09:57

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góða ferð.

Ía Jóhannsdóttir, 3.10.2008 kl. 10:07

12 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég fékk alveg svona gleði kipp í gær þegar ég sá að það snjóaði, svona eins og þegar ég var lítil, alltaf glöð að sjá snjóinn

svo bölvaði ég honum í morgun þegar ég labbaði með Flóka á leikskólann..

Að öðru leyti elska ég snjóinn.. finnst hann yndislegur.. en hata slabb og slyddu,það er viðbjóður

Guðríður Pétursdóttir, 3.10.2008 kl. 10:34

13 identicon

Hafið það sem allra best þið elskurnar þarna úti Kisses Valli og Co.





ÞorvaldurStefánsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:29

14 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Góda ferd. Vona ad thad rigni á litla strákinn thinn á morgun.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 3.10.2008 kl. 22:22

15 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Verð bara að senda smá samúðarkveðjur vegna snjókomu en dúllan mín njóttu húsmæðraorlofsins með eða án kattafara ;)

Knús

Sigrún Friðriksdóttir, 3.10.2008 kl. 22:24

16 identicon

Hvaða te er það sem þið drekkið?

Ég keypti traditional strong English tea í London í vor og það er búið. Frá Twinings og það allra besta sem ég hef smakkað. Bragðmikið en ekki til rammt.

Any recommendations?

Áslaug Traustadóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 00:30

17 Smámynd: Gulli litli

Góða ferð og passaðu þig á genginu..

Gulli litli, 4.10.2008 kl. 07:39

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hafðu það sem allra best í leyfinu.

Rut Sumarliðadóttir, 4.10.2008 kl. 12:28

19 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Úff...mér fannst þetta frekar köld kveðja svona ofan í allt krepputalið og lætin....

Get alveg tekið undir með Ian...EKKI snjór!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 4.10.2008 kl. 12:41

20 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Góða skemmtun!

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.10.2008 kl. 16:39

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða ferð.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.10.2008 kl. 17:30

22 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mér finnst rigningin góð - tralílalía - ohó

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.10.2008 kl. 00:09

23 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Góða ferð Jóna mín og njóttu hvíldarinnar.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.10.2008 kl. 09:49

24 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Innlitskvitt og eigðu góða ferð :)

Hólmgeir Karlsson, 5.10.2008 kl. 15:40

25 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

ferðu ekki á bókamessu í borg bókanna með þína?

Góða ferð og hafðu það kjut!

Edda Agnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 01:02

26 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott svar hjá bretanum.

góða ferð, hvert sem þú ferð.

Kærleikur til alls lífs og þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 12:37

27 Smámynd: Hulla Dan

Skil Ian svooo vel.
Og þig. Rosa góða ferð.

Hulla Dan, 7.10.2008 kl. 07:27

28 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góða ferð og skemmtu þér vel í orlofinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband