Þriðjudagur, 30. september 2008
Síðuspek
Ég var örugglega ekki sú eina sem hélt að hún væri að fara í létt og löðurmannslegt verk þarna í frístælnum í Kópavoginum. Mætti í þykkum joggingbuxum, Nike skóm, hlýrabol og gollu yfir takk fyrir. Enda ætlar maður sér svo sem ekkert að flagga neinu svona extra eða auka innan um fullt af ókunnugu fólki.
Mamma ætlið þið svo að sýna einhvers staðar, spurði Gelgjan þegar ég var að fara út úr dyrunum. Já auðvitað sagði ég. Og þú átt að koma og horfa á mömmu þína. Og ég ætla að segja öllum að þú sért dóttir mín.
Ég sá að hún vonaði að ég væri að grínast.
Annars held ég að ég hafi ekki nefnt það hvernig þessi frístæl hópur varð til.
Katrínu megabeib langaði til að komast í freestyle en það er ekkert í boði nema tímar 2-3 x í viku og ótrúlegt nokk.. allt saman á kvöldmatartíma. Katrínu fannst það ekki boðlegt að láta sig hverfa út af heimilinu þetta oft og á þessum tíma (enda með tvö lítil börn og eiginmann = 3 börn).
Svo hún talaði við líkamsræktarstöð og fékk vilyrði fyrir því að ef hún gæti safnað saman nógu stórum hópi þá yrði settur upp sértími, einu sinni í viku EFTIR kvöldmatartíma fyrir þennan hóp. Og Katrín megabeib sendi tölvupóst á fullt af konum (þar á meðal mig) og hvatti til þátttöku. Ég ákvað að slá til og dró nokkrar vinkonur með í þetta og aðrar hafa gert það sama.
Úr varð sem sagt þessi snilldarhópur sem mætti í Kópavoginn í kvöld og tók á því.
Kennarinn okkar er ung stelpa (eða kannski kona) og ég sá á henni hvað henni fannst þetta sniðugt. Það var glott á henni sem kom mér til að brosa. Hún örugglega ekki vön að sjá svona margar 35+ saman komnar í freestyle.
Hálftími fór í teygjur og upphitun og þeim hálftíma var vel varið.
Eigum við að ræða eitthvað stirðleikann? sagði Ellisif Bakarafrú.
Það vantar eitthvað upp á að mér finnist ég tignarleg, sagði Laufey Samstarfskona.
Mér þótti þetta reyndar allt fara fram úr björtustu vonum en ég átti mín móment. Sitjandi á gólfinu með útglennta fætur að teygja búkinn yfir lærin. Ég fann fyrir einhverri fyrirstöðu.
Eitthvað var það sem stoppaði mig í því að ná að leggjast alveg yfir fótlegginn. Eitthvað varð þarna fyrir á milli síðu og læris. Tók mig smá stund að átta mig á því að þetta var mör. Síðuspek. Það verða alveg til nýir keppir þegar maður fettir sig svona og brettir. Ekki alveg það sama og að standa fyrir framan spegil á 1o cm háum hælum, í aðhaldsbuxum og með inndreginn maga.
Nei nei.. bara ég í jogginbuxum sem urðu aðeins of stuttar í þurrkaranum, á sokkaleistunum (löngu komin úr Nike skónum) og engir 10 cm skóhælar til að gera mig hoj og slank. Bara ég og speglar út um allt og upp um allt.
Og ég var bara sátt. Ég var að gera eitthvað nýtt. Fór örlítið út fyrir kassann. Djöfull var það góð tilfinning.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Frábært hjá ykkur! haha já maður finnur nýja keppi við að fetta sig, ég hætti að reykja fyrir nokkrum mánuðum og hef bætt á mig....ég hef meira að segja fitnað á tánum... hversu hallærislegt er það.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.9.2008 kl. 00:52
Geggjað, það hlýtur að hafa verið "ógissla" gaman hjá ykkur.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 00:55
Mín fyrirstaða er maginn, ég er með stóran maga sem truflar mig stundum. En samt er ég mjög liðug, þrátt fyrir aldurinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.9.2008 kl. 02:30
Frábært!
Sporðdrekinn, 30.9.2008 kl. 04:44
frábært hjá ykkur 35? sæi mig i anda, en akkúrat málid..ad fara útur kassanum af og til er alltaf skemmtilegt
María Guðmundsdóttir, 30.9.2008 kl. 05:00
Eru eftirlitsmyndavélar þarna sem hægt er að fá copy úr. Er í kassti yfir ykkur vinkonunum en kannski aðallega yfir öfund yfir því að þið hafið drifið ykkur en ekki ég. Ég get nú samt sagt að ef ég hefði drullast með sæti ég enn þarna á gólfinu, föst í mínum eigin mör og síðuspeki. Duglegar gellur. Hlakka til að heyra meira af þessu og sýningin maður, ég mæti með Önnu Mae og hlæ mig máttlausa.
Fríða Brussubína (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 08:38
Flott framtak hjá ykkur og góð lesning. Síðuspekið verður varla til ama mikið lengur. Njóttu dagsins
Gylfi Björgvinsson, 30.9.2008 kl. 08:51
Ómar Ingi, 30.9.2008 kl. 08:54
Góðan dag.
Æiii! Ég ætla nú að vona að feministarnir fari nú ekki að hópast á líkamsræktarstöðvarnar líka. Það er fátt eins pirrandi eins og fólk í hópum á líkamsræktarstöðvum valsandi um stöðina sitjandi í tækjum. Verið þið bara heima að blogga. Þetta lið er búið að vera að hlægja að manni árum saman fyrir að trimma og stunda líkamsrækt en nú finnst mér eitthvað vera að fjölga af þessu liði á stöðunum. Hvað er í gangi? Er ekki hægt að láta mann í friði eitt augnablik?
Sko, þegar maður var á kafi í tölvunum hér fyrir nokkrum árum þá var maður skilgreindur af þessu sama liði sem einstaklingur með tölvufíkn, af því að maður hékk einhverja 2-3 tíma í tölvunni á dag. Já þá var sagt að við strákarnir værum tölvufíklar sem þyrftum á hjálp hins opinbera að halda.
Nú, svo fór þetta lið sjálft að hanga í tölvunni og blogga og þá talar enginn um tölvufíkn lengur. Nei nei þær eru ekki með tölvufíkn.
Nú á að taka af manni líkamsræktarstöðvarnar líka. Þetta lið er búið að vera að hlægja að manni og skilgreina mann sem low-menningarlega sinnaðan af því að maður stundar líkamsrækt og hafði gaman af því að vera í tölvunni. Rosalega er þetta eitthvað...
Leigið þið bara sal eða eitthvað svoleiðis. Hvað með gömlu góðu menningarlegu göngutúrana í 101? Eru þeir ekkert inn lengur? Váá maður.
Á maður virkilega hvergi að eiga griðastað nema í bílskúrnum. Ætliði kannski að taka hann líka? Fara að vinna með leir og eitthvað svoleiðis.
Bara plís látið okkur líkamsræktarfólkið í friði á líkamstæktarstöðunum.
Kveðjur.
Verðbréfagaur (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:55
Þú ert svo frábær :)
Katrín (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:22
Nýir keppir hehehehehehehe.Þú ert frábær.Flott framtak hjá ykkur.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:26
Go girl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 11:36
Góð
hahahahha ég verð nú að segja að þessi verðbréfagaur er svolítið fyndinn, hahahahahaha.
alva (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:45
Þetta er flott hjá ykkur mör-gæs Ekki verra að vera í skemmtilegum félagsskap og flestar á svipuðu plani og hafa gaman af.
M, 30.9.2008 kl. 12:53
Ferlega er ég ánægð með þig og svakalega hló ég að verðbréfagaurnum! Ég legg til að þú talir hástöfum um hvað þú ætlir að blogga um næst þegar þið hittist!
Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 13:45
Freestyle er málið ekki spurning, hlakka til að sjá ykkur á sýningu, fljótlega
Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:43
Haha dóttirin fær náttla sæti á fremsta bekk.
Eyrún Gísladóttir, 30.9.2008 kl. 15:14
Yess, nú líst mér á þig.
Steingerður Steinarsdóttir, 30.9.2008 kl. 15:47
Anna Margrét Bragadóttir, 30.9.2008 kl. 16:16
Jóna mjóna í jogging buxum
bloggar hér um síðuspek.
Við allar erum eins og hugsum,
hún setur það bara í blek.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 16:49
Flott hjá ykkur. Er varla búin að jafna mig síðan ég fékk hann Jón Valgeir kraftakall og uppáhaldsfrænda til að taka okkur Úlla í einkaþjálfum í Gym 80 hérna um árið. Fæ ennþá harðsperrur við tilhugsunina. Annars var fínt að vera í Gym 80 því þar æfðu bara kraftakallar og ég hafði alltaf kvennabúningsklefann og sturtuna út af fyrir mig.
Helga Magnúsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:55
Þú verður að fara í megrun stelpa, eins og ég.
Breyta lífstílnum ,enga kökur, engin sykur engin fita. bara freestyle dans og gönguferð með hundinn.
Ég ætla að breyta mínu matarræði, hef fitnað á ótrúlegustu stöðum. Mér vitir ekki af.
Gangi þér vel Gleymmerei
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 1.10.2008 kl. 00:17
hahaha ég var í kasti yfir því hvað mamma var fyndin í Freestyletímanum að ég náði valla að gera æfingarnar sjálf;) Er búin að vera ofurdugleg að kenna henni dansinn í vikunni og ég geri ráð fyrir að hún verði orðin 100% góð á mánudaginn og tilbúin í sprellið;) Þetta er ekkert smá gaman!
Eva (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.