Leita í fréttum mbl.is

Orkuþjófurinn litli

 

Ég hef misboðið Þeim Einhverfa hvern dag vikunnar.

Einhvern veginn hafa hlutirnir æxlast þannig að ég hef þurft að breyta vikuplaninu á einhvern hátt, hvern dag. Og þar sem vikuplanið er það fyrsta sem hann athugar þegar hann kemur heim með skólabílnum hefur hann ekki átt gleðilegar heimkomur.

Handskrifaðar breytingar á plagginu sem hangir á ísskápnum, falla í grýttan jarðveg og glaði guttinn breytist í sorgmæddan, ráðvilltan og reiðan strák. Það er lítið sem ég get gert nema að halda utan um hann og fullvissa hann um að allt verði í lagi.

Hann langar örlítið til að kyrkja mig en lætur sér nægja að dangla í mig. Ekki fast, eins og hann átti til hér áður fyrr. En nóg til þess að ég verð að setja í brúnirnar og láta eins og ég sé reið. Sem ég er ekki. Og það skiptir hann máli, sem betur fer.

Í gær sat ég með hendur í skauti og bjó til fjarlægð í huganum. Ég varð að gera það til að orka útgrátið andlitið og bænarróminn í röddinni; ''ekki stroka út ekki stroka út'', en þar vísaði hann til þess að ég hafði krotað yfir ''rúta-heim'' á föstudagsplaninu. Fríða Brussubína ætlar að sækja hann í Vesturhlíð því mamman þarf að komast í partý, sjáiði til.

Eftir að hann róaðist nógu mikið til að hætta að skæla og fara að sinna einhverju öðru (þó ég heyrði tautið í honum ofan af lofti: ''bara heim bara heim'') þá fann ég allt í einu að mér leið eins og undinni tusku og hreinlega sveif á mig svefnhöfgi. Öll orka var uppurin.

Ég ræddi þetta við Önnu systir í gærkvöldi. Hún kannast mjög vel við þessa tilfinningu þó að af aðeins öðrum orsökum sé.

Og við vorum sammála um það, að hér áður fyrr, þegar hver dagur litaðist að slíkum uppákomum, þ.e. þær voru regla frekar en undantekning þá brölti maður einhvern veginn í gegnum þetta. Á aukaorku og á hnefanum. Án þess í rauninni að vera meðvitaður um það. Þetta var bara svona og ekkert við því að gera.

Nú í seinni tíð, þegar þessar uppákomur eru sjaldgæfari og líður langt á milli þeirra, þá er eins og ég hafi minni orku. Ég hef meiri þolinmæði, en minni orku. Og akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta, skil ég afhverju það er. Það er vegna þess að pjakkurinn er orðinn svo duglegur að tjá sig. Og nota mismunandi blæbrigði. Og horfa í augun á mér. Og biðja með orðum og augnaráði. . Það er erfitt að hunsa slíkt.

And maybe I'm just too old for this shit.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æ, elsku kallinn. Ég trúi því sko vel að móðurhjartanu svíði þegar svona kemur upp. En þegar það fer að gerast reglulega venst þetta kannski smám saman. Vonandi. 

Helga Magnúsdóttir, 18.9.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Ómar Ingi

Elska ykkur jafn mikið dúllurnar mínar

Ómar Ingi, 18.9.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hugurinn ber mann hálfa leið...orkan er ekki meiri en það....  Kveðjur til ykkar allra..

Rúna Guðfinnsdóttir, 18.9.2008 kl. 18:29

4 identicon

Elsku vina, megi Guð gefa þér styrk og kraft í lífsins ólgusjó og vonandi verður svakastuð í partýinu!!:) Þau jafna sig fyrr en maður heldur.

hm (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:09

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 19:16

6 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hann vill greinilega hafa allt í föstum skorðum, en hva, hann hlýtur að lifa það af að breyta aðeins til, bara til að mamma geti aðeins fengið að anda. Skemmt þér bara vel, þú átt það skilið.

Hafið það öll mjög gott,megi Guð geyma ykkur.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:21

7 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Mikid rosalega dáist ég ad thér. thú ert svo medvitud um tharfir hans og hvernig thú gerir, og hvad hefur áhrif á hann. Thú verdur líka ad skemmta thér, og passa upp á thig, thó thad hafi tímabundin áhrif á hann. Frábært ad heyra ad thad gengur svona framad med hann, en thá er einmitt møgulegt ad finna hvad thetta hefur tekid á. Bestu baráttukvedjur....

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:29

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Við verðum bara að vera dugleg að bæta á orkuna, fín leið til þess er að fara í gott partý  Góða skemmtun

Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 19:29

9 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Sigríður B Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 20:24

10 Smámynd: Linda litla

Skemmtu þér í partýinu á föstudagskvöldið..

Linda litla, 18.9.2008 kl. 21:51

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tak for sidst sæta og góða skemmtun í teiti!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 23:01

12 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

knús á ykkur bæði.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:18

13 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 19.9.2008 kl. 06:18

14 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

þú ert ekki gömul frekar en ég,ég fæ reglulega yfir mig svona.. eins og ég gæti sofið,ekki í heila öld,heldur tvær...

ég hef verið ansi slæm undanfarið og langað að gefast upp, ég tek þig ásamt fleirum til fyrirmyndar og reyni að láta það hvetja mig til að gefast ekki upp

Guðríður Pétursdóttir, 19.9.2008 kl. 08:19

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2008 kl. 11:53

16 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Eigðu góða helgi og vonandi nærðu að hlaða batteríið.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.9.2008 kl. 17:51

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

La líf.....alltaf einhver verkefni að glíma við og þú mátt sko eiga það að þú ert ferlega flink manneskja og móðir. Sendi þér orkustrauma og gleðilegustu óskir i partýið Jóna mín. Takk fyrir síðast!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 18:04

18 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:28

19 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 20.9.2008 kl. 07:04

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Shit Jóna!!! Ég get ómögulega bæst í knús-hópinn né dáist-aþþér-hópinn hérna!!! Fjandinn!!

Þannig að...djöfull ertu nastý að rugla kerfinu fyrir vesalings barninu með því að þvælast í partý!!! :)

Heiða B. Heiðars, 20.9.2008 kl. 11:01

21 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 20.9.2008 kl. 13:51

22 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góða ljúfa helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:25

23 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Svava frá Strandbergi , 20.9.2008 kl. 23:56

24 identicon

Kannast við þessa tilfinningu: Bróðir minn er með geðhvarfasýki, og það voru oft ansi skrautlegar uppákomur í kringum veikindin (á meðan við bjuggum undir sama þaki). Og manni líður eftir á eins og maður hafi verið að hlaupa maraþon, eða að trukkur hafi keyrt yfir mann. Ótrúleg orkusuga.

Ég les annars oft bloggið þitt (en kommenta aldrei). Mér finnst ótrúlega áhugavert að fá að lesa um son þinn, gefur manni svo góða sýn á það hvernig það er að vera einhverfur. Og svo ertu náttúrulega góður og skemmtilegur penni!

HÁ (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 23:08

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir kveðjurnar. og öll hjörtun, þau eru svo krúttleg og hlý

Hörður. Þetta er rétt hjá þér. Ég er voðalega fegin að finna að ég sé enn að þroskast. Ekki veitir af

HÁ. Takk kærlega fyrir kommentið. Geðhvarfasýki þekki ég ósköp lítið til en mikið ofsalega finnst mér það sorglegur sjúkdómur. Ekki kannski síst fyrir ástvini. Hlýtur að vera skelfilegt að sjá persónuna sem maður elskar breytast. Og þessu fylgir oft ofsaleg vanlíðan fyrir þann veika, ekki satt?

Eins er með Alzheimer. Hlýtur að vera skelfilegt fyrir fólk að sjá maka sinn hverfa inn í Alzheimer-heim. Ofsalega sorglegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.9.2008 kl. 23:37

26 identicon

Segir eins og Heiða, greið- sá einhverfi, það er verið að rugla öllu kerfinu hjá honum, ekki er lífið létt hjá honum.

Hann fær alla mína samúð 

Erla (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband