Leita í fréttum mbl.is

Pæling vikunnar

 

Á næstum því hverju kvöldi, þegar ég leggst til svefns, stend ég mig að því að muna skyndilega eftir símtalinu sem ég ætlaði að hringja þann daginn, en aldrei var hringt eða dyrnar sem ég ætlaði að banka á en gerði ekki.

Fólk sem mér þykir undurvænt um sem ég ætlaði að heyra í til að þakka fyrir síðast, segja hversu vel ég skemmti mér í afmælinu eða hvað spallið yfir rauðvínsglasinu eða kaffibollanum hefði verið yndislegt og kærkomið. Eða bara til að segja: hvað gerðir þú í dag?

Undurfljótt verður þessi dagur sem símtólinu var ekki lyft, að viku. Vikan að mánuðum...

Kannist þið við þetta?

Í mínu starfi hangir símtæki á eyranu á mér allan daginn. Ég viðurkenni að oft á tíðum, þegar heim er komið, búið að fæða alla, skamma og knúsa eftir því sem við á, og henda í bælið, þá er það síðasta sem mig langar að gera er að bera símtæki upp að eyranu. Fyrir utan það að Bretinn þarf stundum örlitla athygli. Hann er svo sem ekki kröfuharður en einhvern tíma verðum við að hafa til að tala saman án þess að það sé yfir litla hausa og lítil blakandi eyru.

Æi tíminn bara flýgur áfram og ég vildi svo gjarnan vera í mun nánara sambandi við allt þetta fólk sem ég elska og á fortíð með á einn eða annan hátt.

Vinnum við ekki of mikið krakkar? ha? Er ekki mun algengara að við lifum til að vinna í stað þess að vinna til að lifa?

Alveg eins og ég gera of mikið af því að lifa til að éta í stað þess að éta til að lifa.

Ég þarf að komast á námskeið í forgangsröðun. Er það til?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svakalega kannast ég vel við þetta! Eru haldin námskeið í forgangsröðun? Við þangað! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

ójá ég kannast sko við þetta.... samt er ég alltaf í símanum hringi bara í mín föstu númer og kem mér aldrei í hin!!! eins með hurðarnar það er bara svona föst heimili "örfá" sem ég afreka þessa daganna..... svo við tölum ekki um öll verkefnin sem ég ætla mér að framkvæma hér heima og afreka ekkert!!!

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 16.9.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þarf ekki námzkeið til, maður/kona bara breytir þessu & kemst að því að það virkar, því allir ómissandi hlutirnir í því daglega basli eru 'zmotterí' & auðleysanlegir á minni tíma, ergó því meiri tími fyrir það & þá sem að skipta máli.

Jú, reyndar, & svo hjálpar til að búa í ~zweid~...

Steingrímur Helgason, 16.9.2008 kl. 00:28

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég man þegar að ég var stelpa þá var farið í heimsókn til ættingja og vina einu sinni til tvisvar í viku. Tímarnir breytast og fólkið með. Eða er það: Fólkið breytist og tímarnir með....

Sporðdrekinn, 16.9.2008 kl. 01:06

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

vinnum of mikið á kostnað barnana okkar - allt of lítill tími sem við höfum/fáum fyrir börnin.

Edda Agnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 06:59

6 Smámynd: Ómar Ingi

Forgangsröðun 101

Ómar Ingi, 16.9.2008 kl. 07:39

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

segi sama og Edda... algjörlega.

Guðríður Pétursdóttir, 16.9.2008 kl. 08:36

8 identicon

Að forgangsraða hljómar mjög fallega í mínum huga. Ég er hins vegar vinnandi 12-13 tíma á dag (í vinnunni og svo "aukavinnu"), svo er ég byrjaður í fjarnámi og sef í 5-6 tíma helst. Þetta skilur ekki eftir mikinn tíma fyrir familíuna, en ég vonast til þess að þetta verði betra ... einhvern tíma ... vonandi.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 08:53

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Æi þarna fékk ég smá klípu.  Vert að huga að þessu.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.9.2008 kl. 08:55

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég nenni ekki á svona námskeið það er of seint.

Búin að klúðra öllu sem hefur með forgang að gera fyrir lögnu.

Núna halla ég mér aftur á bak í sófanum og nýt afrakstursins.

Have I told you......?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 09:10

11 identicon

Eins og skrifað af mínum fingrum ;)

elín (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:13

12 Smámynd: Erna

Kannast við þetta, stöðugt samviskubit í gangi.

Erna, 16.9.2008 kl. 10:43

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

erum við ekki öll að gera okkar besta? ég held það

Knús á þig krúttan mín og þessi drengur þinn er algjört skíragull þú leyfir okkur nú að vita af því þegar hann bókar sig í æfingaaksturinn hehehheehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.9.2008 kl. 11:22

14 identicon

         

  

                       Vinur í grennd!

<p>Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.

Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.


En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.


"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst mill´ okkar bilið.


Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.


Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymd´ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.


Þýtt Sig. Jónsson <p>

Magga (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:37

15 Smámynd: M

Er með eindæmum símalöt á kvöldin. Verra að vera að bögga fólk í vinnunni á daginn og spjalla. 

Svo ráða oft krakkarnir ferðinni þegar á að fara í heimsóknir um helgar eða velja það að vera heima fyrir.

Lít á þetta sem tímabil lítils sambands, svo eykst það aftur.

M, 16.9.2008 kl. 11:43

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ég kem med..flýg bara heim thegar námskeid hefst;-) uss, thetta er eins og talad úr minu hjarta.

María Guðmundsdóttir, 16.9.2008 kl. 14:12

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Að þessu leyti er gott að vera öryrki. Þá er sjálfgefinn tími til að sinna sínum vinum og fjölskyldu, það hef ég metið mikils og notið vel. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 16:14

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þekki þetta svooo vel.  Ég er bara svo oft að vinna á kvöldin þegar vinirnir/fjölskyldan eru heima hjá sér.  Nota þá bara helgarnar í þetta og ef ég kemst ekki yfir alla, þá hugga ég mig við að símalínan gangi jú í báðar áttir.

Sigrún Jónsdóttir, 16.9.2008 kl. 17:08

19 Smámynd: Berglind Inga

Góðar pælingar. Ég er sammála Steingrími, það hjálpar mikið að búa í sveit. Verst hvað það er mikið lengra úr Reykjavík í Borgarfjörðinn en í hina áttina...

Berglind Inga, 16.9.2008 kl. 17:24

20 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

JA....það er með þetta þarna "seinna"...vinna mikið núna og sinna fjölskyldunni seinna. Það hefur studnum ekki farið eins og menn hefðu vonast eftir...! Fín pæling.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 17:45

21 identicon

Skil þig ofboðslega vel að hugsa um eitthvað allt annað en að taka upp síma eftir vinnudaginn. Kannast MJÖG vel við það sjálf. En þetta með forgangsröðunina: ég er alltaf að læra pínulítið á hverjum degi í þeim efnum en ansi skammt komin samt. Styð hugmyndina um námskeið í svoleiðis. Knús og kveðja til þín mín kæra Jóna

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:11

22 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég vinn vaktavinnu og er því oft í vinnunni á kvöldin og um helgar þegar venjulegt fólk er heima hjá sér og getur svarað í símann. Fullt af fólki sem ég þyrfti að hringja í og/eða heimsækja. Tíminn bara líður hjá án þess að nokkuð gerist. Skömm að þessu.

Helga Magnúsdóttir, 16.9.2008 kl. 21:05

23 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Seinna sagði ég í mörg ár, seinna er ekki enn komið og börnin farin að eiga börn bara sjálf.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.9.2008 kl. 21:25

24 Smámynd: Gunna-Polly

svo sammála þér , er með talpíðuna hangandi á eyranu allan daginn og þegar ég kem heim er sími það síðasta sem ég hugsa um

Gunna-Polly, 17.9.2008 kl. 08:33

25 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

"Vinur í grennd" er dásamlega fallegt ljóð en svo sorglegt í leiðinni. Það hnippir verulega í mann.

Erum við ekki öll svona...snúumst í kringum eigið rassgat og gleymum að rækta samband við ættingja og vini? Því miður er ég svoleiðis.

Rúna Guðfinnsdóttir, 17.9.2008 kl. 09:17

26 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Held þetta sé sammerkt okkur öllum Á vini sem halda partý einu sinni á ári og hóa öllum saman til að sambandið slitni ekki. góð hugmynd?

Rut Sumarliðadóttir, 17.9.2008 kl. 11:36

27 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já..Það er góð hugmynd Rut. Maður má ekki gleyma góðum vinum vegna sjálfselsku og sauðsháttar!

Rúna Guðfinnsdóttir, 17.9.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1640577

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband