Leita í fréttum mbl.is

Fimmta skólaár Þess Einhverfa að hefjast

 

Á föstudagsmorgunn var skólasetning í Öskjuhlíðarskóla. Sú fimmta í okkar lífi. En sú fyrsta sem reyndist aðeins gleði og kátína.

Með stundaskránni góðu sem nú er notuð fyrir Þann Einhverfa, var þetta ekkert mál og hann mætti kátur  í stofuna sína. Og bara nokkuð stoltur þótti mér.

Sat rólegur við borðið og ''hlustaði'' á nýja kennarann sinn. Harry Potter komst ekkert að fyrr en eftir að kennarinn lauk máli sínu. En þá flæddi hann líka yfir allt, drakk eitur, hóstaði, sagði Ó no og féll síðan örendur í gólfið.

Á meðan Sá Einhverfi og Harry Potter runnu saman í eitt þarna í skólastofunni, kíktum við Bretinn í körfuna sem geymir liti, skæri, blýanta og annað sem Sá einhverfi notað í skólanum. Athuguðum hvort ekki væri kominn tími til að endurnýja þetta dót.

Í körfunni fundum við ótal verðlaunapeninga sem var vel við hæfi í ljósi þess sem gerðist í Peking seinna um daginn. En þessir verðlaunapeningar voru allir fyrir hlaup kvenna 50 ára og eldri. Lá sem sagt ljóst fyrir að þeir voru ekki fyrir íþróttaafrek Þess Einhverfa á neinu sviði.

Þar sem við Bretinn stóðum og flissuðum eins og ráðsettum og ábyrgum foreldrum sæmir, kom í ljós að kennarinn á þessa peninga. Einhverjum af hennar nemendum frá því í fyrra þykir afskaplega gaman að skreyta sig með öllum hennar medalíum en hvernig þær svo enduðu í körfu Þess Einhverfa mun verða ráðgáta um ókomna tíð.

Eftir skólasetninguna fóru allir út á skólalóð og þar var hægt að fá pylsur með öllu og safa að drekka. Sá Einhverfi afþakkaði veisluna en skoppaði kátur í kringum okkur á meðan við spjölluðum við foreldra og starfsfólk.

Það er áberandi hvað andrúmsloftið er alltaf létt og skemmtilegt á þessum stað. Kannski er það vegna þess að þarna eru börnin okkar á sínu yfirráðasvæði. Með sínum jafningjum.

Það er synd og skömm... nei.. það er glæpur að til standi að leggja þennan skóla niður. Ég þarf einmitt að snúa mér að því máli þegar bókarskrifum lýkur.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ég NEITA AÐ TRÚA að þeir ætli svo mikið sem að láta sér DETTA Í HUG að leggja þennan skóla niður!!!!

Vona að það hafi bara verið hugdetta einhvers fráfarandi borgarstjóra...og að Öskjuhlíðarskóli fái áfram að þjóna sínum lífsglöðu þegnum....

Vona að árið verði Þeim Einhverfa sérlega gott...það er svo gaman að fylgjast með þroskaferlinu og öllum sigrunum hans!!!! Endalaust takk fyrir að deila honum með okkur Jóna....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Stendur til að leggja niður Öskjuhlíðarskóla? Af hverju? Hvað á að koma í staðinn?

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:01

3 Smámynd: Helga Björg

gangi ykkur allt í haginn í baráttunni um Öskjuhlíðarskóla

Helga Björg, 23.8.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ætla þeir að HVAÐ ??? þá hlýtur fólk aldeilis að fara að þurfa að herða sig í fósturgreiningu og genahreinsunum ... hvert er þetta andsk... þjóðfélag að fara???

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:19

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Brynja. Takk mín kæra

Bergljót. Ég veit. Þetta er ekki gott mál.

Takk sömuleiðis fyrir að fylgjast með

Lára Hanna. Í rauninni er það ekki opinbert ennþá. En við sjáum í gegnum þetta. Það á að sameina Safamýra- og Öskjuhlíðarskóla í einn oooofsalega flottan skóla þar sem allt á að vera til alls. En málið er bara að sá skóli mun ekki taka nema um 70 nemendur á meðan þessir 2 skólar hýsa minnir mig um 110 nemendur (og þeim fer fjölgandi). Óopinber stefna er að ''hrekja'' þessi börn út í almennu skólana. Þú veist... skólarnir-fyrir-alla-kjaftæði. Skólarnir eru bara ekkert fyrir alla og börnunum okkar líður mikið betur með jafningjum sínum.

Ég ætlaði að nota sumarið til að kynna mér þessi mál en tíminn fór í annað. Ég ætla að bæta úr því fljótlega. Takk fyrir að spyrja.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gangi ykkur vel med skólamálin, eitt af theim hlutum sem VERDA ad vera i lagi bara.

María Guðmundsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:22

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Helga Björg. Takk fyrir það.

Ella Sigga. I know..

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 11:22

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

María. Því er ég sammála.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 11:22

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á ekki orð, leggja niður skólann?  Er verið að minnka þjónustu sem nú þegar er alls ekki nægjanleg?

Helvítis, andskotans.

En ég elska þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 11:34

10 Smámynd: Erna

Þetta er ótrúlegt að ætla að leggja niður þennan skóla, Hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi okkar, ég bara neita að trúa þessu. Vona að veturinn verði ykkur góður kæra fjölskylda

Erna, 23.8.2008 kl. 11:55

11 Smámynd: M

Meiri steypan, sameina þessa tvo og setja fleiri fleiri börn á biðlista. Stundum finnst mér málin ekki vera skoðuð til enda í framkvæmdum þeirra sem ráða.

Eigið ljúfan dag. 

M, 23.8.2008 kl. 12:02

12 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Sæl Jóna!
Ég er nú daglegur gestur á síðunni þinni þó svo að ég leggi sjaldan eða aldrei orð í belg hérna í athugasemdaflóðinu en takk fyrir athugasemd á blogginu mínu

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 23.8.2008 kl. 12:18

13 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Þetta hefur pirrað mig alveg ferlega frá því að þeir fóru að tala um að sameina þessa tvo skóla þegar Unglingurinn minn var í Safamýrarskóla.  Hvað verður um sérþekkinguna þegar þessir einstaklingar fara í "venjulegan"skóla?    Verður þetta eins og með blindu krakkana?  Öll þeirra þekking er að fara niður niðurfallið.  Ég gæti sko alveg haldið áfram.  Þessir skólar eiga að fá að vera eins og þeir eru.

Bergdís Rósantsdóttir, 23.8.2008 kl. 12:32

14 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þyrftir að senda þér e-mail...á hvaða netfang?

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.8.2008 kl. 13:45

15 identicon

Hérna, ber sonur þinn ekki nafn

Af hverju talarðu alltaf um hann sem Þann einhverfa hmm.. 

Begga (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:55

16 Smámynd: Sporðdrekinn

Það yrði nú bara til skammar að sameina þessa skóla og þar með fækka plássum. Auðvitað líður nemendum þessara skóla betur þarna, í þessum skólum eru allir með skilning á þörfum þeirra.

Kennarar er misjafnir, mjög misjafnir, ég tala ekki um aðkastið sem að nemendur Safamýra- og Öskjuhlíðarskóla gætu/verða fyrir ef að þau fara í almennan skóla. Við vitum öll að börn geta verið grimm. Ég bara vona að sá Einhverfi fái að vera áfram í skóla með sínum vinum og starfsfólki sem að er sér þjálfað fyrir þá.

Sporðdrekinn, 23.8.2008 kl. 15:16

17 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

....það er Viddi Vitleysingur.....

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.8.2008 kl. 15:47

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég styð þig í baráttunni fyrir því að Öskjuhlíðarskóli verði ekki lagður niður

Sigrún Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 16:50

19 Smámynd: Gunna-Polly

það er alveg furðulegur bíp að alltaf þegar eitthvað virkar hér á landi þá kima þessir bíp stjórnmálamenn og vilja breyta úff ,

ef ég get lagt lið í baráttunnu að mótmæla þessu láttu mig vita

Gunna-Polly, 23.8.2008 kl. 17:34

20 Smámynd: Ómar Ingi

Ian Potter á eftir að Ace a skólann :)

Ti hamingju með fyrsta skoladaginn drenginn og ertu að skrifa bókina sem ég hef verið að biðja um.

Þú ert yndið mitt ekki yngst en sú besta án efa

Ómar Ingi, 23.8.2008 kl. 18:06

21 identicon

Mikið finnst mér eitthvað ópersónulegt að tala alltaf um "þann einhverfa". Ber barnið ekkert nafn?

Rut (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 18:13

22 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér rann nú eiginlega til 'skapa' að lesa fyrst hjá þér 'skúbb' um að Öskjuhlíðarskóla ætti að leggja niður & hann sameinast Safamýrarskóla.

Henda áratuga áunninni sérþekkíngu starfsfólks fyrir róða, fyrir þessa þrítugu skandinavíheita 'alle sammen' sem að ljózt & leynt hefur gjöreyðilagt allt grunnskólastarf á íslandi ?

Það skrifar enginn betur um sig & sína en þú, & nöfnin eru 'sérstök'.

Steingrímur Helgason, 23.8.2008 kl. 20:33

23 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég styð þig líka í baráttunni fyrir því að Öskjuhlíðarskóli verði ekki lagður niður

Knús á þig elsku Jóna mín og hlýjar kveðjur 

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:18

24 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er bara búin að vera "bloggari" í mánuð eða svo en fjölskyldan þín hefur á þessum stutta tíma heillað mig alveg uppúr skónum.  Ritstíllin breytir daglegu lífi í ævintýraveröld og persónurnar eru ljóslifandi fyrir mér.  En ég segi eins og margir aðrir hér að ofan - þegar ég blogga um mína fjölskyldu þá nota ég ekki nöfn barnanna.  Það er þeirra að ákveða að koma fram undir nafni - ekki mitt.  So there - varð bara að setja inn þetta komment vegna skrifa hér að ofan sem mér finnast "frek".

Ég vona að skólamálin leysist á góðan hátt fyrir Þann einhverfa og auðvitað ykkur.  Ég er alveg sammála því að sérstök börn eiga að fá að vera meðal jafningja sinna.  Það er alveg með eindæmum hvað sumir eru harðir á því að sérstök börn eigi að vera í almennum skólum.  Er það gott fyrir barn að vera alltaf innan um "öðruvísi" einstaklinga?  Ég á börn með námserfiðleika - það eitt er alveg nóg fyrir þau til að finnast þau stundum "ekki eins góð" og jafnaldrar þeirra.  Þrátt fyrir sérkennslu og allan pakkann.  Og ég veit fátt verra en að finna vanmáttarkennd barnsins míns og geta takmarkað gert.

Svo - ef ég get sett nafnið mitt á eitthvað sem hjálpar - ekki málið.  Bara láta mig vita.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:24

25 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Mér finnst allt í fína ad thú veljir ad kalla strákinn thinn thann einhverfa, thad er thitt val og heldur honum nafnlausum. Hér í danmørku erum vid thó mikid ad reyna ad læra ad segja ad børn hafi einhverfu (t.d.) og ekki ad thau séu einhverf. Thad er eins og ad segja ad barnid hafi sjúkdóm /greiningu en ekki ad barnid sé sjúkdómurinn/greiningin. Barnid er margt annad en greiningin. En takk fyrir gott blogg, og falleg komment á minni bloggsídu og mér finnst alltaf gaman ad lesa pælingarnar thínar.  ég vona ad thad gangi vel med skólann. Thad er thví midur alltaf verid ad spara og svo er hugmyndafrædin um "den rummelige skole" sem líka tharf ad finna sinn milliveg. Hafdu thad sem allra best, kær kvedja frá Frederikssund.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:31

26 identicon

Að sjálfsögðu má hver sem er kalla hvern sem er hvað sem er. Það sem ég var að benda á er hvað það er ópersónulegt að kalla þann sem er manni kær svona viðurnefni. Þó að ég ætti líkamlega fatlaða dóttur þá myndi ég ekki skrifa "Sú halta" fór í skólann í dag. En annars eru þetta mjög fróðlegar frásagnir.

Rut (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 21:41

27 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ian góður, í mínum huga er þarna enn einn sigurinn.

Begga og Rut!!!! Þið eruð að lesa annara menna dagbók og meigið það og þið megið koma með athugasemdir enn ekki reyna að breyta neinu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.8.2008 kl. 21:58

28 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ian er snillingur. Mér finnst krúttlegt að kalla hann þann einhverfa, má ekki alveg gera það eins og segja "fíkillinn" þegar ég tala um minn.  Sú halta hefði örugglega húmor fyrir því ef hún væri dóttur þín Jóna, þetta er ákveðinn stíll þið konur hér á undan og eins og Högni segir, þá þarf ykkur ekki að líka það, en við sem höfum lesið og fylgst með í á annað ár, þekkjum þetta svona, auðvitað vitum við öll nöfnin en það er ekki málið hér.  Hafðu það gott elsku stubban mín og láttu okkur vita ef eitthvað er hægt að styðja og styrkja með skólann, hef nú bara ekki heyrt aðra eins vitleysu og þetta.  ÁFRAM ÍSLAND Bouncy 2  Bouncing Hearts Bouncy 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 22:50

29 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Auðvitað á EKKI að leggja niður þennan skóla. Við ættum frekar að styðja við og efla sérskólana á Íslandi og reyna að nýta það fjármagn og þekkingu sem er til staðar af meiri skynsemi og með hag flestra að leiðarljósi.

Megi Ian hinum yndislega, ganga frábærlega í vetur og það er vel við hæfi að hann hafi runnið saman við Potterinn - því báðir eru jú áberandi og töfrandi

Anna Þóra Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 23:32

30 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hef ég sagt ykkur hvað þið eruð mikil krútt. Kærar þakkir fyrir stuðninginn varðandi skólann. Ég mun svo sannarlega kalla ykkur til ef út í það fer. En ég á eftir að kynna mér málið ítarlega.

Svo rísið þið líka upp á afturlappirnar og sýnið tennurnar þegar einhver hallmælir ritstílnum . Ég mun örugglega eiga eftir að þurfa á ykkur og ykkar líkum að halda þegar bókin kemur út. Hún mun sennilega fara fyrir brjóstið á mörgum.

Jenfo. IKEA brjálæðingur addna

Salb. Kærar þakkir fyrir innlitið og falleg orð um pistlana mína. Met það mikils. ÁFRAM ÍSLAND

Ommi. hvað meinarðu.... ekki yngst

Gudrun gardinubytta. Jú nafngiftin byrjaði vissulega til að halda nafnleynd, sem smátt og smátt fauk svo út um gluggann 

Steingrímur. Nákvæmlega. Öll þekking sem byggð hefur verið upp yrði tvístrað. Ekkert vit í 'essu. Takk minn kæri. Orðin þín hlýja mér alltaf örlítið um hjartað.

Lísa B. þakka þér fyrir. Jú ég er sammála. Almennu skólarnir hafa ekki einu sinni næga þjónustu fyrir börn með sérþarfir, hvað þá þau börn sem eru alvarlega fötluð.

Sólveig. Þessi stefna er líka við lýði hér, þ.e. að segja að barn sé með sykursýki eða með einhverfu, en ekki að það sé sykursjúkt eða einhverft. Ég skil það vel og heyri alveg muninn á þessu tvennu. En svona hef ég kosið að hafa þetta.

Rut. Ég skil vel hvað þú ert að fara og lái þér það svo sem ekki. Í mínum huga er þetta samt ekki sambærilegt. Ian Anthony er mér afar kær og ekki síst vegna þess að hann er einhverfur. Og hann er alveg sérstaklega skemmtilegur karakter, ekki síst vegna þess að hann er einhverfur. Hann er einfaldega ofsalega flottur einhverfur strákur og það er engin skömm að því að vera einhverfur. Finnst þér vera skömm að því? Veistu að foreldrar barna með down syndrome kalla þau downsara? Um daginn hitti ég mann sem er með heilaæxli og hann gerði grín að sjálfum sér og talaði um sjálfan sig sem krabbameinssjúklinginn. Fólk notar mismunandi taktík til að vinna sig í gegnum erfiðleika og stundum er það eina rétta að gera grín að öllu saman.

Högni. Ég veit. Enn einn sigurinn

Ásdís. Takk fyrir stuðninginn elskan mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 23:47

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Anna Þóra. Takk kærlega fyrir Jú sammála. Frábærlega mælt.

Jón Arnar. Nei það yrði verulega slæmt. Í rauninni þyrfti að stækka. Því alltaf bætast við börn sem þurfa á þessum skólum að halda.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 23:49

32 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Langt síðan ég hef haft tíma til að fara blogghringinn, vegna ýnisssa anna.

En það er alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín.

Óska þér innilega til hamingju með væntanlega bók og líka með fyrsta skóladag ,þess einhverfa, á þessu hausti.

Svava frá Strandbergi , 24.8.2008 kl. 00:26

33 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég dáist að þér og fjölskyldunni. Bíð spennt eftir bókinni. Vona að gott skólaár sé framundan fyrir þann Einhverfa og skólinn verði á sínum stað. Ef lengd listans til samþykkis skipir máli, - að halda öllu óbreyttu, þá áttu hér Hauk í horni. kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 24.8.2008 kl. 00:27

34 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Ian á örugglega eftir að taka miklum framförum í vetur og vonandi verður skólinn áfram.    Skólasetning var hjá minni 7 ára í gær í miðjum handboltaleik!!!! Mér finnst nú alveg að hefði mátt fresta þessari skólasetningu, þetta varð til þess að ég náði bara fyrsta korterinu.

Sigríður Þórarinsdóttir, 24.8.2008 kl. 00:55

35 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Yndisleg færsla eins og alltaf.
Til hamingju með 5 skólaár prinsins. Það vona ég að skólinn fái að standa.

Linda Lea Bogadóttir, 24.8.2008 kl. 08:16

36 Smámynd: Gulli litli

Tek undir með Steingrími...

Gulli litli, 24.8.2008 kl. 09:09

37 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Gaman að lesa. Það dýpkar frásagnirnar hjá þér að þú skulir nota "þann einhverfa" í frásögnunum, og líka sbr." gelgjuna". Gefur mér alltaf afar mikið að lesa hjá þér.

Styð þig í baráttunni fyrir skólanum, tek undir með Steingrími.

Kveðja af hafinu bláa.

Einar Örn Einarsson, 24.8.2008 kl. 11:11

38 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

sem fyrrverndi nemandi öskjuhliðaskóla þá vona ég innilega að hann verði áfam á sinum stað .ég á eftir að skrifa um reynslu sem fötluðum nemanda í almenna skóla kerfinu en þessi fjögur ár sem ég var í óskjuhliðaskóla voru bestu árin í allri minni skóla göngu .en gangi þínum strák vel í skólanum í vetur  Kær kveðja Guðrun unnur

Guðrún unnur þórsdóttir, 24.8.2008 kl. 15:24

39 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gaman að heyra hvað þú ert ánægð með Öskjuhlíðarskólann. Ég held að þar sé margt gott gert. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.8.2008 kl. 15:49

40 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Ég vona innilega að Öskjuhlíðarskóli verði lagður niður vegna þess að börn eins og sonur þinn, Ian, eiga rétt á að vera (og eru í mínum huga) jafningar hvert sem þeir koma.

Á meðan skóli, sem er ábyggilega að gera góða hluti, er einungis að bjóða upp á nám fyrir fötluð börn, er hann um leið að seinka fullum aðgang, réttindum og þátttöku þeirra að samfélaginu.

Tilvist sérskóla er að mínu mati að gefa almennu skólakerfi kost á að ,,afþakka" fötluð börn og senda þau eitthvað annað.

Við getum endalaust fundið ástæður til að viðhalda sérskólum en það fríar samfélagið þeirri ábyrgð sem það hefur á öllum börnum.

Bestu kveðjur,

Freyja Haraldsdóttir

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 25.8.2008 kl. 16:39

41 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk kærlega fyrir góðar kveðjur.

Sigríður. Ég er sammála þér. Hefði ekki sakað neinn að seinka skólasetningunni aðeins.

Guðrún Þóra. Takk kærlega fyrir þitt innlegg.

Freyja. Þetta finnst mér afar undarlega að orði komist hjá þér. Eðlilegra hefði mér fundið að þú segðir: Ég tel að betra væri... í stað þess að óska þess að eitthvað gerist sem ég vona innilega að gerist ekki. Hljómar svolítið illkvittnislegt.

Ég skil svo sem alveg hvað þú ert að fara en á meðan að staðreyndin er sú að hinn almenni skóli er EKKI að bjóða upp á fullnægjandi þjónustu fyrir fatlaða þá vil ég að sjálfsögðu ekki að syni mínum sé hent úr góðu umhverfi yfir í slæmt. Þar sem honum myndi líða illa og finnast veröldin honum fjandsamleg og skrítnari en nokkru sinni áður. Bara til að hvað? Make a point? Nei takk. Fyrst skulu ráðamenn laga það sem þarf að laga í skólunum. Búa syni mínum jafn hlýlegt og sérsniðið umhverfi og vinnuaðstæður og hann býr við í dag.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2008 kl. 19:35

42 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Sæl Jóna

Ég byðst afsökunar á að hafa hljómað illkvitnislega - skil það reyndar ekki alveg þar sem ég var einungis að benda á mitt viðhorf gagnvart réttar sonar þíns út í samfélaginu. En okay!

Það er satt hjá þér að ekki er búið vel að þörfum fatlaðra barna í sumum almennum grunnskólum landsins. Það mun þó ekki breytast til batnaðar að sjálfu sér, ekki fyrr en pressan frá mér, þér og fleirum í sambærilegum stöðum verður öflugri um að hver og einn eigi að geta liðið vel í sínum hverfisskóla.

Ef Kópavogshæli hefði ekki verið lagt niður hefðu sambýli aldrei orðið til. Ef sambýli hefðu aldrei orðið til hefðu þjónustukjarnar ekki heldur orðið það. Ef þjónustukjarnar væru ekki til væru mun færri fatlaðir einstaklingar að feta sig út á braut sjálfstæðs lífs.

Þetta er sama sagan með skólana. Skólar verða aldrei fyrir alla ef þeir þurfa aldrei að verða það. Ef við höldum of föstum tökum í hið sértæka og aðgreinda fær ,,hið almenna" ekki færi á að þroska sig og bæta.

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:47

43 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Val. Foreldrar hafa nefnilega ekki val í flestum tilvikum. Þeir eru hræddir, mjög skiljanlega, við að hafa börnin sín í almennum skólum. Þar með er ákvörðunin ekki byggð á vali heldur vantrausti.

Af hverju mega skólarnir ekki bara vera þarna? Því eins og ég sagði:

,,Tilvist sérskóla er að mínu mati að gefa almennu skólakerfi kost á að ,,afþakka" fötluð börn og senda þau eitthvað annað."

Ef sérskólinn fer getur skólakerfið ekki afþakkað börnin, heldur verður það að taka á móti þeim og búa þeim gott skólaumhverfi. Fyrr gerist það ekki.

Fólk telur að þekking starfsfólk sérskóla sé dýrmæt - ég gæti ekki verið meira sammála. Það sem ég vildi sjá gerast er að sérskólar breyttust í þekkingarmiðstöðvar sem styddu við almenna skóla í átt að jafnrétti, tækifærum og þroska allra nemenda. Þá gæti hver sem þyrfti á að halda leitað í þann dýrmæta viskubrunn.

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 26.8.2008 kl. 23:03

44 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Freyja þetta er afskaplega falleg framtíðarsýn sem þú hefur og ég vona svo sannarlega að hún eigi eftir að rætast. Og ég skil líka hvað þú ert að fara: ekkert gerist nema að við berjumst. Og það er svo sannarlega rétt; stjórnendur margra grunnskóla VILJA ekki fatlaða einstaklinga inn í skólann sinn (nú er ég að tala um andlega fötluð börn) og leggja sig jafnvel fram við að gera slíku barni og foreldrum þess lífið erfitt. Ég hef heyrt um slík dæmi.

En málið er það að ég er ekki tilbúin til að gera barnið mitt að fordæmi á kostnað hans vellíðunar, gleði og hamingju. Fórna honum á altari ''þess sem við höfum rétt á''.

Ég myndi aldrei senda hann í almennan skóla í þær aðstæður sem þar ríkja í dag. Réttar aðstæður og rétt starfsfólk þarf að vera til staðar daginn sem hann stígur fæti sínum þar inn fyrir dyr.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.8.2008 kl. 11:12

45 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Ég skil þig fullkomlega að þú viljir ekki hafa Ian sem tilraunadýr í nýju kerfi.  Nógu erfitt er að fá viðunnandi aðstöðu fyrir andlega fötluð börn (öll börn reyndar, sem falla ekki inn í meðaltalið).

Baráttukveðjur dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 11:51

46 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég get ekki lesið öll kommenti sem fylgja þessari færslu, i just cant..

En í sambandi við verðlauna peningana þá efast ég ekki um að honum hefur bara fundist sem hann ætti þá skilið... and i agree

Guðríður Pétursdóttir, 27.8.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1640369

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband